Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 22
18 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á framboði og sölu helstu kjöttegunda á innan- landsmarkaði. Í lok júlí hafði sala á kjöti dregist saman um 9,6% á þriggja mánaða tímabili, miðað við sama tíma árið 2008. Mestur er samdrátturinn í sölu kinda- kjöts, 27,1%. Sala á alifuglakjöti minnkaði um 7,9% og 2,5% á svínakjöti. Nokkur aukning hefur orðið í sölu á hrossakjöti og nautakjöti. Á 12 mánaða tímabili hefur framleiðsluaukning í svína- kjöti verið 7,6%. Samkvæmt yfirliti Bændasamtaka Íslands yfir framleiðslu og sölu helstu búvara virðist sú aukning hafa selst að mestu jafnóðum og hún hefur komið fram. Á síðustu árum hefur verið fjár- fest mikið í byggingum og búnaði fyrir svínarækt. Á sama tíma hafa aðstæður á markaði m.a. þróast þannig að heimilaður hefur verið innflutningur á óunnu svínakjöti sem ekki hefur upprunamerkingar í verslunum. Innlendum framleið- endum hefur ekki verið heimilað- ur útflutningur til ESB-ríkja með sama hætti. Þegar markaðurinn er lítill og möguleikar á útflutningi nær úti- lokaðir, þarf lítið magn kjöts til að hafa áhrif á verð til bænda og neytenda. Gildir það reyndar bæði þegar um er að ræða offrameiðslu og þegar skortur er á kjöti. Nú þegar framboð svínakjöts er með því mesta sem hér hefur þekkst hefur verð til bænda lækkað um 20 af hundraði á síðustu 12 mánuðum. Þetta gerist á sama tíma og veru- legar hækkanir hafa orðið á flestum rekstrarliðum. Í umræðunni um áhrif hugsan- legrar aðildar Íslands að ESB hefur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands spáð fyrir um verulega lækkun á verði svínakjöts til bænda miðað við verð eins og það var á árinu 2007. Það er því fróðlegt að bera saman verð á svínakjöti til bænda hér á landi og í nokkrum ESB lönd- um, eins og það er í dag. Munurinn á milli Íslands og þeirra ESB-landa sem hér eru borin saman sýnir í hnotskurn afleiðing- ar þess þegar ráðist er í fjárfest- ingar sem gefa af sér framleiðslu langt umfram það sem markaður- inn er reiðubúinn að greiða fyrir í afurðaverði. Ávinningur neyt- enda til skamms tíma kann að vera góður. Framleiðsluaukning eins og hér hefur verið gerð grein fyrir mun að óbreyttu verða þess valdandi að búum mun fækka frá því sem nú er. Það er því umhugsunarvert hver þróun verðlags til neytenda verður ef framleiðslan færist á enn færri hendur. Í Noregi eru aðstæður að því leyti líkar að landið er að mestu lokað fyrir innflutningi óunninna kjöt- vara auk þess sem útflutningur til ESB er óverulegur. Norðmenn hafa skilgreint með samningum hlutverk búvöruframleiðslunnar og sett henni lagalega umgjörð sem unnið er eftir. Þegar sú umgjörð er borin saman við þann lagaramma (búvörulög) sem unnið er eftir hér á landi, koma fram ýmsar brotalamir sem taka þarf á. Í grunninn hefur takmörkuð skil- greining á hlutverki og skyldum einstakra búgreina við samfélagið verið sett fram og bundin í lög. Hér þarf að fara saman stefnumótun stjórnvalda og vilji fjármálastofn- ana til að greina á faglegan hátt þarfir fyrir fjárfestingar. Sé það ekki gert má áfram búast við afskriftum vegna illa ígrundaðra fjárfestinga. Hörður Harðarson Á markaði Breytingar á kjötmarkaði Verð til bænda á svínakjöti í nokkrum Evrópulöndum Land Vika Verð í DKK Verð í isl. kr Danmörk 33 9,88 243 Þýskaland 33 10,78 265 Frakkland 32 9,67 238 England 31 12,64 311 Holland 32 10,29 253 Svíðþjóð 32 10,46 257 Spánn 30 12,25 301 Ísland 35 10,05 247 Gengi dkk. 25.8.2009: 24,585 Verð á Íslandi er samkvæmt verðskrá Sláturfélags Suðurlands og er miðað við hliðstætt uppgjörsform og gildir hjá Danish Crown í Danmörku. Verð í öðrum löndum er fengið úr Landbrugs Avisen 14. ágúst 2009. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir júlí 2009 júlí 09 maí 09 ágúst 08 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2009 júlí 09 júlí 09 júlí 08 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 528.567 1.675.893 6.820.470 -22,5 -15,7 -13,0 25,1% Hrossakjöt 46.410 129.499 1.061.360 27,3 26,6 9,9 3,9% Nautakjöt 314.942 947.327 3.660.027 8,5 9,2 -2,8 13,5% Sauðfé 0 211 8.910.747 0,0 -42,2 2,9 32,8% Svínakjöt 493.573 1.583.111 6.704.150 -10,2 -0,5 7,6 24,7% Samtals kjöt 1.383.492 4.336.041 27.156.754 -11,2 -4,7 -1,1 Sala innanlands Alifuglakjöt 608.678 1.824.890 6.989.057 -8,7 -7,9 -9,6 28,6% Hrossakjöt 25.543 122.445 696.058 -51,4 7,1 8,5 2,8% Nautakjöt 311.096 954.002 3.656.099 5,1 6,7 -2,8 15,0% Sauðfé * 494.370 1.302.345 6.431.085 -24,5 -27,1 -7,8 26,3% Svínakjöt 493.977 1.551.798 6.676.184 -13,2 -2,5 7,1 27,3% Samtals kjöt 1.933.664 5.755.480 24.448.483 -13,7 -9,6 -3,5 * Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Framleiðsla og sala á kjöti í júlí Framleiðsla á kjöti í júlí nam 1.383 tonnum, 11,2% minna en í sama mánuði í fyrra. Þyngst vegur 22,2% samdráttur í framleiðslu alifugla- kjöts en einnig var 10,2% samdráttur í framleiðslu svínakjöts. Síðustu 12 mánuði hefur verið samdráttur í kjötsölu, alls 3,5%. Sölusamdrátturinn hefur farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á árið og í júlímánuði nam hann 13,5%. Samdráttur var í sölu allra kjöttegunda í júlí, nema nautgripakjöts. Mestur samdráttur varð á sölu kindkjöts, 24,5% og voru birgðir kindakjöts í lok júlí 1.682 tonn, 13,3% meiri en á sama tíma í fyrra. Sala á svínakjöti dróst saman um 13,2% og alifuglakjöt um 8,7%. Svínakjöt skaust upp í annað sæti kjöttegunda í heildarsölu, í maí sl. Kindkjöt er því komið í þriðja sæti en alifuglakjöt er söluhæsta kjötteg- undin. Svínakjöt 27% Lambakjöt 26% Alifuglakjöt 29% Hrossakjöt 3% Nautakjöt 15% Innflutt kjöt Tímabil janúar - júní Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt 146.185 327.584 Nautakjöt 53.237 236.789 Kindakjöt 60 0 Svínakjöt 108.405 203.194 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 17.662 11.208 Samtals 325.549 778.775 Nýtt verðlagsár hjá mjólkurfram- leiðendum Nýtt verðlagsár hefst hjá mjólkurframleiðendum þann 1. september n.k. Þetta verð- lagsár verður óvenjulegt þar sem það nær yfir 16 mánuði eða til 31. desember 2010. Heildargreiðslumark verður 155 milljónir lítra og skiptist það hlutfallslega milli lögbýla á sama hátt og greiðslumark til framleiðslu mjólkur á verðlagsárinu 2008-2009. Þannig fær bú sem hafði 200.000 lítra greiðslumark á verðlagsárinu 2008/2009, 260.504 lítra í greiðslumark á verðlagsárinu sem hefst núna þann 1. september. Bændur fá senda skriflega tilkynningu um greiðslumark sitt eins og verið hefur undanfarin ár. Greiðslur í júlí og ágúst falla út, þar sem þeir mánuðir eru komnir inn á mitt verðlagsárið. Einnig lækkar hlutfall c-greiðslna í janúar og febrúar. Í staðinn verður hlutfall c-greiðslna í nóvember og desember 2010 aukið. Markmiðið með þessu er að jafna framleiðslu eftir mán- uðum, svo sem best samræmi sé milli framleiðslu og sölu mjólkur. Þannig má lágmarka þörf iðnaðarins fyrir sveiflu- jöfnum með duftvinnslu. Þá verður ráðstöfun á ófram- leiðslutengdum og/eða minna markaðstruflandi stuðningi sem hér segir: a) Til kynbótaverkefna, þ.e. afurðaskýrsluhalds og mjólkursýnatöku úr ein- stökum kúm skal varið 58 milljónum kr. b) Til jarðræktarverkefna, gras- og kornræktar, skal varið 82 milljónum. c) Til rannsókna- og þróun- arverkefna í nautgriparækt skal varið 20,8 milljónum kr./EB Dreifing C-greiðslna Ár 2009 2010 Janúar 7,5% Febrúar 7,5% Mars 0% Apríl 0% Maí 0% Júní 0% Júlí 0% Ágúst 0% September 10,0% 7,5% Október 5,0% 12,5% Nóvember 10,0% 15,0% Desember 10,0% 15,0% Krókhálsi 1 110 Rvk s. 678 8888 www.pmt.is Plast, miðar og tæki Nýjar loftæmivélar með rúllu + hníf Þú skerð poka í hæfilega lengd fyrir það sem þú ert að pakka.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.