Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20073 Nú nýverið var tekið í notk- un í Bændahöllinni nýtt mið- lægt tölvukerfi sem tekið hefur við af gamla afurðakerfinu. Bændasamtökin unnu það í sam- vinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Stefnu ehf. Virkni þess er mikil og nú eru allar upplýsingar á einum stað svo að minni hætta er á að villur læðist inn í skráningu upplýsinga. Kerfið tekur á alhliða upplýs­ ingum frá afurðastöðvum og það reiknar helstu greiðslur til bænda og afurðastöðva. Þegar samið var við Stefnu ehf. lá fyrir ítarleg greiningarskýrsla sem tölvudeild Bændasamtakanna hafði tekið saman í samráði við félagssvið samtakanna. „Vinnan við þetta kerfi byrj­ aði að þróast vegna þess að ekk­ ert kerfi var til fyrir greiðslur sem bændur geta fengið, eins og gripa­ greiðslur sem voru nýtilkomnar. Þegar hafist var handa fór þetta út í margt annað líkt og beingreiðslur í grænmeti og ullarniðurgreiðslur sem höfðu setið á hakanum. Kerfið vinnur á sláturlistanum einu sinni á ári og yfirfer gögn frá afurðastöðv­ unum um slátrun gripa. Um leið var smíðað ákveðið eftirlitskerfi svo það er hægt að sjá hverja skrá sem afurðastöðvar hafa sent, hún prófuð og villukeyrð og í lok villuprófunar fá afurðastöðvarnar póst um það,“ útskýrir Helgi Hrafn Halldórsson, forritari hjá Stefnu ehf. Minni hætta á villum Hið nýja kerfi var rúmt ár í þróun og eru notendur þess, hjá Bænda­ samtökunum og Landssamtökum sláturleyfishafa, sem blaðamaður Bændablaðsins talaði við, sammála um að bylting hafi orðið í úrlausn­ um gagna með nýja kerfinu. „Kosturinn við kerfið er að það keyrir allt á miðlægum grunni svo að grunnarnir geta allir spjallað saman. Nú þegar hafa verið gerðar endurbætur á kerfinu, sem er í stöð­ ugri þróun og alltaf að breytast svo það mun bara bætast við og koma æ víðar að góðum notum í framtíð­ inni,“ segir Helgi Hrafn jafnframt. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvudeildar BÍ, er þessi hugbúnaðarþróun liður í heildarendurskipulagningu tölvu­ deildar á tölvukerfum og gagna­ grunnum Bændasamtakanna. „Það eru smíðuð einsleit veflæg tölvu­ kerfi sem byggjast á miðlægum gagnagrunnum í Oracle og tryggt er að kerfin geti „talað saman“ þar sem öll númerakerfi eru samræmd. Að lokum eiga hin veflægu tölvu­ kerfi Bændasamtakanna að mynda eina heild sem er bylting í aðgengi upplýsinga fyrir okkar umbjóðend­ ur.“ Ómar S. Jónsson, viðskiptafræð­ ingur á félagssviði BÍ, og Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir hjá Lands­ samtökum sláturleyfishafa eru bæði byrjuð að nota kerfið og lýsa ánægju sinni með það. „Aðalbreytingin er að þetta er miðlægt kerfi og nú er allt á sama stað svo það er minni hætta á vill­ um sem komu stundum fyrir áður þar sem upplýsingar voru oft og tíðum færðar úr einu kerfi í annað og á milli manna. Kerfið verður með tímanum aðgengilegt fyrir sláturleyfishafa þar sem hægt er að vinna með útreikninga á gjöldum og fleira. Ég er mjög ánægð með sam­ starfið við Helga Hrafn og að kerf­ ið sé komið í gang,“ segir Guðrún Sigríður og Ómar bætir við: „Það er mjög þægilegt að vinna í þessu kerfi og ég borga til dæmis gripagreiðslurnar eingöngu í því. Við höfum verið með frá upphafi við þróun kerfisins með Jóni Baldri og Helga Hrafni forritara og sam­ starfið hefur verið mjög gott.“ Eins og alloft hefur komið fram m.a. á síðum þessa blaðs þá var skýrsluhald fjárræktarfélaganna flutt í nýtt tölvuumhverfi frá og með skýrsluárinu 2007. Nú er skýrsluhaldið að finna sem mið- lægan gagnagrunn á Netinu þar sem hver og einn skýrsluhaldari getur haft aðgang að öllum gögn- um fyrir sitt fjárbú sem þar eru skráð. Þetta nýja umhverfi heitir Fjarvis.is og skýrsluhaldarar sem ekki eru þegar tengdir kerfinu fá aðgang að því með að hafa sam- band við tölvudeild BÍ. Ástæða er til að hvetja alla skýrsluhaldara sem hafa tölvutengingu til þess að fá sér þannig aðgang til þess að kynna sér hið nýja umhverfi og vonandi geta sem allra flestir skýrsluhaldarar á þennan hátt síðan fært allt sitt skýrsluhald í fjárræktinni á næstu misserum. Við þessar breytingar þurfti að endurvinna allar forskriftir til úrvinnslu upplýsinga. Vinna við það varð aðeins á eftir áætlun þann­ ig að fyrstu uppgjör fjárræktarinnar eru af þeirri ástæða nokkru seinna á ferðinni en verið hefur á liðnum árum. Nú er þessi vinna hins vegar í höfn og uppgjör fyrir hundruð búa um allt land annað tveggja á leið til skýrsluhaldara í pósti eða hefur nýverið borist þeim. Nú er það að sjálfsögðu þannig með úrvinnslu­ forskriftir eins og þessar þar sem tilvikin sem koma fyrir eru með ólíkindum mörg þá eru möguleikar á að einhverjar villur geti falist í byrjun nokkrar. Þess vegna bið ég þá aðila sem kunnu að rekast á slíkt að láta mig vita þannig að Hluti megi færa til rétts vegar. Aðeins með slíkri aðstoð verður mögulegt að byggja upp úrvinnslu sem tekur tillit til allra möguleika. Hér er ætlunin að gera örstutta grein fyrir afurðaskýrslu býlisins. Þessi skýrsla er líkt og áður unnin annars vegar fyrir veturgömlu ærnar á búinu og hins vegar full­ orðnu ærnar. Hér með er birt mynd af uppgjöri fyrir eitt bú í skýrslu­ haldinu. Eins og lesendur sjá er formið mjög breytt útlit fyrir þetta uppgjör. Nú eru hverjum og einum skýrsluhaldara sendar beint í pósti niðurstöðurnar fyrir sitt bú. Þar koma fram afurðatölurnar sem sjást á myndinni fyrir eigin bú. Þá fylgja með tilsvarandi fjölda­ og með­ altalstölur fyrir öll bú í viðkomandi fjárræktarfélagi þar sem uppgjör haustsins hefur þegar verið unnið. Fyrir mjög marga af þeim sem eru að fá fyrstu uppgjör eru ekki komn­ ar aðrar tölur úr viðkomandi félagi og þess vegna sömu tölur í báðum þessum dálkum í slíkum tilvikum. Að síðustu er samskonar dálk­ ur sem sýnir hliðstaðar fjölda­ og meðaltalstölur fyrir öll bú í landinu þar sem uppgjör hefur farið fram þegar uppgjör fyrir viðkomandi bú er unnið. Þannig á hver og einn að hafa til samanburðar tölur til að meta árangur eigin bús. Mest af þessum tölum sem þarna koma fram skýra sig sjálf­ ar. Smávægilegar breytingar eru í afurðaútreikningi fyrir mismun­ andi hópa ánna en þær hafa yfirleitt sáralítil áhrif á niðurstöður fyrir búið. Það sem þar skiptir ef til vill aðallega máli er að kjötmagn sem reiknast lömbum sem skráð eru sem heimagangar eða undanvillingar reiknast ekki með hjá einstökum hópum áa og kemur fyrst með þegar kjötmagn eftir hverja á er reiknað. Ástæða er aftur á móti að vekja athygli á því að viðmiðunargrunni afurðaútreikninga er breytt. Eldra kerfið var miðað við blautvigt úr sláturhúsi sem var það algengasta hér á landi þegar það á sínum tíma var unnið. Nú munu öll sláturhús hins vegar gefa sláturtölur upp sem kaldvigt og er það því sá grunnur sem nú er notaður. Þessi breyting leiðir sjálfkrafa til lækkunar sem nemur um það bil 3% á öllum kjöt­ magnstölum fyrir búið, þannig að bú sem á síðasta ári reiknaðist með 30 kg kjötframleiðslu eftir hverja á reiknast nú aðeins með um 29 kg eftir ána. Þessar breytingar verða allir að hafa í huga þegar þeir bera saman tölurnar nú við afurðatölur fyrri ára. Í næstu blöðum verður síðan gerð grein fyrir og útskýrðar þær breytingar sem verða á öðrum upp­ gjörum úr skýrsluhaldinu. Afurðatölurnar sem koma fram fyrir búið sem uppgjör er sýnt fyrir eru ákaflega glæsilegar. Hliðstæðum árangri ættu sem flest­ ir sauðfjárframleiðendur í landinu að keppa að því að ná á næsta ára­ tug. Þar væri um að ræða hliðstæð­ ar breytingar og sjá má fyrir fjölda fjárbúa um allt land á síðastliðnum áratug fyrir gæðamat sláturlamba um gerð sem sýnir að árangri má ná þegar skipulega er að slíku unnið. Uppgjör á skýrslum fjárrækt- arfélaganna haustið 2007 Skh.nr.: XXXXXX-X Býli: XXXXXXX Bæjarnafn Framleiðsluár: 2007 Dags. uppgjörs: 12. 12. 2007 Afurðaskýrsla býlis – ær Meðaltal félagsins Meðaltal landsins Skýrsluhaldsnr.: XXXXXX-X Fjárfélag nr.: XXXX Býli: XXX – Bæjarnafn XXXhrepps Eigandi: Jón Jónsson Fjöldi áa: 285 2254 39481 Fórust óbornar: 4 18 360 Lifandi ær á sauðburði: 281 2236 39121 Kjötþungi eftir: Á með tvö eða fl. til nytja: 37,9 34,5 31,8 Á með eitt lamb til nytja: 20,7 18,5 17,6 Á með lambi: 37,2 32,2 29,2 Hverja á: 36,7 30,8 27,5 Fjöldi lamba m/lífþunga og fallþunga: 371 2747 36254 Meðalkjöthlutfall (%): 42,9% 40,9% 40,8% Meðalfjöldi fæddra lamba: 2,06 1,95 1,87 Meðalfjöldi lamba til nytja: 1,94 1,76 1,69 Fleirlembur (fjöldi og %) 47 (16,7%) 244 (10,9%) 3363 (8,6%) Geldar (Fjöldi og %) 1 (0,4%) 37 (1,7%) 1092 (2,8%) Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Skýrsluhald Ketill A. Hannesson, hagfræði­ ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og síðar Bændasamtaka Íslands hætti störfum í nóvember sl. fyrir aldurs sakir. Ketill varð 70 ára 4. desember sl. Ketill Arnar hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands, sem ráðunautur í búnaðarhag­ fræði og jafnframt forstöðumaður Búreikningastofu ríkisins 1. sept­ ember 1966. Hann gegndi starfi forstöðumanns Búreikningastofunnar fram til ársins 1980 en upp frá því starfi ráðunautar í búnaðarhag­ fræði. Frá 2002 hefur Ketill verið í hálfu starfi hjá Bændasamtökunum og einkum sinnt ráðgjöf um fram­ tals­ og skattamál. Bændasamtökin þakka Katli Arnari vel unnin störf síðustu fjóra áratugi og óska honum alls hins besta um ókomin ár. Jarle Reiersen, ráðunautur og dýralæknir alifuglasjúk­ dóma hættir störfum sem ráðunautur í alifuglarækt hjá Bændasamtökunum um næstu áramót. Hann hefur verið í launalausu ársleyfi frá áramótum 2006/2007. Jarle hóf störf hjá Bændasamtökum Íslands 1. nóvember 1998 og hefur verið í 50% starfi. Bændasamtökin þakka honum vel unnin störf fyrir samtökin og óska honum velfarn­ aðar á nýjum starfsvettvangi. Jóhanna Lind Elíasdóttir, við­ skiptafræðingur hóf störf hjá Bændasamtökunum sem ráðu­ nautur á sviði búrekstrar og hag­ fræði 1. desember sl. Jóhanna er viðskiptafræðingur af fjármála­ braut frá Háskólanum á Akureyri 2006 (fjarnám). Undanfarin 15 ár hefur hún starfað sem stjórn­ arráðsfulltrúi/deildarstjóri í land­ búnaðarráðuneytinu og sinnt þar fjölbreytilegum störfum. Bænda­ samtökin bjóða Jóhönnu Lind vel­ komna til starfa. Starfsmannabreytingar hjá Bændasamtökum Íslands Bændasamtök Íslands Nýtt miðlægt tölvukerfi tekið í notkun Ómar S. Jónsson á félagssviði BÍ og Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir hjá Landssamtökum sláturleyfishafa eru ánægð með nýja tölvukerfið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.