Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Fyrr á þessu ári neyddist aðal- bankastjóri Alþjóðabankans, Paul Wolfowitz, til að segja af sér vegna hneykslismála. Þó að eft- irmaður hans í embættinu væri annar Bandaríkjamaður með sömu barnatrúna á fríverslun sem lausn á flestum vandamálum heimsins þá getur brotthvarf Paul Wolfowitz orðið upphaf- ið að lokunum á drottnun hug- myndakerfis fríverslunarinnar í alþjóðaviðskiptum. Af þremur ástæðum Völd Bandaríkjanna í heiminum eru á undanhaldi og umræðan um starfslok Paul Wolfowitz sýna að lönd eins og Kína, Indland og Brasilía sætta sig ekki við það að rík lönd, (í reynd ESB og Bandaríkin) skipti á milli sín leiðtogastöðum í Alþjóðabankanum og Alþjóða gjald­ eyrissjóðnum. Hinn hluti heimsins, 80% af íbúum jarðar, mun krefjast réttar síns til að stjórna mikilvæg­ um alþjóðlegum stofnunum. Gerist það ekki munu Alþjóðabandkinn og Gjaldeyrissjóðurinn missa stöðu sína og nýjar stofnanir, svo sem Banco del sur, taka við. Síðasti aldarfjórðungur, með hagstjórn í anda nýfrjálshyggju, svo sem niðurfellingu tollverndar og einkavæðingar á opinberri starf­ semi, hefur langt frá því skilað því sem stefnt var að. Þó að verulegur hagvöxtur hafi orðið í allmörgum löndum þá hefur vöxturinn komið ójafnt niður, bæði milli landa og innan þeirra. Nefna má tvö dæmi. Árið 1990 var hver Bandaríkjamaður að með­ altali 38 sinnum ríkari en meðal Tanzaníubúinn. Núna er Banda­ ríkjamaðurinn 61 sinni ríkari. Í þeim tveimur löndum, þar sem hag­ vöxturinn hefur verið mestur á síð­ ari árum, Indlandi og Kína, hefur tekjumunur íbúanna, samkvæmt gögnum, sem Sameinuðu þjóðirn­ ar hafa aflað, „ekki leitt til nokk­ urrar teljandi minnkunar á fátækt“. Munurinn á fátækum og ríkum hefur nánast alls staðar aukist og því hafa fylgt vaxandi félagslegir erfiðleikar og auknir glæpir. Fríverslunarstefnan hefur svipt ríkisstjórnir stjórntækjum í efna­ hagsstjórninni, og í kjölfar þess gert þær óhæfari að takast á við vax­ andi umhverfisvandamál. Ef ein­ hver efast má benda á að viðskipti með koltvísýringskvóta hafa reynst óhæft verkfæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar áður en kerfið er komið í gang. Þessi aðferð, sala á losunarkvótum, var fyrst og fremst valin af því því að hún féll að hugmyndafræði fríversl­ unarinnar. Vaxandi gagnrýni Það er ekki að furða að gagnrýni á fríverslun og hagvaxtarstefn­ una almennt sé vaxandi. Meðal þeirra sem hafa fjallað hafa um málið er einn þekktasti blaðamað­ ur í Frakklandi, Hervé Kempf, hjá blaðinu le Monde, en hann hefur skrifað bók um málið, sem ber heitið Comment les riches detruis- ent la planéte, eða Hvernig hinir ríku eyðileggja plánetuna. Einn fyrsti kafli bókarinnar nefnist: „Vistfræðileg kreppa – félagsleg kreppa“ og það er aðalatriðið í augum höfundarins. Vaxandi fátækt, vaxandi félags­ legur ójöfnuður og vistfræðileg kreppa tengjast innbyrðis. Og enn­ fremur: Það er hinn vaxandi ójöfn­ uður í afkomu fólks sem er sjálft hreyfiaflið á bak við eyðilegging­ una á náttúrunni. Spyrja má á hvern hátt lífshættir hinna ríku séu mikilvægasta ástæð­ an fyrir vistkreppunni. Svarið er að þeir setja sig upp á móti þeim rót­ tæku breytingum sem nauðsynlegt er að gera til að ástandið versni ekki enn frekar. Og hvernig? Óbeint gegnum neyslu sína. Neyslu­ stig hinna ríku dregur almennt neyslustig fólks uppávið með því að freista annarra til að taka það upp. Og beinlínis á þann hátt að þeir stjórna efnahagslífinu og pólitík­ inni sem gerir þeim kleift að halda við ójöfnuðinum. „Áframhaldandi hagvöxtur er óhugsandi. Ef Kína ætlar að ná Bandaríkjunum í bíla­ eign, (3 bílar á hverja 4 íbúa) þá leiðir það til bensín­ og olíunotk­ unar upp á 99 milljón tunnur á dag. Heimsframleiðslan á olíu er nú 82 milljón tunnur á dag.“ Hinn hrópandi ójöfnuð milli fá­ tækra og ríkra verður því að jafna á annan hátt. Fullnæging á frumþörf­ um fólks verður að hafa algjöran forgang. Leiðtogum heims ber að huga að því og breyta samkvæmt því. Sjónarmið Hervé Kempfs hrista mikið upp í vanahugsunarhætti. En þau eru ekki ný. Hugmyndir hans má a.m.k. rekja aftur til átt­ unda áratugar síðustu aldar. Þá gaf Norðmaðurinn Erik Dammann út bókina Fremtiden í våre hender, eða Framtíðin í höndum okkar, þar sem komist er að sömu niðurstöðu. Þar má lesa um hina ódýru tækni­ bjartsýni sem margir stjórnmála­ menn nú á dögum játa trú sína á. Fríverslun og einkavæðing Á 8. áratugi síðustu aldar var Nor­ egur sósíaldamókratískt samfélag með sterka trú á efnalegan og félags­ legan jöfnuð. Hið sama átti við um mörg önnur lönd á þeim tíma, jafn­ framt því sem sú stefna átti miklu fylgi að fagna á alþjóðavettvangi. Á 9. áratugnum breyttist þetta, hag­ vextinum var sífellt meira misskipt og opinber rekstur einkavæddur. Markaðurinn – en ekki stjórnmálin – skyldi ráða í þjóðfélaginu. Bók Sofus Tranöy, Vald mark- aðarins yfir hugsunum fólks, er gott innlegg í umræðuna um þessa þróun. Hann spyr hvort markaður­ inn eigi alltaf réttu lausnirnar og svarið er nei. Á fjölda sviða er rétt að taka pólitískar ákvarðanir, almenningi til heilla. Að sömu niðurstöðu kemst Christian Chavagneux, ritstjóri mánaðarritsins Alternatives éco­ nomiques, í bók sinni les Derniéres heures du liberalisme. Án þess að setja spurningarmerki við hagvöxt sem slíkan þá tekur hann undir með Hervé Kempf; að lýðræðið þreng­ ist, hinir fátæku verða fátækari og öll starfsemi er skilgreind sem einkarekstur: „WTO fer langt út fyrir ramm­ ann um viðskiptastefnur og vill að niðurstaða pólitískra og félags­ legra málamiðlana eigi nú að lúta kröfunni um sem frjálsast flæði á vörum, þjónustu og fjárfestingum.“ „Skyndilega eru mikilvægustu mál WTO­viðræðnanna orðin opinber heilbrigðisstefna, verndun líffræði­ legs breytileika, menntastefna, Umsókn um orlofs­ styrk/orlofsdvöl Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að, auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum, verði í ár úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr. 38.500 miðað við sjö sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands en kr. 5.500 á sólarhring við styttri dvöl. Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar að Hólum með því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2008. (Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofsstyrk á sl. ári og nýttu ekki til fulls þurfa að sækja um að nýju). Orlofsstyrk árið __________ Að Hólum árið _________________ Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær fékkstu síðast úthlutað? Hvernig búskap stundar þú? Orlofsstyrk Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Orlofsdvöl að Hólum Tímabilið Já Nei Já Nei Sendist til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt: Orlofsdvöl sumarið 2008 fyrir 15. mars nk. Sumarið 2008 Þörf á stefnubreytingu í hagstjórn víða um heim Sagt frá nýjum bókum og kvikmyndum sem fjalla um efnið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.