Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20071 Gleðileg jól. Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Dúnhreinsunin Digranesvegi 70 Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Gleðileg jól Samband garðyrkjubænda _____________ Landssamband kartöflubænda Félag garðplöntuframleiðenda Félag grænmetisframleiðenda Félag blómaframleiðenda Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu Himinn sf. Æðardúnshreinsunin Skarði Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hagþjónusta landbúnaðarins Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Vélaval, Varmahlíð Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Samband íslenskra loðdýrabænda ,,Við byrjuðum að gefa fólki að smakka sneið af hangilæri strax og við byrjuðum með Jólagarðinn fyrir tæpum tólf árum. Hangikjötið hefur notið vaxandi vinsælda hjá gestum okkar. Fólk pantar hjá okkur hangilæri allt árið en þó mest á þessum tíma. Ég býst við að það fari svona fjögur til fimm hundruð læri frá okkur núna í desember,” sagði Benedikt Grétarsson, eigandi Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit, á dögunum. Það vakti athygli tíðindamanns blaðsins þegar hann kom ásamt fleira fólki i heimsókn í Jólagarðinn nú í haust þegar Benedikt sneiddi niður hrátt hangiket í gríð og erg og bauð gestunum að smakka. Gestirnir lofuðu kjötið í hástert en Benedikt var spurður nánar út í málið. ,,Það er Kjarnafæði á Akureyri sem sér um að reykja kjötið og í upphafi var ákveðið að kalla þetta Húskarlahangikjöt. Það er held­ ur meira reykt en venjulegt kjöt og það eru notuð frekar smærri lambalæri í þetta. Gjarna læri sem eru 1,5­2 kg að þyngd; þá er búið að taka rófubeinið burt og skera alla fitu af. Við erum búin að þróa þetta svona áfram þennan tíma og ég veit um marga sem eru farnir að nota þetta sem snakk eftir vinnu eða álegg á brauð. Sjálfum finnst mér engin jólastemning nema það sé hangikjöt og ég tala nú ekki um hvað þetta gefur góðan ilm í húsið,” sagði Benedikt. Benedikt rekur Jólagarðinn ásamt konu sinni, Ragnheiði Hreið­ arsdóttur. Hann segir að þessi kynn­ ing þeirra á hangikjöti hafi vakið athygli; þannig veitti Búnaðarsam­ band Eyjafjarðar þeim viðurkenn­ ingu fyrir nokkrum árum vegna kynningar á þessari rammíslensku vöru. ÖÞ Húskarlahangiketið sífellt vinsælla Benedikt mundar hnífinn á hangikjötslærið sem hangir niður úr loftinu. Mynd ÖÞ Jól í Álfhóli Síðustu helgina í nóvember og fyrstu helgina í desember var árlegur jólamarkaður haldinn í Gallerí Álfhóli á Bjarteyjarsandi. Sjónvarpskonan góðkunna, Edda Andrésdóttir, opnaði markaðinn laugardaginn 24. nóvember þar sem hún las upp úr bók sinni „Í öðru landi – Saga úr lífinu“. Hún ræddi við gesti og rifjaði upp minningar úr Hvalfirðinum en faðir hennar, Andrés, var verkstjóri í hvalstöðinni í mörg sumur og þar starfaði móðir hennar Svana einnig um árabil. Fleiri góðir gestir heiðruðu Álfhól með nærveru sinni; þver­ flaututríóið Patrycja, Sigríður og Ásdís spiluðu fyrir gesti hugljúf jólalög og tvíburasysturnar Hjördís Tinna og Ingibjörg Birta mættu með harmóníku og fiðlu og spiluðu saman. Boðið var upp á ekta heitt súkkulaði, kaffi og nýbakað góð­ gæti svo gestir komust óneitanlega í hátíðarskap á jólamarkaðnum. ehg/ah Á efri myndinni les Edda upp úr bók sinni en á þeirri neðri leika tvíburasysturnar Hjördís Tinna og Ingibjörg Birta á fiðlu og harm- óniku. Vonast er til að hægt verði að taka reiðhöll Hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri í notkun í febrú- ar á næsta ári. Bæjarráð samþykkti í liðinni viku að leggja fram aukið fé til byggingarinnar til að koma í veg fyrir að framkvæmdir stöðvist. Ásta Ásmundsdóttir, formaður félagsins, segir að bærinn leggi fram aukið fjármagn gegn því að félagið beri ábyrgð á að koma höllinni í notkun, en til að svo geti orðið þarf það að leggja fram um 13 milljónir króna til viðbótar 30 milljónum frá bænum. „Já, við vonumst til þess að geta lagt fram þessa penginga sem á vantar,“ segir Ásta. Hún nefnir að félagsmenn þurfi nú að leggjast á eitt til að svo geti orðið, en m.a. er horft til þess að Léttismenn komi að verkinu með sjálfboðavinnu við frágang og annað. „Það er auðvitað frábært að þurfa ekki að stöðva framkvæmdir núna. Menn hafa séð að eina vitið var að halda áfram og koma reiðhöllinni í gagnið,“ segir Ásta, en verðbólga og fleiri þættir hafa sett strik í reikninginni og gert það að verkum að kostnaður við framkvæmdir er hærri en ráð var fyrir gert. Frábært að þurfa ekki að stöðva framkvæmdir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.