Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 200710 Þúfa er fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í minjagripasölu fyrir söfn og sýningartengda staði og fyrirtæki. Í pökkunum sem fyrirtækið framleiðir eru sérvaldir og sérhannaðir munir, með tilliti til starfsemi, staðhátta, landsvæðis og annarra óska kaup- anda. Að fyrirtækinu standa mæðg­ urnar Ásta Þórisdóttir á Hólmavík og Lilja Sigrún Jónsdóttir á Fiski­ nesi við Drangsnes. Ásta og Lilja Sigrún eru báðar útskrifaðar úr Myndlista­ og handíðaskólanum, Ásta úr grafíkdeild en Lilja Sigrún úr skúlptúrdeild. Þær eru auk þess báðar kennaramenntaðar og hafa starfað lengi við kennslu. Lilja Sigrún fór á eftirlaun um síðustu áramót en Ásta er ennþá í fullu starfi í kennslu. Þær segjast mikið hafa unnið saman í gegnum tíðina og starfræktu meðal annars brúðu­ leikhúsið Dúkkukerruna af og til í nokkur ár. „Leikritin voru samin í gegnum síma og síðan hittumst við í skólafríum og smíðuðum brúður og leikmuni. Síðan var farið í leik­ ferðir og sýnt víða,“ rifja þær upp. Starfsemi Þúfu hófst í kringum síðustu áramót eftir að þær mæðgur höfðu sótt Brautargengisnámskeið á vegum Impru. Hugmyndin sem þær unnu með á því námskeiði var að vísu önnur en þróunarvinnan og gerð viðskiptaáætlunar hefur samt sem áður nýst þeim vel í starfsemi Þúfu. Þegar hafa verið hannaðar og framleiddar vörulínur fyrir tvo aðila, Sauðfjársetur á Ströndum og Ósvör við Bolungarvík. Vörurnar sem Ósvör hefur í sölu fást einn­ ig hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Vörurnar eru meðal annars unnar úr ull, leir og hvaltönn. Ásta og Lilja Sigrún eru ánægðar með við­ tökurnar eftir að hafa haft vörur sínar í sölu eitt sumar. Þær segja stefnuna vera þá að hver vörulína verði aðeins til sölu hjá viðkom­ andi safni eða sýningu en geta þó hugsað sér að síðar meir setji þær upp netverslun, þar sem margir af söluaðilunum hafa einungis opið yfir sumarið. Úr vörulínu Sauðfjárseturs á Ströndum segja þær að svokall­ aðir Lambalúllar hafi verið vinsæl­ asta varan í sumar. Tuskudýrið Lambalúlli er lamb með höfuð úr þæfðri ull. Engir tveir lúllar eru eins né bera sama nafn. Nafnið er á plastmerki í eyra Lambalúllans ásamt bæjarnafninu Þúfu. Nafnið er einnig að finna í nafnavísu sem Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, íslenskukennari á Hólmavík, orti. Þær segja að góð sala á þessari vöru hafi m.a. kennt þeim það að kaupandinn sé ekki endilega sá sem nýtur vörunnar, og stefna að því að hafa a.m.k. eina vöru sem höfðar til barna í hverri vörulínu. Reynt er að hafa vörulínuna breiða, m.a. hvað varðar verð og hráefni. Hver vöru­ lína inniheldur tíu vörur sem eru allar sérhannaðar og handunnar af þeim mæðgum. Leirvörurnar eru að hluta fjöldaframleiddar í sérhönn­ uðum mótum sem þær eru steyptar í en síðan handmálaðar og glerjað­ ar. Stefnt er að því að bæta tveim­ ur vörulínum við framleiðsluna á ári hverju. Ásta og Lilja Sigrún sjá fyrir sér mikla möguleika í fram­ tíð Þúfu og segja að framleiðslu af þessu tagi hafi tvímælalaust vant­ að. „Sérstaðan liggur í að bjóða upp á heildstæðan pakka sem gefur viðskiptavininum kost á að taka þátt í vöruþróuninni og sparar auk þess vinnu við að leita að mis­ munandi vörum sem henta þema og staðháttum, á mörgum stöðum. Hugmyndaskortur háir okkur ekki,“ segja þær mæðgur að lokum. „Það er frekar að okkur skorti tíma til að framkvæma.“ kse Þúfa – heildarlausnir í minjagripasölu Mæðgurnar Ásta Þórisdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir hlutu viðurkenningu í Vaxtarsprotaverkefni Impru og Framleiðnisjóðs Gestabók úr tré klædd grásleppu- hvelju. Mæðgurnar Ásta og Lilja Sigrún nokkur sýnishorn af handverki sínu. Í efstu hillunni má sjá hina vin- sælu Lambalúlla. Þessi fjöll eru úr leir en á myndinni til hægri eru hrútspungar í þurrk- un. Nú um áramótin er gert ráð fyrir að til verði ný stofnun sem nefnd verður Matvælastofnun sam- kvæmt tillögu sem liggur fyrir Alþingi. Innan hennar sameinast Landbúnaðarstofnun, mat- vælasvið Umhverfisstofnunar og matvælasvið Fiskistofu. Jón Gíslason, forstjóri Landbúnaðarstofnunar, mun veita Matvælastofnuninni for- stöðu. Hann var spurður hvað ynnist við þessa sameiningu. ,,Það er margt sem vinnst með þessari sameiningu. Það er ekki síst varðandi löggjöfina en við erum að taka upp nýja löggjöf Evr­ ópusambandsins um matvæli og matvælaeftirlit. Þetta er sú grunn­ löggjöf sem Evrópulöndin fara eftir. Löggjöfin verður undir einu ráðuneyti, það er hinu sameinaða ráðuneyti landbúnaðar og sjáv­ arútvegs. Hluti af matvælamálum heyrir nú undir umhverfisráðu­ neytið en eftir áramótin hefur það ekkert með málaflokkinn að gera. Varðandi framkvæmdina gerist það sama að allt matvælaeftirlit­ ið á vegum ríkisins verður í einni stofnun í staðinn fyrir þrjár stofn­ anir eins og nú er. Þar með er mun minni hætta á einhverri skörun í eftirliti milli aðila og við samnýt­ um þekkinguna miklu betur. Auk þess mun ný stofnun fara með yfirumsjón með matvælaeftirliti sveitarfélaganna, en það hlutverk fer Umhverfisstofnun með í dag. Það er verið að sameina stofnanir sem sinna matvælaeftirliti um alla Evrópu,“ segir Jón Gíslason og er það mjög góð og æskileg þróun. Búfé sem alið er upp til matvælaframleiðslu skilgreint sem matvæli Spurður hvort hin nýja matvæla­ stofnun verði staðsett á Selfossi segist Jón ekki hafa fengið það endanlega staðfest en bendir á að landbúnaðar­ og sjávarút­ vegsráðherra hafi sagt í blaða­ viðtali að hann byggði þetta á Landbúnaðarstofnun á Selfossi og því eru allar líkur á að aðalstöðv­ arnar verði þar. Jón bendir á að Landbúnaðar­ stofnun sé einnig með eftirlit með fóðri, áburði og plöntuheil­ brigði, svo dæmi séu tekin. Þeir dýralæknar sem sinna opinberu eftirliti, til að mynda með mjólk­ urframleiðslu á bæjunum, tilheyra Matvælastofnun. Þeir sinna einnig eftirliti í sláturhúsunum og að hluta til í kjötvinnslum. Samkvæmt þeirri löggjöf sem tekin verður upp um áramótin er búfé sem alið er upp til matvælaframleiðslu skil­ greint sem matvæli. Í raun er verið að horfa til allrar fæðukeðjunnar, alveg frá upphafi til enda. Nú starfa 54 hjá Landbúnaðar­ stofnun en 21 bætist við þegar sameiningin á sér stað. Jón sagði að það væru alltaf einhverjir í tímabundnum störfum. Ársverk hjá Landbúnaðarstofnun eru í dag um 60 og hjá Matvælastofnun verða ársverk því rúmlega 80. Stofnunin hefur einnig verksamn­ inga við Bændasamtök Íslands og Veiðimálastofnun sem sam­ svara nokkrum ársverkum. Hann segir að þessar þrjár stofnanir sem eiga að sameinast séu nú að vinna að tillögum um innra skipulag Matvælastofnunar og sú vinna sé á lokastigi. Þá er verið að ákveða hvar umdæmisskrifstofur verða og einnig er gert ráð fyrir sérstakri skrifstofu fyrir inn­ og útflutningsmál. ,,Þetta er mjög spennandi verk­ efni sem við erum að vinna að, sem og starfsemi Matvælastofnunnar þegar hún hefst,“ sagði Jón Gísla­ son. S.dór Jón Gíslason, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Hin nýja Matvælastofnun hefur störf um áramótin Jón Gíslason verður forstjóri hinn- ar nýju Matvælastofnunar. Nýtt spil – Veiðimann Út er komið nýtt íslenskt spil sem byggir á einu ástsælasta spili lands­ manna, Veiðimann. Spilið kemur frá sömu mönnum og stóðu á bakvið Hrútaspilið sívinsæla. Myndir af 19 fiskum, teiknuðum af Jóni Baldri Hlíðberg, prýða spilið ásamt 57 fiskauppskriftum. Í Veiðimann safnar maður fisktorfum, lærir nöfn fiskanna og veit alltaf hvað á að hafa í mat­ inn. Hér er í raun um að ræða venjuleg spil, hjarta, tígull spaði, lauf með öllum fyrrgreindum upplýsingum á. Veiðimann er í raun uppskriftaspilabók. Heimasíða Veiðimanns er www.veidimann.is Það hlýtur að vera heppilegt að taka í spil fyrir matinn, í það minnsta fyrir kokka sem vantar hugmyndir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.