Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20073 Kæru lesendur. Að þessu sinni langar mig til þess að fjalla um nokkrar bækur sem taka hver og ein á einhvern áhuga­ verðan hátt á viðfangsefninu garð­ ar, gróður, ræktun og jurtir. Öll eiga þessi rit það sameiginlegt að veita innsýn í notkun á jarðargróðri til manneldis og ræktun í eigin garði og geta þannig glatt okkur yfir há­ tíðirnar um leið og sól hækkar á lofti. Fyrst ber að nefna rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal Gras- nytjar en það þekkja margir, enda rúmlega tvöhundruð ára gamalt verk sem víða hefur verið lesið. Eiginlega algjör klassík á þessu sviði. Rit þetta tók Björn saman, eins og hann segir sjálfur, til þess að „þeir menn, sem verður hóflega meint af einhverju tilfelli, viti að nýta sér í haginn það sem sjálf­ krafa vex fyrir fótum þeim“. Svo lýsir hann fjölmörgum jurtum sem vaxa hér enn og því hvaða eig­ inleikar hver jurt hefur mögulega til lækninga. Til dæmis skrifar Björn um blóðbergið: „Þessi jurt hefur ágætan kraft til að styrkja sinar. Hvers lags vín, sem á þess­ ari jurt hefur staðið nokkra stund og síðan drukkið, læknar sinadrátt, það sama læknar og kvef, hreins­ ar og styrkir höfuð, þynnir blóð, læknar uppþembing og harðlífi þeirra manna, sem etið hafa mikið af hörðum mat. Það vermir kaldan maga og styrkir hann.“ Ætigarðurinn – handbók gras- nytjungsins eftir Hildi Hákonar­ dóttur myndlistakonu og garðrækt­ anda er fjölbreytilegt verk sem tekur á nytjum jurta fyrir okkur mannfólkið á margbreytilegan hátt. Hildur leiðir lesandann í gegnum árstíðirnar í verkum í eigin garði og nýtingu á sjálfgefnum auðlind­ um náttúrunnar, fjallar um hvannir, pítsugerð, brauðbakstur, grasatínslu, innkaup, vorverk, rætur, seyði, fær­ anleg gróðurhús og innigarða, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Valdimarsdóttir sagn­ fræðingur sendi fyrir rúmum tutt­ ugu árum frá sér bókina Sveitin við sundið, búskapur í Reykjavík 1870-1950. Hér skrifar Þórunn um bæjarlandið Reykjavík um aldamót­ in 1900, sem og um landnýtingu og ræktun á því svæði fram yfir heims­ styrjöldina síðari. Í bókinni er því meðal annars lýst hvernig nýjar teg­ undir grænmetis koma inn í ræktun landans á 19. öld og hversu lengi Íslendingar voru að taka við sér í nýtingu þessarra nýjunga. Þangkryddaður harðfiskur, jarð­ eplabrauð, laufabrauð, urtavend­ ir, súrkál, rabbarbaradrykkur, söl, kryddjurtir, súr­sætir hvannstönglar og gömul matreiðslurit er meðal þess sem Hallgerður Gísladóttir fjallar um í bókinni Íslensk mat- arhefð. Hér er geysilega miklum fróðleik safnað saman um mat­ arhefðir Íslendinga, um það hvern­ ig tíðkaðist að nýta ýmsar afurðir jurta (og reyndar líka dýra). Einnig er í bókinni fjöldi dæma og lýsinga á því hvernig matargerð var háttað, líka margar uppskriftir. Í kaflanum „Garðamatur“ segir Hallgerður frá því að það hafi verið algengt til sveita fram undir aldamótin 1900 að nota kartöflur aðeins til hátíð­ arbrigða og að á millistríðsárunum hafi þær tekið við af grasagrautnum sem aðalveita kolvetnis í fæðu land­ ans. Annars er talið að fjallagrasa­ grautur hafi verið „daglegt brauð“ Íslendinga um aldir, en hins vegar voru gerðar fjallagrasaflatkökur sem fólk neytti aðeins á hátíðum, meðal annars á gamlárskvöld. Náttúruskoðarinn II - Úr jurtaríkinu eftir náttúrufræðing­ inn Bjarna E. Guðleifsson tekur á jurtalífinu almennt, fjallar um villi­ jurtir og nytjajurtir fyrir náttúru­ unnendur. Súrur eins og rabbarbari og hundasúra fá sinn kafla, en þar segir Bjarni um ólafssúruna: „Hún hefur orðið mörgum þyrstum göngumanninum svölun, en gott er að grípa til hennar þegar maður er búinn með nestið, enda hefur hún verið nefnd fjallakál eða smalakál. Súra bragðið, sem er heldur mild­ ara en hjá hundasúru, svalar manni ágætlega, en kemur þó ekki í stað vökva.“ Bók Bjarna er gott að grípa með sér í ferðalagið, en eins er handhægt að stinga ofaní tösku eða bakpoka bókinni Íslenskum lækningajurtum sem Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir tók saman um þær jurtir hér á landi sem hægt er að tína og nota til lækninga. Hér er líka fín lýsing á því hvernig gott er að safna jurtum í náttúrunni, þurrka þær og geyma. Stóra garðabókin sem Ágúst H. Bjarnason ritstýrði er heljarinnar bók sem er kannski ekki svo hand­ hæg í ferðatöskuna eða bakpokann en ljómandi á borði til þess að fletta upp í og fræðast um ræktun, bæði matjurta, runna, trjáa og skrautjurta. Sérstakir smákaflar eru um hverja matjurt og tekið á þeim þáttum sem taldir eru þurfa til þess að viðkom­ andi jurt dafni sem best. Einnig koma fram afar hagnýt atriði eins og það hversu djúpt laukar ólíkra jurta þurfa að fara ofaní moldina, því það er mismunandi. Einar Helgason gaf árið 1926 út á eigin kostnað kverið Hvannir, matjurtabók en bókina hugsaði hann sem handhæga „leiðbein­ ing í matjurtarækt“. Hér er tekið fyrir hvernig gott er að gera garð og hvernig standa þurfi að því að undirbúa jarðveginn fyrir ræktun. Í síðasta mánuði kom hins vegar út handbók fyrir matjurtarækt­ endur sem Auður Ottesen ritstýrði og heitir einfaldlega Matjurtir – handhægur leiðarvísir fyrir rækt- endur og gefur ágæta innsýn inn í ræktun á nútímavísu. Óska ykkur góðra bókajóla – gleðilega hátíð. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Garðar í bókum – gróður á prenti Í desember árið 2005 komu fyrstu vörur fyrirtækisins Brúneggs ehf. á markað og nú er svo komið að hægt er að kaupa egg þaðan í öllum helstu verslunum lands- ins. Fyrirtækið er í eigu bræðr- anna Kristins Gylfa og Björns Jónssona frá Brautarholti á Kjalarnesi en Kristinn Gylfi hitti blaðamann Bændablaðsins á dög- unum og sagði honum frá gangi fyrirtækisins. „Haustið 2004 fluttum við inn sérstakan hænsnastofn frá Noregi, í gegnum Stofnunga. Hænurnar eru hvítar og hanarnir dökkbrún­ ir en undan þeim koma ljósbrúnar hænur. Við flytjum inn nýjan stofn á 12­15 mánaða fresti,“ útskýrir Kristinn Gylfi. Með vistvæna vottun Stofninn er alinn á Minna­Mosfelli í Mosfellsdal en stofneggjum ungað út hjá Útungun ehf. í Mosfellsbæ. Varphænurnar eru aldar upp í Eilífsdal í Kjós. Þegar hænurnar eru nógu gamlar til að verpa, um 18 vikna gamlar, eru þær fluttar á Teig í Mosfellsbæ þar sem þær verpa í 14 mánuði. „Ástæðan fyrir því að þær eru á þremur mismunandi stöðum í ferlinu er sú að það eru ákveðnar fjarlægðarreglur í lögum sem við verðum að fara eftir. Það þarf til dæmis að vera um kílómetri á milli alifuglabúa,“ segir Kristinn Gylfi. Fyrirtækið er með vottun um vistvæna landbúnaðarafurð, enda var stefna þess frá byrjun að skapa sér sérstöðu. „Þegar við fórum af stað með þetta sáum við tækifæri í nýjung­ um í eggjaframleiðslu hérlendis. Það voru ekki til brún egg á Íslandi þegar við byrjuðum en okkur fannst þetta góður valkostur því marg­ ir hafa kynnst brúnum eggjum á ferðum sínum erlendis. Salan hefur gengið vel og eggin hafa fengið góðar viðtökur. Dæmið gengur vel upp; framleiðslan frá okkur er viðbót á markaðinn og það hefur gengið vel að markaðssetja vör­ una. Það er mjög ánægjulegt að við finnum fyrir miklum áhuga fólks á lífrænum vörum og bættum fram­ leiðsluaðferðum, eins og til dæmis því að leyfa hænunum að vera frjálsum, og rekjanleikinn er einn­ ig ofar í hugum neytenda en áður hefur verið. Framleiðsluaðstæður skipta einnig miklu máli fyrir gæði vörunnar,“ útskýrir Kristinn Gylfi og leggur áherslu á orð sín. Fimar og frjálsar hænur Í Evrópu hefur verið vaxandi sala í lífrænum matvælum undanfarin ár og neytendur lífrænna matvæla aðhyllast jafnan „free range“, sem táknar að dýr gangi frjáls. Forsvars­ menn Brúneggs ehf. ákváðu að fara einnig þá leið. „Hænurnar eru ekki í búrum heldur ganga þær frjálsar um gólf og ráða því hvar þær nærast, í kringum hvaða hænur þær vilja vera og síðan velja þær sér sjálfar hreiður til að verpa í. Við höfum ekki möguleika á að hleypa hæn­ unum út hér, í það minnsta ekki yfir vetrartímann, og eftir að fuglaflens­ an kom upp var aðilum í þessum rekstri bannað að setja fugla út. Við erum þó með það í skoðun að fá leyfi til að setja þær út hluta úr árinu,“ segir Kristinn Gylfi. Hver hæna verpir að meðaltali um 0,8­0,9 eggjum á dag og nær því ekki eggi á hverjum degi. „Við ákváðum strax að bjóða upp á nýjungar í umbúðum því hérlendis hafði ekkert gerst í þeim málum í marga áratugi. Við erum með eggjalaga bakka og glanspapp­ ír með upplýsingum um vöruna og myndir af eggjunum og hænu en þessar umbúðir eru vissulega dýr­ ari en þær hefðbundnu. Við viljum meina að hér sé enn óplægður akur þegar kemur að því að kynna egg. Það er ekki rétt að þau séu óholl því rannsóknir sýna að það er gott kól­ esteról í eggjum og þau eru mjög próteinrík. Ég tel að með meiri fræðslu sé mögulegt að auka eggja­ neyslu,“ útskýrir Kristinn Gylfi og spurður hvort bragðið af brúnum eggjum sé annað en af hvítum svar­ ar hann: „Okkur finnst þau betri á bragð­ ið en við erum náttúrlega ekki hlut­ lausir. Kaupendur sanna það svo með hollustu sinni við vöruna, enda er þetta íslensk framleiðsla eins og hún gerist best.“ ehg Vistvæn, brún og bragðgóð Kristinn Gylfi Jónsson er annar eigenda Brúneggs ehf. Brún og gómsæt egg í þúsundavís. Í upphafi var mikið lagt upp úr að hanna flottar umbúðir sem hér sjást; eggjalaga bakki með glanspappír þar sem sjá má myndir af eggjum og hænu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.