Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 28
24
Ómar er fæddur og upp alinn
á Ketilseyri, fjórði yngsti af 17
systkynum. Hann tók við af for-
eldrum sínum, ásamt Sigurbirni
bróður sínum, í maí 1983. Á
árunum 1984-89 stunduðu þeir
loðdýrarækt með sauðfjárrækt-
inni.
Eftir 1990 bjó hann einn þar
til Gunna og Konni fluttu til hans
vorið 1997.
Árið 2007 var flatgryfjunni
breytt í fjárhús og þá fjölgaði fénu
úr 550 í rúmlega 800; þegar þau
keyptu féð af foreldrum Gunnu,
þeim Hreini og Hildigunni á
Auðkúlu í Arnarfirði.
Býli?
Ketilseyri.
Staðsett í sveit?
Í sunnanverðum Dýrafirði, um 8 km
innan við Þingeyri.
Ábúendur?
Ómar Dýri Sigurðsson og Guðrún
Íris Hreinsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Hjónin og börnin fjögur; Hákon
Sturla 16 ára, Dýrleif Arna 11 ára,
Sigurður Þorkell Vignir alveg að
verða 10 ára og Auðbjörg Erna 5
ára.
Svo eru hundarnir Snati 6 ára og
Tryggur 1 árs.
Stærð jarðar?
Túnin á Ketilseyri eru 20 ha. Eigum
einnig tvær aðrar jarðir til slægna
og beitar – og sláum þar að auki
tún á öðrum jörðum.
Tegund býlis?
Sauðfjárrækt og skógrækt.
Fjöldi búfjár og tegundir?
702 ær, 75 gemlingar, 28 hrútar, 9
sauðir og 40 ha beitarskógur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það fer eftir árstíðum, veðri og
vindum. En sólarhringurinn er of
stuttur vor og haust.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Sauðburðurinn er skemmtilegastur
þó hann sé stundum strembinn. En
leiðinlegast er að lóga fullorðnum
hrútum og ám.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Svipaðan og nú er, en Hákon vill
fjölga upp fyrir 1000.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda?
Bændur sjálfir eru ekki nógu virkir,
nema við eldhúsborðið og erum við
þar engin undantekning.
Hvernig mun íslenskum landbún-
aði vegna í framtíðinni?
Ekki gott að spá til um það á þessum
tímum, við erum ekki skyggn.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Á hinum norðurlöndunum og hugs-
anlega að selja sláturlömb á fæti til
mið-austurlanda.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, skyr og rjómi.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu?
Lambalæri, svið og hangikjöt.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin?
Þegar lömbin fóru yfir 1200 vorið
2008.
2
2 7 3 6
6 1 5
8 3 1
4 6 7
2 4 5
7 9 1 2
9
7 9
3 5 7
1 8 2
6 7 1
8 9
2 4 5
9 5 2
2 6 8
3 6
1
8 6 9
7 8 4 3
6 1
6 4
3 8
4 3 9 5
5 1 7
2
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-
ar. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og
heldur ekki innan hvers reits sem
afmarkaður er af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú
sem er lengst til vinstri er léttust og
sú til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku.com og þar er einn-
ig að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Prófar nýja rétti í hverjum mánuði
Alma Oddgeirsdóttir, kenn-
ari og náms- og starfsráðgjafi
á Akureyri, er matgæðingur
Bænda blaðsins að þessu sinni.
Hún er dugleg að glugga í mat-
reiðslubækur og gleymir sér jafn-
an við þá iðju en útkoman verður
oft og tíðum fróðleg fyrir heim-
ilisfólkið sem nýtur góðs af til-
raunastarfsemi húsmóðurinnar.
„Þegar ég hef nægan tíma finnst
mér svo til allt sem viðkemur mat-
reiðslu og bakstri áhugavert, þó
svo að innkaup og frágangur séu
e.t.v ekki efst á vinsældalistanum!
Mér finnst ákaflega gaman að lesa
og skoða matreiðslubækur og hef
það sem markmið að prófa í það
minnsta einn nýjan rétt í hverjum
mánuði. Ég á ótal marga uppá-
haldsrétti en í sérstöku uppáhaldi
er ítölsk og austurlensk matreiðsla.
Síðan er ég veik fyrir gómsætum
eftirréttum þar sem súkkulaði og
rjómi eru í aðalhlutverki!“
Hollustubrauð
„Þetta brauð fékk ég hjá vinkonu
minni sem er mikill bakari og er
umhugað um heilsuna. Brauðið
er þeim góðu eiginleikum gætt að
vera auðvelt í bakstri, hollt og ljúf-
fengt.“
3 ½ dl heilhveiti (má nota speltmjöl)
3 ½ dl haframjöl
1 dl hveitiklíð
1 dl hörfræ
½ dl sesamfræ
1 msk. hrásykur
4 tsk. vínsteinslyftiduft (eða venjulegt
lyftiduft)
salt (ef vill, magn eftir smekk)
250 ml mjólk
250 ml súrmjólk
Aðferð:
Blandið saman þurrefnunum. Setjið
síðan mjólk og súrmjólk út í og
hrærið saman (hrærivél óþörf).
Setjið í eitt stórt ílangt kökuform
eða tvö minni, klætt með bök-
unarpappír. Ofan á deigið er gott
að setja til dæmis sólblómafræ og
sesamfræ. Bakið við 200°C í um
það bil klukkustund. Best er að
fjarlægja brauðið strax úr form-
inu og losa bökunarpappírinn frá
þegar brauðið er fullbakað því það
er frekar blautt þegar það kemur
úr ofninum og þess vegna er gott
að lofti um það meðan það er að
kólna. Brauðið er einstaklega gott
með osti, tómötum og gúrku.
Sumarlegur og fljótlegur forréttur
„Á meðan verið er að undirbúa
grillið eða bara hvað sem vill er
óneitanlega huggulegt að narta í
eitthvað lystaukandi til að seðja
sárasta hungrið og undirbúa mag-
ann fyrir aðalréttinn. Þessi sam-
setning stendur alltaf fyrir sínu,
einföld og fljótleg.“
1 bréf parmaskinka
íslenskur mozzarellaostur (litlar kúlur)
íslenskir kirsuberjatómatar
fersk basilíka
góð ólífuolía
maldonsalt
Aðferð:
Skvettið örlítilli olíu á ostinn og
sáldrið salti yfir. Skiptið parmask-
inkusneiðunum í tvennt og raðið
síðan saman skinku, basilíkulaufi,
osti, tómati og öðru laufi. Vefjið
skinkunni utan um ost, tómata og
basilíku og festið með tannstöngli.
Verði ykkur að góðu
ehg
MATARKRÓKURINN
Bærinn okkar
Ketilseyri, Dýrafirði
Kéli, Konni, Auðbjörg og Dýrleif.Ómar og Gunna.
Alma Oddgeirsdóttir er matgæðingur Bændablaðsins að þessu sinni,
greini lega í sumarskapi á svölunum sínum.
Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009