Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 17
Frosti kom til liðs við Heimssýn fyrr á árinu. ,,Ég bjó í sjö ár í Evrópu, bæði Englandi og Frakklandi, og hef því kynnst sambandinu ágætlega. Aðstæður á Íslandi eru mjög ólíkar aðstæðum Evrópuþjóða almennt. Ég er sann- færður um að framtíð landsins sé best borgið utan ESB.“ Hann segir Heimssýn hafa höfðað til sín sem þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Heimssýn var stofnuð þann 27. júní 2002 og hefur síðan tekið virkan þátt í málefnalegri umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf. Áhersla hefur verið lögð á að kynna kosti þess að horfa til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrundvelli í stað þess að einblína á afmarkaðan hluta hans. Mikilvægur hluti af starfseminni felst í því að miðla upplýsingum og fréttum um Evrópu- sambandið og kynna sjónarmið samtakana meðal almennings og stjórnvalda. Vefsíða okkar er www.heimssyn.is og þar má finna mikið úrval af greinum, bæklingum, fróðleik og fréttum sem tengjast ESB en Heimssýn heldur líka úti vefsíðum á Smettiskruddu (Facebook) og á heimssyn.blog.is. Gallup framkvæmdi skoðanakannanir fyrir Heimssýn í júní sem sýndu fram á almenna og vaxandi andstöðu við inngöngu í ESB. Einnig kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vildi að aðildarviðræður yrðu ekki hafnar án þjóðar- atkvæðagreiðslu. Niðurstöðurnar voru kynntar í fjölmiðlum, alþingismönnum og utanríkis- mála nefnd Alþingis. Gefinn var út bæklingur um 12 ástæður til að ganga ekki í ESB og sent var bréf til þingmanna um hvers vegna væri ekki skyn- samlegt að ganga til aðildarviðræðna. Einnig var lagt í auglýsingaherferð þar sem einstaklingar komu fram og báru fram málefna- legar röksemdir gegn aðildarumsókn að ESB. Heimssýn hefur verið í sambandi við erlend samtök sem berjast fyrir auknu sjálfstæði Evrópuþjóða. Í maí komu gestir frá norsku ,,Nei til EU” samtökunum í heimsókn. Haldinn var opinn fundur þar sem Norðmennirnir sögðu frá reynslu þeirra af aðildarviðræðum við ESB og svöruðu spurningum þátttakenda. Í júní komu svo gestir frá skosku sjómanna- samtökunum á opinn fund og vöruðu ein- dregið við þeirri hættu sem íslenskum sjávarútvegi er búin verði Ísland aðili að ESB. Erlendar fréttastofur hafa einnig leitað umsagnar hjá Heimssýn í ESB málum. ,,Núna er eitt mikilvægasta verkefni Heimssýnar er að afla fleiri félagsmanna. Því fleiri sem við erum því meira tillit verður tekið til okkar sjónarmiða auk þess sem fleiri hendur vinna létt verk. Félögum hefur varið fjölgandi undanfarið og eru þeir nú orðnir rúmlega eitt þúsund. Skráning í Heimssýn er opin öllum sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Engar skyldur eru lagðar á félagsmenn, fjárhagslegar né aðrar. Framlög eru og verða valfrjáls. Hægt er að skrá sig á vefsíðunni www. heimssyn.is og ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst,“ segir Frosti. Verðum að virkja sem flesta í baráttunni Skráning í Heimssýn er opin öllum sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Engar skyldur eru lagðar á félagsmenn, fjárhagslegar né aðrar. Framlög eru og verða valfrjáls, segir Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Dohop ehf en hann fer fyrir sérstökum stuðningshópi Heimssýnar. ,,Starf Heimssýnar væri ekki mögulegt án þátttöku sjálfboðaliða og fjárstyrkja frá einstaklingum og fyrirtækjum. Styrkirnir hafa verið nýttir til að standa straum af birtingu auglýsinga, prentun á kynningarefni, rekstur skrifstofu og gerð skoðanakannana,“ segir Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Dohop ehf. en hann fer fyrir sérstökum stuðningshópi Heimssýnar. Orðið matvælaöryggi er í íslensku máli notað yfir tvennt, ekki óskylt þó: Annars vegar yfir þá viðleitni að tryggja að matvæli séu örugg til neyslu og hins vegar að þjóðir eða einstök svæði eigi jafnan möguleika á að brauðfæða sig, einnig á erfiðleika- og stríðstímum. Síðarnefnda merkingin er sú sem hér er til umfjöllunar. Fyrir októbermánuð 2008 hafa líklegast fáir af yngri kynslóð Íslendinga leitt hugann að gildi þess að eiga í landinu nægar matarbirgðir handa þjóðinni. Vöruskorturinn sem örlaði á í þeim mánuði og hinum næsta var því þörf lexía og æ síðan hefur verið nokkur skilningur á þessum gleymda sannleika. Kynslóðir sem muna skort og skömmtun þurfti ekki að minna á þennan veruleika. Þessar hörðu haustvikur í fyrra vorum við eftirminnilega minnt á að án greiðs aðgangs að gjaldeyri og mörkuðum er varasamt að treysta á innflutning matvæla – að minnsta kosti ekki í sama mæli og gert hefur verið seinustu áratugina. Eftir þessa stuttu kennslustund hefur sjálfsbjargarviðleitni fólks aukist og skilningur á því að skortur á matvælum er ekki aðeins hlutskipti fátækra þjóða heldur einnig ríkra, útskúfaðra og skuldugra þjóða. Umræða um íslensk matvæli og landbúnað hefur verið meiri en mig rekur minni til og margir hafa lýst því yfir að þeir vilji styðja íslenska landbúnaðarframleiðslu. Einnig hefur áhugi á matjurtaræktun stóraukist. Því skýtur skökku við að vera á sama tíma að sækja um aðild að Evrópusambandinu, því enginn vafi leikur á því að yrði aðild samþykkt myndi það leika íslenskan landbúnað grátt og þar með gera Ísland enn háðara innflutningi á matvöru en nú er. Maðkað mjöl eða gæsalifur og franskir ostar Það er að vísu mjög ,,2007” að vilja helst hafa á borðum sínum fasana, franska osta og gæsalifrarkæfu. Þó eru ekki mörg misseri síðan aðgangur að fokdýrri munaðarvöru var talinn til sjálfsagðra mannréttinda, sem voru að vísu aðeins réttindi hinna ríku. Á sama tíma og enn frekar nú þegar kreppir að á að leysa vanda heimilanna með því að bjóða upp á ódýrt innflutt kjöt, pakkavöru og pítsur. Unnendur ESB-aðildar láta sér í léttu rúmi liggja þótt heilu búgreinarnar leggist af verði aðild að Evrópusambandinu að veruleika. Fáir velkjast í vafa um að búgreinar á borð við svínarækt myndi leggjast af á Íslandi við aðild og margir óttast að sama máli gæti gegnt um sauðfjárbúskap og fleiri búgreinar sem eru hornsteinn íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Ef við yrðum á skömmum tíma algerlega upp á aðra komin um öflun innflutning matvöru – eins og vel er mögulegt – þyrftum við kannski að átta okkur á því sem sagan kennir okkar: Það hafa verið flutt inn fleiri matvæli frá Evrópu en gæsalifur og ódýrar pítsur – einokun seljanda hefur líka fært okkur Íslendingum maðkað mjöl til matar. Í nútímaútfærslu yrði ,,maðkaða mjölið” sennilega frekar matvara með óæskilegum aukefnum og óholl iðnaðarvara. Einokun getur byggst upp með margvíslegum hætti og ekki bundin við Hörmangara fortíðarinnar. Einokun stórra, sterkra fjölþjóðlegra verslunarkeðja sem kæfa alla smærri samkeppnisaðila er síst betri en einokun fyrri alda. Ábyrgð gagnvart umhverfinu Með vaxandi vitund um umhverfismál hefur verið öflug hreyfing í heiminum sem hvetur til þess að fólk neyti í vaxandi mæli fæðu sem framleidd er nálægt heimili þess. Þessu ráða í og með heilsufarssjónarmið. Það þykir ákjósanlegt að hafa aðgang að sem ferskastri fæðu. En ekki síður ráða hér umhverfissjónarmið. Hver ekinn, sigldur og floginn kílómetri með matvöru fram og til baka eins og nú viðgengst gengur á eldsneytisbirgðir heimsins, mengar andrúmsloftið og eykur magn gróðurhúsalofttegunda. Sjálfbær þróun, eins og hún var kynnt í Brundtland-skýrslunni 1987, tekur ekki síst til matvælaframleiðslu og hvetur til þess að neyta fæðu úr nánasta umhverfi í sem allra ríkustum mæli. Við Íslendingar erum svo lánsamir að hafa – ennþá – aðgang að ferskum fiski, kjöti og garðávöxtum úr okkar nærumhverfi. Ef við glötuðum yfirráðum yfir fiskimiðunum og leyfðum ofstyrktum Evrópusambandslandbúnaði að kæfa okkar eigin landbúnað, myndum við stíga risastórt skref aftur á bak í umhverfismálum, heilsufarsmálum og sjálfstæðismálum. Anna Ólafsdóttir Björnsson. Skiptir matvælaöryggi máli? Ef við glötuðum yfirráðum yfir fiskimiðunum og leyfðum ofstyrktum Evrópusambands­ landbúnaði að kæfa okkar eigin landbúnað, myndum við stíga risastórt skref aftur á bak í umhverfismálum, heilsufarsmálum og sjálfstæðismálum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.