Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Fréttir úr bú- rekstri LbhÍ Nýir vendir sópa best Nú í byrjun sumars var Sigtryggur Veigar Herbertsson ráðinn sem verkefnisstjóri yfir búrekstri skólans um leið og undirritaður fór að huga að nýju starfi við verkefnið Sprota á sviði nýsköpunar og tækni- þróunar. Sigtryggur Veigar útskrifaðist með meistaragráðu héðan frá skólanum nú í vor og er að sjálfsögðu boðinn hjartanlega velkominn til starfa. Meira hey eftir fyrri slátt Hjá okkur, eins og öðrum hér í Borgarfirði og víðar, hefur heyskapur gengið vonum framar. Uppskeran eftir fyrri slátt svotil meiri en heild- aruppskeran í fyrra, en á móti kemur að háin er ekki eins mikil. Allt útlit er fyrir mikil og góð fóðurgæði. Skotland, magnað! Í lok júní fóru útskriftarnemendur Bændadeildar í ferðalag til Skot- lands og var undirritaður fararstjóri í þeirri ferð. Ferðin gekk einstak- lega vel og voru móttökur skosku bændanna sem heimsóttir voru alveg með ólíkindum. Ferðin endaði á því að farið var á landbúnaðarsýn- inguna í Edinborg. Nánari grein fyrir ferðinni verður gerð hér á síðum blaðsins síðar. Ný rakstrarvél Á liðnu vori buðum við út kaup á nýrri rakstrarvél, en óskir okkar stóðu til þess að fá vél sem gæti rakað í bæði einn og tvo múga. Fjölmörg tilboð bárust en hagstæðasta boðinu var að sjálfsögðu tekið, sem að þessu sinni kom frá Jötun Vélum á Selfossi. Hingað kom svo sk. halarófuvél frá Pöttinger um mitt sumar en vegna framleiðslugalla á henni hefur ekki verið hægt að nota hana verulega mikið í sumar. Þetta olli auðvitað vonbrigðum en þeir sómamenn sem vinna hjá Jötni Vélum hafa gert allt sem þeir gátu til þess að leysa okkar vandamál og því höfum við nú fengið aðra vél sömu gerðar í staðinn fyrir þá sem var gölluð. Hafi þeir þökk fyrir. Vélaver í þrot Eins og allir vita sem þetta lesa fór Vélaver í þrot og eðlilega fór að- eins um þá sem eru með DeLaval mjaltaþjóna enda þeir háðir því að geta fengið sérhæfða þjónustu með skömmum fyrirvara. Sem betur fer hefur gjaldþrot fyrirtækisins ekki bitnað með nokkrum hætti á þjónust- unni og ber að þakka það. Agrómek í 12. sinn! Já þetta hljómar etv. eins og grín en það er það ekki. Það var sem sagt ákveðið að athuga hvort bændur og aðrir hefðu enn hug á því að fara á landbúnaðarsýninguna Agromek sem nú er haldin í lok nóvember. Til þess að halda verðinu nokkuð hefðbundnu hefur ferðaskipulagið þó verið stytt um tvær nætur. Um skráningu í ferðina sér Áslaug hjá Bændaferðum í síma 570 2790. Og heim heldur féð Það er vissulega komin tilhlökkun í hóp starfsmanna vegna vænt- anlegrar heimkomu fjárins af fjalli. Það er alltaf ákveðin spenna í loft- inu áður en lömbin fara að hlaðast inn í dilkana í réttinni og vænleiki þeirra sést. Við væntum að sjálfsögðu góðra dilka í ár, eins og ávalt en vera má að þurrkatíðin hafi truflað vöxtinn eitthvað í sumar. Reiðvega- og stígagerð Í sumar sem leið var unnið að gerð á reiðvegi hér á Hvanneyri sem tengdi sk. veiðihúsaveg við vegslóða „suður í landi“. Fyrir þá fjöl- mörgu sem þekkja til á Hvanneyri tengir þessi nýji vegur s.s. saman þessa jarðarparta sem áður var ómögulegt. Nýja leiðin hefur verið mikið notuð bæði af reiðmönnum en ekki síður af útivistarfólki og er kærkomin viðbót við annars fínar göngu- og reiðleiðir á Hvanneyri. Bútæknihúsi LbhÍ – Snorri Sigurðsson Að vanda var fjölmenni á Ís lands meistaramótinu í Hrúta- þukli sem fram fór við Sauð- fjár setr ið í Sævangi á Ströndum um síðustu helgi. Keppendur voru frá öllum landhlutum, alls 50 talsins, auk þess sem rúm- lega tvöhundruð áhorfend ur voru á staðnum. Keppt var í flokkum vanra og óvanra hrúta- þuklara og veitt vegleg verðlaun sem Bændasamtökin og Sauð- fjársetrið gáfu. Sigurvegarinn í flokki vanra hrúta þuklara, Guðbrandur Björns- son Smáhömrum, hlaut að laun- um farandgripinn „Horft til him ins“ sem Búnaðarsamband Húna þings og Stranda gaf fyrir nokkr um árum til minningar um Brynjólf Sæmundsson ráðunaut og smíðaður var af Valgeiri Bene- diktssyni í Árnesi. Í öðru sæti í flokki vanra hrútaþuklara varð Halldór Olgeirsson á Bjarn ar- stöðum við Öxarfjörð og Gunn- ar Steingrímsson í Stóra-Holti í Fljótum varð í þriðja sæti. Í flokki óvanra sigraði Barabara Ósk Guðbjartsdóttir í Miðhúsum í Kollafirði, Steinar Baldursson frá Odda í Bjarnarfirði hreppti ann- að sætið og Alda Ýr Ingadóttir Kaldrananesi það þriðja. Vegleg verðlaun voru í boði, m.a. skammt- ar af hrútasæði og áðurnefnd- ur verðlaunagripur, prjónavörur, gjafabréf á kaffihlaðborð og fleira. Auk hrútaþuklsins var ýmislegt annað til afþreyingar, svo sem leik- tæki, hestaferðir, ferðir á vagni aftan í dráttarvél. Þá léku börnin við heimalningana og landnáms- hænurnar sem hafa verið í Sævangi í allt sumar. Hrútaþukl er vitanlega ekki framkvæmanlegt án hrúta og það voru þeir Sólon, Hvínur og Freri frá Broddanesi og Guddi frá Miðdalsgröf sem biðu þolinmóðir hjá „íhaldsmönnunum“ meðan um hundrað hendur þukluðu þá í bak og fyrir. Dómnefndina skipuðu eins og jafnan áður þau Jón Viðar Jónmundsson, Lárus Birgisson og Svanborg Einarsdóttir. Að sögn Arnars S. Jóns sonar framkvæmdastjóra Sauð fjár set- urs ins hefur verið metaðsókn að Sauð fjár setrinu í sumar. Aðsóknina þakkar hann góðu ferðasumri hvað varðar innlenda ferðamenn. „Auk þess virðist sem þetta fyrirbæri sé búið að stimpla sig inn,“ sagði Arnar að lokum. kse Meistaramót í hrútaþukli Grillið sló í gegn Við greindum frá því í síðasta blaði að bændur, ÍNN, mbl.is og Krónan buðu til þriggja grillveislna um miðjan júlí. Tilefnið var að kynna matreiðsluþættina Eldum íslenskt sem sýndir eru á mánudagskvöldum á ÍNN og á vefnum mbl.is. Skemmst er frá því að segja að viðtökurnar voru með eindæmum góðar. Alls voru gefnir um 3.000 matarskammtar af nauta-, svína- og lambakjöti og grænmeti þessa þrjá daga og að sögn rekstraraðila Krónunnar jókst aðsókn og sala umtalsvert í verslunum á meðan. Tiltækið fékk mikla athygli en þegar biðröðin var sem lengst voru um 60 manns í röðinni. „Íhaldsmennirnir“ tilbúnir í slaginn og hrútarnir líka. Sverrir Guðbrandsson fremst á myndinni. Mikael Árni Jónsson við svokallaðan Saurbæ. Bæina smíðar Ásdís Jóns- dóttir á Hólmavík og eru þeir notaður yfir rotþrær. Ingibjörg Benediktsdóttir kom á svæðið á dráttarvél með áletr- uninni „Fiðruð gæs“. Tilefnið var síðbúið gæsa partý en hún var löngu búin að gifta sig þegar það fór fram. Á stærri myndinni er Ingibjörg einbeitt við þuklið. Sigurvegararnir, óvanir hér að ofan en vanir til hægri. Dómnefndarmenn skeggræða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.