Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Gleðitíðindi af hvítabirninum Norður á Ströndum fundust á dögunum tófubein sem við ald­ ursgreiningu reyndust vera allt að 3500 ára gömul. Þetta staðfestir það sem við vissum svo sem að lágfóta hefur verið á vappi hér talsvert mikið lengur en við mann­ fólkið. Öllu norðar, eða á Svalbarða, hafa vísindamenn verið að krukka í bein af hvítabirni sem talinn er vera allt að 70.000 ára gamall. Í þeim beinafundi eru fólgin gleði­ tíðindi fyrir hvítabjörninn sjálfan og þá sem áhyggjur hafa af lífi hans á jörðinni. Þannig er að menn hafa haft af því vaxandi áhyggjur að hvíta­ björninn lendi í hremmingum þegar ísinn bráðnar á norðurheim­ skautinu. Við það þrengist mjög að ferðamöguleikum bjarnarins og þar með fæðuöflun hans. Hefur mátt lesa það í fjölmiðlum að menn telja daga hans allt að því talda. En sé það rétt sem Ólafur Ingólfsson jarðsögufræðingur og fleiri vísindamenn hafa komist að norður á Svalbarða að þar hafi hvítabjörninn lifað fyrir 70.000 árum og jafnvel fyrr, þá merkir það að hann hefur lifað af bæði ísaldir og hlýindaskeið sem voru mun hlýrri en það sem nú er. Þessi frétt segir okkur að mynd­ in af heiminum getur breyst eftir því frá hvaða sjónarhorni, eða öllu heldur tímahorni, við skoðum hana. Hér hefur gengið á með hlý­ indum og kuldaköstum frá upphafi vega og verður svo eflaust enn um nokkra hríð. Það losar okkur jarðarbúa hins vegar ekki undan ábyrgð á því hvernig við umgöngumst umhverfið. Afskipti okkar geta aukið sveiflutíðnina og þannig raskað því jafnvægi sem þrátt fyrir allt ríkir í náttúrunni. Og það að þarflausu því það er alveg hægt að lifa hér á þessari jörð án þess að hverfa frá henni sviðinni. Með þessari ábendingu kveður Bændablaðið árið 2007 og óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar. –ÞH Næstu áramót boða ýmis tímamót fyrir íslenska bændur og íbúa landsbyggðarinnar. Fyrst er til að taka verulegar breytingar á stjórnsýslu land­ búnaðarmála. Ráðuneyti landbúnaðarins rennur saman við ráðuneyti sjávarútvegs í eitt ráðuneyti. Um leið færast nokkrar mikilvægar stofnanir landbúnaðarins til annarra ráðuneyta, háskól­ arnir til menntamálaráðuneytisins, Landgræðsla og Skógrækt ríkisins til umhverfisráðuneytis. Jafnframt eflist Landbúnaðarstofnun til muna, til hennar færast verkefni, einkum á sviði mat­ vælaeftirlits, frá Fiskistofu og Umhverfisstofnun, og til verður Matvælastofnun sem annast eftirlit með matvælum og dýraheilbrigði. Um þetta hefur verið og er fjallað í Bændablaðinu og ekki ástæða til að fjölyrða um það hér. Önnur tímamót og öllu víðtækari eru þau að um áramótin rennur í garð hið margumtalaða við­ miðunartímabil Kýótó­bókunarinnar en hún nær til áranna 2008­2012. Þá þurfa hin þróaðri iðnríki heims – að Bandaríkjunum undanskildum – að hefja fyrir alvöru niðurskurð á útblæstri gróð­ urhúsalofttegunda. Við Íslendingar gengumst undir skuldbindingar þessarar bókunar en slepp­ um samt við meiriháttar niðurskurð í krafti und­ anþágu sem nefnd hefur verið íslenska ákvæðið í bókuninni. Það er hins vegar alls óvíst að við sleppum eins vel frá næstu bókun sem stefnt er að því að undirrita í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslensk stjórnvöld hafa gert stefnu Evrópusambandsins og Noregs að sinni og lýst því yfir að stefnt skuli að 25­40% niðurskurði útblásturs fyrir árið 2020 og er þá miðað við eins og hann var árið 1990. Með þessa stefnu hélt íslenski umhverfisráðherrann til eyjarinnar Bali þar sem ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvandann lauk með einskon­ ar samkomulagi síðastliðinn laugardag. Samkomulagið sem þar náðist hefur vald­ ið vonbrigðum margra sem vonast höfðu eftir því að lönd heimsins settu sér ákveðin mark­ mið í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum. Í raun segir samkomulagið lítið annað en að menn ætli að halda áfram að tala saman fram að fundinum í Kaupmannahöfn. Evrópuríkin sem voru í fararbroddi meirihlutans á fundinum töldu þetta þó áfangasigur og fréttaskýrendur voru fljótir að benda á að þegar fundurinn hefst í Kaupmannahöfn verður búið að skipta um forseta í Hvíta húsinu í Washington. Ljóst er að hver svo sem tekur við af Bush má bóka að stefna Bandaríkjanna í umhverfismálum mun breytast í átt til þess sem hefur verið að gerast annars staðar í heiminum. En málið snýr einnig inn á við að okkur sem búum hér á Íslandi. Auk áðurnefndrar stefnumót­ unar um að draga úr útblæstri hefur ríkisstjórn­ in skipað sérfræðingahóp til að útfæra stefnuna nánar. Hópurinn á að skila af sér nú á vordög­ um og þá má búast við að pólitísk umræða hefj­ ist fyrir alvöru um það hvernig staðið verði að framkvæmd niðurskurðarins hér á landi. Í þeirri umræðu verða kallaðir til fulltrúar atvinnulífsins og almannasamtaka, þeirra á meðal bænda. Þótt athyglin beinist einkum að samgöngum, fiskiskipaflotanum og stóriðjunni þegar útblástur ber á góma snertir umræðan landbúnaðinn ekki síður. Að nokkru leyti er það vegna þess að land­ búnaðurinn á þátt í útblæstri lofttegunda sem auka á gróðurhúsaáhrifin. Þar er ekki síst um að ræða metangas sem losnar úr úrgangi búfjár. Einnig má nefna til sögu rúlluplast í heyskap og olíubrennslu sem stafar af vinnuvélum, framleiðslu og flutn­ ingi aðfanga. Íslenskir bændur eru hins vegar svo gæfusamir, eins og landsmenn allir, að þurfa ekki að hafa áhyggjur af áhrifum rafmagnsnotkunar og kyndingar á kolefnisbúskapinn. Í þessari þróun liggja líka ýmis tækifæri fyrir íslenskan landbúnað. Kolefnisjöfnun er nýlegt hugtak í íslenskri umræðu og ekki alveg óum­ deilt, en nái það fótfestu eru engir betur settir til að nýta sér möguleika þess en bændur sem hafa yfir að ráða landrými til aukinnar skógræktar og annarrar ræktunar sem telur í kolefnisbúskapn­ um. Við það má bæta áðurnefndu metangasi sem hægt er að virkja til góðs með því að umbreyta því í vistvæna orku. Tilraunir með slíkt eru þegar hafnar hér á landi og verður spennandi að fylgjast með því sem þær leiða í ljós. Það er því ljóst að íslenskir bændur þurfa að skerpa á umræðunni um umhverfismálin. Þetta hafa bændur í öðrum löndum gert eins og forystu­ menn íslenskra bænda urðu vitni að á ársfundi dönsku bændasamtakanna á nýliðnu hausti. Þar voru umhverfismálin mál málanna. Það þurfa þau líka að verða á fundum bænda á næstu misserum. Bændur þurfa að vera viðbúnir því að takast á við umhverfisvandann í heiminum því hann verður áleitnari með hverjum deginum sem líður. –ÞH Tvöföld tímamót Um áramótin færast landbún- aðarskólarnir tveir, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands, frá landbúnaðarráðu- neyti til menntamálaráðuneytis. Um þetta hefur verið fjallað hér í blaðinu frá ýmsum hliðum, en að þessu sinni var leitað til við- takandans, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra, og hún spurð út í það sem við tekur hjá þessum stofnunum. Þorgerður vísaði til laga um háskóla sem sett voru í fyrra en þeim er ætlað að mynda ramma utan um íslenska háskóla sem verið hafa í örum vexti undanfarin ár. Skólum og námsleiðum hefur fjölgað og framlög hins opinbera til starfsemi þeirra verið aukin verulega. „En það var ekki nóg að auka umfangið heldur þurfti að hyggja að inntaki og gæðum námsins og efla eftirlit hins opinbera með því,“ segir ráðherra. „Þess vegna samþykktum við þessi háskólalög sem annars vegar auka sjálfstæði háskóla sem er lykilatriði í upp­ byggingu þeirra. Hins vegar er þeim gert að uppfylla strangar kröfur svo þeir geti talist háskólar. Nú eru skólarnir einn af öðrum að fara í gegnum þetta viðurkenning­ arferli. Nokkrir háskólar luku því að hluta til í haust og næsti áfangi verður 1. mars næstkomandi en þá verður meðal annars Háskólinn á Hólum með. Þetta er hollt og gott fyrir skólana, þeir þurfa að svara ýmsum spurningum um sjálfa sig, þarna koma erlendir aðilar til sög­ unnar og það eykur skólunum sjálfstraust að finna að þeir stand­ ast kröfurnar. Eftir þetta gekk sami hópur og samdi lögin um háskóla í það verk að semja sérstök lög um ríkishá­ skóla. Þau munu ná til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og hugsanlega Hóla. Hvað Hóla varð­ ar hef ég skipað sérstakan hóp til að koma með tillögur um hvern­ ig skólinn þar verður styrktur enn frekar. Þeim hópi er ætlað að skoða rekstrarform skólans, meðal annars hvort það geti ekki orðið honum til góðs að fá lögaðila inn í rekst­ urinn, til dæmis Bændasamtök Íslands eða Samtök iðnaðarins eða atvinnulífsins. Ég vil ekkert segja um hver niðurstaðan verður en aðalatrið­ ið í þessu máli öllu er að það er mikill metnaður hjá ríkisstjórn­ inni að styrkja og efla háskólana í landinu og það á ekkert síður við um landbúnaðarskólana. En þeir verða að falla að því umhverfi sem háskólum í landinu er búið og standast þær kröfur sem gerðar eru í háskólasamfélaginu. Mér sýnist þeir reyndar ætla að gera það með ágætum.“ Mikill áhugi á að styrkja starfsemina á Hólum Nú heyrast þær raddir stundum að Háskólinn á Hólum sé svo lítil ein­ ing að það hljóti að borga sig að sameina hann öðrum skólum. Hvað vilt þú segja um það? „Ég ætla ekki að segja neitt um það á þessu stigi. En það er ekki rétt að útiloka neina möguleika fyr­ irfram og Háskólinn á Hólum hefur markað sér sérstöðu í ferðamanna­ fræðum, hestafræðum og fiskeldi. Hvert sem framhaldið verður þurf­ um við að sjá til þess að ekki dragi úr þeim styrk sem skólinn býr yfir á þessum sviðum heldur halda áfram að byggja þau upp. Það er hægt að gera á margvíslegan hátt, svo sem með því að skólinn geri samninga við aðra skóla, að fleiri komi að rekstri hans eða sameina hann öðrum skólum. Þetta mun hópurinn taka til skoðunar og mér finnst gott að vita til þess að það er mikill áhugi hjá forsvarsmönnum skólans og ekki síður velunnurum hans á því að halda í þessa vegferð með okkur. Menn ætla sér að fara í þetta verk­ efni, vitandi að það getur hvesst á leiðinni. Þá er bara að standa sig og ég finn að menn ætla sér að gera það. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að íslenskir háskólar búa við samkeppni, bæði innbyrðis en ekki síður við erlenda háskóla. Í þeirri samkeppni ríður á að menn standi saman og styrki innviðina eins og kostur er.“ Eignirnar styrkja skólana Ef við víkjum að Landbúnaðar­ háskóla Íslands þá á hann verðmæt­ ar eignir, ekki síst á Keldnaholti og Korpu sem eru eftirsótt bygging­ arland. Ágúst Sigurðsson rektor lýsti áhuga sínum á því í síðasta Bændablaði að þessar eignir yrðu seldar og andvirðið lagt í þróun­ arsjóð sem varið yrði til uppbygg­ ingar á Hvanneyri. Hvað finnst þér um þá hugmynd? „Þetta lýsir góðum metnaði hjá Ágústi. Ég hef beitt mér fyrir því að eignir skólanna nýtist til uppbygg­ ingar þeirra og get í því sambandi vísað til Listaháskólans. Hann á stóra húseign í Laugarnesinu og þegar við gengum til samninga við Samson­hópinn um að byggja yfir skólann við Laugaveginn fór ég með þessa eign í farteskinu og lagði hana fram í viðræðunum. Ég gerði mönnum ljóst að andvirði þeirrar eignar myndi renna til nýbygging­ arinnar. Þetta styrkti stöðu okkar í viðræðunum. Við erum að styrkja rannsóknir háskólanna í landinu og ég er að Mikill metnaður stjórnvalda í uppbyggingu háskóla – og hann nær vissulega til landbúnaðarskólanna, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.