Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 27
23 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Út er komin bókin . . . og svo kom Ferguson, sögur um Ferguson- dráttarvélarnar á Íslandi í máli og myndum. Höfundur er Bjarni Guðmundsson, fyrrv. prófessor við LBHÍ á Hvanneyri og for- stöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands. Tilefni bókarinnar er að 60 ár eru nú liðin síðan innflutningur á Ferguson-dráttarvélum hófst til Íslands. Um það leyti átti sér stað bylting í íslenskum landbúnaði með almennri vélvæðingu búskap- arins en í ýmsum efnum mátti þá finna verklag og búskaparhætti hér á landi sem höfðu verið óbreyttir öldum saman. Við upphaf þessa skeiðs áraði ekki vel í íslensku þjóðlífi. Stutt var þá frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk, efnahagur var bágur og skömmtun á matvörum og fleiri nauðþurftum. Til þess var tekið að Íslendingar nutu þá Marshall- aðstoðar eins og þjóðir á meg- inlandi Evrópu sem voru í rúst eftir heimsstyrjöldina. Það er inn í þessar kringum- stæður sem Ferguson-dráttarvélin kemur til sögunnar hér á landi í fylgd ýmissa annarra tegunda drátt- arvéla og búvéla. Hennar beið hins vegar það hlutskipti að verða flest- um öðrum vélum og tækjum frekar táknmynd vélvæðingar í landbún- aði. Því réð annars vegar það að hún kynnti ýmsar hagnýtar nýjung- ar í hönnun dráttarvéla, svo sem þrítengið og vökvalyftuna, sem m.a. gat flutt viðspyrnu vélarinn- ar á afturhjólin. Mikill fjöldi sér- hæfðra vinnutækja var einnig fáan- legur á vélina, flest hönnuð á þrí- tengi hennar og vökvalyftu. Einnig var þyngdarpunktur hennar lægri en á sambærilegum vélum sem dró úr veltihættu hennar. Hugmyndir að þessum nýjungum átti hönnuður vélarinnar, Harry Ferguson, og nánustu samstarfsmenn hans. Hitt atriðið sem réð útbreiðslu vélarinnar var að umboðið hér á landi, Dráttarvélar hf., var í eigu Sambands íslenskra samvinnu- félaga sem í gegnum undirdeildir sínar, kaupfélögin, var um það leyti aðal viðskiptaaðili bænda. Bjarni Guðmundsson, sem um langan aldur hefur stundað rann- sóknir og kennslu í bútækni, dregur í bókinni fram ótrúlega margt sem varðar sögu Ferguson-vélarinnar hér á landi. Hann hefur um árabil safn- að fróðleik um vélina. Þannig hefur hann aflað margháttaðra upplýsinga frá mönnum sem best þekktu til og höfðu sjálfir verið þátttakendur í þeirri sögu en eru nú fallnir frá. Um þriðjungur bókarinnar er síðan frásögn tíu bænda, sem rifja upp þegar Ferguson kom á bú þeirra, og ellefta frásögnin er svo eftir Bjarna sjálfan. Á ýmsan hátt er þessi hluti bókarinnar eftirminni- legastur. Fyrsta og lengsta frásögn- in er eftir Magnús Sigurðsson á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem nú er nýlátinn. Bókin … og svo kom Ferguson er mikil fróðleiksnáma og skemmti- leg aflestrar. Jafnframt vekur hún spurningar. Eiga aðrar atvinnu- greinar landsmanna viðlíka rit; sjávarútvegur, iðnaður og verslun og viðskipti? Því skal ekki svarað hér og enn síður neitað. Hins vegar segir mér svo hugur að þessi bók höfði til lesenda töluvert út fyrir raðir landbúnaðar og dreifbýlis. Hér er dreginn saman mikill fróð- leikur um afmarkað svið sem á hins vegar tengingu vítt og breitt með þjóðinni, og kveikt getur marghátt- uð áhugaverð hugsanatengsl með lesendum. Þannig á góð bók að vera. Matthías Eggertsson Skil á vorbókum í sauðfjárrækt- inni hafa verið ákaflega góð í sumar. Með umbótum í fjar- skiptamálum fjölgar með hverj- um deginum þeim skýrsluhöld- urum sem færa skýrsluhald sitt að öllu leyti sjálfir í FJARVIS. IS. Þrátt fyrir þetta eru enn mjög margir sem eiga eftir að skila vorgögnum í sauðfjár- ræktinni í uppgjör. Því er beint til þeirra og bretta upp ermarn- ar og koma skýrsluhaldinu sem fyrst til uppgjörs. Ein ástæða þess að þetta þarf að gerast sem fyrst er að að öðrum kosti eiga menn ekki möguleika á að fá haustbók fyrir haustið. Haustbókin er með marvíslegum upplýsingum sem eiga að geta komið öllum fjáreigendum, sem vilja sinna ræktunarstarfi í sinni hjörð, að einhverjum notum. Þess vegna er eðlilegt að hún sé fyrir hendi við hauststörfin. Strangt til tekið er ekki bund- inn skiladagur á vorbókinni hjá öðrum en þeim sem eru að vinna sig til þátttöku í gæðastýring- unni hverju sinni. Aftur á móti er lokadagur skila á skýrsluhald- inu 20. janúar og eftir að vinnsla á haustbókunum byrjar seint í október mun hún hafa allan for- gang. Þannig taka þeir slóðar sem ekki ljúka skilum á vorbók fyrir þann tíma þá áhættu að hún komist ekki það snemma í upp- gjör að haustbók fyrir síðari hluta skýrsluhaldsins berist áður en skilakröfur skýrsluhaldsins falla í janúar. Þetta þarf öllum þeim aðilum að vera ljóst sem setja sig í slíka stöðu. Það ánægjulega er að talsverð fjölgun hefur enn orðið á skýrslu- höldurum á þessu ári. Ástæða er því til að nota tækifærið og hvetja alla fjáreigendur, sem ekki eru með fé sitt skýrslufært þegar í hinu sameiginlega skýrsluhaldi, að huga að því að gera slíkt. Eftir að merkingarskylda var sett, á allt fé að vera skráð í hinn sameiginlega gagnagrunn. Fyrir þá aðila sem hafa gott tölvusamband er færsla á skýrsluhaldinu í FJARVIS.IS leik- ur einn. Leikur sem ástæða er til að hvetja alla, sem ekki taka þátt í honum nú þegar, til að bætast sem fyrst í hópinn til fullrar þátttöku. JVJ Nú er ekki seinna vænna Ritfregn . . . og svo kom Ferguson Höfundur afhendir Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra eintak af bók- inni um Ferguson. Forsíða bók- arinnar til vinstri. Hin árlega landskeppni Smala- hundafélags Íslands verður haldin 29.-30. ágúst að Miðengi í Grímsnesi. Að þessu sinni er það nýstofnuð smalahundadeild Ár nes sýslu sem heldur keppnina en mikill áhugi var fyrir stofnun deild arinnar og eru félagsmenn rúm lega 20 talsins. Búist er við metþátttöku þar sem áhugi bænda og annarra á því að eignast góðan smalahund hefur stóraukist. Þá hafa félagsmenn reynt að betrumbæta hundakostinn með því að flytja inn nýtt blóð til landsins. Verður því spennandi að sjá hvernig til hefur tekist. Keppnin byrjar á laugardag- inn kl. 11 á unghundum og síðan verður keppt í B-flokki og endað á A-flokki. Á sunnudag hefst keppn- in kl. 11 og verða þá úrslit í B- og A-flokki. Alla nánari uppl. er að finna á vef Smalahundafélags Íslands www.smalahundur.123.is Á Miðengi er veitingasala, tjald- stæði og snyrtiaðstaða. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskyld- una að skella sér í útilegu og eiga góða helgi og frábæra skemmtun. Frétt frá Smalahundafélagi Íslands Landsmót Smalahundafélags Íslands um helgina Haldið í Miðengi í Grímsnesi Umsóknir um styrk vegna þróunar- og jarðabótaverkefna Umsóknir eiga að berast til viðkomandi búnaðarsam- bands/ leiðbeiningamið- stöðvar, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna á www. bondi.is. Í eftirfarandi styrki er hægt að sækja um núna:  Endurræktun vegna að- lög unar að lífrænum bú- skap  Beitarstjórn og landnýt- ing  Viðhald framræslu lands vegna ræktunar  Kölkun túna  Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt) ROTÞRÆR – SITURLAGNIR Heildarlausnir – réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. VATNSGEYMAR 100 – 50,000 ltr. LINDABRUNNAR - margar gerðir – leiðbeiningar á staðnum.    " % & '  (   )* & +,, -  - . /+, ,/,/ & 0 . /+1 /2,/ 3  .  4  % & 5 . 666%  %    7          $  8 ! ( %    JÚGURHALDARAR   Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 Kornsekkir og plastinnlegg - Eigum til á lager mismun- andi stærðir kornsekki sem eru fullopnir að ofan og með/án los- unarops í botni. - Bjóðum einnig upp á sterka plastinnlegg sem henta fyrir kornsekkina. Legur: - Eigum til     legum á lager – vottuð gæði. Brettatjakkar: - Mjög gott úrval til af prettatjökkum á lager – mál- aðir, galvan- iseraðir og ryðfríir. Efnavara: - Erum með mjög breiða línu í efnavöru, smurefni,       með vottuð smurefni fyrir matvælaiðnað. Leitið upplýsingar hjá okkur Tunguháls 10 110 Reykjavík Sími: 517 2220

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.