Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20071 Yfirleitt er litið svo á að hest- urinn hafi fylgt Íslendingum frá upphafi landnáms og átt mikinn þátt í að gera búsetu hér mögu- lega. Menn líta jafnan svo á að notkun hesta á Íslandi hafi verið vandkvæðalaus og eins háttað allt frá upphafi og allt þar til ný tækni leysti þá af hólmi en það er líklega talsverð einföldun. Þetta kom fram í erindi sem Jón Árni Friðjónsson sagnfræðingur hélt á vegum Söguseturs íslenska hests- ins á Hólum fyrr í haust. Þar fjallaði hann um sögu járninga á miðöldum en áður hefur hann ritað grein um efnið sem birtist í tímaritinu Sögu árið 2005. Saga járninga er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Hér á landi virð­ ast menn almennt ekki hafa farið að járna hesta sína fyrr en á 15. öld. Það vekur upp margar forvitnilegar spurningar varðandi notkun hests­ ins fyrir þann tíma en einnig um það hvaða þýðingu það hafði fyrir landsmenn þegar skeifnainnflutn­ ingur hófst fyrir alvöru. Jón Árni segir skeifur fyrst hafa komið til sögunnar sem hluti af búnaði riddarahesta og hafi breiðst út í Evrópu á miðöldum, en notkun þeirra hafi ekki tíðkast á Norðurlöndum fyrr en í fyrsta lagi á 11. öld. Norrænir menn not­ uðu jafnan ójárnaða hesta að sumri á víkingaöld, en til vetrarferða ráku þeir einfalda járngadda upp í gegnum hófa að framanverðu, svo­ nefnda ísbrodda. „Íslendingar riðu því að mestu ójárnuðu fyrstu aldirnar og þó að eitthvað hafi verið smíðað af skeif­ um er á leið hafa þær verið dýrar,“ segir Jón Árni og bendir á að lík­ ast til veki það furðu að menn hafi ferðast á þann hátt um erfiða fjall­ vegi, „en líklega má einnig líta á það sem vísbendingu um það hversu mjög gróðurþekja og jarð­ vegur hafa eyðst.“ Hitt verður að hafa hugfast, segir Jón Árni, að viðmið okkar um það hvað sé viðunandi meðferð á reið­ hestum er annað en á miðöldum. Járning ekki með öllu vandalaus „Í rauninni gengur okkur jafnilla að skilja hvernig fólk gat gengið á skinnskóm eða jafnvel berfætt um þetta grýtta land. Reiðmenn mið­ alda hafa sjálfir verið vanir því að verða sárfættir á vondum vegum og ferðatilhögun þeirra hefur mótast af annars konar tilfinningu fyrir land­ inu sem þeir ferðuðust yfir heldur en nútímamenn þekkja. Þá þarf líka að hafa í huga að járning er ekki með öllu vandalaus aðgerð, jafn­ vel þó notuð séu nútímaáhöld. Það hefur sem sé verið áhættuminna að járna alls ekki og fara sér hægt um vegleysur en að járna með frum­ stæðum tækjum og grófum nögl­ um,“ segir Jón Árni. Í Íslendingasögum er nokkr­ um sinnum minnst á járningar og hið sama gildir um Sturlungu, öll dæmin virðast snúast um vetrar­ eða haustferðir, en elsta íslenska heim­ ildin um járningu er að sögn Jóns Árna líklega að finna í Hávamálum þar sem ást fláráðra kvenna er sögð vera „sem aki jó óbryddum/á ísi hálum“. Nefnir Jón Árni að í Íslendinga­ bók Ara fróða komi fram að landið hafi verið víði vaxið og sé það rétt hafi það verið ógreiðfært yfirferðar. Leiða megi líkur að því að fyrstu kynslóðir Íslendinga hafi hvorki búið að miklum hestakosti né greiðfærum reiðgötum. Þegar kom fram á 12. og 13. öld hafi verið farið að rætast verulega úr þessu, en ætla megi að sjóflutningar hafi skipt meira máli á miðöldum en síðar varð. Á 13. og 14. öld áttu Norðlendingar talsvert af stórum farmaskipum, sbr. frásögnina af Flóabardaga 1244. Þessi skip hafa verið notuð til þess konar flutninga, sem síðar fóru einkum fram á hest­ um, en slíkum skipaflota var ekki til að dreifa nyrðra á síðari öldum. Hetjur Íslendingasagna og höfð­ ingjar Sturlungu hafa sennilega að mestu riðið ójárnuðu. Bættu sér upp járnleysið með mikilli hestaeign „Menn hafa trúlega að einhverju leyti bætt sér upp járnaleysið með því að eiga marga hesta og það hefur þótt höfðingsbragur að hafa hestaskipti við ferðalanga. Þannig má leiða líkur að því að sá siður hestamanna síðari tíma að hafa hestakaup, þ.e. skipta á hestum, eigi sér fornar rætur í greiðasemi og gestrisni. Loks þarf jafnan að hafa hugfast að ferðalangar þurftu ekki að hafa áhyggjur af hindrunum á borð við girðingar og skurði, auk þess sem vegir voru ekki malborn­ ir,“ segir Jón Árni. Hann segir einnig rétt að leiða hugann að reiðlaginu sjálfu; gang­ sömum íslenskum hestum sé mörg­ um eðlilegt að leita í rólegt skeið eða skeiðborið tölt þegar þeir fara að lýjast. „Ferðalagaskeið“ þyki ekki merkileg gangtegund nú, en hestar sem það var tamt hafi í eina tíð þótt ágætir til ferðalaga og þyki jafnvel enn. Þessi gangur hefur hentað sárfættum og ójárnuðum hestum fyrri tíma vel. „Við verðum jafnvel að spyrja okkur að því hvort íslenski hesturinn hefði varðveitt gagnsemi sína jafnvel og raun ber vitni ef honum hefði jafnan verið riðið um landið þungjárnuðum,“ segir Jón Árni. Ódýrir hestskór hrundu af stað samgöngubyltingu Hann segir litlum sögum fara af almennri notkun skeifna hér á landi fyrr en Englendingar hófu hingað siglingar á 15. öld, en þeir fluttu inn margs konar vörur, m.a. ódýra hestskó sem svo voru nefnd­ ir; orðið skeifa kemur fyrst fyrir í heimildum frá 16. öld. Þessi umskipti segir Jón Árni að hljóti að hafa hrundið af stað samgöngubylt­ ingu og haft áhrif á átök 15. og 16. aldar um völd og eignir. Hann nefnir að biskupsstólarnir hafi tekið að safna að sér útvegsjörð­ um á síðmiðöldum og á 15. og 16. öld hafi til að mynda jarðeignasafn Hólastól vaxið ört, þær jarðir sem fjær lágu voru leigðar út í kippum, svonefndum umboðum. Eitt þeirra var Urðaumboð við Eyjafjörð, en þaðan fóru skreiðarlestir um Heljardalsheiði til Hóla, „og þá hefur komið sér vel að geta járn­ að lestaklára, hvort sem þeir hafa allir fengið að njóta þess,“ segir Jón Árni og bendir á að reist hafi verið sæluhús á heiðinni sem líkast til hafi þjónað þessum flutningum. „Skreiðarflutningar fóru næstu ald­ irnar almennt fram á hestum, ekki skipum eins og algengt var á 14. öld. Landflutningar tóku þannig við af sjóflutningum, ef svo má að orði komast. Oft var þetta tengt kvaðavinnu. Þannig er „hestlán í lest” t.d. algeng kvöð á landsetum Hólastóls í Skagafirði, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín.“ Innflutningur á skeifum hafði þýðingu fyrir höfðingja og valdastofnanir Vel má vera að hestafjöldi á Íslandi hafi verið einsdæmi, a.m.k. miðað við það sem gerðist í Evrópu; um 1700 var um einn hestur á móti hverjum tveim íbúum og á 19. öld voru þeir enn fleiri. Vafalaust hefur verulegur hluti þeirra aldrei verið járnaður. Þessi mikli fjöldi skýrist líka af því að hestar voru í raun ekki aldir hér eins og venjuleg húsdýr heldur gengu að miklu leyti sjálfala. Þó að venjulegir íslenskir bænd­ ur hafi löngum orðið að spara við sig járningar og nota áburðarhesta ójárnaða heima við hefur innflutn­ ingur á tiltölulega ódýrum skeifum haft mikla þýðingu fyrir höfðingja og valdastofnanir. Hann hófst fyrir alvöru um það leyti sem veðurfar fór kólnandi og hefur gert samfé­ laginu auðveldara að bregðast við vaxandi jarðvegseyðingu og erf­ iðari skilyrðum til langferða. MÞÞ Almennt ekki farið að járna hesta hér á landi fyrr en á 15. öld: Bændur spöruðu við sig járningar en ódýrar skeifur höfðu þýðingu fyrir höfðingja og valdastofnanir Jón Árni Friðjónsson sagnfræð- ingur. Þeir eru vel ríðandi þessir menn út handritinu AM 345 fol frá 16. sem geymt er í Árnastofnun. Finnskir ísbroddar frá miðöldum. Þegar Magnús Magnússon, eig- andi og ritstjóri Skessuhorns, vikublaðs allra Vestlendinga, lítur yfir farinn veg, segist hann stoltur af því starfi sem þar hefur verið unnið undanfarin tíu ár. Þann 18. febrúar árið 1998 kom fyrsta tölublað Skessuhorns út svo brátt fagnar það 10 ára afmæli sínu. „Jú, það er rétt, við verðum tíu ára í febrúar og vorum að gefa út viðtalsbókina Fólkið í Skessuhorni í tilefni af áfanganum. Ég hugsa að við gerum eitthvað í kringum afmælisdaginn 18. febrúar en það á eftir að skipuleggja það. Við höfum gefið Skessuhorn út óslit­ ið síðan og erum eitt stærsta hér­ aðsfréttablaðið í dag. Við erum að jafnaði með 32 síðna blað og höfum, að ég held, þokkalega fjölbreytt efnisval. Í það minnsta fellur blaðið Vestlendingum vel í geð,“ útskýrir Magnús en nú starfa tíu manns hjá Skessuhorni. Úr atvinnuráðgjöf í blaðaútgáfu Upphaflega stofnaði Magnús blað­ ið með Gísla Einarssyni frétta­ manni en Magnús hætti á árunum 2001­2003. Hann kom síðan aftur að útgáfufélaginu, keypti það og tók við blaðinu og ritstjórn í fram­ haldinu. „Árið 1997 hafði Gísli verið ritstjóri á blaði sem kom út um skeið og hét Vesturlandspósturinn. Það hafði farið flatt og hafði Gísli áhuga á að koma að útgáfu en þá var ég starfandi atvinnuráð­ gjafi hjá SSV. Hann kom til mín á skrifstofuna og við fórum í þetta saman og ég eiginlega ánetjaðist þessu verkefni eins og algengt er með atvinnuráðgjafa. Ég hafði lít­ illega kynnst fréttamennsku, var um skeið fréttaritari fyrir NT í Borgarfirði, ritstýrði skólablaði á Bifröst og hafði áhuga á lands­ hlutamiðlun enda hef ég alltaf borið hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Eftir stofnun Skessuhorns hætti ég sem atvinnuráðgjafi og þannig hóf ég aðkomu mína að útgáfustörfum,“ segir Magnús. Merkilegt að héraðsfréttablöð lifi Magnús leggur áherslu á mik­ ilvægi héraðsfréttablaða hér á landi og segir þau gegna afar þýðing­ armiklu hlutverki, ekki síst eftir að áhugi dagblaðanna á landsbyggð­ inni minnkaði. „Það er í raun merkilegt að það séu til héraðsfréttablöð í dag eins og starfsumhverfi þeirra hefur verið að þróast. Það er t.d. mikil samþjöppun á fyrirtækjamark­ aði og því er nánast öllum helstu fyrirtækjum í verslun stýrt af höfuðborgarsvæðinu. Þannig fá landshlutablöðin sífellt minni hlut­ deild í auglýsingakaupum þessara fyrirtækja enda ber unga fólkið á markaðsdeildum stórfyrirtækj­ anna lítið skynbragð á hvaða miðl­ ar eru lesnir á landsbyggðinni. Við á Skesssuhorni þurfum t.d. að fjármagna æði stóran hluta af rekstri fyrirtækisins með auglýs­ ingasölu. Kannski hefur sá þáttur tekist betur hjá okkur en mörgum öðrum sambærilegum miðlum en það er vafalaust vegna þess að Vesturland hefur vegna bættra samgangna sífellt verið að færast nær höfuðborgarsvæðinu og því eru Vestlendingar góður markhóp­ ur,“ segir Magnús. Hann segir að framtíðarstefna Skessuhorns sé að reyna að halda sínum hlut í vax­ andi samkeppni á fjölmiðlamark­ aði. „Við gefum út vandað blað og okkar áhersla er að halda því áfram. Ef lesendur eru ánægðir koma bæði áskriftartekjur og aug­ lýsingar af sjálfu sér. Þá rekum við fréttavefinn Skessuhorn.is, sem er aðalvefgátt í þennan landshluta, en við leggjum höfuðáherslu á blaðhlutann í okkar rekstri,“ segir Magnús. Viðtalsbók fyrir jólin Sem fyrr sagði gefur útgáfufélag Magnúsar út nú fyrir jólin viðtals­ bókina Fólkið í Skessuhorni í til­ efni af afmælinu. Í henni eru 62 viðtöl við áhugaverða Vestlendinga sem birst hafa í Skessuhorni á þessum fyrsta áratug blaðsins. „Við höfðum tekið mikið af góðum viðtölum við áhugavert fólk í gegnum tíðina og því kom þessi hugmynd upp. Við fengum rótgrónar utanaðkomandi blaða­ konur, þær Fríðu Björnsdóttur og Jóhönnu Harðardóttur, til að velja viðtölin í bókina. Bókin fær feiknagóðar viðtökur og hefur vakið mikinn áhuga. Það hittist líka þannig á að lítið er af við­ talsbókum á markaði fyrir þessi jól, svo hún passar vel inn í jóla­ bókaflóruna. Í bókinni eru viðtöl sem 18 blaðamenn hafa unnið og það eitt gerir bókina fjölbreytta og áhugaverða lestrar. Fyrst og fremst er hún þó skemmtileg af þeim sökum að á Vesturlandi býr skemmtilegt fólk og mér finnst bókin endurspegla það,“ útskýrir Magnús að lokum. ehg „Landshlutamiðlun er afar mikilvæg“ Í tilefni af tíu ára útgáfuafmæli Skessuhorns var ráðist í viðtals- bókina Fólkið í Skessuhorni sem inniheldur 62 viðtöl við áhugaverða Vestlendinga. Magnús Magnússon, eigandi og ritstjóri Skessuhorns, lítur björtum augum til framtíðar á útgáfu blaðs- ins þó að umhverfi hér- aðsfréttablaða fari síst batn- andi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.