Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009
Fréttir
Óvænt atvik
Mánudaginn 10. ágúst síðastliðinn brá heimilisfólkið í
Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi sér í bíltúr fram í
dal. Þar rákust þau á ær sem lá afvelta með lamb í
burðarliðnum. Ærin virtist hafa legið afvelta í nokkra
tíma, tófan var búin að narta í hana og ljóst að hún
hefði ekki lifað lengi í viðbót. Mannaferðir um dal-
inn eru sjaldgæfar og alger tilviljun að fólkið var
þarna á ferð. Börnin úr þéttbýlinu, sem voru með í
för, höfðu mjög gaman af að sjá lamb fæðast þótt
ekki væri sauðburður.
Eftir ómskoðun í vetur voru sex geldar ær settar
hjá hrút. Þær gengu allar innan viku. Önnur ær sást í
dalnum sama dag með tvö nýborin lömb.
Hér standa þau
Daníel, Hafrós,
Tómas, Halldór og
Arna Lea yfir kind-
inni sem að gefnu
tilefni heitir Móðir
Jörð og lambinu, sem
að sjálfsögðu heitir
Ágústína.
Verðbreytingar á mjólk og mjólkurvörum
Þann 1. ágúst sl. tóku gildi breytingar á verði á ýmsum mjólkuraf-
urðum sem verðlagsnefnd búvöru gerði þann 10. júlí sl. Í töflu hér
að neðan má sjá hvernig verð hefur breyst frá því í nóvember á síð-
asta ári. Hækkar heildsöluverð allra vörutegunda nema rjóma í hálfs
lítra fernum; hann lækkar um 2,65 kr. Hækkunin er minnst á mjólk í
lausu máli, eða rúmar sex krónur, en mest hækkar undarennuduft til
iðnaðar; um rúmar 61 krónu.
Mjólkurverð til bænda breytist ekki nú en það er 71,13 kr/ltr.
Heildsöluverðlagning annarra mjólkurafurða er frjáls, sem og smásölu-
verðlagning allra mjólkurvara. Upplýsingar um verðbreytingarnar og eft-
irfarandi tafla er fengið af vef Landssambands kúabænda, www.naut.is.
Vörutegund
Heildsöluverð
án vsk.
1.11.2008
Heildsöluverð
án vsk.
1.8.2009 Breyting
Mjólk í lausu máli, kr/ltr 79,72 85,82 6,10
Mjólk í 1 ltr fernum 91,47 99,68 8,21
Rjómi í 1/2 lítra fernum 362,81 360,16 -2,65
Undanrenna í 1 ltr fernum 91,99 95,18 3,19
Skyr, pakkað eða ópakkað, kg 232,37 240,44 8,07
1. flokks mjólkurbússmjör, kg 497,62 514,90 17,28
Ostur 45%, kg 962,75 996,18 33,43
Ostur 30%, kg 901,93 933,24 31,31
Nýmjólkurduft, kg 1.085,21 1.169,85 84,64
Nýmjólkurduft til iðnaðar*, kg 469,63 532,90 63,27
Undanrennuduft, kg 561,89 626,92 65,03
Undanrennuduft til iðnaðar*, kg 455,22 516,55 61,33
*Verð til annarra iðnfyrirtækja en þeirra sem framleiða mjólkurvörur
Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvöru eru Sigurður Loftsson, for-
maður Landssambands kúabænda og Haraldur Benediktsson, formað ur
Bændasamtaka Íslands. Fulltrúar mjólkuriðnaðarins eru Magnús Ólafs-
son, forstjóri Auðhumlu og Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fram-
leiðslusviðs MS. Fulltrúi ASÍ er Björn Snæbjörnsson, fulltrúi BSRB er
Elín Björg Jónsdóttir. Formaður nefndarinnar er Ólafur Friðriksson, skrif-
stofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
„Við hvetjum menn til að stíga
varlega til jarðar,“ segir Arnar
Þór Sævarsson bæjarstjóri
Blönduósbæjar en miklar líkur
er nú taldar á að þar rísi gríð-
arstórt gagnaver Greenstone ehf.
Arnar Þór bendir á að eigi er
sopið kálið þó í ausuna sé komið,
ekki sé því vert að fagna fyrr en
útséð er um hver endalok málsins
verða.
Greenstone sem er í eigu
íslenskra, hollenskra og banda-
rískra aðila hefur undanfarin
misseri skoðað sveitarfélög víða
um land með það í huga að reisa
stórt gagnaver, byggingar þess
verða um 160 þúsund fermetrar
og þurfa um 128 ha lands. Ef af
verður mun byggingin rísa í landi
Blönduóss, sunnan bæjarins, með-
fram Svínvetningabraut eða á milli
brautarinnar og Blöndu.
„Vitanlega yrði það mjög þýð-
ingarmikið fyrir byggðalagið hér,
Blönduósbæ og nærliggjandi sveit-
ar, Norðurland vestra og landið
allt ef af þessari framkvæmd yrði.
Hún er líka af þeirri stærðargráðu
að hún hefði góð áhrif á endurreisn
Íslands, þetta er það umfangsmikið
verkefni og miklar fjárfestingar að
þær skipta miklu máli fyrir fjárhag
þjóðarinnar,“ segir Arnar Þór.
Forsvarsmenn Greenstone skoð-
uð fjölmörg sveitarfélög með hugs-
anlegt gagnaver í huga, en kostir
Blönduóss umfram önnur eru m.a.
góður og greiður aðgangur að raf-
magni frá Blönduvirkjun, góðar
nettengingar, fremur kalt loftslag
fyrir opnu hafi og þá er ekki hætta
á náttúruhamförum á svæðinu, eins
og t.d. eldgosum eða jarðskjálftum.
Arnar Þór segir að menn bíði nú
eftir að endanleg ákvörðun verði
tekin en hennar megi vænta síðar í
haust, innan nokkurra vikna.
Gagnaverin munu verða í
tveimur byggingum og verða lagð-
ar kæliveitur í tveimur rösklega
metrabreiðum risarörum. Arnar
Þór segir vaxandi þörf og mark-
að í heiminum fyrir gagnaver af
þessu tagi, en verið sem um er rætt
yrði búið öllum nýjustu tækjum
og tólum. Á annað þúsund manns
munu taka þátt í að reisa gagnaver-
ið, en áætlanir gera svo ráð fyrir að
um 120 varanleg störf verði til eftir
að gagnaverið tæki til starfa.
MÞÞ
Líkur á að gríðarstórt gagnaver rísi við Blönduós
Þarf um 128 ha lands undir byggingarnar
Um nokkurt skeið hafa dvalið
á Háafelli í Borgarfirði breskir
áhuga- og rannsóknarmenn um
geitur, geitastofna og hreinleika
þeirra. Þeir telja íslenska geita-
stofninn þann upprunalegasta í
Evrópu.
Hjónin Shirley og Les Goddyer
eru hluti af hópi sem kallar sig
British Feral Goat Research Group.
Þau hafa í 12 ár stundað rannsóknir
á hreinleika geitastofna í Evrópu, í
sjálfboðavinnu. Til þess að skera úr
um tegundina og hreinleika hennar
nota þau meðal annars mælingar
á eyrum geitanna, þar sem lengd,
breidd, þykkt og lögun eru skoð-
uð. Á dögunum rættist draumur
þeirra til margra ára um að koma til
Íslands og rannsaka geitastofninn
hér á landi sem talinn er sá ómeng-
aðasti í Evrópu. Þau hafa dvalið á
bænum Háafelli í Borgarfirði þar
sem Jóhanna Þorvaldsdóttir bóndi
hefur góðfúslega aðstoðað þau við
rannsóknir á geitunum hennar.
Að sögn þeirra hjóna hafa geit-
ur fylgt manninum frá ómunatíð og
haldið lífi í mannskepnunni, frek-
ar en kindur, alla vega framan af.
„Það var með geitur eins og hund-
inn. Þær voru alltaf fyrir augunum
á fólki, þóttu sjálfsagðar og eng-
inn saknaði þeirra fyrr en þær voru
farnar. En staðreyndin er sú að þær
nýttust ekki síður fyrir manninn en
sauðkindin. Allir áttu geitur, hvar
sem menn stóðu í þjóðfélagsstig-
anum, en kindur áttu aðeins þeir
sem meira máttu sín. Þar gæti verið
komin skýringin á því af hverju
ekkert er skráð um geiturnar þótt
örnefni víða um lönd gefi til kynna
að þær hafi alls staðar verið. Saga
geita er samofin menningu og sögu
flestra landa í Evrópu. Varðandi
íslenska geitastofninn er dapurlegt
hversu fáir einstaklingar eru til
hér á landi. Að líkindum eruð þið
með hreinasta og upprunalegasta
stofninn í Evrópu, vegna þess hve
landið var einangrað, og þjóðin
væri í raun að tapa hluta af menn-
ingu sinni ef þær hyrfu af sjón-
arsviðinu. Þið gerið ykkur kannski
ekki grein fyrir því hversu mikil
verðmæti þið eruð með í hönd-
unum. Margar þjóðir vildu gefa
töluvert til að hafa þessa sérstöðu
á tímum þar sem verið er að reyna
að bjarga dýrum í útrýmingarhættu
með sértækum aðgerðum til að þau
tapist ekki úr fánunni. Því miður
er ekki nógu mikill skilningur
meðal stjórnvalda Evrópulanda.
Eftir því sem við vitum best eru
það einungis Hollendingar sem
greiða fyrir rannsóknir og verndun
á sínum geitastofnum. Aðrar þjóð-
ir mættu sannarlega taka sér þá til
fyrirmyndar,“ segja Shirley og Les
Goddyer.
Nánara viðtal birtist við þau
hjón í næsta Bændablaði.
Birna
Telja íslenska geitastofninn
upprunalegastan í Evrópu
Íslenski geitastofninn er talinn vera
sá ómengaðasti í Evrópu og hefur
að líkindum haldist svo vegna ein-
angrunar landsins.
Þann 21. ágúst sl. sendi fjar-
skiptasjóður frá sér tilkynningu
um að sala á háhraðanettengin-
um, í tengslum við háhraðanet-
væðingu Símans á landsbyggð-
inni, væri að hefjast (24. ágúst)
í Skagafirði og Akrahreppi
– á fyrsta markaðssvæði. Sem
kunnugt er samdi fjarskipta-
sjóður þann 25. febrúar á þessu
ári við Símann hf. um uppbygg-
ingu á háhraðanettengingum á
tilteknum stöðum um allt land.
Uppbyggingu kerfa er nú lokið
á fyrsta markaðssvæði verkefn-
isins og við tekur sala, uppsetn-
ing og þjónusta.
Í tilkynningu frá fjarskiptasjóði
kemur fram að Síminn notar mis-
munandi tækni til þess að tengja
hvern stað. Hraði tengingar er
aðallega háður tækni og fjarlægð
heimilis frá sendistöð. Tengingar
í boði yfir 3G kerfi Símans verða
1Mb og 2Mb þar til eftir að upp-
byggingu heildarverkefnisins
lýkur. Eftir það verður boðið upp
á pakka með meiri hraða. Hraði
á ADSL tengingum fylgir þeim
pökkum sem almennt eru í boði
hjá Símanum á samningstíman-
um, með ofangreindum fyrirvara.
Gervihnatta- og WiFi tengingar
verða notaðar í undantekning-
artilvikum.
Uppsetning, búnaður og
þjónusta
Innifalið í uppsetningu er allur
tengibúnaður hjá áskrifanda,
þ.m.t. loftnet ef við á, lögn að
húskassa eða tengibúnaði inni og
viðtökubúnaður tilbúinn til notk-
unar. Síminn leggur þó ekki til
búnað og uppsetningu fyrir sölu-
aðila ADSL í heildsölu. Nokkrar
vikur geta liðið frá því að pöntun
er lögð inn og þar til uppsetning er
framkvæmd. Önnur vinna og efni
er ekki innifalið í þessu verkefni
og þurfa notendur að greiða sér-
staklega fyrir slíkt. Í tilkynning-
unni kemur fram að tengingin geti
orðið fyrir einhverjum truflunum
í fyrstu. Slíkt sé eðlilegt þegar
um ný gagnaflutningskerfi sé að
ræða. Gert er ráð fyrir sama uppi-
tíma og á öðrum aðgangsnetum
Símans, en þjónustan er sítengt
og ótímamælt internetsamband.
Innlent niðurhal er gjaldfrjálst og
er innifalið erlent niðurhal háð
áskriftarleið. Önnur þjónusta er
háð söluaðilum.
Pöntun á þjónustu og gjöld
Fjarskiptasjóður hefur ekki
milligöngu um sölu né samskipti
notenda við sölu- eða þjónustuað-
ila. Símanum, sem verktaka fjar-
skiptasjóðs, ber að bjóða íbúum
þjónustu. Símanúmer söluvers
Símans er 800-7000. Vænst er
þess að aðrir söluaðilar netþjón-
ustu bjóði íbúum þjónustu enda
stendur það öllum söluaðilum
til boða. Þeir sem panta teng-
ingu innan fjögurra vikna frá
upphafi sölu greiða ekki tengi-
gjald. Símanum er heimilt að inn-
heimta allt að 25.000 kr. m/vsk. í
tengigjald að þeim tíma liðnum.
Söluaðilum er ennfremur heimilt
að skuldbinda notendur í þjónustu
í allt að 6 mánuði. Áskriftargjald
Símans fylgir ADSL verðskrá fyr-
irtækisins hverju sinni fyrir sam-
bærilega þjónustu óháð því hvaða
tækni er notuð. Almennir notk-
unar- og viðskiptaskilmálar sölu-
aðila mega gilda í þessu verkefni.
Í tilkynningu frá fjarskipta-
sjóði segir að tímaáætlun getur
breyst á verktímanum og verður
stöðugt unnið að endurbótum á
staðalistanum. Nánari upplýsing-
ar um áætlun í uppbyggingu á ein-
stökum stöðum má sjá á vef fjar-
skiptasjóðs, www.fjarskiptasjodur.
is. Tekið er við fyrirspurnum og
ábendingum í netfangið fjar-
skiptasjodur@fjarskiptasjodur.is,
en einnig má senda skrifleg erindi
á samgönguráðuneytið merkt
„Fjarskiptasjóður”.
-smh
Háhraðanetvæðing Símans á markaðssvæði 1
Sala á háhraðanettengingum hafin í Skagafirði og Akrahreppi
Bændablaðið kemur
næst út 10. september