Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 16
Ef Noregur yrði aðili að Evrópu sambandinu myndu niður greiddar matvörur frá meginlandi Evrópu fljót lega eyði- leggja búsetuskilyrðin á landsbyggðinni. Þetta segir Berit Hundåla stjórnarmaður í norsku bænda sam tökunum, Noregs Bondelag. Berit er sauðfjárbóndi og stundar jafnframt skógar nytjar. ,,Landbúnaðarstefna ESB miðar að stærri búum og viðskiptum án landamæra. Um 80 prósent af landbúnaðarstyrkjum ESB fer til fimmtungs bænda í Evrópu- sambandslöndunum,” segir Berit. Í Noregi er landbúnaðarstefnan samþættuð byggðamálum. Mark miðið er að tryggja fjölbreytileika í byggðum landsins. Í gildi eru jafnframt stífar reglur um innflutning á kjöti, til að verjast dýrasjúkdómum. Við inngöngu, segir Berit, myndi tollvernd hverfa jafnframt því sem samevrópskar reglur um stuðning við landbúnað myndu ryðja úr vegi innlendum reglum. ,,Það yrði ómögulegt að viðhalda landbúnaði í núverandi mynd, ef við færum inn í Evrópu- sambandið,“ segir Berit. ,,Nær allir bændur í Noregi eru mótfallnir inngöngu. Þeir vita sem er að Norðmenn myndu fá tvö prósent atkvæðanna í ráðherraráðinu og 13 þingmenn af 745 í Evrópuþinginu,“ segir hún. Þingkosningar eru í Noregi í haust. Berit telur nánast útilokað að umræða um aðild komist á dagskrá næsta kjörtímabil. Núverandi vinstri stjórn mun ekki sækja um og stærsti flokkurinn á hægri vængnum, Fram faraflokkurinn, er mjög gagnrýninn á aðild. Útgefandi: Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Vilhjálmsson. Prentun: Landsprent Ísland og Evrópusambandið Í stjórnmálasögu lýðveldisins er aðeins eitt mál sem kemst í hálfkvisti við umræðuna um aðild landsins að Evrópusambandinu og það er herstöðvarmálið og innganga Íslands í Nato um miðbik síðustu aldar. Það er ábyrgðarhluti að efna til innanlandsófriðar um utanríkismál og smáþjóð er það sérlega hættulegt. Það liggur í hlutarins eðli að sjálfstæði og fullveldi er smáþjóðum viðkvæmara en stórþjóðum. Grundvallarbreytingar í utanríkismálum þjóða, hvort heldur stórra eða smárra, gerast einkum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með átökum, stríði eða annars konar hagsmunabaráttu, og í öðru lagi með hægfara langtímaþróun. Afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópu- sambandinu verður að meta út frá seinna sjónarhorninu, hægfara langtímaþróun. Sjálfstæðisbaráttan er samofin stjórnmálum og varðveislu íslenskrar menningar síðustu 150 árin. Markmið sjálfstæðisbaráttunnar var fullt forræði Íslendinga í eigin málum. Í áföngum tókst að ná markmiðinu og nærtækt að líta svo á að síðasti stóri áfanginn hafi verið útfærsla landhelginnar í 200 mílur á áttunda áratugnum. Á meðan Íslendingar sóttust eftir sjálfsforræði varð til málamiðlun á meginlandi Evrópu um að framselja forræði í lykilmálum þjóðríkja til yfirþjóðlegs valds. Tvær heimsstyrjaldir, báðar með upptök í Evrópu, leiddu stórþjóðirnar Frakka og Þjóðverja að þessari niðurstöðu og nágrannaþjóðir létu til leiðast. Kola- og stálbandalagið var undanfari Evrópusambandsins en kol og stál voru ein mikilvægustu hráefni stríðsrekstrar. Með sameiginlegu forræði yfir auðlindum ætluðu meginlandsríkin að draga úr innbyrðis átökum. Evrópusambandið er málamiðlun meginlandsþjóða álfunnar. Sambandið er einnig orðið valdamiðstöð þangað sem þjóðir leita skjóls frá voldugum nágrönnum, Írar gagnvart Bretum og Finnar frá Rússum. Þjóðir sem liggja ekki nærri átak asvæðum álfunnar eru með margvíslega fyrirvara á samstarfinu. Bretar hafa ekki tekið upp evru, Írar felldu Lissabonsáttmálann, Svíar og Danir höfnuðu gjaldmiðla- samstarfi og svo má áfram telja. Jaðarþjóðir Evrópu eru af sögulegum og landfræðilegum ástæðum tregar til málamiðlana sem kjarnaþjóð- irnar hafa talið nauðsynlegar. Ísland er bæði hvað sögu og landafræði varðar á annarri siglingu en Evrópa meginlandsins. Ef við nánast upp úr þurru gerbreytum utan- ríkis stefnu okkar til að ganga í Evrópusambandið köstum við hugsunar- laust fyrir róða stefnumiðum sem hafa dugað öldum saman. Nær allir bændur í Noregi eru mótfallnir inngöngu. Þeir vita sem er að Norðmenn myndu fá tvö prósent atkvæðanna í ráðherraráðinu og 13 þingmenn af 745 í Evrópuþinginu,“ segir Berit Hundåla stjórnarmaður í norsku bændasamtökunum, Noregs Bondelag sem nýlega heimsótti Ísland. Hér er hún við Barnafossa. Maðurinn í gulu peysunni í bakgrunninum er Lars Göran formaður sænsku bændasamtakanna. ESB­aðild myndi eyðileggja landsbyggðina Tillagan og atkvæðin Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um að ild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðar atkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undir búning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Atkvæðagreiðsla á Alþingi 16. júlí 2009. Alls greiddu 33 atkvæði með tillögunni, 28 greiddu atkvæði gegn og 2 þingmenn sátu hjá. Já sögðu: Samfylkingin Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, Róbert Marshall, Kristján Möller, Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guð munds- dóttir. Vinstri græn Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Lilja Mós es dóttir, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir. Sjálfstæðisflokkur Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Framsóknarflokkur Siv Friðleifsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson. Borgarahreyfingin Þráinn Bertelsson. Nei sögðu: Sjálfstæðisflokkur Illugi Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Ólöf Nordal, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Árni Johnsen, Unnur Brá Konráðsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Tryggvi Þór Herbertsson, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Vinstri græn Atli Gíslason, Þuríður Backman, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Jón Bjarnason. Framsóknarflokkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhanns son. Borgarahreyfingin Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir. Sátu hjá: Sjálfstæðisflokkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vinstri græn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Heimssýn þakkar eftirtöldum stuðninginn: Búnaðarsamband Austurlands Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu Búnaðarsamband Eyjafjarðar Búnaðarsamband Kjalarnesþings Búnaðarsamband Húnaþings – og Stranda Búnaðarsamband Skagfirðinga Búnaðarsamband Suðurlands Búnaðarsamband S-Þingeyinga Búnaðarsamband N-Þingeyinga Búnaðarsamband Vestfjarða Búnaðarsamtök Vesturlands SEPTEMBER 2009

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.