Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20073 Vinna við upptöku NorFor fóð- urmatskerfisins fyrir mjólk- urkýr er nú hafin hér á landi, en undirbúningur hefur staðið um nokkra hríð. Eins og lesend- ur Bændablaðsins væntanlega þekkja, er NorFor afrakstur norræns þróunarverkefnis sem hófst árið 2002 eru þátttökulönd- in Danmörk, Ísland Noregur og Svíþjóð. Í samstarfslöndunum hófst inn­ leiðing fóðurmatskerfisins í fyrra, eða haustið og veturinn 2006/2007. Eins og við má búast, þegar verið er að taka í notkun nýja hluti, þá tekur það ávallt nokkurn tíma. Sú hefur orðið raunin þar, að útbreiðsla eða hagnýting kerfisins gerist ekki alveg eins hratt og bjartsýnustu vonir stóðu til. Ekki svo að skilja að upp hafi komið erfiðleikar eða hnökrar í notkun kerfisins heldur miklu fremur að það tekur bæði ráðgjafana og bændur meiri tíma og vinnu að tileinka sér nýja hluti, nýja þekkingu og ná færni í notkun fóðurmatskerfisins. Hvernig ætlum við að fara að ? Við ætlum að draga lærdóm af reynslu hinna Norðurlandanna og fara hægt en skipulega í að inn­ leiða og prófa kerfið hér á landi. Þess vegna höfum við valið að feta okkur þá leið í byrjun, að búnaðar­ samböndin eða ráðgjafarstöðvar þeirra, velja fáein kúabú, samtals 22 bú hvert á sínu svæði, sem naut­ griparæktarráðunautar munu vinna sérstaklega með að fóðuráætl­ anagerð í vetur og um leið prófun á nýja fóðurmatskerfinu við okkar aðstæður. Efnagreiningar – upplýsingar um fóðrið Forsenda fóðurráðgjafar og fóð­ uráætlnagerðar samkvæmt nýja kerfinu eru upplýsingar um fóðr­ ið, – um fóðurgildið. Í NorFor kerfinu er gert ráð fyrir víðtækari efnagreiningu á fóðri en í eldra eða núverandi fóðurmatskerfini; – FEm, AAT/PBV. Þar er einkum um að ræða kolvetnahluta fóðursins, – annars vegar frumuveggjarkol­ vetnin (NDF) og hins vegar sykr­ ur og sterkju. Einnig eru nokkrir fóðurþættir reiknaðir út á grund­ velli upplýsinga um heysýnin, s.s. sláttutíma, þroskastig og grasteg­ und, – sem og á grundvelli greindra fóðurþátta. Þróun efnagreiningarþjónustu á gróffóðursýnum hér á landi, til samræmi við þarfir NorFor, er ekki að fullu lokið, en vonir standa til að sú starfsemi verði fulbúin næsta vor. Sú leið var því valin nú, að senda heysýni frá kúabúunum 22 til greiningar í Noregi. Alls voru 92 heysýni greind hjá fyrirtækinu AnalyCen í Noregi. Niðurstöður greininganna má sjá í nýju NorFor­ fóðurtöflunni sem er öllum að­ gengileg á veraldarvefnum. Slóðin er; www.norfor.info NorFor – fóðurtaflan - íslenski hlutinn; www.norfor.info NorFor fóðurtaflan hefur nú verið aðgengileg á veraldarvefnum um eins árs skeið, en hún var opnuð í september 2006. Fóðurtaflan er þungamiðja NorFor fóðurmatskerf­ isins. Hún er sameiginleg fyrir öll aðildarlöndin og er sérstaklega gerð til að þjóna kerfinu. Taflan inni­ heldur alla greiningarþætti hverrar fóðurtegundar sem kerfið þarf á að halda. Smám saman verða þar til upplýsingar um fleiri fóðurtegund­ ir og þar mun safnast saman mikil þekking. Til viðbótar áðurnefndum hey­ sýnaniðurstöðum frá ,,frumherj­ unum” eru nú komnar inn í íslenska hluta fóðurtöflunnar greiningar fjögurra sýna af rúlluheyi, með mismunandi þurrefnisinnihaldi, svo og niðurstöður fyrir bygg, maís, sojamjöl, fiskimjöl, loðnu­ mjöl og kolmunnamjöl. Ennfremur eru í töflunni ,,reiknuð” gildi fyrir algengustu tegundir kjarnfóðurs fyrir mjólkurkýr sem eru á markaði hér. Reiknuðu gildin eru byggð á tegundasamsetningu hverrar kjarn­ fóðurblöndu fyrir sig. Hugbúnaður til fóðuráætlanagerðar NorFor fóðurmatskerfið er marg­ þætt og öflugt. Þessvegna þarf öfl­ ugan hugbúnað til þess að „keyra“ kerfið og vinna fóðuráætlanir. Stærstur hluti allra útreikninga fer fram í öflugum sameiginlegum hugbúnaði sem vistaður er og keyr­ ir á sérstökum vefþjóni sem stað­ settur er í Skejby í Danmörku. Hin aðildarlönd NorFór hafa þróað sérstök staðbundin hugbún­ aðartól til fóðuráætlanagerðar, sem öll tengjast hinum sameiginlega vefþjóni, – fóðurtöflunni og reikni­ kerfinu. Hvað okkur varðar höfum við nú valið þá leið að semja tíma­ bundið (a.m.k. í vetur) við Norð­ menn um afnot af þeirra áætlana­ gerðarverkfæri. Það er þróað af leiðbeiningaþjónustu norskra kúa­ bænda TINE Norske Meierier og heitir TINE OptiFor. Til viðbótar hefðbundinni fóðuráætlanagerð getur kerfið „bestað“ fóðurskammt, þ. e. fundið hagkvæmasta fóð­ urskammt út frá gefnum forsendum m. t. t. efnainnihalds og kostnaðar. Ráðunautanámskeið Til þess að kenna okkur notk­ un TINE OptiFor til fóðuráætl­ anagerðar kom Harald Volden aðalhöfundur NorFor kerfisins og einn af hönnuðum norska hugbún­ aðarins hingað til lands og stóð fyrir 3ja daga þjálfun og nám­ skeiði fyrir ráðunauta fyrstu dag­ ana í desember. Á námskeiðinu var farið nokkuð ítarlega í gegnum flesta þætti fóðuráætlnagerðar fyrir mjólkurkýr með þessum hugbún­ aði. Nú stefnum við að því; – að ráðunautarnir hver á sínu svæði vinni fóðuráætlanir fyrir hina ,,út­ völdu” kúabændur og fylgi þeim áætlunum eftir með reglubundnum heimsóknum í vetur. Eftir veturinn og þennan reynslu­ tíma ættu að liggja fyrir haldgóðar upplýsingar um hvernig til hefur tekist, hversu vel áætlanir og raun­ veruleiki passa saman og hversu vel nýja NorFor – fóðurmatskerfið áætlar t. d. fóðurát, afurðir, sam­ setningu afurða og ýmsa fleiri þætti. Kúabændurnir verða eins konar frumkvöðlar en um leið til­ raunadýr / tilraunabú og sú reynsla sem við heyjum í vetur verður hag­ nýtt til að varða og ákveða skipulag í áframhaldandi innleiðingu kerifs­ ins í framtíðnni. Af hverju að velja norska hugbúnaðinn TINE OptiFor? Norðmenn hafa sýnt okkur skiln­ ing og verið mjög jákvæðir gagn­ vart því að veita okkur tímabund­ ið aðgengi að sínu áætlanagerð­ arverkfæri til reynslu í vetur. Þess skal getið að ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað hug­ búnað við komum til með að nota til lengri framtíðar. Hugbúnaður til fóðuráætl­ anagerðar og skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt eru nátengdir hlut­ ir, sem þurfa að geta „talað“ og unnið saman. Það skiptir því máli og vegur talsvert í því vali, – að Bændasamtökin hafa nú ákveðið að þróa nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir nautgriparæktina. Í því sambandi höfum við einnig ákveðið að leita samstarfs við Norðmenn. Við ætlum að byggja skýrsluhaldsþró­ unina á þeirra fyrirmyndum og einnig að hagnýta okkur úr þeirra kerfi það af því sem við teljum henta okkar aðstæðum. Fóðurmatskerfið Hér verður ekki farið nánar í eðli og virkni fóðurmatskerfisins. Þeim sem vilja kynna sér það er bent á 6 greinar á nautgriparæktarvef BÍ undir efnisflokknum; – fóður og fóðrun. Slóðin er; www.bondi. is/nautgriparaekt/fodurogfodrun. Einnig má benda á að greinarnar hafa birst í FREY. GGuðm. Gleðileg jól Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptina á árinu sem er að líða. Samtök selabænda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Svínaræktarfélag Íslands Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Landssamtök sláturleyfishafa Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Félag eggjaframleiðenda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Fasteignamiðstöðin Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu Lífeyrissjóður bænda Innleiðing NorFor á Íslandi Skjámynd af upphafssíðu TINE OptiFor Þátttakendur glíma við Norfor-kerfið á námskeiði í veiðihúsinu við Grímsá.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.