Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 36
13. tölublað 2009 Fimmtudagur 9. júlí Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 27. ágúst Allt til rafsuðu Hollvinafélag Húsabakka sem stendur fyrir uppbyggingu Nátt- úruseturs á Húsabakka í Svarf- aðardal, hefur tekið í notkun fugla skoðunarhús í Friðlandi Svarf dæla. Bygging hússins er liður í átaki félagsins í að bæta aðgengi að friðlandinu sem bænd ur í Svarfaðardal höfðu for- göngu um að stofna árið 1972. Nýja fuglaskoðunarhúsið stend ur við Tjarnartjörn skammt neð an við Húsabakka í Svarfaðar- dal en frá Húsabakka liggja stik- aðar gönguleiðir um friðlandið. Í húsinu eru fuglabækur á þrem tungumálum og veggskilti með upp lýsingum fyrir áhugasama fugla skoðara. Það er 4 x 2 metrar að flatarmáli og rúmar auðveldlega litla skólahópa en Náttúrusetrið á Húsabakka býður m.a. upp á fræðslu um fugla og umhverfis- mennt fyrir grunnskóla- og leik- skólabörn. Fyrirhugað er að reisa annað fugla skoðunarhús við Hrísatjörn skammt frá Dalvík auk þess sem þar verða lagðir stígar með hvers kyns fróðleik um fuglalífið og náttúruna. Í vor tók Grunnskóli Dalvíkur- byggðar Friðland Svarfdæla í fóst- ur en í því felst m.a. að krakkarn ir sjá um eftirlit og viðhald á stígum, stikum og skiltum en Dal vík ur- byggð leggi þeim til efni og að- stöðu. Landsmót Ungmennafélags Ís lands, hið 26. í röðinni, hefst á Akur eyri í dag, fimmtudaginn 9. júlí og stendur fram á sunnu- dag. Hundrað ár eru liðin frá því UMFÍ efndi til fyrsta landsmóts- ins og var það haldið á Akureyri sumar ið 1909, en landsmót hafa tvívegis í millitíðinni verið haldin á Akureyri, 1955 og 1981. Undir- búningur vegna 100 ára afmælis- landsmótsins hefur staðið yfir í rúm tvö ár og var á lokaspretti þegar Bændablaðið hitti Óskar Þór Halldórsson verkefnisstjóra að máli á mótssvæðinu í liðinni viku. „Það stefnir allt í mjög glæsi- legt landsmót, enda ærið tilefni að fagna þeim áfanga að landsmót hafa verið haldin á Íslandi í 100 ár,“ segir Óskar Þór. Keppendur og þátttakendur í einstökum grein- um mótsins eru fast að 2000 talsins og segir Óskar Þór að keppt verði í öllum helstu landsmótsgreinum, en að auki bætast við greinar. „Þannig er til að mynda keppt í júdó að þessu sinni enda mikil hefð fyrir iðkun þeirrar greinar á Akureyri. Þá verður keppt í sjósundi sem ekki hefur verið áður á dagskrá, „en aðstaða til sjósund er óvíða betri en einmitt hér í bænum,“ segir Óskar Þór. Einhverjir sundkappanna ætla að feta í fótspor Lárusar Rist sem fyrstur manna synti þvert yfir Eyjafjörðinn Landsmótshlaup er einnig á meðal nýjunga, en efnt er til þess í tilefni af aldarafmæli landsmót- anna en um er að ræða eina af kynningagreinum mótsins. „Í leið- inni er þetta 100 ára afmælishlaup landsmótanna og mér sýnist það falla vel í kramið, þátttakan er mjög góð,“ segir Óskar Þór. Boðið verður upp á vegalengdir við allra hæfi, allt frá þriggja kílómetra skemmtiskokki upp í heilt maraþon og er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á maraþonhlaup á Akureyri. „Við höfum fengið mjög góð við- brögð við því, þátttakendur verða í það minnsta 50 í maraþoninu og koma sumir um langan veg til að taka þátt, meira að segja erlendis frá. Við vonumst til að þetta verði til þess að hlaup af þessu tagi verði reglulegur viðburður hér í bænum,“ segir Óskar Þór. Skráningu í Landsmótshlaupið lýkur kl. 17 daginn fyrir hlaup, en það fer fram laugardaginn 11. júlí. „Þetta verð- ur einn af stóru viðburðum mótsins og ég er afar ánægður með að við getum boðið upp á svo glæsilegt hlaup á þessum merku tímamót- um,“ segir hann. Gert er ráð fyrir gríðarlegum fjölda gesta á mótið, keppenda- tjaldbúðir verða settar upp við Rangárvelli, almenn tjaldsvæði eru við Þórunnarstræti og að Hömrum og í nágrenni bæjarins, gistirými sem til staðar er í bænum er fullt og þá hafa bæjarbúar brugðist vel við óskum um að leigja gestum og gangandi íbúðir sínar landsmóts- dagana. Fjöldi gesta dvelur svo einnig í heimahúsum um allan bæ. Undirbúningur vegna lands- mótsins hefur staðið yfir í rúm tvö ár og hefur heilmiklu verið kostað til, miklar framkvæmdir verið á íþróttasvæði Þórs þar sem hefur risið glæsilegur frjálsíþrótta- og knattspyrnuvöllur sem Óskar Þór segir vera einn þann besta á land- inu. „Hann mun nýtast vel til framtíðar litið og mun án efa verða mikil lyftistöng fyrir frjálsar íþrótt- ir á Akureyri og nágrannabyggðum. Þessi nýi völlur er annar tveggja 8 brauta hlaupavalla landsins, hinn er Laugardalsvöllur. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, munu sækja Landsmót UMFÍ heim og verða m.a. viðstödd setningarathöfn mótsins á föstu- dagskvöld. Þá munu systk- inin KK og Ellen Kristjánsbörn koma fram á fjölskylduskemmt- un á Ráðhústorgi sama kvöld, ásamt Hvanndalsbræðrum, Leikhúsbandinu, Halla og Góa, Á móti sól og Magna Ásgeirssyni svo einhverjir séu nefndir. Leiktæki verða sett upp fyrir börn og í boði verða áhugaverðar göngu- ferðir með leiðsögn. Þá stendur Landsmótið ásamt Háskólanum á Akureyri fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni „Heilsa og vellíðan alla ævi,“ í tengslum við lands- mótið. Hundrað ára afmælissýn- ing Landsmóta UMFÍ verður á Amtsbókasafninu á Akureyri, en þar hefur Björn Björnsson sýning- arhönnuður sett upp sýningu þar sem landsmótunum er gerð skil í málum og myndum. Ókeypis er á alla viðburði og keppnir sem Landsmótið stend- ur fyrir. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið okkar gestum að fylgjast með öllum viðburðum mótsins án endurgjalds og vonum og vitum raunar að fólk muni nýta sér það. Við eigum því von á mikl- um fjölda fólks og góðri stemmn- ingu á Landsmótinu á Akureyri,“ segir Óskar Þór. MÞÞ Landsmót UMFÍ haldið á Akureyri og þess minnst að 100 ár eru frá því fyrsta landsmótið var haldið. Gert ráð fyrir miklum fjölda keppenda og gesta á glæsilegt afmælismót Fuglaskoðunarhús í Friðlandi Svarfdæla

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.