Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 19
15 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009
Gísli Níls Einarsson forvarnar-
fulltrúi hjá fyrirtækjasviði VÍS
hefur setið í samstarfsnefnd VÍS
og Bændasamtaka Íslands um
forvarnarverkefni tengt bruna-
vörnum hjá bændum sem að
kynnt verður nú á næstu dögum.
Blaðamaður settist niður með
Gísla og spurði hann út í verk-
efnið, forsögu þess og stöðu
brunavarna í sveitum.
„Árið 2008 endurnýjaði VÍS
samning sinn við Bændasamtökin
um vátrygginga við bændur.
Samningurinn er til sex ára og nær
til hefðbundins búrekstrar. Í samn-
ingnum var kveðið sérstaklega á
um forvarnarsamstarf milli VÍS
og Bændasamtakanna, og þá eink-
um á sviði brunavarna. Við höfum
hitt fulltrúa Bændasamtakanna
reglulega síðan og saman höfum
við þróað forvarnarflokka fyrir
bændur sem kveða á um ákveð-
inn lágmarks brunavarnarbúnað
hjá bændum auk annarra skilyrða.
Uppfylli bændur þessi skilyrði fá
þeir afslátt af tryggingaiðgjöld
sínum.“
– Hversu mikil þörf er á að fara
í verkefni af þessu tagi?
„Síðustu ár hafa orðið nokk-
uð stórir brunar í útihúsum, og
í mörgum tilfellum hefur verið
um að ræða tiltölulega nýlegar
byggingar. Það vekur vissulega
spurningar um hvernig málum
er háttað. Auk þess má nefna að
árið 2002 var gerð rannsókn hjá
Rafmagnsöryggisdeild löggilding-
arstofu þar sem tekin voru út 332
býli á landinu öllu. Þar voru skoð-
aðar bæði nýlegar byggingar sem
og eldri útihús og þar kemur í ljós
að ástand raflagna og rafmagns-
tafla sé í heildina litið fremur
slæmt. Af þeim sökum sé til staðar
ákveðin brunahætta. Þegar þetta er
vegið saman þá er viss forsenda
fyrir því að gert sé átak í þessum
málum.“
– Hafa eldvarnir í sveitum setið
eftir miðað viða aðrar atvinnu-
greinar síðustu ár?
„Samkvæmt mínum heimildum,
meðal annars frá Vinnueftirlitinu,
þá hafa bændur setið svolítið
eftir í þeim uppgangi sem varð í
samfélaginu síðustu ár hvað þetta
varðar. Einblínt var á stórar mann-
virkjagerðir og eftirlit með þeim
og bændur fengu ekki þær stofn-
anir sem við áttu til að sinna sínum
málum. Vinnueftirlitið ætlar til
að mynda að fara í sérstakt átak á
næsta ári og fara yfir með bændum
hvort búið sé að uppfylla vinnu-
verndarlöggjöfina, til að mynda
varðandi áhættumat fyrir býlin.
Síðan virðist staðreyndin vera sú
að eldvarnareftirlit sveitarfélaga
hafa ekki verið að sinna bruna-
vörnum bænda nægilega á landinu
öllu.“
Mörg býli í góðum málum
– Nú liggur ábyrgðin auðvitað
hjá bændum sjálfum. Hafa þeir
að þínu mati flotið sofandi áfram
varðandi brunavarnir?
„Það eru mikil tækifæri til
staðar hjá bændum til að taka til
í sínum ranni og þeir geta sýnt
frumkvæði í að efla sínar bruna-
varnir. Ég hef von um að vegna
þess hvernig hægst hefur á hjólum
atvinnulífsins eigi bændur meiri
möguleika nú en var á því að fá til
sín þessa eftirlitsaðila og að þeir
muni sinna bændum betur en verið
hefur.“
– En nú er fjöldi bænda í erfiðri
fjárhagslegri stöðu. Umbætur í
brunavörnum eru kostnaðarsamar.
Áttu von á að bændur hafi hrein-
lega tök á að gera átak í sínum
málum, ráða þeir við það fjár-
hagslega?
„Við lögðum þetta þannig upp
hjá VÍS að búa til þrjá flokka
sem að gefa stigvaxandi afslátt
af tryggingaiðgjöldum. Í fyrsta
flokknum er gert ráð fyrir því að
bændur komi upp lágmarks bruna-
vörnum, þ.e.a.s. slökkvitæki og
slökkvibúnað inni í rafmagnstöfl-
um. Þetta er búnaður sem kostar
ekki háar fjárhæðir. Við leggjum
líka áherslu á góða umgegni og
slíkt kostar ekki mikla peninga.
Í þeim uppgangi sem verið hefur
undanfarin ár hefur mikið verið
byggt af nýjum byggingum og þar
eru auðvitað mörg býli sem eru í
góðum málum hvað þetta varðar.“
– Munið þið á einhvern hátt
koma enn frekar til móts við bænd-
ur sem að vilja taka þátt í verkefn-
inu,?
„Við höfum verið í viðræð-
um við m.a. Öryggismiðstöðina
og fleiri aðila. Í kjölfarið á þessu
átaki mun Öryggismiðstöðin bjóða
upp á tilboðspakka til bænda til
að uppfylla þær kröfur sem gerðar
eru hjá VÍS.“
– Hefur VÍS ekki ýtt nægilega
eftir því að bændur sem tryggja
hjá ykkur sinni sínum brunavörn-
um?
„Þetta forvarnarsamstarf VÍS
og Bændasamtaka Íslands er
auðvitað liður í að koma þessum
málum í betra horf og það er engin
spurning að efldar brunavarnir hjá
bændum er ávinningur fyrir báða
aðila. Sömuleiðis er VÍS að taka
upp nýja forvarnarstefnu þar sem
tryggingafélagið leggur enn meiri
áherslu á forvarnir í sinni þjón-
ustu og þess sér stað í þessu verk-
efni meðal annars. Við vonumst til
þess að þetta verkefni verði þess
valdandi að bændur fari að huga
betur að þessum málum og við
erum að veita þeim ákveðið tæki-
færi og verkfæri til þess.“
fr
VÍS og Bændasamtökin endur-
nýjuðu á síðasta ári samning
um víðtæka vátryggingavernd
fyrir bændur, sérstakt forvarn-
arákvæði var sett inn í samning-
inn um að samningsaðilar myndu
vinna að forvarnarverkefnum
með bændum á samningstíman-
um. Forvarnir eru sameiginlegt
hagsmunamál VÍS og bænda
sem tryggja hjá félaginu, meira
öryggi fyrir bændur og færi
skapast fyrir lægri iðgjöldum.
Í samningnum er tilgreint að
bændur fái ákveðinn afslátt af
iðgjöldum ef fullkominn forvarn-
arbúnaður sé til staðar á bónda-
býlum. VÍS hefur í samráði við
Bændasamtökin skilgreint for-
varnarbúnað hjá bændum og skipt
honum í þrjá flokka. Allir forvarn-
arflokkarnir gera ráð fyrir að búið
sé að gera lögbundið áhættumat
starfa samkvæmt vinnuverndarlög-
unum nr. 46/1980 og að lágmarks
brunavarnabúnaður sé til staðar hjá
bændum, þ.e. að slökkvitækjum
sé komið fyrir á ákveðnum svæð-
um á bóndabýlum, slökkvibún-
aður sé í rafmagnstöflum og allur
slökkvibúnaður sé yfirfarinn árlega
af viðurkenndum þjónustuaðila.
Sömuleiðis gera allir flokkarnir
kröfu um að umgengni og þrif innan
og utan húss séu í góðu lagi. Fyrstu
tveir forvarnarflokkarnir gera kröfu
um að engar athugasemdir séu frá
opinberum aðilum vegna bruna-
varna og bygginga og að reyksogs
brunaviðvörunarkerfi sé í gripa-
húsum. Forvarnarflokkarnir eru til-
greindir í töflunni hér að nofan.
Bændafulltrúar VÍS munu heim-
sækja bændur og taka út forvarn-
arbúnað í býlum þeirra með því að
fara yfir staðlaðan forvarnargátlista
„stöðumat bænda“ til að meta hvort
bændur uppfylli skilyrðin í við-
komandi forvarnarflokki. Áður en
bændur eru heimsóttir þurfa þeir að
senda bændafulltrúum viðeigandi
gögn, s.s. fullklárað áhættumat
starfa, staðfestingu frá þjónustuað-
ila að árlegu eftirliti slökkvitækja
sé lokið og önnur viðbótargögn
eftir því hvaða forvarnarflokki
bændur telja sig tilheyra. Þannig
er tryggt að bændur fái sem bestu
leiðbeiningar og þjónustu varðandi
skilyrði forvarnarflokka VÍS.
BÍ og VÍS telja að með þessum
þremur forvarnarflokkum sé búið
að skapa tækifæri fyrir alla bændur
að efla brunavarnir á býlum sínum
og um leið njóta góðs af því með
lækkun iðgjalda. VÍS leggur mikla
áherslur á að bændur finni að þeir
séu í viðskiptum við tryggingar-
félag sem lætur sig forvarnir miklu
skipta í þjónustu sinni.
1. forvarnar-
flokkur
2. forvarnar-
flokkur
3. forvarnar-
flokkur
VÍS – Fullkominn forvarnarbúnaður 15% afsláttur 10% afsláttur 5% afsláttur
Lögbundið áhættumat:
Fullklárað áhættumat samkvæmt Vinnuverndarlögum nr. 46/1980
Slökkvitæki á eftirfarandi stöðum:
Heimilishúsnæði: Léttvatnsslökkvitæki
Vélageymsla: Léttvagnsslökkvitæki, ef gas er í geymslunni skal setja
duftslökkvitæki í staðinn
Gripahús: Léttvagnsslökkvitæki sé staðsett við aðalinngang
Tæknirými: Léttvagnsslökkvitæki vegna tölvubúnaðar
Annað landbúnaðarhúsnæði: Léttvagnsslökkvitæki sé staðsett við
aðalinngang
Yfirfarin slökkvitæki séu á tilgreindum stöðum
Viðurkenndur aðili annist árlegt eftirlit með slökkvitækjum
Slökkvibúnaður við rafmagnstöflu:
Í öllum rafmagnstöflum í gripahúsi, gróðurhúsi, vélageymslu og útihúsi
Umgengni:
Að umgengni á býlinu uppfylli kröfur samkvæmt gátlista um stöðumat
forvarna hjá bændum
Athugasemd frá opinberum aðilum:
Engar athugasemdir vegna eldvarna (Lögbundið eldvarnaeftirlit á 3ja
ára fresti)
Engar athugasemdir vegna bygginga
Bændur uppfylli reglugerð nr. 116 um brunahólf og hvaða efni eigi að
vera í milliveggjum í gripahúsum
Brunaviðvörunarkerfi:
Reyksogskerfi eða sambærilegt brunaviðvörunarkerfi
Kerfi er tengt farsíma bónda eða vaktmiðstöðvar hjá viðurkenndum aðila
Forvarnarsamstarf VÍS
og Bændasamtakanna
Bændur hafa setið eftir varðandi brunavarnir
Gísli Níls Einarsson telur að mikil sóknarfæri séu hjá bændum í því að efla
brunavarnir á býlum sínum.