Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 33
29 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júlí 2009 Á þriðjudaginn var árgangi 1997 í Grunnskóla Siglufjarðar veitt viðurkenning sem Varðliðar um hverfisins fyrir verkefnið „Jaðrak anar“, en bekkurinn hefur í samvinnu við skóla í Cobh í Cork á Írlandi fylgst með ferðum jaðrakana og komu þeirra til Siglu fjarðar. Á hverju sumri kemur flokk- ur karla og kvenna frá ýmsum Evrópulöndum til að merkja jaðrak ana og vinna þeir í sam- starfi við dr. Tómas Gunnarsson sem hefur rannsakað ferðir og lifnaðarhætti þeirra. Í fyrrasumar fengu nokkrir krakkar tækifæri til að merkja jaðrakana með þeim og voru þá merktir þrír fuglar. Einn þeirra sást sextán dögum síðar í Englandi og nú bíða krakkarnir spenntir eftir því að sjá þá aftur. Samstarf þessara tveggja skóla hefur staðið síðan 2006 þegar krakk arnir voru í 4. bekk. Nú í vet- ur var áhersla lögð á verndun vot- lendis og fór bekkurinn á fund bæj- arstjórans og afhenti honum bréf þar sem börnin báðu um að tillit yrði tekið til búsvæðis fuglanna og því hlíft eins og hægt væri. Fjallaði bæjarráð um erindi þeirra og kom skýrt fram þakklæti fyrir ábend- inguna og vilji til að hlusta á raddir krakkanna. Í janúar sendi bekkurinn verk- efnið sitt inn í samkeppnina um Varðliða umhverfisins og á degi umhverfisins þann 25. apríl stóð til að afhenda viðurkenninguna í Reykjavík. Bekkurinn komst því miður ekki þá en tækifærið var notað þegar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra kom til Siglu- fjarðar til að vígja hina nýju snjó- flóðagarða fyrir ofan bæinn. Þeir sem vilja vita meira um verkefnið geta séð allt um það á sameiginlegri heimasíðu skólanna: http://www.scoiliosaefnaofa.com/ Godwit.htm Anton Jónas Illugason er 14 ára gamall og búsettur í Ólafsvík. Hann hefur mjög gaman af því að búa til stuttmyndir en stefn- ir þó á að verða atvinnumaður í knattspyrnu eða sjómaður þegar hann verður fullorðinn. Í sumar ætlar hann að njóta þess að vera í skólafríi og fara meðal annars til Englands. Nafn: Anton Jónas Illugason. Aldur: 14 ára. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Ólafsvík. Skóli: Grunnskóli Snæfellsbæjar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tölvuval, að gera stutt myndir. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Nautalaundir með piparsósu. Ég borða ekki kremkex! Uppáhaldshljómsveit: Fall Out Boy og James Blunt. Uppáhaldskvikmynd: Van Wilder. Fyrsta minningin þín? Þegar ég handleggsbraut mig í útlöndum. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta en æfi ekki á neitt hljóðfæri. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Vera á Inter net- inu, hlusta á tónlist og gera stutt- myndir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður eða sjómaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég uppgötvaði pönnukökur. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Vera í skólanum. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ferðast til Englands. ehg Fólkið sem erfir landið Nautalundir með piparsósu besti maturinn Anton Jónas á heima í Ólafsvík þar sem hann æfir fótbolta, en spilar ekki á hljóðfæri. Æðarbændur Tökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Hafið samband í síma 892-8080 Dúnhreinsunin ehf. Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS VÉLADEILD ehf. TAKMARKAÐ MAGN - AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ * 91 hö. 3.190.000 · Mótor, 4 cyl. 91 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli · 14 gírar áfram – 4 aftur á bak. Samhæfðir · Farþegasæti · Bremsur í olíubaði · Loftpressa · 540/1000 snúningar á aflúrtaki · 3.800 kg lyftigeta á beisli · Lyftu- og dráttarkrókur · Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 · Þyngdarklossar að aftan og framan · 24V start (2 rafgeymar) · Geislaspilari * 105 hö. 3.490.000 · Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli · 16 gírar áfram – 8 aftur á bak. Samhæfðir · Farþegasæti · Bremsur í olíubaði · Loftpressa · 540/1000 snúningar á aflúrtaki · 4.300 kg lyftigeta á beisli · Lyftu- og dráttarkrókur · Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 · Þyngdarklossar að aftan og framan · 24V start (2 rafgeymar) · Geislaspilari Nánari tæknilegar upplýsingar eru á www.rafvorur.is eða í síma 568 6411 * Ve rð e ru á n VS K. ti l b æ nd a á lö gb ýlu m · Mótor, 6 cyl. 130 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli · 16 gírar áfram – 8 aftur á bak. Samhæfðir · Farþegasæti · Bremsur í olíubaði · Loftpressa · 540/1000 snúningar á aflúrtaki · 4.500 kg lyftigeta á beisli · Lyftu- og dráttarkrókur · Framdekk 420/70R24 Afturdekk 18,4R34 · Þyngdarklossar að aftan og framan · 24V start (2 rafgeymar) · Geislaspilari * 130 hö. 3.995.000 SUMAR TILBOÐ m 91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu Sauðfjárbændur athugið! Landssamtök sauðfjárbænda boða til fjögurra umræðufunda um stöðu mála í greininni dagana 17.-18. ágúst næstkomandi. Á fundunum verður kynntur verðlagsgrunnur sauðfjárbúa sem samtökin eru að ljúka við og viðmiðunarverð samtakanna á sauðfjárafurðum fyrir árið 2009 Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Mánudagur 17. ágúst Dalabúð, Búðardal kl. 13.00  XY+ !4  ?&=& Þriðjudagur 18. ágúst Hótel Hérað, Egilsstöðum kl. 13.00 Heimaland, V-Eyjafjöllum kl. 20.30 Framsögu hafa stjórnarmenn í LS en sláturleyf- ishöfum verður jafnframt boðin þátttaka. Allir velkomnir Varðliðar umhverfisins á Siglufirði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með viðurkenninguna sem sigl- firsku börnin fengu fyrir varðstöðu sína með umhverfinu. Bækur Hildar Hákonardóttur, Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin saman á aðeins kr. 2.990 með sendingarkostnaði algengt verð í búðum 5.480 Nýttu þér tilboðið á www.salka.is, í síma 552 1122 eða með tölvupósti salka@salka.is Sértilboð til bænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.