Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 24
20 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Vinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfjárræktinni lauk í júlí en það seint að ekki náðist að kynna niðurstöður í síðasta tölublaði Bændablaðsins fyrir sumarfrí. Þarna eru komnar í útreikninga allar niðurstöður úr skýrsluhaldinu árið 2008 til viðbótar þeim upplýs- ingum sem áður hafa verið notaðar. Fyrir hvern og einn skýrsluhaldara eru allar þessar niðurstöður fyrir alla einstaklinga á eigin búi að- gengi legar í skýrsluhaldsgrunnin- um FJARVIS.IS. Einnig fá skýrslu- haldarar í haustbók 2009 niðurstöð- ur um allar lifandi ær. Öll lömb fá einn ig reiknaða ætternisspá sem byggð er á þessu mati fyrir foreldra þeirra. Á Netinu er að finna mjög ítar- legar töflur með þessu kynbótamati fyrir alla hæstu hrúta fyrir einstaka eiginleika, sem matið er reiknað fyrir. Þar er einnig mikil umfjöllun í texta um athyglisverðustu niður- stöður hverrar töflur. Því til viðbót- ar eru birtar þar mjög tæmandi töfl- ur um þetta mat fyrir alla sæðinga- stöðvahrúta og fylgir þeim töflum ítarleg umræða um niðurstöður í texta. Jafn tæmandi niðurstöður um þetta hafa ekki áður verið birtar og er öllu áhugafólki bent á að kynna sér þetta þar. Hér á eftir verður aðeins vikið að örfáum atriðum, sem rétt er að þekkja, þegar niðurstöður þessara útreikninga eru skoðaðar. Örfáum orðum er vikið að mikilvægustu vísbendingum fyrir ræktunarstarf- ið. Þá verður aðeins getið nokkurra einstakra kynbótahrúta sem skara framúr í einstökum eiginleikum. Rétt er í byrjun að gera sér grein fyrir að um er að ræða tvær ákaf- lega umfangsmiklar úrvinnslur. Önnur þeirra er fyrir kjötgæði. Gögnin sem þar eru notuð eru kjöt- matsupplýsingar fyrir ættfærð og skýrslufærð lömb frá árinu 1998 þegar núgildandi EUROP kjötmat var tekið upp hér á landi. Þar er því um að ræða gagnagrunn með upp- lýsingum um kjötmat vel á fjórðu milljónar lamba. Kjötmatsþættirnir eru tveir: fitumat og mat um gerð og er kynbótamatið reiknað fyrir hvorn þessara þátta. Síðan reiknum við sérstaklega það sem við nefn- um kjötgæði og er þannig samsett að matið fyrir fitu hefur 60% vægi en matið um gerð 40%. Óþarfi ætti að vera að nefna að í matinu fyrir fitu er hæsta matið hjá þeim hrútum sem eru að gefa fituminnstu lömb- in, þ.e. þau lömb sem hafa hvað lægst tölugildi í fitumatinu. Í nið- urstöðunum fyrir kjötmatsþættina er meðaltalið (gripirnir sem fá 100 í matinu) hverju sinni reiknað útfrá meðaltali um alla gripi í úrvinnslu hverju sinni. Ræktunarárangur fyrir báða þætti kjötmatsins, einkum samt gerð, hefur verið feikilega mikill og þess vegna er BLUP mat yngri einstaklinganna miklu hærra en hjá þeim eldri. Þar sem meðaltalið er ekki fastur punktur eins og lýst hefur verið þá lækkar mat eldri gripa talsvert hratt með hverju ári. Hin meginvinnslan er fyrir af- urðaeiginleika ánna. Eiginleik arnir eru frjósemi ánna, sem er metin út frá upplýsingum um fjölda fæddra lamba, og mjólkurlagni ánna þar sem mælingarnar eru afurðastig ánna. Við þessa vinnslu eru farn- ar aðeins aðrar leiðir en venjan hefur verið til þessa í sauðfjár- rækt. Reiknað er sérstakt kynbóta- mat fyrir hvorn eiginleika miðað við tiltekinn aldur. Þannig er t.d. frjósemi gemlingsárið sérstak- ur eiginleiki, mjólkurlagni ánna tvævetluárið annar o.s.frv. Þetta er fyrir þessa tvo eiginleika reiknað fyrir fjögur fyrstu afurðaár ánna. Heildareinkunn fyrir hvorn eig- inleika er síðan reiknuð sem beint meðaltal af sjálfstæðu mati fyrir þessu fjögur fyrstu æviárin. Það er efni í sérstaka grein að fjalla um sjónarmið sem lúta að því hvernig rétt sé að reikna slíka heildarein- kunn. Aðeins skal bent á að þessi aðferð sem notuð er hér er ekki endilega sú eina rétta. Við þessa út reikn inga eru notaðar allar upp- lýsingar úr skýrsluhaldinu allt frá árinu 1990 þannig að gagnamagnið er orðið feikilega mikið. Meðaltal fyrir þessa eiginleika er skilgreint á allt annan veg en fyrir kjötgæða- eiginleika, þar sem þar er lagt til grundvallar meðaltal nokkra síð- ustu árganga ánna. Þarna er því fast meðaltal. Þetta þarf að hafa í huga þegar tölurnar eru skoð- aðar. Einnig blasir greinilega við að erfðaframfarir síðustu ára fyrir afurðaeiginleikana hafa verið smá- munir í samanburði við það sem á við kjötgæðaþættina. Samanburður á þessum einkunnum fyrir eldri og yngri gripi verður þess vegna mikið breytileg fyrri þessa tvo megin- flokka. Þegar tafla um hæsta BLUP matið fyrir kjötgæði er skoðuð kemur í ljós að Fantur 07-160 á Mýrum í Álftaveri skipar efsta sætið. Einkunn hans er 135 og yfirburðirnir feikilega miklir bæði fyrir fitu og gerð. Fantur er sonur Rafts 05-966 en móðir hans koll- ótt ær. Þetta er fyrsta sinni sem slík blendingskind sýnir slíka yfir- burði. Ég held það sé visst íhug- unarefni hvort ekki eigi að skoða notkun á slíkum blendingsgripum á annan hátt en flestir hafa gert til þessa. Sjónarmun á eftir með 134,8 í einkunn koma Stáli 06-411 á Teigi í Fljótshlíð og Bogi 07-045 í Hriflu í Þingeyjarsveit. Báðir þeir snillingar dvelja nú í einangr- unargirðingum stöðvanna. Stáli er sonarsonur Kulda 03-924 og dótt- ursonur Bjargvættar 97-869, en Bogi hins vegar sonur Rafts 05-966 og móðurfaðir hans er Hylur 01-883. Höfðinginn sjálfur, Raftur 05-966, skipar síðan fjórða sætið með 134 í einkunn. Af kollóttum hrútum stendur efstur Gaui 07-667 á Efri-Fitjum í Fitjárdal með 131,6 í einkunn en hann er aðfenginn frá Heydalsá á Ströndum. Þegar listinn um efstu hrúta landsins í þessu mati um kjötgæði er skoðaður blasir mjög skýrt við hve framfarir hafa verið gríðarlega miklar á allra síðustu árum. Fyrir gerð hafa framfarir verið mjög miklar öll árin frá því að nýja kjöt- matið var tekið upp. Í fitumatinu virðast nú vera að verða hliðstæð- ar breytingar. Það er í samræmi við það sem ég sagði til um fyrir nokkrum árum að mundi gerast vegna þess vals sem verið hefur á hrútum fyrir sæðingastöðvarnar á undanförnum árum. Annað atriði sem lesa má úr töflunni um hæstu hrútana eru þau fádæma áhrif sem þar eru frá sonum þeirra Kveiks 05-965 og Rafts 05-966. Með frekari upplýs- ingum um afkvæmi þessara hrúta verður sífellt skýrara hvílíkar töfra- kindur fyrir ræktunarstarfið þessir hrútar eru. Þar er um leið ástæða til að benda á þann stóra hóp sona Boga 04-814 sem þarna er að sjá og munu engin dæmi um slíkt áður fyrir hrút áður en hann kemur sjálf- ur til nota á stöð. Lítum aðeins á efstu hrúta fyrir hvorn kjötgæðaþáttinn, fitu og gerð. Á listanum um hæstu einkunnir fyrir fitumatið er að finna sömu hrúta og á síðasta ári. Gibson 03-111 á Böðvarshólum í Vesturhópi stendur þarna efstur með 150 í einkunn en þessi hrút- ur er skyldleikaræktaður og for- eldrar hans báðir fjárskiptakindur frá Steinadal. Fitumat sláturlamba undan þessum hrúti hefur verið lyginni líkast á undanförnum árum þrátt fyrir gríðarlega mikinn væn- leika lambanna. Það sem samt er jákvæðast við þessa töflu er að sjá hina kröftugu innrás ungra hrúta þar sem eru yfirleitt synir fituleys- ishrútanna sem verið hafa á stöðv- unum síðustu árin. Í töflunni um hrútana með hæsta einkunn fyrir gerð trónir Krókur 03-803 á toppinum með 157 í einkunn. Því miður varð hann skammlífur á stöð eins og margir fleiri hrútar og hlýtur lömbunum undan honum því að verða veitt til- hlýðileg athygli nú í haust. Krókur er eins og margir þekkja sonarson- ur Gríms 01-928. Sjóður 06-245 á Brekku í Núpasveit sem er sonur Lunda 03-945 hefur 156 í einkunn fyrir þennan eiginleika og Ylur 06-152 á Bjarnastöðum í Öxafirði sem er sonur Spe 05-738 er með 155 í einkunn. Þessir þrír sömu hrútar skipuðu þrjú efstu sætin árið 2008 hafa aðeins skipt um innbyrð- is röð. Ef eitthvað einkennir þessa töflu er það að eins og oft áður eru norður-þingeysku vöðvabúntin nokkuð fyrirferðarmikil þarna. Snúum okkur örstutt að töfl- unni yfir hrútana sem hafa hæst mat fyrir frjósemi. Þessi eiginleiki skilur sig verulega frá öðrum vegna þess að gripir sem erfa stórvirka frjósemiserfðavísa sem þekktir eru hjá íslensku sauðfé sýna þarna algera sérstöðu. Því má segja að þetta fé passi ekki inná skalann sem hér er verið að nota. Mikið efstur með 149 í einkunn stendur þar Krummi 99-237 á Brekkubæ á Borgarfirði eystra. Dætur hans hafa um árabil verið í fréttum á hverju vori fyrir einstaka frjósemi. Ekki verður frekar fjölyrt um frjósem- iserfðavísahrútana, en þar er nú að verða endurnýjun á slíkum hrút- um á stöðvunum eftir nokkurra ára hlé á notkun slíkra hrúta þar. Því má vænta nýrrar öldu slíkra gripa á næstu árum. Það eru hins vegar bræðrahópar undan nokkr- um stöðvarhrútum síðustu ára sem athyglin beinist að þegar komið er í hóp „eðlilegra“ hrúta í töflunni. Fremstir fara þar synir Rektors 00-889 sem margir erfa frá sér frábæra frjósemi, en margir þeirra munu fyrst og fremst hafa verið í notkun sem „skrautfjaðrir“. Þá er hlutur Heydalsárhrútanna Kosts 98-895 og Ægis 01-916 glæsilegur. Tafla um efstu hrúta um mjólk- urlagni ætti að vera öllu áhugafólki um sauðfjárrækt áhugaverð vegna þess að þetta eru tvímælalaust áreiðanlegustu upplýsingar um þennan mikilvæga eiginleika sem hafa verið birtar. Efsta sætið skip- ar líkt og á síðasta ári Dreki 02-183 á Skjaldfönn en þessi hrútur hefur búið yfir frábærum kostum fyrir þennan eiginleika og fær 130 í einkunn, en hann á stóran hóp ein- stakra afurðaáa á Skjaldfönn. Dreki er sonur Bjargvættar 97-869. Þegar taflan um þessa topphrúta er skoð- uð nánar einkennist hún af tals- vert meiri fjölbreytileika en töfl- urnar fyrir aðra eiginleika sem er jákvætt. Hlutur kollóttu hrútanna er þarna meiri en fyrir aðra eiginleika. Hrútarnir af Vatsnesinu eru þarna áberandi sem segir okkur ekk- ert annað en að góð mjólkurlagni ærstofnsins er snar þáttur í hinum frábæru afurðum á búum þar enda hafa bændur þar aldrei látið deig- an síga í ræktunarstarfinu gagnvart þessum mikilvæga eiginleika. Eins vekur nánast alger fjarvera norður- þingeysku hrútanna í þessari töflu vissa athygli, en eftir því sem upp- lýsingar verða meiri um þennan mikilvæga eiginleika virðist það verða ljósar en áður að þessi eigin- leiki hefur orðið of mikið útundan í ræktunarstarfinu þar fyrri norðan. Í sambandi við sæðingastöðva- hrútana verður ekki fjölyrt um nið- urstöður þeirra hér heldur vísað á Netið en þar er að finna ákaflega ítarlegar töflur fyrir þá hrúta auk texta á annan tug síðna þar sem margar skýringar á fjölbreyttum niðurstöðum er að finna. Eins og alltaf skiptast á skin og skúrir í þessum nýju upplýsingum. Þessar niðurstöður er mikilvægt að nýta sem best í líflambavalinu nú í haust. Líf og starf Bændasamtök Íslands hafa, í sam- ráði við Landssamband kúabænda, sett fram reglur fyrir gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt fyrir verðlagsárið 2009-2010. Kröfur um skýrsluskil eru þær sömu og á fyrra verðlagsári, þ.e. að skýrslur þurfa að vera komnar inn til uppgjörs fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð. Kröfur um kýrsýni kveða á um að eitt kýrsýni skuli taka á hverj- um ársfjórðungi almanaksársins. Til ráðstöfunar eru á næstkomandi verðlagsári 58 milljónir og líkt og á síðastliðnu verðlagsári eru 20% þeirrar upphæðar greidd út sem flöt greiðsla á skýrsluhaldsbú en 80% eru greidd út miðað við árskúa- fjölda búa. Vakin skal athygli á því að vegna breytinga á skilgreiningu verðlags- árs er næstkomandi verðlagsár 16 mánuðir. Verðlagsárið sem hér um ræðir hefst því fyrsta september 2009 og lýkur í desember 2010. Greiðslur fyrir næsta verðlagsár verða því fjórar, greiddar út fyrir fjögurra mánaða tímabil í senn. Greiðsludagar eru í janúar 2010, maí 2010, september 2010 og janú- ar 2011. Þar sem verðlagsárið spannar síðasta ársfjórðung ársins 2009 og allt almanaksárið 2010 þurfa skýrsluhaldarar að skila að lágmarki niðurstöðum 5 kýrsýna fyrir hjörðina á þessu tímabili, einu fyrir síðasta ársfjórðung árs- ins 2009 og 4 fyrir árið 2010, ásamt því að hafa regluleg skýrsluskil samkvæmt ofangreindum kröfum. Fyrir fyrstu greiðslu eru ein- ungis gerðar þær kröfur að bú hafi staðist fyrstu 4 mánuði verðlagsárs- ins en skilyrði fyrir annarri, þriðju og fjórðu greiðslu er að búið hafi staðist kröfur um gæðastýringu frá upphafi verðlagsárs. Þetta þýðir að til þess að frá hlutdeild í ann- arri greiðslu þarf bú einnig að hafa staðist kröfur vegna fyrstu greiðslu o.s.frv. Þau bú sem ekki náðu að stan- dast kröfur um gæðastýringu á síð- astliðnu ári geta að sjálfsögðu tekið þátt í gæðastýringu næsta verð- lagsárs með því að byrja regluleg skýrsluskil og töku kýrsýna frá og með september 2009. Ný skýrsluhaldsbú geta skráð sig í skýrsluhald hvenær sem er yfir verðlagsárið. Í slíkum tilfellum miðast þátttaka í gæðastýringu frá fyrsta heila greiðslutímabili er búið er skráð í skýrsluhald. Ný skýrslu- haldsbú eru skilgreind sem bú sem ekki hafa verið í skýrsluhaldi á verðlagsárinu 2008-2009 eða bú sem hafa haft eigendaskipti á verð- lagsárinu 2008-2009 eða seinna. Við hvetjum skýrsluhaldara til að huga að þessum málum í tíma og muna að fyrsta skýrsla verðlagsárs- ins þarf að vera komin inn til upp- gjörs fyrir 11. október 2009. Hafið samband við Bændasamtök Íslands eða búnaðarsambönd ef aðstoðar eða frekari upplýsinga er þörf. Tilkynning vegna gæðastýringar í nautgriparækt Yfirlit yfir skiladaga og kýrsýnatökur verðlagsársins 2009-2010 Skýrslumánuður Síðasti skiladagur skýrslu Kýrsýnataka September 2009 10. október 2009 Október 2009 10. nóvember 2009 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðinaNóvember 2009 10. desember 2009 Desember 2009 10. janúar 2010 Janúar 2010 10. febrúar 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðinaFebrúar 2010 10. mars 2010 Mars 2010 10. apríl 2010 Apríl 2010 10. maí 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðinaMaí 2010 10. júní 2010 Júní 2010 10. júlí 2010 Júlí 2010 10. ágúst 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðinaÁgúst 2010 10. september 2010 September 2010 10. október 2010 Október 2010 10. nóvember 2010 Lágmark ein kýrsýnataka fyrir hjörðinaNóvember 2010 10. desember 2010 Desember 2010 10. janúar 2011 BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt árið 2009 Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótastarf

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.