Bændablaðið - 18.12.2007, Page 28

Bændablaðið - 18.12.2007, Page 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Utan úr heimi Kínverjar báru fram tillögu á veðurfarsráðstefnunni á Balí nú í desember um að rík lönd legðu fram fé í sjóð sem styrkti verk- efni í þróunarlöndum gegn hlýn- un andrúmsloftsins. Við viljum að stofnaður verði sjóður sem notaður verði til að finna tæknilegar lausnir til að vinna gegn hlýnuninni, sagði Zhou Li, einn fulltrúi Kína á ráðstefnunni. Við telj­ um að þetta mál eigi að vega þungt í nýjum veðurfarssáttmála. Ábyrgð hinna ríku Kína nálgast nú það að fara fram úr Bandaríkjunum í árlegri losun koltvísýrings en Kínverjar halda því jafnframt fram að það séu ríku löndin sem hafi skapað vandamálið og að það sé því hlutverk þeirra að finna lausn á því. Samkvæmt nýrri skýrslu SÞ losa Bandaríkin nú 20,6 tonn á íbúa á ári en Kínverjar 3,8 tonn á íbúa. Þá krefjast Kína og fleiri þróun­ arlönd þess að iðnríkin leggi fram fé til að bæta þann skaða sem orðið hefur vegna veðurfarsbreytinga í þeim þróunarlöndum sem hafa orðið verst úti af þeim sökum. Á ráðstefnunni á Bali voru hafnar viðræður um nýjan alþjóð­ legan veðurfarssáttmála. Ef það á að hægja á eða stöðva veðurfars­ breytingarnar verður að takmarka losun Kína á CO2 eins og annarra þróunarlanda þar sem losunin er hraðvaxandi. Kínverjar hafna slíkum takmörk­ unum, a.m.k. á meðan Bandaríkin taka ekki þátt í bindandi samkomu­ lagi um að takmarka losun sína. Með kröfunni um sjóð til að vinna gegn hlýnuninni vilja þeir beina kastljósinu til baka að ábyrgð ríku landanna á veðurfarsvandamál­ unum. Kína vill taka á sig hluta af lausn­ inni en iðnríkin verða að draga úr sinni eigin losun og jafnframt hjálpa okkur til að draga úr losun okkar, segir kínverski veðurfarssér­ fræðingurinn Hu Tao. Einkaleyfi Kína hefur sett sér metnaðarfull markmið um að bæta orkunýtingu sína. En það starf hefur rekist á einkaleyfi vestrænna fyrirtækja á háþróaðri tækni til að takast á við vandamálið, segja kínverskir stjórn­ málamenn. Tæknisjóðurinn, sem þeir leggja til að verði stofnaður, gæti fjár­ magnað sameiginleg rannsókn­ arverkefni þannig að þróunarlönd gætu leyst tæknivandamál sín til orkusparnaðar, segir Zhang Haibin, veðurfarssérfræðingur við háskól­ ann í Peking. Málið er að við vilj­ um ekki bara kaupa fisk, við viljum læra að fiska sjálfir, segir hann. Nationen Verðhækkun á búvörum hefur eflt sjálfstraust bænda. Þar að auki er landbúnaður nú orð- inn vaxtarsproti í hagkerfinu sem fjármálamenn hafa komið auga á sem vænlegan fjárfest- ingarkost. Þýska stórfyrirtækið í landbúnaði, KTG - Agrar, hefur komið auga á þá möguleika sem þetta gefur og látið skrá sig á hlutabréfamarkað til að afla aukins fjármagns. KTG er enginn venjulegur bóndabær, heldur samsteypa 19 fyrirtækja í landbúnaði, með alls 14 þúsund ha lands og þar af 85% undir ræktun. Sjálft kallar það sig fremsta fyrirtæki í Evrópu í búvöruframleiðslu. Upphafið að því var samyrkjubú í Austur­ Þýskalandi, 800 ha að stærð, sem fyrirtækið keypti um 1995. Síðan hefur fjöldi stórbýla í Þýskalandi og Litháen bæst við samsteypuna. Stofnendur fyrirtækisins eru bræðurnir Werner og Siegfried Hofreiter, ásamt sambýliskonu hins síðarnefnda, Beatrice Ams. Fyrirtækinu var í upphafi sett það markmið að vaxa hratt með kaup­ um á ræktunarlandi. Siegfried Hofreiter er fram­ kvæmdastjórinn, hann er landbún­ aðarmenntaður og hefur unnið á búgörðum í Bandaríkjunum, þar sem hann kynntist stórrekstri. Að hans áliti eru mörg þúsund hekt­ arar akurlendis hagkvæmastir fyrir afkomuna. Nýtt fjármagn með hlutafjárútboði Siegfried Hofreiter hyggst nú verða fyrsti bóndi í Þýskalandi sem fer með fyrirtæki sitt á hluta­ bréfamarkað. Með sölu á hluta­ bréfum hyggst KTG afla sér allt að 28 milljóna evra af nýju fjármagni. Markaðskynningin er þegar hafin en hún á sér ekki hliðstæðu, hvorki í Þýskalandi né annars staðar í Evrópu. Siegfried Hofreiter held­ ur því fram að hækkandi verð á búvörum á markaði eigi eftir að skila hluthöfum hagnaði sem áður fyrr fékkst einungis af viðskiptum með hráefni. Viðbótarhlutaféð á að nota til að fjárfesta í fleiri bújörðum og meira ræktunarlandi. Athygli er einkum beint að bújörðum í Vestur­ og Austur­Þýskalandi, sem og í Litháen og öðrum löndum í fyrrum Austur­Evrópu. Siegfried Hofreiter telur reynsl­ una góða frá Litháen. Þar nær kornið þroska um þremur vikum seinna en í Þýskalandi og það gefur möguleika á að nota sömu korn­ skurðarvélarnar og í Þýskalandi. Að uppskeru þar lokinni eru þreskivélar og tilheyrandi véla­ kostur sett um borð í ferju og sól­ arhring síðar aka vélarnar um akra Litháen. Markaðssérfræðingar gefa KTG góða einkunn. Fyrirtækið nýtir sér meginstraumana í hag­ kerfi heimsins, fjölgun jarðarbúa og aukna eftirspurn fjölmennra landa eftir búvörum. Þá beinir framleiðsla lífeldsneytis og aukinn áhugi á lífrænt framleiddum mat­ vælum athygli að landbúnaði sem góðum fjárfestingarkosti. Siegfried Hofreiter telur einkum lífrænan landbúnað áhugaverðan þar sem framboðið fullnægir engan veginn eftirspurn. Þannig er því spáð að markaðshlutdeild lífrænt ræktaðra matvæla aukist úr 10 í 30% fram til ársins 2020. Erfðabreyttar jurtir vekja hins vegar ekki áhuga KTG í núverandi stöðu. Á meðan kornverðið helst hátt er erfðabreytt ræktun ekki áhugaverð. Ef afkoman versnar má hins vegar huga að slíkri ræktun til að bæta efnahaginn, segir Siegfried Hofreiter. Tíu lífgasorkuver Árið 2006 var velta KTG­sam­ steypunnar nálægt 18 milljónum evra, og hafði vaxið um 25% frá árinu áður. Hagnaður fyrir skatta var 2,5 milljónir evra. Starfsmenn voru 115, þar af 25 stjórnendur. Framleiðslan var bæði lífræn og hefðbundin ræktun á korni, maís og rapsi sem og á kartöflum og syk­ urrófum. Lífræn ræktun fór fram á 5700 hekturum. KTG er stærsti framleiðandi lífrænna afurða á þýska matvörumarkaðnum. Þriðja stærsta framleiðslugrein fyrirtæk­ isins er lífeldsneyti. Það rekur tíu líforkuverksmiðjur, sem alls fram­ leiða 6,5 megawött af orku á ári. Hlutur búfjárræktar í rekstrinum er hins vegar lítill. Mikilvægur þáttur í starfsem­ inni er hins vegar kaup á bújörð­ um, endurskipulagning á rekstri þeirra og síðan sala á þeim. Landsbygdens Folk Þýskt fyrirtæki í landbúnaði skráð á hlutabréfamarkaði * Fulltrúar 190 landa sóttu Veðurfarsráðstefnu SÞ á eyjunni Balí í Indónesíu snemma í desember þar sem þátttakendur voru um 10.000. * Markmið ráðstefnunnar var að semja aðgerðaáætlun og samþykkja umboð til samningagerðar um nýjan alþjóðlegan veðurfarssáttmála, sem á að vera tilbúinn árið 2009, þannig að hann geti gengið í gildi þegar Kýótó­bókunin rennur út árið 2012. * Á Balí var jafnframt haldinn fundur aðildarlanda að Kýótó­bók­ uninni. 175 ríki ásamt ESB hafa staðfest hana. Bandaríkin eru eina landið sem hefur ekki gert það, eftir að Ástralía staðfesti bókunina nýlega. * Kýótó­bókunin gerir þær kröfur til 36 iðnríkja að þau dragi úr losun sinni niður í 5% minni losun en árið 1990, á tímabilinu 2008­2012. Ekki er lagður til beinn samdráttur í losun þróunarlanda á gróð­ urhúsaloftegundum á þessu tímabili. * Ráðstefnan á Balí er að forminu til árlegur fundur aðildarlanda að Umhverfissáttmála SÞ sem var samþykktur árið 1972. 191 ríki ásamt ESB hafa staðfest sáttmálann. Kínverjar vilja sjóð til að styðja aðgerðir gegn hlýnuninni Alþýða manna um allan heim þrýstir á ráðamenn að draga úr gróðurhúsaáhrifunum. Hér eru það ungmenni í borginni Hobarth á Tasmaníu sem segja tíma til kominn að bjarga loftslagi jarðar. Landbúnaðarráðherrar í ESB komu nýlega saman til reglu- bundins fundar síns. Flestir ráð- herranna telja að einfalda þurfi styrkjakerfi landbúnaðarins, einkum til að draga úr skrif- finnsku. Margir þeirra vildu þó fresta því að breyta stefnunni í grundavallaratriðum fyrr en árið 2013, þegar ný langtímafjár- hagsáætlun sambandsins verður afgreidd. Ákveðið hefur verið að gefa mjólkurframleiðslu frjálsa í ESB frá og með árinu 2015 og hætta um leið að styrkja hana. Þau sjónarmið komu þó fram að áfram yrði nauð­ synlegt að styðja við framleiðsluna á viðkvæmum svæðum til að hún leggist þar ekki niður. Styrkir út á framleiðslu, styrkir út á land Ákveðið hefur verið að auka hlut styrkja út á umhirðu lands, þ.e. án tengingar við framleiðslu, úr 5 í 13% af heildarstyrkjum sambands­ ins til landbúnaðar. Þessi breyting verði gerð á fjórum árum. Áhyggjur komu fram um þá ákvörðun en við það var talin hætta á að fjármun­ irnir töpuðust landbúnaðinum og gengju til landeigenda sem stunda ekki landbúnað og veiktu þar með búvöruframleiðsluna. Þýskt útspil um ræktun erfðabreyttra jurta Evrópusambandið hefur lengi staðið á bremsunni gagnvart inn­ flutningi á erfðabreyttum matvæl­ um og fóðurvörum. Bann ESB við þessum innflutningi, nánast hversu hlutfallslega lítill sem erfðabreytti hlutinn er, veldur vandræðum þar sem erfitt getur verið fyrir fóð­ urfyrirtæki að gefa slíkar trygg­ ingar. Bæði Mariann Fischer Boel, yfirmaður landbúnaðarmála, og Markos Kyprianou, yfirmaður heil­ brigðismála ESB, hafa beðið land­ búnaðarráðherra aðildarþjóða sam­ bandsins að slaka á þessum kröf­ um þar sem þær þrengja verulega möguleika á innflutningi fóðurs. Landbúnaðarráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, lýsti því yfir að hann teldi hugmyndir yfirstjórnar ESB í þessum efnum ekki standast þegar til lengdar léti þar sem þær byggðust á geðþóttaákvörðunum hverju sinni. Hann lagði því til að málinu yrði frestað og það kann­ að betur. Landbúnaðarráðherra Frakka, Michel Barnier, tók undir það með honum. Stuðningur við svínarækt Erfiðleikar eru nú í svínarækt í ESB þar sem fóðurverð hefur hækk­ að verulega en framleiðendaverð á svínakjöti er mjög lágt. Samtök svínabænda telja að framleiðslan muni dragast saman um 35% ef ekki verður gripið í taumana. Mariann Fischer Boel hefur boðið fram útflutningsstyrki en segir að öðru leyti allt hafa verið gert sem hægt sé greininni til hjálp­ ar; innflutningstollar á fóðri felldir niður, leyft að taka allt land í tröð til ræktunar, létt á markaðnum með uppkaupum á kjöti og nú útflutn­ ingsstyrkjum. Hunda- og kattaskinn Á fundinum samþykktu ráðherra­ rnir loks formlega að banna við­ skipti með hunda­ og kattaskinn. Þetta bann hefur lengi verið til umfjöllunar bæði á Evrópuþinginu og hjá framkvæmdastjórninni. Internationella Perspektiv Efst á baugi í evrópskum landbúnaði Mariann Fischer Boel framkvæmdastjóri landbúnaðarmála í ESB ræðir við landbúnaðarráðherra Lúxemborgar, Fernand Boden.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.