Bændablaðið - 27.08.2009, Side 26

Bændablaðið - 27.08.2009, Side 26
22 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Kæri lesandi. Þá er nærri að baki eitt gróðursæl- asta sumarið lengi og er ekki alveg búið enn. Það er þá ekki eingöngu gróðurinn sem hefur sprottið vel í raun og það reyndar bara í með- allagi á flestum stöðum á landinu, heldur hefur þetta verið afar sælt sumar hvað menninguna í kringum gróður og ræktun varðar. Í augum sumra eru þetta jákvæð áhrif krepp- unnar en aðrir líta á þessa gróður- og ræktunarvakningu sem tímanna tákn, fólk sé að leita eftir einhverju öðru og meira og að vakning þessi sé hluti af enn meiri breytingum sem vestræn samfélög eru að ganga í gegnum. Nú seljast grimmt gaml- ar matreiðslu- og uppskriftabækur sem geyma leyndarmál um mat- vinnslu sem fólk þekkti hér áður fyrr og okkur samtímafólkinu eru löngu gleymd, flestum hverjum. En burtséð frá því þá er núna tími upp- skeru og frágangs á allsnægtunum úr matarkistu náttúrunnar og garðs- ins og verður hér imprað á nokkr- um atriðum sem tengjast uppsker- unni og því sem hægt er að gera með hana. Ber, ber og aftur ber Eitt af því sem fólk sækir nú æ meira í er að fara í berjamó, enda sjálfsagt fátt jafnt ljúft og að hita kakó og pakka niður ásamt með- læti, berjatínu og dollum og halda út í mó í leit að berjum. Ber eru talin meinholl og hægt að gera heil- margt úr þeim og á ég þá við bláber, krækiber og aðalbláber þótt það séu ekki einu berin. Það sem er auðvit- að nærtækast er að fá sér ber með hrásykri og rjóma en það er jú einn langbesti eftirmaturinn sem völ er á, líka af því að við fáum hann svo sjaldan, bara í nokkrar vikur á ári. Sultur eru líka mjög algengar og til ótal uppskriftir að því hvern- ig sjóða eigi berjasultu. Gott er að sjóða þau þangað til þau springa, þá er settur hrásykur í og það ekki mikið, áður en safinn af berjunum er settur á flöskur. Berjamaukið er svo soðið aðeins aftur og síðan sett í krukkur sem bakaðar hafa verið í ofni til sótthreinsunar, en það sama hafði verið gert við safaflöskurnar áður. Þetta er gert við bláber eða þá bláber og krækiber í bland. En úr aðalbláberjum er ekki hægt að gera saft með góðu móti, það er svo mikill hleypir í þeim og saf- inn endar í hlaupi. Í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur, sem var endurútgefin núna í sumar, er líka sagt frá bláberjasúpu sem virðist ekki vera flókið að útbúa, og svo berjahlaupi. Það er hægt að taka í annað eða þriðja sinn inn rabarbara úr garðin- um og gera ýmislegt gott úr honum. Að ógleymdri hinni hefðbundnu rabarbarasultu, sem alltaf stendur fyrir sínu, er það saftin sem rennur ljúf í maga og hylur hann vernd- arhjúp í morgunsárið áður en haldið er til kaffidrykkju á vinnustaðn- um. Rabarbarabökur alls kyns hafa notið töluverðra vinsælda þetta sumarið enda ljúffengar. Helga Sigurðardóttir er svo með upp- skriftir að rabarbaraköku og rabar- bara-krækiberja-graut sem hljómar mjög vel og ég hef ekki prófað. Svo er Helga með rabarbara-sagósúpu en hún minnir mig mjög á ömmu mína sem iðulega bauð upp á alls kyns slíka vellinga í eftirrétt, eins og tíðkaðist hér einu sinni á Íslandi. Úti í móa er fleira að finna er berin. Flestar jurtir er orðnar of þroskaðar til þess að hægt sé að nýta þær, nú þegar svona er áliðið sumars, en ein er þó einmitt í rétt- um þroska núna til þess að taka og það er beitilyngið. Þá þarf að hafa með hníf, því að þetta er jú lyng og ekki gott að slíta það án þess að skemma plöntuna. Skorið er fremst af greinunum eða jafnvel nærri heilu greinarnar, allt eftir því hvernig beytilyngsbreiðan lítur út. Ef hún er árennileg, breið og væn er sjálfsagt að taka heila grein en þó ekki margar slíkar af sömu breið- unni. Svo er farið heim með beiti- lyngið og það breitt á viskustykki eða klút, gjarna í svefnherberginu eða í það minnsta fjarri matarlykt og eldamennsku, reyk og öðru slíku sem vill setjast í jurtirnar. Lyngið er svo látið þorna þarna í um tíu daga og geymt á dimmum og þurrum stað í krukku yfir veturinn eða þar til það er allt búið og nýtt. Þegar það er sett í krukkur er blöðum og blómum rennt af greinunum og greinunum hent á safnhauginn en það eru blöðin og blómin sem fara í krukkuna. Beitilyngið er mjög gott sem krydd á lambasteikina og í alls kyns grænmetisrétti og pottrétti, en gerir sig líka sérlega vel sem tejurt, þá alveg eins ein og sér eða í bland með öðrum íslenskum jurtum, eins og blóðbergi og birki. Sveppatínsla hefur tekið kipp þetta sumarið enda sveppir frábærir í matseldina. Það er þarf þó dálitla forkunnáttu til að taka sveppi því að sumir þeirra eru eitraðir. Þá er best að fara fyrst með kunnáttufólki og læra af því, en það má líka taka með sér bók og nota við að greina sveppina. Ef þú ert ekki viss um að þetta sé rétti sveppurinn skaltu frekar sleppa því að taka hann og leita á önnur mið því að sveppaeitr- anir eru víst ekkert spaug. Jæja, en sveppir eru teknir eftir kúnstarinn- ar reglum; frekar ungu sveppirnir og þeir sem heilir eru og maðkur hefur ekki sótt í. Núna á síðsumri er besti tíminn til þess að tína sveppi og sérstaklega gott að finna þá eftir svona rigningarsudda eins og verið hefur hér Norðanlands nú í ágúst- mánuði – hún borgar sig rigningin! Þeir vaxa gjarna í skóglendi eða graslendi, mismunandi eftir teg- und. Lerkisveppir vaxa til dæmis hjá lerki, eins og nafnið gefur jú til kynna, og því frekar auðvelt að greina þá. Gott er að frumhreinsa sveppina á staðnum, áður en þeir eru lagðir í körfu og teknir með heim, til þess að þeir smiti ekki mold og öðru slíku hver á annan. Heima eru þeir svo fínhreinsaðir með sveppabursta eða hreinlega formpensli. Þá eru þeir steiktir eða þurrkaðir. Ég þræði þá yfirleitt upp á band og þurrka vel og geymi í krukku fram að notkun, en þá þarf að leggja þá smá stund í soðið vatn áður en þeir eru settir í mat- réttinn. Ég mæli með lerkisvepp- um sem eru steiktir í ólífuolíu og smjöri, saltaðir og pipraðir og settir á gott soðið pasta, en yfir allt þetta kemur svo raspaður parmesanostur. Sveppir eru járnríkir og auðugir af B-vítamínum, sjálfsagt einhverjum steinefnum líka, en eru hreinlega unaðslegir svona nýir og villtir. Gangi ykkur vel að nýta ykkur gróðursæld síðsumarsins og hausts- ins. Heimildir Aðalheiður Gunnarsdóttir, húsmóðir á Akureyri. Ása Margrét Ásgrímsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir: Villtir matsveppir á Íslandi. Almenna bókafélagið, 1989. Helga Sigurðardóttir: Matur og drykkur. Opna, Reykjavík, 2009. Bláber, krækiber, rabarbari, beitilyng, sveppir og gróðursældin í síðsumrinu Nú er um að gera að nýta sér ber, sveppir og annað sem finnst í móum og skógi. Hér sést bláberja- og krækiberjasaft á flösku. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Að gefnu tilefni þykir rétt að upp- lýsa stuttlega hvernig Heima fóð- urverkefnið um færanlegu fóður- verksmiðjuna á Norður- og Austur- landi stendur um þessar mundir. Til þeirra sem mættu á kynn- ingarfundi um verkefnið í mars og apríl í vor og varðar smíði og rekstur nýrrar, fullkominnar köggl- unarsamtæðu fyrir hey, bygg, hálm, skógvið o.s.frv., voru um hundr- að bréf send í kjölfarið. Þegar á heildina er litið stefnir óneitanlega í nokkuð hægari þróun máls- ins en vænst var í upphafi, sem er að mörgu leyti skiljanlegt miðað við þróun fjárfestingar- og geng- ismála. Hins vegar er á það að líta að verðlag á innfluttri framleiðslu, einkum kjarnfóðri í samkeppni við sambærilegt heimafóður, er einnig hátt, enda stjórnast hvort tveggja verðið af svipuðum þáttum (áburð- ur, olía, gengi o.fl.). Vopnfirðingar, sem hafa bænda ríkasta reynslu af heykögglun í gegnum tíðina, átta sig vel á þessu, enda hafa sjö af fulltrúum þeirra átta búa, sem mættu á kynningarfundinn þar, sent inn þátttökuloforð, eða 88%. Þeir virðast einnig átta sig betur á því en margur hinn almenni bóndi að sókn og samstaða er besta vörnin í bar- áttunni við hátt verð á kjarnfóðri og fleiri aðföngum, með því að skapa möguleika á fjölþættri nýtingu eigin auðlinda – og það nú sem aldrei fyrr. Reynt verður eftir megni að fara í nýtt kynningarátak um verkefnið, það sem eftir lifir sumars og fram eftir hausti, og halda síðan form- legan stofnfund Heimafóðurs, sem tilkynnt verður um síðar. Verði af stofnun félagsins mun stjórn þess taka ákvörðun um framhaldið. Vegna þeirrar þróunar og tafa sem að framan er lýst gæti verið skyn- samlegast í stöðunni að byggja á því millistigi að nýta vel yfirfarna samstæðu Stefáns til kögglunar fyrir þá sem vilja frá haustdögum og vinna enn frekar að áforminu um að fá nægilegan stuðning til að smíða nýju samstæðuna. – Skorað er hér með á áhugasama að hugsa nú vel sinn gang um að senda inn þátttökubréf eða hafa samband, vilji þeir ræða málin nánar. Má nefna að dagana 18.-20. ágúst sl. var haldið alþjóðlegt mál- þing allmikið á Hallormsstað um auðlindanýtingu á skógi og öðr- um lífmassa og þar sem erindi um Heimafóðurverkefnið reyndist áhugavert innlegg í fjölþætta tækni og notagildi á innlendum lífmassa með þurrkun, mölun og kögglun. Að lokum þetta: Hvort af verk- efninu verður er engin spurning, heldur eingöngu hvenær og að einhverju leyti hvernig. Að gerða- hraði í málinu er ekki síst kominn undir fyrirheitum núverandi stjórn- valda um að spara erlend aðföng, og þar með gjaldeyri, með því að efla innlenda framleiðslu úr eigin auðlindum. Heimafóðurverkefnið verður stór liður í því. Þórarinn Lárusson Um stöðu Heimafóðurverkefnisins og horfur Nemendur framhaldsdeilda VMA í Ólafsfirði og Siglufirði mættu í skólann í fyrsta sinn í lok liðinnar viku. Berg þór Morthens fram halds skóla- kenn ari tók á móti nemendum á Siglufirði og Mar grét Lóa Jóns dóttir framhalds skóla- kenn ari tók á móti nem end um í Ólafs firði. Í námsverinu á Siglufirði verða nemendur 12 þessa fyrstu önn og í námsverinu í Ólafsfirði verða nemendur 19. Meðal nem- enda í Ólafsfirði er einn nemandi sem kemur frá Dalvík, en vegna lítillar þátttöku var ekki sett upp sérstakt námsver á Dalvík að þessu sinni. Þetta er fyrsta skrefið að nýj- um framhaldsskóla við utanverð- an Eyjafjörð. Mennta mála ráðu- neytið samdi við VMA um að hlaupa í skarðið þar til hinn nýi framhaldsskóli tekur formlega til starfa. Nemendur eru skráðir í fjarnám við VMA og munu fá aðstoð og aðstöðu í námsverinu til að sinna náminu. Framhaldsdeild í Fjallabyggð Ibudir.is Betra en hótel. Dags- og helgarleiga á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig sumarbústaðir til leigu á kostakjörum í Borgarfirðinum. Sjá nánar á www.ibudir.is. Nánari upplýsingar veittar í síma 695 33 66. Gisting á góðu verðiI

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.