Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 29
25
Fólkið sem erfir landið
Rithöfundur, söngkona og bóndi
Nafn: Jórunn Rögnvaldsdóttir.
Aldur: 13 ára.
Stjörnumerki: Hrúturinn.
Búseta: Flugumýrarhvammur sem
er í Akrahreppi í Skagafirði.
Skóli: Varmahlíðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Mér finnst skemmti-
legast í myndmennt, að láta ímynd-
unaraflið fá lausan tauminn.
Hvað er uppáhalds dýrið þitt?
Uppáhaldsdýrið mitt er kind.
Uppáhaldsmatur: Roastbeef.
Uppáhaldshljómsveit: Sálin hans
Jóns míns.
Uppáhaldskvikmynd:
Töfralandið Narnía: Kaspían
Konungsson.
Fyrsta minningin þín? Fyrsta
minningin mín er frá 4 ára afmæl-
inu mínu.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi á píanó og er
að fara að læra á gítar.
Hvað er það skemmtileg-
asta sem þú gerir í tölvu? Það
skemmtilegasta sem ég geri í
tölvu er að skoða allskonar síður
á netinu og hlusta á tónlist.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór? Ég ætla að verða
rithöfundur, söngkona og bóndi.
Hvað er það klikkaðasta
sem þú hefur gert? Það var
sennilega þegar að ég fór á
Unglingalandsmótið að keppa án
þess að vera búin að æfa neitt það
sumar.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú hefur gert? Það er að reka
óþekkar kvígur eða að reka kindur
nágranna míns burt út túninu.
Ætlar þú að gera eitthvað sér-
stakt í sumar? Sumarfríið er nú
búið, en í sumar var ég aðallega
bara að vinna, njóta frísins og svo
fór ég í eina viku í Háskóla unga
fólksins.
Hrúturinn Jórunn frá Flugumýrarhvammi heldur upp á kindur.
Málþing um stöðu og framtíð
landbúnaðar og byggðar
Málþing um stöðu og framtíð landbúnaðar og byggðar í svei-
tum verður haldið mánudaginn 14. september næstkomandi
í Norræna húsinu í Reykjavík. Þar verða kynntar niðurstöður
úr viðamiklu rannsóknaverkefni um þessi efni, sem unnið he-
fur verið að við Háskóla Íslands undanfarið. Verkefnið hlaut
afmælisstyrk Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og ber það he-
itið „Litróf landbúnaðarins“. Fjallað verður um fjölbreytt atvin-
nulíf til sveita og varpað ljósi á þá margvíslegu nýbreytni í starf-
semi og nýsköpun sem átt hefur sér stað á íslenskum býlum.
Drög að dagskrá
9:30 Setning fundarstjóra - Bjarni Guðmundsson
9:35 Ávarp landbúnaðarráðherra Jóns Bjarnasonar
9:50 Hilkka Vihinen, prófessor í byggðamálum - MTT Agri-
food Research í Finnlandi
10:50 Niðurstöður rannsóknarverkefnisins Litróf landbúnaða-
rins kynntar
12:20 Hádegi
13:30 Panell: Rýnt í niðurstöður frá mismunandi sjónarhólum
(eftirfarandi hafa staðfest komu sína)
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, nýsköpunarfulltrúi Bæn-
dasamtaka Íslands
Ólafur Arnalds, prófessor Landbúnaðarháskóli Íslands
Hjördís Sigursteinsdóttir, Rannsóknarstofnun Háskólans
á Akureyri.
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri.
Hlín Jóhannesdóttir Mainka, Háskólinn á Hólum
14:45 Almennar fyrirspurnir og umræður með þátttöku
rannsóknarhóps, panels og gesta á málþinginu.
15:30 Málstofuslit
Ekkert þátttökugjald. Vinsamlegast skráið ykkur hjá starfsmön-
num verkefnisins, Ingu Elísabet Vésteinsdóttur (iev1@hi.is)
eða Sigfúsi Steingrímssyni (sis49@hi.is).
Málþingið er öllum opið!
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
VÉLADEILD
ehf.
TAKMARKAÐ MAGN
- AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ
*
91 hö. 3.190.000
· Mótor, 4 cyl. 91 hestöfl,
m. forþjöppu og millikæli
· 14 gírar áfram – 4 aftur á bak.
Samhæfðir
· Farþegasæti
· Bremsur í olíubaði
· Loftpressa
· 540/1000 snúningar á aflúrtaki
· 3.800 kg lyftigeta á beisli
· Lyftu- og dráttarkrókur
· Framdekk 360/70R24
Afturdekk 18,4R34
· Þyngdarklossar að aftan og framan
· 24V start (2 rafgeymar)
· Geislaspilari
*
105 hö. 3.490.000
· Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl,
m. forþjöppu og millikæli
· 16 gírar áfram – 8 aftur á bak.
Samhæfðir
· Farþegasæti
· Bremsur í olíubaði
· Loftpressa
· 540/1000 snúningar á aflúrtaki
· 4.300 kg lyftigeta á beisli
· Lyftu- og dráttarkrókur
· Framdekk 360/70R24
Afturdekk 18,4R34
· Þyngdarklossar að aftan og framan
· 24V start (2 rafgeymar)
· Geislaspilari
Nánari tæknilegar upplýsingar eru á www.rafvorur.is eða í síma 568 6411
*
Ve
rð
e
ru
á
n
VS
K.
ti
l b
æ
nd
a
á
lö
gb
ýlu
m
· Mótor, 6 cyl. 130 hestöfl,
m. forþjöppu og millikæli
· 16 gírar áfram – 8 aftur á bak.
Samhæfðir
· Farþegasæti
· Bremsur í olíubaði
· Loftpressa
· 540/1000 snúningar á aflúrtaki
· 4.500 kg lyftigeta á beisli
· Lyftu- og dráttarkrókur
· Framdekk 420/70R24
Afturdekk 18,4R34
· Þyngdarklossar að aftan og framan
· 24V start (2 rafgeymar)
· Geislaspilari
*
130 hö. 3.995.000
SUMAR
TILBOÐ
m
91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu
Til sölu gamall súðbyrðingur
sem þarfnast ástar og um-
hyggju. Báturinn er um 7 m. og
með Volvo Penta 25. Selst allt
saman á 170 þús.
Vinsaml. aðeins áhugasamir
hringið. Uppl. í síma 691-3002,
Jón Ragnar.
Ung stúlka úr Reykjavík fékk að fara vestur í Seftjörn
á Barðaströnd til að vera með afa og ömmu í sauð-
burðinum. Þegar hún fór skildi hún eftir ljóð sem afinn
og amman töldu að ætti erindi í Bændablaðið. Það er
svona:
Vorið
Blómin blómstra,
fuglar syngja.
Fjöllin blá,
brimin smá.
Lækur rennur,
ég er bara lítil stelpa í kjól með spennur.
Það er vor,
svo fallegt vor.
Lömbin komin
og sauðburðurinn búinn.
Ég er bara stelpa,
svo rosalega lúin.
Margrét Snorradóttir og Laufeyjar, 9 ára.
Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land.
Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð.
Bændur - sumarhúsaeigendur
Upplýsingar gefur Júlíus
Guðnason í síma 864-3313.
Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009