Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafirði hefur formlega tekið til starfa en stöðinni er ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslu. Stöðin er staðsett á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit og er hún í meirihlutaeigu sveit- arfélaganna í Eyjafirði, auk mat- vælafyrirtækja á svæðinu og fleiri aðila. Tilkoma stöðvarinn- ar er lykilskref í því að sorp- urðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stig- ið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og fyrsti þingmað- ur Norðausturkjördæmis, ræsti stöðina formlega. Jarðgerðarstöð Moltu er um margt áhugaverð, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og getur annað um 10-13 þúsund tonnum á ársgrundvelli. Stærð stöðvarinnar markast af því að geta afkastað háönn í úrgangi á svæð- inu, þ.e. á haustin þegar sláturtíð gengur yfir. Stöðin er þannig upp- byggð að mjög einfalt er að bæta við tromlum og auka afköst hennar. Hugmyndir um byggingu jarðgerðarstöðvar má rekja til starfs innan matvælahóps Vaxtarsamnings Eyjafjarðar árið 2006 en í lok þess árs var haldinn kynningarfundur með fulltrúum sveitarfélaga og fyrirtækja á svæð- inu. Í kjölfarið hófust formlegar athuganir og undirbúningsferli sem leiddi til stofnunar Moltu ehf. Framkvæmdir við stöðina sjálfa hófust í ágúst 2008 og í júní sl. hófst reynslukeyrsla stöðvarinn- ar. Strax í næsta mánuði mun svo verða full nýting á stöðinni í slát- urtíðinni. Vinnslan í stöðinni fer þannig fram að saman við lífræna úrgang- inn, sem að stærstum hluta er fisk- og sláturúrgangur, er í byrjun blandað stoðefnum, þ.e. pappír, timbri, grasi og garðaúrgangi. Með því fæst nauðsynlegt kolefni í jarð- gerðina. Þessi blanda fer síðan í sex stórar tromlur þar sem jarðgerð- arblandan hitnar og fer upp í að minnsta kosti 70°C. Þegar stöðin er á fullum afköstum eru um 250 tonn samtímis í tromlunum sex. Að umfangi getur jarðgerðarblandan rýrnað um sem næst 40% í þessu niðurbrotsferli. Út úr ferlinu kemur molta, sem þarf að fullverkast í um þrjá mánuði í mönum utan við stöðina og er hún þá tilbúin í frek- ari vinnslu. Moltan er verðmætt áburðarefni og nú þegar jarðgerðin er orðin að veruleika mun fyrirtækið einbeita sér að þróun á framhaldsvinnslu moltunnar. Í þeim þætti eru taldir ýmsir möguleikar sem skilað gætu fyrirtækinu frekari tekjum og skap- að ný störf, en við moltugerðina eru um tvö störf á ársgrundvelli. Tækjabúnaður í jarðgerðarstöð- inni er frá finnska fyrirtækinu Preseco og samanstendur m.a. af jarðgerðartromlunum og tilheyr- andi móttökubúnaði, þ.e. hakka- vélum, færiböndum og sniglum. Verkfræðifyrirtækið Mannvit á Akureyri kom að undirbúningi að stofnsetningu stöðvarinnar, bæði hvað varðar ráðgjöf um tæknilega útfærslu og hönnun húss. Byggingarframkvæmdir annað- ist fyrirtækið Virkni ehf. Kostnaður við verkefnið í heild nemur rúmum 500 milljónum króna. MÞÞ        Norðurlandi Stærsta tromlujarðgerðarstöð í Evrópu tekur til starfa í Eyjafirði Jarðgerðarstöð Moltu ehf. á Þveráreyrum. Tilkoma stöðvarinnar er lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig er með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins. Steingrímur J. Sigfússon ræsir vél- arnar í jarðgerðarstöðinni í gegn- um tölvustjórnbúnað. Sauðfjárbændur bíða nú spennt- ir eftir því að sláturleyfishafar auglýsi verðskrá sína á þessu hausti. Landssamtök sauðfjár- bænda hafa að vanda gefið út viðmiðunarverð þar sem gert er ráð fyrir því að vegið meðalverð hækki um 11% frá síðasta ári. Sláturleyfishafar bregðast svo við með því að auglýsa sitt verð í upphafi sláturtíðar. Þegar Bændablaðið fór í prentun var Fjallalamb á Kópaskeri eina fyr- irtækið sem birt hafði verðtöflu sína. Verðskráin sem Fjallalamb birti var reyndar sú sama og í fyrra, að því frábrugðnu að nú er ekki gefið út neitt sérstakt útflutningsverð. Skýringin á því er sú að útflutn- ingsskyldan hefur verið afnumin. Það þýðir að fyrir allt kjöt verð- ur greitt svonefnt innanlandsverð sem er nokkru hærra en útflutn- ingsverð. Við það hækkar heildar- verðið sem bændur fá fyrir kjöt sitt. Það er hins vegar talsverður munur á verðskrá Fjallalambs og því viðmiðunarverði sem LS gáfu út. Herðið ykkur við skýrsluhaldið! Í kjölfar ákvörðunar um viðmiðun- arverð héldu forystumenn í snögga fundaferð um landið. Haldnir voru fjórir fundir með sauðfjárbænd- um dagana 17. og 18. ágúst, fyrri daginn í Dalabúð og í Eyjafirði en seinni daginn á Egilsstöðum og í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Tíðindamaður Bændablaðsins sótti síðastnefnda fundinn og fylgd- ist með líflegum umræðum um málefni sauðfjárræktarinnar fram eftir kvöldi. Alls sóttu tæplega 50 manns fundinn og var það talið til tíðinda að meðal fundarmanna voru tveir fulltrúar sláturleyf- ishafa. Fundarstjóri var Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri en fyrsti framsögumaður fund- arins var Einar Ófeigur Björnsson úr Kelduhverfi sem greindi frá vinnu sem nú er í gangi við að koma upp kostnaðargrunni fyrir sauðfjárbú. Þar er byggt á gögnum sem bændur skila til Hagþjónustu landbúnaðarins og fleiri tölum, en gallinn við tölurnar er að bændur sem skila inn gögnum eru ekki nógu margir, auk þess sem oft vantar magntölur inn í þær. Þannig er oft ekki vitað hversu mörg kíló eru að baki tilteknum tölum. Fyrir vikið er erfitt að bera býlin saman. Hvöttu frummælendur eindregið til þess að bændur bættu sig hvað þetta varðar og sendu inn góð og fullnægjandi gögn. Ljósið í myrkrinu: útflutningurinn Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður LS sté næstur í pontu og lýsti ánægju sinni með þessa fundaröð, hún gæfi forystunni gott tækifæri til að hitta sauðfjárbænd- ur og það væri alltaf skemmtilegt. Það eru hins vegar ýmsar blikur á lofti í starfsumhverfi sauðfjár- bænda. Þannig hefur framleiðslan verið að aukast og er nú komin í tæplega níu þúsund tonn á ári. Hins vegar segja sölutölurnar að sala dilkakjöts hafi dregist saman um 22% síðustu þrjá mánuði. Það sem helst veldur þessu er kaupmáttarrýrnun hjá almenningi og aukið framboð á svínakjöti. Ljóst er að neytendur hafa dregið úr lambakjötsneyslu og þá einkum látið dýrari hluta lambsins vera. Stuttur en snarpur sölukippur sem varð á lambakjöti skömmu eftir hrunið síðasta haust reyndist mýr- arljós. Menn töldu að þá hefðu neytendur verið að nota tækifærið og fylla frystikistur sínar, en svo var ekki, þetta voru fyrst og fremst tilfærslur á milli aðila í sölukerf- inu. Þetta sést líka á því að birgðir hafa aukist og eru komnar í tæp- lega 1.700 tonn sem er 13% meira en á sama tíma í fyrra. Ljósi punkturinn í sölumálunum er hins vegar útflutningurinn. Hann hefur aukist um 150 prósent frá því í fyrra. Skýringin á þessu er að sjálfsögðu þróun gengis íslensku krónunnar enda hefur skilaverð til afurðastöðvar hækkað umtalsvert, eða úr 306 kr./kg á fob-verði árið 2007 í 582 krónur á fyrra helmingi þessa árs. Þetta er meðalverð fyrir alla hluta skepnunnar. Hryggir og læri hlaðast upp Sindri skýrði síðan út aðferð- irnar sem stjórn LS notaði við að ákvarða viðmiðunarverð en eins og áður sagði hækkar vegið með- alverð um 11%, úr 428 kr./kg í 475 kr. Innanlandsverðið hækkar ekki svo mjög, eða um 2,4%, en mestu munar um að útflutningsverðið hækkar um 41% frá því fyrra. Þá hækkar kjöt af fullorðnu um sömu prósentu og lambakjötið. Sindri sagði að því miður væru horfur á frekari útflutningi ekki sérlega góðar. Þar skipti mestu að verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi dilkakjöts til Noregs sem verið hefur besti markaður- inn fyrir íslenskt lambakjöt undan- farin ár. Í fyrra nam innflutningur Norðmanna á lambakjöti um 4.000 tonnum en í ár er ekki búist við að hann verði meira en 1.200 tonn. Á móti kemur að útflutningur Nýsjálendinga og Ástrala á lamba- kjöti hefur dregist mikið saman og við það hlýtur að opnast gat á markaði fyrr eða síðar. Að loknu erindi Sindra og stuttu ávarpi Sigurðar Eyþórssonar framkvæmdastjóra LS var mæl- endaskrá opnuð og urðu líflegar umræður sem snerust að verulegu leyti um það hvernig hægt væri að auka sölu á lambakjöti. Töluvert var spurt út í markaðsmál innan- lands, hvort kjötinu væri nógu vel haldið að neytendum. Fram kom að talsverður hluti þeirra birgða sem nú hlaðast upp eru hryggir, læri og aðrir dýrir hlutar lambs- skrokksins. Nokkrar umræður urðu um það hvort það væri sauðfjárrækt- inni til góðs að útflutningsskyld- an var lögð niður og sýndist sitt hverjum. Sindri sagðist alltaf hafa talið óréttlátt að sauðfjárræktin ein tæki að sér að tappa af mark- aðnum meðan aðrar greinar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Steinþór Skúlason forstjóri SS var hins vegar á því að útflutnings- skyldan væri nauðsynleg til þess að hægt væri að hafa einhverja stjórn á markaðnum. Nú blasti til dæmis við að það þyrfti að losna við 2.500 tonn af lambakjöti út af íslenskum kjötmarkaði, að öðrum kosti væri hætta á að allt færi í bál og brand með tilheyrandi kjötstríði og verðhruni. Halldór Gunnarsson í Holti stakk upp á því að málið yrði leyst með því að hefja að nýju sölu á sauðfé á fæti til Bretlands. Það fékk frekar dræmar undirtekt- ir. Í lokin var nokkuð saumað að sláturleyfishöfum að þeir sýndu á spilin og segðu hvaða verð þeir hyggðust bjóða bændum fyrir lambakjöt í komandi sláturtíð. Þeir vörðust allra fregna og gera það raunar enn, að Fjallalambi undan- teknu. –ÞH Hvenær kemur kjötverðið? Sunnlenskir sauðfjárbændur reyndu að draga kjötverð á komandi slátur-                        sama tíma og salan dregst saman. Þarf að losna við 2.500 tonn af markaði Sunnlenskir sauðfjárbændur fylgjast með umræðum. Til hægri má sjá Halldór í Holti punkta hjá sér en hann lagði til að hafin yrði á ný sauða- sala til Bretlands. Tungnamenn lögðu á sig ferð austur undir Eyjafjöll til að ræða það sem brennur á sauðfjárbændum. Sigurgeir Sindri útskýrir fram- leiðslutölur. Steinþór Skúlason í SS varðist fimlega.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.