Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Íslendingar eru mikil jólabörn. Við byrjum yfirleitt snemma að huga að jólaskreytingum, borðum smá­ kökur og förum í jólahlaðborð allan desember, auk þess að senda mik­ inn fjölda jólakorta. Í okkar huga eru jólin fjölskylduhátíð, tækifæri til njóta samverunnar með börnum okkar og ættingjum. Þegar ég var við nám og störf í Svíþjóð komst ég ekki heim síð­ asta árið vegna mikilla anna í nám­ inu og þá voru góð ráð dýr. Ég sá fram á jól án fjölskyldunnar, án hangikjöts, án Ora baunanna og án jólaölsins. En allt fór á besta veg. Íslensk fjölskylda bauð mér að vera hjá þeim yfir jólin og áramótunum var fagnað með sænskum vinum. Hangikjötið og laufabrauðið skilaði sér til Svíþjóðar og ég uppgötvaði að sænska maltölið er mjög líkt því íslenska. Eiginlega bara alveg eins. Að sjálfsögðu var einnig boðið upp á sænska jólaskinku, jólagraut og Lucia bollurnar (saffranbullar), sem hafa síðan verið sjálfsagður hluti af jólahaldinu eftir að ég sneri heim. Jól á Íslandi En hvað með útlendingana sem dveljast á Íslandi yfir jólin? Hvern­ ig upplifa þeir íslensk jól? Maya frá Þýskalandi sagði: „Maturinn er ekki eins stór hluti af Weihnachten eða jólunum heima, eins og hann virðist vera hér. Sumir baka kannski Stollen, en mér finnst það ekkert sérstaklega gott.“ Stúfur og bræður hans þykja soldið spes og skórinn í glugganum þarfnast smá skýringar, sérstaklega fjöldi gjaf­ anna. „Við erum bara með einn eiginlegan jólasvein heima, Sankti Nikulás og þann 6. desember er St. Nikulásarmessa. Hann dreifir gjöf­ um til þeirra sem hafa verið góðir þennan dag, en ekki þrettán sinnum til jóla. Og við eigum ekkert sem líkist Grýlu, Leppalúða og jólakett­ inum,“ sagði Pawel frá Póllandi. Kæsta skatan þykir hreinlega ógeðsleg og deilir þar fyrsta sæti með hákarlinum yfir ógeðfelldan ís­ lenskan mat. Nýjar jólahefðir? „Heldurðu að starfsmaðurinn vilji kannski ekki bara fara heim yfir jólin,“ spurði bóndi að norðan fyrir nokkru. Við finnum stundum fyrir því að fólki finnst aukið álag að vera með starfsmann hjá sér yfir jólin, og vill gefa honum frí. „Best væri að spyrja hann sjálfan. Yfirleitt leggjum við áherslu á að starfsmaður sem býr hjá fjölskyldu fái tækifæri til að taka þátt í jóla­ undirbúningnum. Það er nefnilega svo stór hluti af upplifuninni af því að búa og starfa á Íslandi að kynn­ ast íslenskum jólum með íslenskri fjölskyldu,“ svaraði ég. Það er hægt að gera t.d. með því að fá viðkomandi til að taka þátt í jólabakstrinum, setja upp jóla­ skrautið, og bæta jafnvel einhverju frá heimalandi viðkomandi á jóla­ matseðilinn. Kannski ekki endilega á aðfanga­ dag sjálfan, en af hverju ekki bjóða upp á sænskan eða franskan jólamat á annan í jólum? Minningar frá Íslandi Algengt er að pakkar berist að heiman með bæði gjöfum og mat sem minna á heimahagana. Til dæmis á ég enn litla jólatréð sem barst í jólapakka frá ömmu minni og móðursystur til að skreyta her­ bergið mitt í Stokkhólmi. Í hvert skipti sem ég set það á sinn heið­ ursstað á heimili mínu fyrir jólin hugsa ég til Svíþjóðar og allra vina minna sem ég eignaðist þar. Með því að deila heimili sínu og jólahefðum með erlendum starfs­ manni, erum við að búa til nýjar minningar og hefðir sem eiga eftir að vera mikilvægur þáttur af þeirra jólum um ókomna tíð. Minningarnar um íslensku jólin þeirra. Eygló Harðardóttir Ráðningaþjónustunni Nínukoti eyglo@ninukot.is – www.ninukot.is Erlendir starfsmenn í sveit Jól fjarri heimahögum ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is 5,8 lítra 5 strokka 125 ha Kubota dieselmótor Vökvaskiptur gírkassi 24/24, með skriðgír með 8 kúplingsfríum milligírum. Einstaklega lipur vél - ytra framhjól snýst á meiri hraða ef beygjuhorn er meir en 35° Fullkomið rafstýrt beisli og öflugt vökvakerfi. Rúmgott ökumannshús með loftkælingu (A/C) Kubota M125X - flaggskipið frá KUBOTA      Hefurðu kynnt þér ótvíræða yfirburði Kubota M125X dráttarvélarinnar? Allt þetta og fjölmargt fleira gera Kubota M125X að einstaklega hentugri vél fyrir íslenskan landbúnað. Hafið samband við sölumenn okkar og fræðist nánar um japönsku Kubota M125 dráttarvélarnar ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is 12 - 24V “booster” Frábært verð. Start- og hleðslutæki Eftirlit RSK með iðgjaldagreiðslum í lífeyrissjóði. Innheimta LSB Eftirliti Ríkisskattstjóra með iðgjaldagreiðslum í lífeyris­ sjóði vegna ársins 2006 skv. 6. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr.12/1999 um Lífeyrissjóð bænda, lauk í byrjun desember. Lífeyrissjóður bænda mun innheimta vangreidd iðgjöld skv. beiðni RSK með greiðsluseðlum nú í desember. Aðrir lífeyrissjóðir eru einnig að innheimta vangreidd iðgjöld um þessar mundir. Bændur sem fá greiðsluseðla frá öðrum lífeyrissjóðum vegna iðgjalda sem þeir hefðu átt að greiða til Lífeyrissjóðs bænda eru beðnir að hafa tafarlaust samband við iðgjaldafulltrúa sjóðsins til þess að unnt verði að leiðrétta innheimtuna. LSB hvetur þá sjóðfélaga sína sem fá senda greiðsluseðla frá sjóðnum að gera skil fyrir eindaga. Lífeyrissjóður bænda Vinnustöðvar starfsmanna Umhverfisstofnunar eru víða um land þótt aðalstöðvarnar séu í Reykjavík með flesta starfs- menn. Starfsmenn eru t.a.m. á Egilsstöðum, í þjóðgörðunum í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og Snæfellsnesi, auk land- varða á friðlýstum svæðum víða um land. Á næsta ári munu bætast við starfsmenn á Ísafirði og í Heimaey og er því ljóst að fjölgun starfsmanna Umhverfisstofnunar á sér stað á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík. Þetta kemur fram í pistli á vef Umhverfisstofnunar, í kjölfar umræðu um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi stofnunarinnar og hafa m.a. í för með sér að veiðisvið hennar, sem var á Akureyri, verður lagt niður og verður deild innan náttúru­ og dýraverndarsviðs stofnunarinnar. Mikil viðbrögð hafa orðið við þessum fyrirhuguðu breyting­ um sem taka gildi um áramót og ýmsir ályktað gegn því að starf­ seminni fyrir norðan verði breytt með þessum hætti. „Eðlilega hefur orðið nokk­ ur umræða um þessar breytingar enda hafa þær í för með sér til­ færslur einstakra starfsmanna á milli sviða en ekki verða breyt­ ingar á starfsstöðvum þeirra. Með þessu gefst einnig tækifæri til að víkka út starfssvið ákveð­ inna starfseininga og má nefna að á Akureyrarskrifstofu stofn­ unarinnar, sem til þessa hefur eingöngu verið skipuð starfs­ mönnum veiðistjórnunarsviðs, gefst nú tækifæri til að staðsetja starfsmenn annarra sviða og þar með uppfylla þær væntingar að skrifstofan verði svæðisskrif­ stofa Umhverfisstofnunar allrar en ekki einungis eins tiltekins sviðs,“ segir á vef stofnunarinnar. Varnir ehf. Allur búnaður til meindýravarna í verslun okkar Varnir.is Límbakkar, Safnkassar, Minkagildur, vinnufatnaður, Kuldagallar, Peysur, ofl. Eyði meindýrum, s.s. skordýrum, silfurskottum, músum og rottum. Hægt er að greiða í versluninni, með bankainnleggi eða með kreditkorti á öruggann hátt. Magnús Svavarsson meindýraeyðir Sími 461­2517 og 898­2517 eða á netfanginu: www.Varnir.is Fjölgun starfsmanna líka á landsbyggðinni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.