Bændablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 11

Bændablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Glæsilegar fánastangir Bros - Gjafaver ehf. Norðlingabraut 14 Sími 569 9000 sala@bros.is Höfum til sölu vandaðar 6 metra fellanlegar fánastangir úr glassfiber og með gylltum hún. Þær henta einstaklega vel fyrir framan einbýlishúsið eða sumarbústaðinn. kr. 52.000,- Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími: 587 7000 - www.gastec.is Þekking og þjónusta RAFSUÐUVÉLAR Gastec býður einnig mikið úrval af: www.gastec.is Rafsuðuvír Slípivörum Öryggisvörum Búnaði til logsuðu og logskurðar frá AGA og Harris Gæði í gegn Úrval rafsuðuvéla á frábæru verði frá Tékkneska fyrirtækinu Kuhtreiber Dönsku bændasamtökin gerðu í sumar töluverðar breytingar á uppbyggingu sinni eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Á fundi NBC á dögunum lýsti nýkjörinn formaður samtakanna Landbrug og fødevarer eins og þau heita nú þessum breytingum fyrir blaðamanni Bændablaðsins. Um hvað snerust þessar breyt- ingar, Michael Brockenhuus- Schack? „Í grófum dráttum snerust þær um það að bændasamtökin hafa að undanförnu verið að skoða skipulag samtakanna, bæði þeirra sem snúa að framleiðsluhliðinni og hinni sem snýr að úrvinnslu og sölu. Við töldum okkur merkja að það væri komin ákveðin samkeppni eða rígur milli samtakanna sem skað- aði hæfni þeirra til að standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins. Um þetta var svo samin skýrsla sem sýndi að best væri að halda saman allri fæðukeðjunni, þ.e. frá haga í maga, undir einum hatti. Eftir umræður í samtökunum varð niðurstaðan sú að stofna ný samtök sem heita Landbrug og Fødevarer, landbúnaður og mat- væli, þar sem fimm aðilar koma saman: Dansk landbrug, hliðstæð Bændasamtökum Íslands, Dansk svineproduktion, þar sem svína- kjötsframleiðendur eru, Danske slagterier, samtök sláturleyfishafa, Landbrugsrådet, samtök samvinnu- félaga bænda, og Mejeriforeningen, samtök mjólkurstöðva. Með þessu móti teljum við okkur best búin til að verja hags- muni allra sem starfa í landbún- aði, en að sjálfsögðu sáum við líka möguleika á hagræðingu. Það skiptir máli fyrir bændur í þeirri erfiðu stöðu sem nú er í greininni að hægt sé að draga úr kostnaði við rekstur samtakanna.“ Öflugur útflutningur Í raun er skipulagið þannig að sam- tökin starfa í tveimur deildum, önnur annast málefni frumfram- leiðslunnar, bændanna, en í hinni starfa afurða- og sölufyrirtækin. Yfir þessu er sex manna stjórn, þrír frá hvorri deild, sem á að tryggja samræmi í starfsemi samtakanna. „Ég hlaut svo þann heiður að verða kjörinn formaður yfir allt saman. Mér líst vel á þetta skipulag og held að það muni reynast vel. Reynsla okkar af fyrra skipulagi var sú að þar færi of mikill tími í að ræða hluti sem í raun og veru skiptu aðeins helming viðstaddra einhverju máli. Nú vonum við að þessi sex manna stjórn geti tengt saman starfið og samræmt sjón- armið þeirra ólíku hópa sem mynda samtökin. Byrjunin lofar góðu, en þetta gerir þær kröfur til okkar að við leggjum höfuðáhersluna á sam- stöðuna, að við ætlum okkur að starfa saman.“ Með þessum breytingum er búið að sameina alla bændur og lang- stærstan hluta afurðastöðvanna í einum samtökum, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki og framleiðend- ur vélbúnaðar fyrir landbúnaðinn eiga aðild. „Þetta eru stór samtök atvinnu- greinar með um 150.000 starfs- menn sem flytja út vörur að verð- mæti 2.400 milljarða íslenskra króna ár hvert. Ég tek við for- mennskunni af auðmýkt, sannfærð- ur um að þetta er heillaskref fyrir atvinnugrein sem á í töluverðum erfiðleikum en býr yfir miklum möguleikum í framtíðinni,“ segir Michael Brockenhuus-Schack sem auk þess að vera formaður Landbrug og Fødevarer ber greifa- titil og er óðalsbóndi á Sjálandi, auk þess að vera menntaður land- búnaðarhagfræðingur. –ÞH Hef þá trú að nýja skipulagið muni gagnast bændum vel – segir Michael Brockenhuus-Schack, nýkjörinn formaður nýrra heildarsamtaka danskra bænda okkar hlutverk í Norges Bondelag að koma þeim málum á veg, að koma mikilvægi landbúnaðar í umræðuna hjá stjórnmálamönnum og norsku þjóðinni. Í fyrra stóð- um við frammi fyrir alþjóðlegri efnahagslegri krísu og þá vöknuðu menn upp og sögðu sem svo að nú þyrfti að tryggja matvælafram- leiðslu í Noregi. Síðan liðu tveir mánuðir og það dró úr áhrifum kreppunar. Þá gleymdist þetta aftur en það er samt í raun ekkert breytt. Það eru ennþá jafn margir sem svelta í heiminum nú eins og þá var. “ – Hvernig hefur efnahagsnið- ursveiflan í heiminum komið niður á norskum bændum? „Það er ekki hægt að segja að hún hafi komið hart niður á norsk- um bændum. Það sem við finnum mest fyrir er að heimsmarkaðs- verð á afurðum hefur lækkað og verð á aðföngum hefur hækkað. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að kreppan muni valda norsk- um landbúnaði miklum skaða. Ef að Noregur stendur áfram utan Evrópusambandsins og norskir stjórnmálamenn átta sig á mikil- vægi landbúnaðar þá er bjart fram- undan. Ég held að það sama eigi við um Ísland. Þið munuð vinna ykkur út úr efnahagserfiðleikunum og landbúnaður mun gegna stóru hlutverki þar. Ef að tekst að sann- færa íslenska stjórnmálamenn um mikilvægi þess að verja landbúnað þá er framtíð ykkar björt.“ fr Vonast til… Framhald af bls. 10

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.