Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 1
6-7 12-13 Hamingjan er þar sem maður er, segir Jón Eiríksson 14. tölublað 2009 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 309 Upplag 20.500 4 Sauðfjárbændur bíða eftir kjötverði í sláturtíðinni Blaðauki Heimssýnar um Evrópusam- bandið Sjá miðsíður Loftslagsmálin voru mál málanna á fundi norrænna bænda Inflúensa.is Bændasamtökin benda bænd- um á að fylgjast með upplýs- ingum frá Sóttvarnalækni um þróun inflúensufarald- ursins á vefsíðunni inflúensa. is. Samtökin eru í sambandi við hlutaðeigandi yfirvöld og munu miðla til bænda upp- lýsingum eftir því sem þörf er á. Kornskurður er hafinn Tíðarfar misjafnt „Kornskurður er hafinn undir Eyjafjöllum og ef til vill víðar,“ segir Jónatan Her manns son, tilraunastjóri Land bún aðar- háskóla Íslands á Korpu. Hann segir að í fyrra hafi korn verið skorið af 4.360 hekturum og að innflytjendur sáðkorns hafi í vor talað um aukna sölu – jafn- vel 10-20% frá fyrra ári. „Við getum því vonast til að nú í haust verði korn skorið af nærri því 5.000 hekturum.“ Jónatan segir að á Suðurlandi sjáist þurrkskemmdir á sandökr- um. „Ég hef þó ekki heyrt mikið af þeim látið. Ég veit heldur ekki til þess, að frostskemmdir hafi komið þar fram. Þær ótt- uðust menn þó eftir frostin í júlí. Sunnanlands og vestan var þurrkatíð í sumar. Þurrkurinn hentar vel fyrir korn á mýri, en illa fyrir korn á söndum og melum. Sunnanlands gerði víða hitaskúrir sem vökvuðu, en vest- anlands var þurrkurinn óslit- inn frá því um Jónsmessu og að minnsta kosti til 6. ágúst – sums staðar lengur. Það kom sér afar vel fyrir korn á framræstum mýrum og korn hefur víst sjald- an litið eins vel út á Vesturlandi,“ segir Jónatan. Hann segir að norð anlands hafi kornið litið mjög vel út í júlílok. „Síðustu fjórar vikur hefur tíð þar þó verið svöl og framfarir ekki eins örar og vonast var til. Uppskera þar gæti þó orðið mikil að vöxtum, einkum ef bregður til sunnanátt- ar og hlýinda núna fljótlega. Austanlands hefur tíðin senni- lega verið hvað lökust. Þurrkur var í vor þegar kornið þurfti á raka að halda, og svo vætutíð síðsumars. En það gæti staðið til bóta, eins og norðanlands.“ -smh Eftir tvær frostanætur í sumar, aðfaranætur 24. og 25. júlí, er talið að kartöflubændur í Þykkvæbæ verði að þola þyngstu búsifjar sem nokkur búgrein hefur orðið fyrir á seinni tímum. Þeir kartöflubændur sem urðu fyrir þessu tjóni eru um 15 tals- ins og framleiða nálægt 70% af landsframleiðslunni á um 360 hektörum lands. Næturfrost á þessum árstíma hefur ekki mælst í Þykkvabæ frá því að mælingar hófust árið 1961. Uppskeran dugar í útsæði Í fyrstu var talið að bjarga mætti um helmingi uppskerunnar. Sig- ur bjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, segir að síðan hafi kom ið í ljós að áfallið var mun meira. „Við gerðum okkur vonir um að það myndi rætast betur úr þessu en nú er það ljóst að upp- skeran dugar í útsæði fyrir næsta vor en ekki mikið meira en það.“ Hann segir að frostið hafi komið á þeim tíma þegar plantan hefur lokið við yfirvöxtinn og krafturinn beinist að því að stækka kartöfl- urnar. „Kartöflugras er viðkvæmt fyrir frosti, þannig að ef sól nær að skína á það frosið þá sviðnar grasið. Nái það að þiðna áður en sólin kemur upp, gerist ekki neitt. Þegar kartöflugrösin féllu í frostinu drapst plantan í sumum tilfellum en í öðrum tilfellum, þar sem líf var í plöntunni, setti plantan út ný blöð og byrjaði upp á nýtt. Kartöflurnar sem fyrir voru stækkuðu því ekkert en krafturinn fór í það að mynda nýtt kartöflugras.“ Tjónið of mikið fyrir einhverja bændur Eins og gefur að skilja er tekjutap kartöflubænda í Þykkvabænum mikið vegna þessa áfalls. Til við- bótar er svo auðvitað kostnaður og vinna sem fer forgörðum frá því í vor. Sigurbjartur segir að ótíma- bært sé að nefna tölur varðandi tjónið en það sé áreiðanlega það alvarlegasta sem nokkur búgrein hafi orðið fyrir hér á landi í seinni tíð. „Ég stend við það sem ég hef sagt, að í það minnsta hluti bændanna muni ekki getað risið undir því að byrja nánast á byrj- unarreit næsta vor. Það er verið að kanna möguleikana á aðstoð við þá, m.a. hjá Bjargráðasjóði.“ Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að mikilvægt sé að allir standi saman frammi fyrir þessum erfiðleikum. „Fyrst þurfum við að meta tjónið og síðan látum við einskis ófreistað í því að bregðast við því með ein- hverjum hætti.“ -smh Uppskerubrestur í Þykkvabæ Þyngstu búsifjar á seinni tímum Þessa dagana er landselurinn að fara úr hárum eftir kæpingartímann og þá er hann í ýmsum fögrum litum á meðan. Myndina tók Pétur Jónsson á Heggstaðanesi framan við Hvammstanga á Vatnsnesi fyrir stuttu. Hann segir að selaskoðun á Vatnsnesi hafi aldrei verið eins mikil og í sumar og endur- speglast það í aðsókn gesta á Selasetur Íslands á Hvammstanga en þar hefur verið mikið að gera í sumar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.