Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 búferlaflutningar fólks, eignarrétt­ ur á hugverkum, umhverfisstefna og vinnuréttur.“ Fríverslun getur leyst sum mál, en það er hætta á ferð þegar markaðskerfið birtist sem alls­ herjarlausn. Chavagneux vill fella markaðshagfræðingana af stalli og sýna að hagkerfið þarf á stjórn að halda, leiðréttingum og takmörk­ unum. Kvikmyndin Bamko, sem ber nafn eftir höfuðborg ríkisins Mali í Afríku, er tilraun til slíkrar leið­ réttingar með því bjóða upp á umræður um svokölluð lögmál hagfræðinnar. Kvikmyndin, sem fransk­márítanskur leikstjóri að nafni Abderrahmane Sissko gerði, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2006 og fékk verðlaun áhorfenda á les Recontres Paris Cinema sama ár og hefur nú verið sýnd í kvikmyndahúsum um víða veröld. „Ákaflega raunverulega leik­ in mynd,“ segir einn af aðalpers­ ónunum í myndinni, stjörnulög­ fræðingurinn, Ronald Rappaport. Ásamt tveimur öðrum lögfræðing­ um, fyrrverandi menningarmála­ ráðherra Mali, Aminata Traoré, og fjölda íbúa Malí þá setja leikendur upp tilbúin en raunsæ réttarhöld gegn Alþjóðabankanum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Fjöldi ákæruatriða eru tekin fyrir svo sem botnlausar skuldir margra þróunarlanda, og þvinguð einkavæðing á skólum, samgöng­ um og heilbrigðisþjónustu. „Við höfum greitt skuldir okkar og skuldum ekki lengur neitt,“ segir Aminata Traoré. Heilbrigðiskerfið hefur verið einkavætt. „Ef þú ert veik þá eru skilaboðin skýr; borg­ aðu eða deyðu Drottni þínum.“ Það eru löndin í norðri sem bera ábyrgð á alþjóðavæðingunni, í sátt við afr­ íska þjóðarleiðtoga. Afleiðingarnar eru harkalegar. Í fjölda landa í Afríku nema afborganir á erlend­ um lánum um 40% af útgjöldum ríkisins, en opinber þjónusta, svo sem skólar og heilbrigðisþjónusta, njóta 4­6% útgjaldanna. Um 50 milljón afrískra barna munu deyja úr hungri næstu þrjú ár, segir einn lögfræðinganna, og bætir því við að þær tölur hafi hann frá Paul Wolfowitz. En það sem Wolfowitz nefnir ekki er að lífi þessara barna væri unnt að bjarga ef fjármunir, sem sá hinn sami Wolfowitz hefur veitt í stríðsrekst­ urinn í Írak, hefðu farið í baráttu gegn fátæktinni. Bamko er áhrifamikil kvik­ mynd, ekki síst fyrir það að leik­ endurnir hafa sjálfir samið text­ ann sem þeir fara með. En eru það Alþjóðabankinn og Gjaldeyr­ issjóðurinn sem einir eiga að sitja á sakamannabekknum? Um 36 milljónir manna deyja árlega úr hungri, segir aðaltalsmaður SÞ um matvælaöryggi, Jean Ziegler, í bók sinni l’Empire de la honte, Heimsveldi skammarinnar. Og það gerist í heimi sem er fullfær um að fæða íbúa sína. Í því samhengi erum við öll meðábyrg. Bonde og Småbruker, Ole­Jakob Christensen, stytt Það var nærtækt fyrir teiknara að breyta Paul Wolfowitz í úlf eins og norski teiknarinn Finn Graff gerði árið 2003. Hér leiðir úlfurinn hund- inn sinn sem af einhverjum ástæð- um flaggar norska fánanum. �������������� ��������� ����������� ������������ ������������� Ákveðið hefur verið að leyfa veiðar á 1333 hreindýrum á næsta ári á móti 1137 dýrum í ár. Jóhann Gunnarsson hjá Hreindýraráðinu á Egilsstöðum sagði að þessi aukning í veið- unum kæmi til af því að stofn- inn hefði stækkað gríðarlega mikið undanfarin ár. Á síðustu árum hefði ríkt óvenjumik- ið góðæri og líffræðileg afföll hefðu næstum því engin orðið. Jóhann sagði að undanfarin ár hefði nánast allur kvótinn veiðst á hverju ári og færri fengið skot­ leyfi en sótt hefðu um. Þó hefði vantað sjö dýr upp á að kvótinn næðist í ár en það yrði áreiðanlega lítill vandi að selja þessi 200 leyfi sem bættust við á næsta ári. Fjölgun hreindýranna væri mest á Fljótsdalsheiðinni og eins væri nokkur fjölgun á svæði 7 sem er Djúpavogshreppurinn, og einnig þar suður af þar sem bændur hafa undanfarin ár kvart­ að undan fjölgun dýranna og auknum ágangi þeirra. Jóhann sagði að kvartanir færu svolítið eftir því hvort bændurnir væru hlynntir hreindýrunum eða ekki. S.dór Hreindýraveiðar Kvótinn aukinn um 204 dýr á næsta ári

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.