Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20070 Kokkarnir á Grillinu á Hótel Sögu voru svo elskulegir að gefa lesendum Bændablaðsins upp- skriftir að girnilegum jólamat- seðli sem er í meðallagi einfaldur og hver rétturinn af öðrum er í hæsta máta girnilegur og algjört lostæti. Steiktar humarmedalíur með rabarbara og estragon-rjóma fyrir 4 12 stórir humarhalar ½ rif hvítlaukur 200 ml rjómi 50 ml hvítvín 3 greinar estragon klípa af smjöri salt pipar olía til steikingar 4 tréspjót Aðferð: Þræðið humarhalana upp á tréspjót, stingið í endann á halanum, vefjið um vísifingur og stingið svo hnakk­ anum upp á, þrjá hala á hvert spjót. Kryddið humarinn með salti og pipar, steikið á pönnu í olíu þar til hann verður gullinbrúnn. Bætið þá hvítlauk, hvítvíni og rjóma á pönn­ una og látið suðuna koma upp. Takið humarinn af pönnunni og kryddið sósuna eftir smekk með söxuðu estragoni og örlitlu smjöri. Sérrí-rabarbarasulta: 200 g rabarbari 100 ml sérrí 100 g muscavado­sykur eða púð­ ursykur Aðferð: Setjið allt hráefnið í pott og látið suðuna koma upp. Sigtið rabarbar­ ann frá og sjóðið safann niður í síróp en blandið síðan aftur saman við rabarbarann. Framreiðið með salati og ristuðu brauði. Lambahryggur fylltur með aprí- kósum og furuhnetum 1 lambahryggur 10 apríkósur 50 g furuhnetur 10 g brauðraspur 3 g cummin 30 g fetaostur í olíu salt pipar Aðferð: Skerið meðfram beininu ofan frá, skerið í fituna og fjarlægið lund­ irnar neðan af hryggnum. Skerið lundirnar í bita og fyllið með­ fram beininu sitt hvoru megin við hryggvöðvann með lambalundum, apríkósum, fetaosti og furuhnetum. Stráið brauðraspi yfir og kryddið með salti, pipar og cummin­kryddi. Bakið í ofni við 220°C í 30 mínútur og lækkið svo niður í 150°C í um 30­50 mínútur (getur verið breyti­ legt eftir ofnum) eða þar til kjarn­ hiti nær 62°C. Sjá nánar aðferð við matreiðslu; http://www.mbl.is/mm/ folk/recipes. Borið fram með góðri sósu, grat­ íneruðum kartöflum og salati. Hvít súkkulaðimús með hindberj- um 250 g mjólk 500 g rjómi 470 g hvítt súkkulaði 10 g matarlím (matarlím getur verið misþungt) 1 stk. vanilla Aðferð: Leggið matarlímið í kalt vatn og saxið súkkulaðið. Sjóðið upp á mjólkinni, bætið í matarlími (búið að sigta vatnið frá). Hellið 1/3 af mjólkinni yfir súkkulaðið, hrær­ ið þar til súkkulaðið er glansandi og farið að þykkna. Bætið rest­ inni af mjólkinni við meðan hrært er rösklega í svo glansinn á súkk­ ulaðiþykkninu haldist. Bætið við léttþeyttum rjóma þegar súkkulaðið er 35­40°C, sem er eins og hitastig­ ið í venjulegum heitum potti. Setjið í form og frystið. Framreiðið með hindberjum og hindberjasósu. ehg MATUR Humar, lamb og hvít súkku- laðimús á hátíðarmatseðlinum 8 5 1 9 1 8 2 6 7 4 4 3 6 7 3 9 8 7 1 3 5 4 6 2 8 3 6 2 5 7 2 8 9 9 1 3 5 4 6 4 8 9 4 1 2 3 3 1 8 5 8 6 5 4 1 8 2 7 6 7 7 8 1 9 5 8 9 1 2 4 3 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku­þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1­9 í eyðurn­ ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku­þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn­ ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Hvíta súkkulaðimús með hindberjum og hindberjasósu er í raun afar ein- falt að útbúa. Steiktar humarmedalíur með sérrí-rabarbarasultu og estragon-rjóma svíkur engan. Ægir Friðriksson, aðstoðaryfirmatreiðslumaður á Grillinu, er ánægður með hvernig til tókst með forréttinn. Ragnar Eiríksson, matreiðslumaður á Grillinu, nostraði aðeins við eftirrétt- inn og ber hann þess sannarlega merki.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.