Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20073 Umhverfisstofnun og JPV útgáfa hafa samið um útgáfu bókarinnar Veiðar á villtum fuglum og spen- dýrum eftir Einar Guðmann, sér- fræðing hjá Umhverfisstofnun. Bókin er samin sem kennslubók fyrir verðandi skotveiðimenn sem sitja undirbúningsnámskeið fyrir hæfnispróf sem gefur þeim réttindi til að sækja um veiðikort hjá Umhverfisstofnun. Með samningnum verður bókin fáanleg á almennum markaði en fram að þessu hafa verðandi veiði­ menn eingöngu fengið hana í hend­ ur og löngu ljóst að þörfin fyrir bók af þessu tagi nær langt út fyrir raðir þeirra. Í samningnum felst að JPV mun sjá Umhverfisstofnun fyrir nægi­ legum fjölda eintaka árlega til að mæta þörfinni vegna skotveiðinám­ skeiða en að öðru leyti er útgáfa og dreifing bókarinnar í höndum JPV. Hér er um veglega bók að ræða, ríkulega myndskreytta, þar sem öllu er lýtur að skotveiðum á Íslandi eru gerð ítarleg skil. Fjallað er um veiðiaðferðir, veiðitímabil, tegund­ ir veiðibráðar og leyfilegar gerðir skotvopna og siðfræði skotveiða en öllu þessu er ætlað að fræða núver­ andi og verðandi skotveiðimenn svo umgengni um íslenska náttúru og veiðistofna hennar verði með sem bestum hætti. Á myndinni eru Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri JPV útgáfu, Ellý K. Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Einar Guð­ mann, höfundur bókarinnar. Fyrir skömmu var því fagnað á Hvammstanga að ný bók um Skáld-Rósu er komin út. Höf- undur bókarinnar er séra Gísli H. Kolbeins. Bókin fjallar um lífs- hlaup Skáld-Rósu eða Vatnsenda- Rósu eins og hún var oft nefnd. Það er fyrir tilstilli Kvennabands- ins í Vestur-Húnavatnssýslu og séra Gísla að ráðist var í úgáfu bókarinnar. Kvennabandið er samtök kvenfélaga í Húnaþingi vestra. Það fékk fjárstyrk frá Sparisjóði Húnaþings og Stranda sem réði baggamuninn um að hrinda útgáfunni í framkvæmd. Rósa Guðmundsdóttir var fædd í Hörgárdal árið 1795. Árið 1817 fluttist hún í Húnavatnssýsluna og átti heima þar til ársins 1841. Lengst bjó hún á bænum Vatnsenda í Þverárhreppi og var oftast kennd við þann bæ. Hún þótti afar glæsi­ leg kona, stundaði ljósmóðurstörf og átti mjög létt með að yrkja. Urðu margar vísur hennar landsþekktar og hafa lifað með þjóðinni fram á þennan dag. En í einkalífi hennar skiptust á skin og skúrir og það varð tilefni margvíslegra sögusagna. Rósa andaðist árið 1855 og var jarð­ sett á Fremra­Núpi í Miðfirði. Það er fyrir tilstilli kvenna í sýslunni að leiði hennar hefur varðveist. Árið 1965 stóðu konur fyrir að reistur var myndarlegur minnisvarði um Rósu í kirkjugarðinum á Fremra­ Núpi. Þá var séra Gísli Kolbeins ein­ mitt sóknarprestur á Melstað. Flutti hann minningarræðu um Rósu við þetta tækifæri. Eftir þetta seg­ ist Gísli hafa farið að kynna sér betur ýmislegt varðandi lífshlaup Vatnsenda­Rósu og afrakstur þess kemur nú fyrir alþjóð í bókinni. Það er bókaútgáfan Salka sem gefur bókina út. ÖÞ Bók um Skáld-Rósu komin út Séra Gísli Kolbeins afhendir Jónínu Jóhannesdóttur formanni Kvenna- bandsins fyrsta eintakið af bókinni. Ljósm. ÖÞ Vegleg bók um skotveiði á Íslandi Leitað að heitu vatni Friðfinnur K. Daníelsson var á dögunum í Grímsey með bor sinn, Mána, en tilgang­ urinn er leit að heitu vatni. Grímseyjarhreppur leitaði til Friðfinns, sem starfað hefur við boranir frá árinu 1976 um land allt og raunar í útlönd­ um líka. Hann á og rekur fyr­ irtækin Alvar ehf., sem sér um boranir, og Varmavélar sem veita úrlausnir varðandi orku. Grímseyingar hafa hitað húsa­ kynni með olíu og rafmagni og er mikið í húfi að heitt vatn finnist í eynni til húshitunar. Friðfinnur trúir því að nægilega heitt vatn finnist, en það geti hugsanlega verið sjóblandað. Nauðsynlegt þótti nú í lið­ inni viku að gera hlé á hita­ vatnsborun í Grímsey, á rúm­ lega 150 metra dýpi. Ástæðan er sú að jarðlög eru óhemju lek, þau eru mjög opin á köflum og mikið vatn, aðallega sjór í þessu tilviki, fossar inn í bor­ holuna. Ákveðið hefur verið að þétta holuna eftir áramót áður en hægt er að bora dýpra. Fr u m Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is VERKIN TALA Hugheilar jóla– og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.