Bændablaðið - 27.08.2009, Síða 23

Bændablaðið - 27.08.2009, Síða 23
19 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Sumarið hefur gengið vel hjá Ferðaþjónustu bænda í sumar og er ljóst að erlendir jafnt sem inn- lendir gestir kunna vel að meta þá þjónustu sem ferðaþjónustu- bændur hafa upp á að bjóða. Það sem gerir Ferðaþjónustu bænda sem félagasamtök einstaka er tengingin við sveitina, gott aðgengi um allt land og fjölbreytn- in innan samtakanna. Félagar í Ferðaþjónustu bænda bjóða upp á fjölbreytta gistimöguleika; heima- gistingu, gistihús bænda, sveita- hótel og sumarhús, auk þess sem margir bjóða upp á veitingar og ýmiss konar afþreyingarmöguleika, t.d. gönguferðir, hestaferðir, veiði, golf og fjölskylduvæna afþreyingu. Þá skipar matur mikilvægari sess í ferðaþjónustu en áður og leggja ferðaþjónustubændur víða áherslu á heimilislegan mat og mat úr hér- aði. Ferðaþjónusta bænda er með eigið gæðakerfi og flokkunarkerfi á gistingu og hefur sú vinna skipt miklu máli hvað varðar bættan aðbúnað og þjónustu við gesti. Ferðaskrifstofan Ferðaþjónusta bænda – Bændaferðir, sem er í eigu bænda, sér um markaðs- og kynningarmál allra félaga í Ferðaþjónustu bænda. Með því að gerast aðili að Félagi ferðaþjón- ustubænda (hagsmunafélaginu) fer viðkomandi inn í allt kynning- arefni sem gefið er út af ferðaskrif- stofunni og má þar nefna www. sveit.is, www.farmholidays.is og upplýsingabæklinga á ensku og íslenska bæklinginn Upp í sveit. Kynningar- og markaðsstarfið nær víða um heim auk þess sem Ferðaþjónusta bænda hefur sett upp bókunarvef sem veitir viðskipta- vinum tækifæri til að bóka gistingu beint í gegnum netið. Undirbúningur fyrir árið 2010 er hafinn og vill Ferðaþjónusta bænda veita ferðaþjónustuaðilum sem stunda ferðaþjónustu á lögbýlum en eru ekki félagsmenn tækifæri til að sækja um aðild. Mikilvægt er að starfsemin hafi öll tilskilin leyfi og að ferðaþjónusta hafi verið starf- andi í sumar. Umsóknareyðublöð er að finna á www.sveit.is en auk þess veitir Berglind gæðastjóri nán- ari upplýsingar um málið (netfang: berglind@farmholidays.is, beinn sími: 570-2706). Ágætis sumar hjá Ferðaþjónustu bænda   '   (   ‚ Viltu gerast félagi að Ferðaþjónustu bænda? Umsóknarfrestur fyrir árið 2010 er til 7. september 2009 Nánari upplýsingar er að finna á www.sveit.is og hjá Berglindi gæðastjóra, netfang: berglind@farmholidays.is, beinn sími: 570-2706. Frá Eyvindará II. Ljósm. Joshua Contreras. „Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið vel hjá okkur, bæði þróunarvinnan og framleiðsl- an, og viðtökur hafa verið einkar góðar, langflestir kett- ir eru ánægðir með vöruna,“ segir Þorleifur Ágústsson, framkvæmdastjóri Murrs ehf. í Súðavík og einn eigenda fyr- irtækisins. Hann er dýralífeðl- isfræðingur að mennt og hefur allt frá árinu 2003 velt fyrir sér hugmyndinni um að þróa gæða katta- og hundamat þar sem áhersla er lögð á rétta samsetn- ingu fóðursins frá næringarsjón- armiði og nýta til þess íslenskt hráefni í háum gæðaflokki. Nú er framleiðslan komin í gang og fyrirtækinu hefur verið val- inn staður í Súðavík þar sem fyrir hendi er gott húsnæði og frábært starfsfólk, en fyrirtækið skapar fimm ný störf á staðnum – sambærilegt við 3.500 manna vinnustað í Reykjavík, svo grip- ið sé til klassískra höfðatölu- reikninga! Murr framleiðir nú heilfóður, Murr kattamat, sem unnið er úr samsettu hráefni úr sauðfé, naut- um og svínum, en Þorleifur segir að aðeins sé unnið úr þeim vefj- um sem uppfylla ströngustu regl- ur um heilbrigði og ekkert notað annað en það sem tíðkast að nota til manneldis. Um þessar mundir er svo að bætast við ný vara, Murr lúxus lamb, sem einungis er fram- leidd úr lambaafurðum og eins er að koma á markað Urr smá- hundamatur. Þorleifur segir hann henta fyrir alla hunda, þó svo að leiðbeiningar miðist við hunda að 8 kílóum að þyngd. Þorleifur segir að vissulega hafi eitt og annað komið upp á undirbúningstíma, enda um að ræða flókna framleiðslulínu. „En þau mál hafa ævinlega verið leyst og við höfum góðan aðgang að sérfræðingum á Ísafirði sem reynst hafa okkur afar vel,“ segir Þorleifur og nefnir m.a. Vélsmiðju Ísafjarðar, Vélsmiðjuna Þrist og þá hafi þekking manna á svæðinu á frystitækni komið sér vel; þannig hafi Guðmundur Þór Kristjánsson vélstjóri reynst félaginu vel. Ekki auðvelt að keppa við þekkt innflutt merki „Það er auðvitað ekki auðvelt að keppa við öll þessi þekktu inn- fluttu merki og það hefur líka borið á því að fólk trúi í blindni því sem sagt er í flottum og dýrum auglýsingum um innfluttan gælu- dýramat, en staðreyndin er sú að við hjá Murr nýtum okkar fag- þekkingu og vinnum okkar vöru úr besta fáanlega hráefni sem völ er á, því geta okkar kaupendur treyst,“ segir Þorleifur. Dr. Bragi Líndal Ólafsson fóðurfræðingur er framleiðslustjóri Murrs, en hann býr yfir gríðarlegri þekkingu á sviði fóðurfræði og hefur áratuga reynslu á því sviði. „Ég fullyrði að það stendur honum enginn framar í fóðurfræðinni,“ segir Þorleifur. Hann nefnir að aðgengi að úrvals hráefni skipti sköpum. Þannig hafi bæði Norðlenska slát- urhúsið og SHA-afurðir tekið virk- an þátt í þróunarvinnunni. „Við flytjum allt hráefni hingað vestur og vissulega er flutningskostnaður mikill, en á móti þeim stóra bita má nefna að við fengum frábæra aðstöðu til afnota í Súðavík og starfsfólkið er eins gott og hægt er að hugsa sér,“ segir Þorleifur. „Framleiðslugetan hjá okkur er mikil, en hún miðast við sölu hverju sinni. Við höfum þessa fínu vinnsluaðstöðu og því getum við breytt framleiðsluhraða og magni mjög auðveldlega. Okkar mark- mið er að ná góðri fótfestu hér á landi og raunar víðar, enda erum við að framleiða mjög góða vöru á góðu verði,“ segir Þorleifur. Hann nefnir einnig að hráefnið sem fyrirtækið notar í sína fram- leiðslu hafi verið vannýtt áður, en óhætt sé að slá því föstu að marg- ar flugur séu slegnar í einu höggi með framleiðlu á íslensku gæða- fóðri fyrir gæludýr. „Við spörum gjaldeyri vegna minni innflutn- ings, betri nýting fæst í kjötfram- leiðslunni, úrgangur verður minni og ný störf hafa orðið til. Vonandi skilar þetta allt sér svo á end- anum til grunnframleiðendanna, bændanna, en okkur Íslendingum verður æ ljósara hve mikilvægir þeir eru íslensku þjóðfélagi,“ segir Þorleifur. Starfsemi Murr í Súðavík komin í fullan gang Aðgangur að gæða- hráefni skiptir sköpum Þorleifur bar hugmynd sína um framleiðslu á gæludýrafóðri undir föður sinn og systur, þau Ágúst Þorleifsson, fyrrverandi héraðsdýralækni á Akureyri, og Elfu, dýralækni á Akureyri, en hér eru þau saman á góðri stund í Grunnavík í Jökulfjörðum. Sparaður gjaldeyrir, betri nýting, minni úrgangur og ný störf. Allt er þetta ávinningur af því að félagið Murr hóf framleiðslu á gæludýra- fóðri vestur í Súðavík nú nýverið. Þar hefur félagið til umráða góða aðstöðu, en myndin er einmitt tekin af Þorleifi þar innandyra. GÓÐ KAUP SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi - margar gerðir MX-390 slöngubátur m/álgólfi, stærð 390x173 sm SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S. 5445550 Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Sp-302C, 90x90 sm. og 96x96 sm. MA-420 slöngubátur m/álgólfi, stærð 430x202 sm Roro bjálkasaunaklefi, stærð 205x174 sm.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.