Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Handverkshátíðin í Hrafnagili er árviss viðburður og fór að þessu sinni fram dagana 7.-10. ágúst. Það var í 17. sinn sem hátíðin er haldin og að sögn aðstandenda tókst hún ákaflega vel, aðsókn góð og um 100 einstaklingar og félög tóku þátt. Að vanda var fenginn maður úr öðrum landsfjórðungi til að setja hátíðina og að þessu sinni var það Guðni Ágústsson fyrrum landbúnaðarráðherra sem hlaut hnossið. Hér á eftir fer hluti af opnunarræðu Guðna. Enn á það við sem segir í Hávamálum að maður er manns gaman. Nú helgum við þessa hátíð sérstaklega sauðkindinni og öllu því sem henni tengist. Þessari undraskepnu sem var Íslendingum haldreipi og lífgjöf í gegnum aldirn- ar. Íslenska sauðkindin er engri ann- arri sauðkind lík. Lambið fæðist útí guðsgræna náttúruna á vorin. Það fylgir móður sinni til fjalla, drekk- ur móðurmjólkina, teygar tært vatn úr lækjum og lindum, bítur gras sem vex undir sól og regni allt upp að jökulröndinni. Smalinn fer uppí fjöllin þegar haustar, ríðandi á fan- greistum gæðingi með hund sinn og mal að sækja féð. Einstakt ævintýri sem færir hvert mannsbarn að hjarta landsins. Íslenskt ævintýri sem heimsborgarinn vill eiga hlutdeild í með okkur. Það fylgir haustinu gleði smalans, söngur hans og þjóðin öll verður að brosandi sveitamönnum, réttarstemmningin á ekki sinn líka hún er íslensk en í senn alþjóðleg af því hún er sprottin frá hjartanu. Það er eitthvað svo gott og gefandi við hana, þessi gleði brýst fram í sak- leysi sínu, hún er án allrar tilgerðar, hreykir sér ekki. Hvað er nú listrænna en íslenska lopapeysan? Hún prýðir barm fal- legu stúlkunnar í heimsborginni eða unga knattspyrnumannsins, hún fer heimshorna á milli peysan okkar. Er prýði og heldur utan um allar kynslóðir, afann og ömmuna, pabbann og mömmuna, táninginn og barnið litla. Lopapeysan brúar í raun kynslóðabilið. Lopapeysan er afurð íslensku sauðkindarinnar og íslensku listakonunnar sem lærði barn að aldri að prjóna við skör- ina hjá henni ömmu. Nú í skugga kreppu útrásardólganna sem gömbl- uðu með fjármuni okkar og fé er þjóðinni kalt við hjartað. Þá grípur hún til lopans til að orna sálinni og gleyma raunum hversdagsins, nú hefur sala á lopa fjórfaldast. Sauðkindin var það heillin Sauðkindin var okkur allt í gegn- um aldirnar. Landið var fallegt þar sem beitin var góð fyrir sauðfé. Afurðir hennar voru verkefni bað- stofunnar að spinna ull og kemba. Fólkið kvað rímur og söng. Aðrir skáru skínandi myndir í askinn sinn. Sauðasalan opnaði leiðina til viðskipta og ungt fólk sveit- anna og landsins komst til mennta. Allir okkar peningar eru tengd- ir fé og fjármunum. Af því þessi hátíð er tengd sauðkindinni ætla ég að gamni mínu að fara í orða- leiki til að sýna ykkur hvað bless- uð sauðkindin auðgar málið okkar undurfríða. Allt snerist um sauðfé. Bjartur í Sumarhúsum sem er hinn sanni Íslendingur lét sauðkindina ráða og ganga fyrir öllu. Við erum sauðþrá þjóð bæði sá ærlegi og hinn hrútleiðinlegi eiga það sam- eiginlegt með þeim sauðheimska að vera sauðspakir Íslendingar. Hugsið ykkur það í Júdeu forðum og á Betlehemsvöllum þá voru það sauðahirðar sem fyrstir fengu fregnina um jesúsbarnið svo var það lagt í jötu sauðkindarinnar í fjárhúsinu, guð hafði velþóknun á fjárhirðunum. Icesaverollan er pestarfé Steingrímur okkar joð fjármála- ráðherra tengt er ráðherranafnið fé hann á tvo kosti í icesavemálinu, hætta að vera svona kindarlegur og gerast ærlegur og hafna nauða- samningi Bretanna. Ærlegir menn semja ekki við þjóð sem hefur lýst Ísland gjaldþrota og beitt sauð- svartan almúgann hryðjuverkalög- um. Við gjöldum slíkum mönnum rauðan belg í staðinn fyrir gráan. Berjumst með hrútshornum til sig- urs. Steingrímur á að líta í fjárbók þeirra Gunnarsstaðamanna þar eru orð sem kunna að leiða hann á rétta braut. Hann má ekki draga icesaverolluna í okkar dilk, hún er óreiðufé kolsvört og kollótt í tveimur reifunum. Icesaverollan er pestarfé sauðsvartra fjárplógs eða fjártökumanna. Icesaverollan er breskur fjárstofn með hala en ekki dindil. Icesaverollan fer á uppboð réttastjórans eða hrepp- stjórans í Evrópusambandinu. Hér má ég auðvitað ekki flytja langa rollu né neina lofrollu um ykkur Eyfirðingana. Faðir minn Ágúst á Brúnastöðum flutti hins- vegar stundum langarollu þegar hann skammaði íhaldið, ég nefni nú íhaldið af því að á þeim árum þurfti ekki að eyða púðri á krat- ana, þeir voru jafn sjaldgæfir til sveita og fjórlemd ær var í þá daga. Sauðkindin fór hinsvegar á íslenska peningaseðilinn 1936, það var fjár- rekstur við Gaukshöfða í Þjórsárdal og Jón Sigurðsson forseti hinu- megin Aftur kom fjárrekstur á pen- ingaseðil 1961 með Heklu í baksýn og Tryggva Gunnarsson hinu- megin. Þeir fóru líka á peninga- seðla Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. En engum hefur dottið í hug að setja Ólaf Ragnar Grímsson forseta á peningaseðil með sauðfé enda er hann enginn sauður einsog við vitum. Forystuærin vitrari en prófessorarnir Sveitafólkið klæddist ullarnær- fötum árið um kring klæddi af sér hita og kulda. Þegar ungi maðurinn hélt í verið kom gamla konan með ullarflóka og sagði. Hafðu hann um lífið og átti við brjóstið til að forðast lungnabólguna sem marg- an lagði af velli. Ullarfötin bjarga lífi enn bæði í eldvoða og á sjó og fjöllum. Á sama tíma er þessi afurð sauðkindarinnar tískuvara um heim allan. Svo er það forystuærin með mannsvitið sem leiðir hjörðina í gegnum hríð og sorta og veit allt og kann allt. Íslenska sauðkind- in er í Bandaríkjunum bændurnir þar sögðu mér að forystuærin væri vitrari en allir prófessorar landsins til samans. Hún kæmi nefnilega heim með alla hjörðina úr skóg- inum þegar úlfurinn nálgaðist. Samt eru smalamennskur vandamál víða á Íslandi. Þegar Íslendingar smala sauðfé eða lenda í steypu- vinnu verður allt sjóðandi vitlaust. Smalamennskunni fylgir það að oft verður bóndinn og hundurinn vit- lausir úr bræði og féð fer útum allt. Á sunnlenskum bæ hótaði bóndinn að skipta um fjárstofn af þessum sökum féð varð alltaf snarvitlaust. Þá greip húsfreyjan í taumana í næstu smalamennsku sendi hún bónda sinn af bæ og lokaði smala- hundinn inni. Einsog við manninn mælt, allt féð rann til réttar. Íslenska lambið er svo auðvitað guðslambið sjálft og dásamlegt er það, við étum það upp til agna. Svo getum við spurt hvaðan kom þetta fólk með þetta fé og þennan hest. Margt bendir til að við séum minna skyldir Norðmönnum en talið var. Komum við að austan, vorum við víkingastofn sem vel ríðandi og vel búandi, vel skrifandi og vel mein- andi í lögum og réttlæti fór Evrópu þvera og endilanga? Ég vil svo óska Eyfirðingum til hamingju með hina árlegu hand- verksýningu. Skáldið Halldór Lax- ness var heimsborgari en Íslend ing- ur söguþjóðarinnar sem alltaf var höfðingjadjarfur og lagði þetta til málanna: Ég ætla að tala við kónginn í Kína og kannski við páfann í róm og hvort sem það verður til falls eða frægðar þá fer ég á íslenskum skóm. Já við förum það á íslenskum skóm, þannig höfum við séð og sigrað. Handverksýningin 2009 er sett. Gleðilega hátíð! Að ofan má sjá verðlaunagripi úr opnum flokki samkeppninnar Þráð- ur til fortíðar sem Sigurlína Jóns- dóttir hlaut. Til hægri er svo Hand- verks maður ársins 2009: Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir. Lopapeysan er Íslendingsins tákn )    ( Z  ["    &   \]]^ Bann við inn- flutningi á hráu, ófrosnu kjöti í nýju matvælafrumvarpi Hið svonefnda matvælafrum- varp var lagt fyrir Alþingi í þriðja sinn 8. júlí síðastliðinn. Eins og kunnugt er mætti það mikilli andstöðu bænda þegar það var lagt fram í upphafi. Einkum og sér í lagi voru bænd- ur andsnúnir því að leyft yrði að flytja inn til landsins hrátt eða lítt saltað ófrosið kjöt. Bentu bændur á að slíkur innflutningur myndi stofna íslenskum búfjár- stofnum í stórhættu ef hingað til lands bærist sýkt kjöt. Í frumvarpinu nú er tekið fyrir slíkan innflutning. Í frumvarpinu segir að 10. grein laganna skuli orðast svo: Til að hindra að dýra- sjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins eft- irtaldar vörutegundir: hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, alidýraáburð og rot- massa blandaðan alidýraáburði. Með þessari grein má telja að tekið sé fullt tillit til athugasemda Bændasamtaka Íslands þar sem lagst var gegn því að innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti yrði leyfður. Í umsögn með frumvarpinu segir að innflutningsbanni sé viðhaldið með það að markmiði að tryggja núverandi stöðu sjúkdómavarna vegna dýra og manna, og er þá ekki síst höfð í huga langvarandi einangrun búfjárstofna okkar sem reynslan hefur sýnt að geta verið sérlega næmir fyrir sjúkdómum sem litlum skaða valda í öðrum löndum. Þá er einnig tiltekið í umsögn með frumvarpinu að beita eigi 13. grein EES-samningsins þar sem fram kemur að leggja megi á inn- flutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af vernd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd þrátt fyrir að magntakmarkanir eða samsvar- andi ráðstafanir á innflutningi séu almennt bannaðar skv. 11. gr. EES- samningsins. Bændasamtökin köll- uðu eftir að fjallað yrði um vilja stjórnvalda til að beita þessum ákvæðum og er það nú gert í frum- varpinu. Má því segja að í mjög viðamiklum atriðum sé komið til móts við kröfur bænda um lagfær- ingar á frumvarpinu frá síðustu gerð þess. Litlar líkur til að frumvarpið verði afgreitt á yfirstandandi þingi Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu 23. júlí síðastlið- inn. Frumvarpið er nú til með- ferðar hjá sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd Alþingis. Nefndin hefur kallað eftir umsögnum hags- munaaðila og Bændasamtakanna þar á meðal og er frestur til að skila umsögninni til 17. septem- ber næstkomandi. Að sögn Eiríks Blöndals framkvæmdastjóra Bændasamtakanna verður farið ítarlega yfir frumvarpið á nýjan leik. Ljóst sé að komið hafi verið verulega til móts við athugasemdir Bændasamtakanna en enn eigi eftir að sníða af einhverja agnúa. Meðal þeirra séu breytingar á embættum héraðsdýra lækna en tryggja þurfi að dýr um og þeim sem halda búfé sé tryggð örugg dýralæknaþjónusta óháð búsetu. Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins eru litlar sem engar líkur á að frumvarpið verði afgreitt á yfir- standandi þingi. Væntanlega mun ráðherra því þurfa að mæla fyrir því á nýjan leik á haustþingi og fer frumvarpið þá aftur í nefnd. Hins vegar má ætla að ekki verði talið nauðsynlegt að kalla eftir umsögn- um hagsmunaaðila að nýju. fr Margt gott kemur með krepp- unni. Bráðum gengur Ísland í Evrópusambandið og þá geta loks- ins hinir og þessir athafnamenn látið gamla drauma rætast. Þá verð- ur loksins hægt að flytja inn t.d. póló-hesta eða arabíska „gæðinga“! Heilaga kýrin í ESB-stefnu og lögum er nefnilega hið óhindraða, frjálsa flæði á vörum og þjónustu. Fullyrt er að nánast EKKERT geti stöðvað eða breytt ákvæð- um um þetta flæði og það verði bara hlegið að íslensku sendi- nefndinni ef hún færi að nefna að Íslendingar vilji banna innflutning á hrossum. Í þýska vikuritinu „Die Zeit“ birtist fyrir nokkru átta blaðsíðna grein undir yfirskriftinni „Dans á eldfjallinu“. Þar var m.a. varpað fram spurningunni: Íslensku hest- arnir – tilheyra þeir bara fortíðinni – eða líka framtíð landsins? Framtíð ÍSLENSKA Íslands- hestsins er einungis tryggð ef ís- lenska samninganefndin gerir sér grein fyrir gífurlegu verðmæti hrossa stofnsins. Nefndin verður í tæka tíð að undirstrika mikilvægi þess að ekki megi stefna fram- tíð þessa hrossastofns í hættu, að það beri að vernda hann sem þjóðar- og menningarverðmæti og að innflutningur annarra hrossa- kynja eða heimflutningur útfluttra hrossa komi ekki til greina. Álit sérfræðinga í smitsjúkdómum hrossa (þeir eru til og örugg- lega til taks hjá FEIF) þurfa að liggja fyrir strax á fyrstu stigum samninganna. Menn sem þekkja til siða og samningaferla hjá Evrópusambandinu vara eindreg- ið við því að bíða og huga að slík- um „smámálum“ á seinni stigum. Víti til varnaðar er staðan sem þýskir hrossaræktendur og hesta- höndlarar komu sér í – óvart – vegna þess að hjá Þýska landssam- bandinu FN, sem er stórt og mikið bákn, var ekki nægilega fylgst með samningum um landbúnaðar- mál og m.a. hrossaverslun. Þjóð- verjar sitja uppi með hreint og klárt geggjuð lög þess efnis að sá sem kaupir hest getur látið kaupin ganga til baka allt að TVEIMUR ÁRUM eftir að kaupin hafa farið fram. Er nokkur furða þótt allt sé logandi í málaferlum? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vonandi bera Íslendingar gæfu til að velja menn til Brüssel- farar sem skilja að sumt er og verður aldrei til sölu og að samn- ingamenn hafi fullan stuðning ráða manna. Karola Schmeil (Höfundur er þýskur lögfræðingur og hestamaður) Þýðing: Petar Behrens Póló á Íslandi!? Guðni Ágústsson setur hátíðina.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.