Bændablaðið - 18.12.2007, Page 17

Bændablaðið - 18.12.2007, Page 17
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20071 Fr u m VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is Hágæða haugsugur og mykjudælur frá Redrock Haugsugur 4.800-18.000 lítra Mykjudælur frá 1,82 til 3,0 m. Til afgreiðslu nú þegar Ákveðið hefur verið að reisa atvinnuhúsnæði á Hólmsheiði, rétt austan við borgina, og til þess að fá lóðir undir þessi hús þarf að ryðja skóg sem þar er og plantað hefur verið út í sum- arvinnu unglinga í gegnum árin. Dagur B. Eggertsson borg­ arstjóri sagði að eitthvað af skóg­ inum væri hægt að flytja, sumt fengi að standa en hluta hans yrði að fella og væru það einkum barrtré sem mjög erfitt væri að flytja. Nú er það í skoðun hvort fallegustu lundirnir sem þarna eru geti ekki staðið óhreyfðir áfram. Borgarstjóri sagði að allt væri þetta unnið í samráði við Skógræktarfélag Reykjavíkur sem hefði sent inn óskir og ábending­ ar varðandi skóginn á svæðinu. Nærgætni nauðsynleg Dagur sagði að það hefðu verið börn og unglingar sem plöntuðu út þeim skógi sem þarna væri. Þess vegna væri enn erfiðara en ella að þurfa að færa til eða fella hluta af þessum skógi því þeir sem plöntuðu honum bæru eðli­ lega til hans tilfinningar. Mikla nærgætni þyrfti í það verk. Hann benti á að þarna væri líka mikil víðátta sem hægt væri að setja aukinn kraft í að rækta. Nú er það svo að ef talað er um að byggja eða reisa eitthvað stórt og mikið er alltaf bent á Hólmsheiðina, rétt eins og hún taki endalaust við. Nefna má í þessu sambandi nýjan flugvöll í stað Vatnsmýrarflugvallarins og nýtt fangelsi. Og nú er það svæði undir atvinnuhúsnæði. Dagur var spurður hvort Hólmsheiðin tæki endalaust við? Mikil eftirspurn eftir lóðum undir atvinnuhúsnæði Hann sagði að Hólmsheiðin gerði það að vísu ekki en um væri að ræða 150 hektara auk þess svæðis sem menn hefðu talað um undir flugvöll. Til samanburðar má nefna að Vatnsmýrin er 150 hekt­ arar með Háskólasvæðinu og Landspítalasvæðinu þannig að hér er um allstórt landsvæði að ræða. Dagur segir að mjög mikil eftirspurn sé eftir lóðum undir atvinnuhúsnæði og þarna á Hólmsheiðinni er gert ráð fyrir að næsta atvinnuhúsnæðissvæði rísi. Hafist verði handa við uppbygg­ inguna á næsta ári. Hjónin Ólafur Sigurjónsson og Lilja Guðbjartsdóttir stofnuðu nýverið fyrirtækið Flögur ehf. þar sem þau framleiða svokall- aðar pappaflögur sem koma í stað hins hefðbundna spóns. Pappaflögurnar eru hugsaðar sem undirburður fyrir hesta og hænur á kjúklingabúum og hafa marga kosti umfram spón. „Með þessari framleiðslu stund­ um við endurvinnslu og það er jákvæðasti þátturinn í þessu ferli. En það sem pappaflögurnar hafa til dæmis fram yfir spóninn er að þetta er fjórum sinnum rakadrægara efni, það eru engin aukaefni í því, það er rykfrítt, það klessist ekki saman, það eyðir lykt og er ódýrara í þokkabót,“ útskýrir Ólafur. 40% ódýrara efni Fyrirtækið fór formlega af stað í byrjun desember og er til húsa í Hafnarfirði. Þau hjónin höfðu aldrei komið nálægt neinu slíku fyrr, en þar sem Ólafur var eitt sinn virkur hestamaður og hafði starfað í BYKO við sölu á trjákurli og öðru var þessi hugmynd ekki ný af nál­ inni hjá honum. „Þetta var búið að vera hugmynd lengi hjá mér en síðan fór ég á nám­ skeið hjá Iðntæknistofnun um síð­ ustu áramót þar sem þetta fór form­ lega af stað og síðan þróaðist þetta áfram. Kjúklingabúin eru byrjuð að sýna þessu áhuga, enda er þetta um 40% ódýrara efni en hefðbundinn spónn svo þetta lofar góðu,“ segir Ólafur sem flytur jafnframt inn spónaköggla. Vélin sem þau nota til verks­ ins er þónokkuð afkastamikil og getur framleitt rúmlega 120 poka á klukkustund sem vega um 25­30 kíló hver. Þau Ólafur og Lilja lentu þó í því í byrjun að fá vél til verks­ ins sem dugði þeim skammt. „Við gerðum tilraun í sumar með íslenska vél, svokallaða Júpítersvél, sem virkaði ekki fyrir okkur. Þannig að við leituðum út fyrir landsteinana og fundum vél sem hentar okkar framleiðslu en þetta er vel þekkt fyrirbæri erlend­ is; að kurla niður pappa til notkunar sem undirburð,“ útskýrir Ólafur. Þeir sem hafa áhuga á pappa­ flögunum geta sett sig í samband við Ólaf í síma 843­1140 eða sent tölvupóst á netfangið flogur@sim- net.is. Umhverfisvænar og rykfrí- ar pappaflögur í undirburð Ólafur Sigurjónsson og Lilja Guðbjartsdóttir fóru af stað með fyrirtæki sitt, Flögur ehf., í byrj- un desember þar sem þau framleiða pappaflögur í und- irburð. sími 530 1700 / www.rp.is Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu. Vélin sem þau fengu erlendis frá í verkið hefur þann góða eiginleika að hún sker pappaflögurnar niður í svipaðar stærðir. Ólafur rótar í pokanum og sýnir ljósmyndara sýnishorn af pappaflögun- um. Hólmsheiði: Fella þarf skóg vegna lóða undir atvinnuhúsnæði

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.