Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 21
17 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Mc Cormick CX 105 Árgerð 2004 1900 vinnusundir Verð 3.750.000 + vsk Nýjar og notaðar vélar    Verð kr. 7.000.000 + vsk Venieri traktorsgrafa 2006 Fjórhjólastýrð 400 vinnustundir Verð 7.500.000 + vsk Case 100 Maxum 2008 500 vinnustundir Verð 7.000.000 + vsk Hydrema 1400C Hjólagrafa Verð 15 milljónir + vsk Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins (Common Agricultural Policy – CAP) er einn af hornsteinun um sem lagður var við stofnun Evrópusambandsins (ESB) árið 1957. Í 33. grein Rómar sátt málans (samsvarandi grein í Lissa bon sáttmálanum er nr. 39) eru fimm markmið sett um hverju eigi að ná fram með hinni sam eigin legri landbúnaðar- stefnu aðildar ríkj anna og hafa þau haldist nær óbreytt frá upp- hafi. Þannig eru engar grundvall- arbreytingar gerðar á CAP í nýj- asta sáttmála ESB – Lissabon- sátt málanum. a) Að auka framleiðni í landbún- aði. b) Að tryggja sanngjörn lífskjör í landbúnaði með hækkun tekna. c) Að tryggja stöðugleika á mörk- uðum. d) Að tryggja nægt framboð land- búnaðarvara. e) Að tryggja neytendum sann- gjarnt verð. Neil Nugent, höfundur bókar- innar The Government and Politics of the European Union, lýsir helstu markmiðum CAP þannig: „Landbúnaðarvörum er ætlað að flæða frjálst á milli innri landa- mæra ESB, án viðskiptahindrana og án markaðsinngripa svo sem styrkja eða regluverks stjórnvalda sem trufla eða takmarka sam- keppni. Hins vegar er þetta ekki frjálst viðskiptakerfi, byggt á hrein- um markaðslögmálum, þar sem verðverndar- og/eða tekjuvernd- arkerfi er fyrir hendi fyrir flestar landbúnaðarafurðir.“ Landbúnaður var þannig hluti af innri markaði ESB með ákveðnum takmörkunum. Eðli innri markaðar ESB er frjálst vöruflæði á milli aðildarlandanna án viðskiptahindr- ana, svo sem tolla. Ytri landamæri eru varin með tollamúr. Í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, var skipaður vinnuhópur sérfræðinga og hags- munasamtaka, sem ætlað var m.a. það verkefni að meta óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnað- ar andspænis ESB. Í skýrslu hóps- ins er greinargott yfirlit yfir CAP og þróun hennar. Að mati vinnuhóps- ins hefur tekist að uppfylla flest upphafleg markmið hennar en með óæskilegum hliðarverkunum eins og það er orðið í skýrslu hópsins. Nugent leggur líka mat á hvernig til hefur tekist að ná markmiðum CAP frá stofnun ESB. Óumdeilt sé að framleiðni hafi aukist gífurlega og tekur hann sem dæmi að starfsfólki við landbúnaðarframleiðslu hafi fækkað meira en 60% að meðaltali í EU-12 ríkjunum á sama tíma og heildarframleiðsla hafi aukist um 1,3% árlega að meðaltali frá upp- hafi áttunda áratugar síðustu aldar. Í annan stað hafa tekjur af land- búnaði aukist sambærilega og í öðrum atvinnugreinum en stærri bú hafi komið betur út en smærri bú. Þá hefur hagur framleiðenda á norðlægum slóðum vænkast meira en framleiðenda syðst í álf- unni. Stöðugleiki hefur verið á mörkuðum og nægt framboð hefur verið tryggt. Nugent telur að ekki hafi eins vel tekist að ná síðasta markmiðinu. Neytendur hafi borið skarðan hlut frá borði en þeir, sem hafi hagnast mest á CAP, séu stór afurðasölufyrirtæki í landbúnaði og bændur með stór bú. Brotið blað í sögu CAP Til að vinna bug á þessum svoköll- uðu hliðarverkunum hafa á síðustu 16 árum þrisvar sinnum verið gerð- ar veigamiklar breytingar á CAP. Fyrsta endurskoðun var gerð árið 1992 með MacSharry áætluninni, önnur árið 1999 með Dagskrá 2000 (e. Agenda 2000) og þriðja árið 2003 með Fischler II endurbótun- um. Nauðsynlegt er að taka saman innihald þessara breytinga sem í raun hafa lagt grunninn að nýrri stefnu ESB í landbúnaðarmálum. Yfirlýstur tilgangur endurbót- anna var að draga úr svimandi háum útgjöldum ESB til land- búnaðar, koma í veg fyrir offram- leiðslu, auka stuðning við byggða- þróun, koma til móts við neyt- endur um matvælaöryggi og holl- ustu matvæla, gera framleiðsluna umhverfisvænni og síðast en ekki síst að markaðsvæða landbúnaðar- framleiðsluna, m.a. vegna yfir- standandi viðræðna á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. Með þessum endurbótum var CAP breytt í grundvallaratrið- um. Með endurbótunum var horfið að mestu frá markaðsíhlutunum, svo sem í formi íhlutunarverðs (e. intervention price), þröskuldsverðs (e. threshold price), útflutningsbóta o.fl. Isabelle Garzon gerir ýtarlega grein fyrir þessari umbyltingu í bók sinni Reforming the common agricultural policy – History of a Paradigm Change þar sem hún nefnir að ólíkir áhrifaþættirnir hafi verið að verki, þ.e. aukin alþjóð- leg viðskipti, Evrópusamruninn og mismunandi stefnuáherslur ríkja innan ESB. Hún greinir ástæður fyrir þessari umbyltingu á CAP, sem sé athyglisverð þegar haft er í huga að stefnan hafði haldist næst- um óbreytt í 30 ár frá stofnun ESB, fyrir þennan umbreytingartíma. Hingað til lands kom Ítalinn Luca Montanarella, frá framkvæmda- stjórn ESB, og gerði grein fyrir þessum breytingum í erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins, sem haldið var í febrúar 2008. Þar kom kom fram m.a.: „Á síðustu 15 árum hafa orðið róttækar breytingar á CAP til að mæta þrýstingi frá evrópsku þjóð- félagi og efnahagskerfi þess. Endurbæturnar 2003/2004 marka þáttaskil í þessari þróun þar sem komu til sögunnar eingreiðslur óháðar framleiðslu með ein- greiðslukerfi (e. Single Payment Scheme – SPS) í flestum geir- um í fyrri stoð CAP og styrkingu á byggðaþróunarstefnunni, sem seinni stoðar…“ Framleiðslustuðningur er nú að mestu leyti óháður ákvörðunum um framleiðslu sem gefur bændum innan ESB færi á að taka ákvarð- anir til að svara markaðnum, til að treysta á möguleika eigin búrekstr- ar og séróska þegar brugðist er við breytingum á efnahagsumhverfinu og til að leggja sitt af mörkum við að auka samkeppnishæfni landbún- aðarins. Í skýrslu vinnuhóps utanrík- isráðuneytisins er samkomulaginu, sem náðist fram í ráðherraráði ESB aðfaranótt 26. júní 2003, þannig lýst: „Með samkomulaginu er brotið blað í sögu sameiginlegu landbún- aðarstefnunnar en breytingin er talin sú mesta í rúma fjóra áratugi. Hún er þannig í megindráttum að í stað þess að styðja landbúnað ríkjanna með framleiðslutengd- um styrkjum, s.s. framlögum á hektara eftir uppskerumagni eða framlögum á hvern grip eða aðrar framleiðslu- eða afurðaeiningar, skulu styrkir veittir án nokkurra tengsla við framleiðslu, s.s. vegna umhverfisþátta, dýraverndar og heilbrigði dýra og afurða.“ Óhætt er að segja að endurskoð- unin, sem var samþykkt í júní árið 2003, hafi verið sú róttækasta sem gerð hefur verið á CAP í marga áratugi. Yfirlýst markmið þessarar endurskoðunar í upphafi var þó aðallega að leggja mat á breyting- arnar sem hrint var í framkvæmd með endurskoðuninni Dagskrá 2000 (Mid-term review – MTR). Það, sem kallaði síðan á veigameiri breytingar á CAP, var undirbún- ingur fyrir WTO ráðstefnuna í Cancun árið 2003 í Doha viðræðu- lotunni, fyrirhuguð stækkun ESB til austurs, krafa um meiri félags- legan jöfnuð í stuðningi til bænda og nauðsyn þess að endurheimta traust neytenda á matvælaöryggi, m.a. vegna kúariðufaraldursins. Áherslubreytingin, sem varð að veruleika árið 2003, fólst í nýrri pólitískri sýn ESB um sjálfbæran landbúnað og fjölþætt samfélags- legt hlutverki hans, m.a. til að bæta stöðu fjölskyldubúskapar. Þáttur framkvæmdastjórnar ESB var verulegur í þessari endurskoðun sem undirstrikar mikilvægi hennar í mótun og framkvæmd landbún- aðarstefnunnar. Nýja kerfið frá 2003 byggist á eingreiðslukerfi, eins og kom fram hjá Montanarella hér að framan. Um var að ræða einföldun á fyrra greiðslukerfi þar sem eldri framleiðslutengdar stuðningsgreiðslur til bænda fyrir mismunandi afurðir voru samein- aðar í árlega eingreiðslu á býli. Hér var um að ræða aftengingu (e. de-coupling) styrkja við fram- leiðslu sem átti að tryggja stöð- ugleika í afkomu bænda og fram- leiðslumagn upp í markaðsþörf hverju sinni. Þá má nefna að tekið var upp gæðastýringarkerfi (cross- compliance) í endurskoðuninni árið 2003. Það þýðir að styrkir eru skilyrtir við kröfur um að bændur uppfylli ákvæði í reglugerðum ESB um umhverfisvernd, fæðuöryggi, dýravelferð og góða búskaparhætti. Jafnframt var þak sett á heildar- greiðslur býlis til að bæta stöðu smærri framleiðenda á kostnað stærri búa. Eftirfarandi lýsing Franz Fischlers, þáverandi land- búnaðarstjóra framkvæmdastjórnar ESB, sem endurskoðunin 2003 er oftast kennd við, varpar ljósi á hvað vakti fyrir framkvæmdastjórninni með nýju kerfi: „Í framtíðinni mun bændum ekki vera greitt fyrir offramleiðslu heldur fyrir að bregðast við þörfum fólksins með öruggari matvælum, hágæðaframleiðslu, dýravelferð og heilbrigðu umhverfi. Á sama tíma og bændum er tryggður stöðugleiki í afkomu mun nýja kerfið losa þá úr spennutreyjunni, sem fólst í að miða framleiðslu við styrki. Þeim er gert mögulegt að framleiða þær afurðir sem færa þeim bestu mark- aðstækifærin en ekki hæstu styrk- ina.“ Mikilvægt skref í þessu endur- skoðunarferli innan ESB var þó stigið nokkru fyrr eða árið 1999 með Agenda 2000 en þá var bætt við annarri stoðinni (e. second pill- ar) undir CAP. Fyrri stoðin fjallar um stuðningskerfið við markaðsað- gerðir og eingreiðslur til framleið- enda. Seinni stoðin snýr að stuðn- ingi við dýravernd, umhverfisvernd og byggðaþróun, m.a. til að auka samkeppnishæfni hinna dreifðu byggða. Á síðustu árum hefur þessi seinni stoð CAP dregið til sín aukna fjármuni. Þannig eru land- búnaður og byggðaþróun samofin í styrkjakerfi CAP. Með MacSharry endurbótunum árið 1992 var róttæk stefnubreyting tekin í þessa átt. Greinin byggir á BA-ritgerð höfundar frá febrúar 2009 í stjórnmálafræði við HÍ. Heimildir Garzon, Isabelle (2006). Reforming the Common Agricultural Policy: History of a Paradigm Change. New York: Pal- grave Macmillan. Greer, Alan (2005). Agricultural Policy in Europe. Manchester: Manchester Uni- ver sity Press. Montanarella, Luca (2008). Agriculture and Enviroment: Towards an “Health Check” of the Common Agricultural Policy. Fræðaþing landbúnaðarins 2008. Reykja- vík: Bændasamtök Íslands. Nugent, Neill. (2006). The Government and Politics of the European Union. 6th. Edition. New York: Palgrave Macmillan. Vinnuhópur utanríkisráðuneytisins (2003, nóvember). Íslenskur landbúnað- ur í alþjóðlegu umhverfi. Áfangaskýrsla. Reykjavík: Utanríkisráðuneytið. Landbúnaðarstefna ESB (CAP), markmið og þróun Íslenska birkið er sérlega líf- seigt. Það hefur sannast á Þing- völlum en um mánuði eftir mik inn eldsvoða þar, þegar hið sögu fræga hús Hótel Valhöll brann til kaldra kola, er birkið að koma til. Vakti það athygli skóg ræktarmanna. Mikill hiti var í nágrenni elds- ins og brunnu og sviðnuðu nokkur tré í nágrenni rústanna. Um mán- uði síðar hafa rústir hótelsins verið rifnar og tyrft yfir. Það sem helst vekur athygli skógræktarmanna á brunastaðnum er hversu lífseigt íslenska birkið er. Sviðin tré sem standa í næsta nágrenni við rúst- irnar og hafa orðið fyrir gífurleg- um hita af eldinum eru byrjuð að skjóta upp rótarskotum. Má gera ráð fyrir að þótt nokkuð sé liðið á sumarið ættu þessi tré að geta myndað dvalarbrum og lifnað aftur næsta vor. Líklegt má telja að birkið gæti á sama hátt spírað og skotið upp öngum í kjölfar skógar- elda, en sem betur fer eru slíkar hörmungar afar sjaldgæfar hér á landi, segir í frétt á vef Skógræktar ríkisins. Vitað var að íslenska birkið þolir kulda en ekki að það þyldi þann miklar hita sem verður í eldsvoða. Lífseigt íslenskt birki Jón Baldur Lorange stjórnmálafræðingur og forstöðumaður tölvudeildar BÍ jbl@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.