Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009
Meðal gesta á fundi NBC í
Bændahöllinni á dögunum var
áhrifamaður úr röðum banda-
rískra bænda, Roger Johnson
formaður National Farmers
Union. Þau samtök voru stofn-
uð árið 1902 og telja um 250.000
félagsmenn sem búa einkum
á fjölskyldubýlum og smærri
búgörðum. Eins og fleiri sam-
tök í Bandaríkjunum um þess-
ar mundir eru bændasamtökin
þar ákaflega upptekin af lofts-
lagsmálunum og um það fjallaði
ræða Rogers Johnson á fundi
NBC.
Johnson er frá fylkinu Norður-
Dakota og greindi frá því að þar
byggju margir af norrænum upp-
runa, meðal annarra hann sjálfur
sem á sænska ömmu og norsk-
an afa í föðurætt. Hann hefði því
tekið fagnandi boði um að ávarpa
fund norrænna bænda hér á landi.
Norrænir bændur tóku virkan þátt í
því þegar bandaríska bændastéttin
fór að skipuleggja sig í samvinnu-
félögum í upphafi liðinnar aldar.
Á þessum tímum var nútíma-
tækni að ryðja sér til rúms og
bændur fengu þau skilaboð frá
hinum frjálsa markaði að það borg-
aði sig engan veginn að leggja til
þeirra rafmagn og síma eða skaffa
þeim önnur nútíma þægindi. Þeir
urðu því að taka höndum saman
og stofna samvinnufélög um þess-
ar nauðsynjar. Það sama gilti um
markaðsmálin, það var erfitt fyrir
bændur á strjálbýlli svæðum að
koma vörum sínum á markað og
umboðsmenn tóku mikið fyrir sinn
snúð. Þá var það samvinnan sem
skilaði árangri.
Stefnubreyting að verða
Roger Johnson er þriðji ættliðurinn
sem yrkir jörðina í Turtle Lake í
Norður-Dakóta. Hann hefur lengi
starfað að félagsmálum bænda og
gegndi um árabil embætti yfir-
manns landbúnaðarmála í fylkinu
áður en hann tók við núverandi
embætti forseta NFU fyrr á þessu
ári. Hann átti meðal annars mikinn
þátt í endurskoðun laga um starfs-
umhverfi bænda, svonefndan Farm
Bill, sem samþykkt voru í fyrra.
Það var fróðlegt að heyra
Johnson segja frá umræðum sem
orðið hafa í bandarísku samfélagi
að undanförnu um loftslagsmál,
en eins og kunnugt er voru þau
ekki ofarlega á dagskrá fyrrver-
andi forseta, George W. Bush.
Nú er að verða alger stefnubreyt-
ing þar á, Obama forseti hefur
lagt mikla áherslu á að ný lög
um loftslagsmál verði samþykkt
og hefur honum orðið töluvert
ágengt í því. Lögin hafa hlotið
samþykki Fulltrúadeildarinnar,
að vísu með naumum meirihluta,
en þau eiga eftir að fara í gegnum
Öldungadeildina.
Samtökin sem Roger Johnson
veitir forystu, National Farmers
Union, hafa tekið fullan þátt í þessu
starfi og veitt lögunum brautar-
gengi. Johnson sagði að í sjálfu sér
væru samtökin ekki flokksbundin,
en það er hefð fyrir því að þau halli
sér frekar að Demókrataflokknum.
Sjálfur er Johnson demókrati og
segist vera kosinn sem slíkur.
Staðreyndir eða falsvísindi?
Það á þó alls ekki við um öll sam-
tök bænda því til eru önnur sam-
tök og mun fjölmennari, American
Farm Bureau Federation, og þau
eru töluvert lengra til hægri en NFU
og fylgja Repúblikanaflokknum að
málum. Þegar talið berst að lofts-
lagsmálum hafna þessi samtök því
að maðurinn eigi þar nokkra sök,
breytingar á veðurlagi stafi fyrst og
fremst af sólblettum. Ef hægt er að
kenna umsvifum mannsins um eitt-
hvað í þessum efnum er það svo
sáralítið að það tekur því varla að
nefna það, hvað þá að leggja í ein-
hvern kostnað við að breyta þeirri
hegðun sem gæti ýtt undir hlýn-
unina.
Þessi samtök hafa tekið höndum
saman við Repúblikanaflokkinn
og hægrimenn í Bandaríkjunum í
baráttu gegn áðurnefndu lagafrum-
varpi og skipulögðu meðal annars
hringingar í þingmenn og létu rigna
yfir þá tölvupóstum þar sem varað
var við því að samþykkja lögin.
Johnson segir að vissulega megi
menn hafa mismunandi skoðanir á
hlutunum, en það ætti þó að vera
hægt að gera þá kröfu til manna að
þeir byggi málflutning sinn á sömu
staðreyndunum. En því er ekki að
heilsa því jafnt bændur sem þing-
menn hafni niðurstöðum vísinda-
manna sem rannsakað hafa gróð-
urhúsaáhrifin og segja þá stunda
falsvísindi.
National Farmers Union eru
hins vegar á þeirri skoðun að
bændur geti gegnt lykilhlutverki
í loftslagsmálunum, bæði í því að
framleiða nýja og umhverfisvænni
orkugjafa og með því að sinna
mótvægisaðgerðum í skógrækt og
breyttri landnotkun. Um þetta þurfi
hins vegar að setja efnahagslegan
ramma þar sem viðskipti með los-
unarheimildir, svonefnt Cap and
Trade kerfi, myndi grunninn.
–ÞH
Miklar umræður hafnar um loftslags-
málin í Bandaríkjunum
Roger Johnson forseti National Farmers Union
ávarpaði fund norrænna bænda í Bændahöllinni
Nils Bjørke er nýr formaður
norsku bændasamtakanna,
Norg es Bondelag. Bjørke var
einn þáttakenda á NBC fundin-
um sem haldinn var í Reykjavík
dagana 12. til 14 ágúst síðastlið-
inn. Blaðamaður Bændablaðsins
settist niður með Bjørke og
spurði hann um framtíð norsks
land búnaðar, norræna samvinnu
og afstöðu hans til ESB.
Blaðamaður byrjaði á að spyrja
Bjørke hvaða breytingar hann teldi
að möguleg aðild Íslands að ESB
hefði í för með sér fyrir Noreg og
norskan landbúnað.
„Það mun að mínu mati hafa
þau áhrif að þeir sem að aðhyllast
norska aðild að sambandinu reyni
að nota aðild Íslands til að auka
pólitískan þrýsting á umsókn. Ég
hef hins vegar ekki trú á að það
skili miklum árangri, andstaða við
aðild er sterk í Noregi. Ég veit líka
að hér á Íslandi er mikil andstaða
við aðild og ég vonast til að Ísland
muni hafna Evrópusambandsaðild
þegar allt kemur til alls. Ég hef
trú á því en það verður vissulega
athyglisvert að sjá hvernig samning
Íslandi býðst. Ég er þó viss um að
íslenskur landbúnaður standi betur
utan sambandsins heldur en innan
þess. Ef horft er til Danmerkur og
Svíþjóðar, sem bæði eru aðilar að
ESB, þá sjáum við mikinn mun
á landbúnaði þar og á Íslandi og í
Noregi. Í Danmörku og Svíþjóð er
um að ræða verksmiðjulandbúnað í
mun meira mæli en á Íslandi og í
Noregi og það er ekki þróun sem er
heillavænleg að mínu mati.“
– En getur maður ekki sagt að
Finnlandi, sem líka er aðili að
ESB, hafi tekist að halda í fjöl-
skyldubúskap? Eru möguleikar á
því að fylgja í fótspor þeirra?
„Finnum tókst að halda uppi
vörnum fyrir finnskan landbúnað
í aðildarviðræðum sínum við Evr-
ópusambandið. Það má hins vegar
ekki gleyma því að það urðu gríð-
arlegar breytingar í finnskum land-
búnaði við aðildina. Tollvernd féll
niður og tekjur finnskra bænda féllu
gríðarlega auk þess sem þeim fækk-
aði. Aðildin varð finnskum landbún-
aði áfall sem þeir glíma enn við.“
Langflestir norskir bændur
andvígir ESB
– Norskir bændur börðust mjög
harkalega gegn Evrópu sam bands-
aðild á sínum tíma. Hver er afstaða
þeirra í dag?
„Langflestir eru á móti aðild,
líklega yfir níutíu prósent. Það
hefur ekkert breyst. Sömuleiðis
er stöðug andstaða gegn
Evrópusambandsaðild hjá norsku
þjóðinni. Áttatíu prósent norsku
þjóðarinnar vilja halda landbún-
aði á því stigi sem hann er í dag
og það telur fólk, með réttu, að
verði ógerlegt ef Noregur gengur í
Evrópusambandið.“
– En eru einhverjir möguleikar
sem felast í aðild fyrir norskan
landbúnað, ef af henni yrði?
„Ég trúi því að stjórnmálamenn
muni gera sitt besta til að verja
norskan landbúnað ef að til þess
kæmi að Noregur sækti um aðild.
Það er hins vegar alveg ljóst að
norskum bændum myndi fækka
og tekjur þeirra rýrna verulega ef
af aðild yrði. Ég tel að hið sama
eigi við um Ísland. Þó er mögu-
leiki á að Ísland yrði í aðeins ann-
arri stöðu vegna þess að Ísland er
eyja. Ég held hins vegar að Svíar
og einkum þó Danir myndu kaupa
upp landbúnað í Noregi og á
Íslandi ef að löndin myndu ganga í
Evrópusambandið. Við sáum þetta
gerast að hluta til í Finnlandi og
það eru þegar þreifingar í þessa átt
hvað varðar Noreg.“
Auka þarf tekjur bænda
– Hvað telur þú að sé mikilvægast
að leggja áherslu á í norrænum
landbúnaði?
„Ég tel mikilvægast að menn
taki á loftslagsmálunum og leggi
jafnframt áherslu á fæðuöryggi
þjóðanna, að þær verði sjálfum
sér nægar varðandi matvælafram-
leiðslu í sem mestu mæli.“
– Telur þú að það sé samstaða
um þessa skoðun þína meðal nor-
rænna bænda?
„Fólk hallast í átt að þessari
skoðun en mér finnst að mun-
urinn liggi í því að Danir og Svíar
leggja meiri áherslu á vöxt í land-
búnaði og útflutning. Danskur og
sænskur landbúnaður er líklega sá
framleiðslumiðaðasti í Evrópu og
menn leggja þar ofuráherslu á hag-
kvæmni. Það hefur áhrif í Noregi
vegna nálægðarinnar. Ég hef samt
trú á því að þetta verði til umræðu
á komandi árum. Hvað er hámarks
hagkvæmni? Er það að reka eins
stór bú og mögulegt er með sem
minnstum tækjakosti eða er það
kannski að reka búin með sem
minnstum orkukostnaði? Kannski
má búast við breytingum hvað
þetta varðar en það mun taka tíma.“
– Eru framundan einhverj-
ar róttækar breytingar í norskum
landbúnaði? Þú ert nýr formaður
Norges Bondelag, hvaða stefnu vilt
þú taka á komandi árum?
„Það er vissulega þörf á breyt-
ingum. Tekjur bænda eru of lágar
og það er þörf á uppbyggingu í
norskum landbúnaði, ekki síst í
mjólkurframleiðslu. Það er veruleg
þörf á fjármagni til uppbyggingar
og við höfum þrýst á stjórnvöld að
koma á einhvern hátt til móts við
þá þörf svo að norskur landbún-
aður geti vaxið án þess að verða að
verksmiðjubúskap.“
– Hvernig er nýliðun í norskum
landbúnaði?
„Hún er of lítil og of hæg, þrátt
fyrir að norskir bændur séu þeir
yngstu á Norðurlöndum að með-
altali. Það er auðvitað mismunandi
eftir landsvæðum. Bændur og fólk
úr sveitum er líka eftirsótt vinnuafl,
ekki síst í olíuiðnaðinum enda geta
bændur gegnið í flest störf þar. Það
sem verður að gerast er að tekjur
bænda verða að aukast til að nýlið-
unin aukist.“
– Sérðu breytingar í þá átt í far-
vatninu?
„Ég tel að það séu möguleikar
til þess, sérstaklega ef menn verða
sammála um mikilvægi landbún-
aðar í loftslagsmálum og varðandi
fæðuöryggi þjóðarinnar.“
– En gengur það nógu hratt
fyrir sig?
„Nei, það gengur of hægt. Það er
Varaformaður sænsku bænda-
samtakanna, Elisabeth Gauffin
var einn þátttakenda í NBC
þinginu á dögunum. Blaðamaður
Bændablaðsins spjallaði við
Gauffin og spurði hana fyrst
hversu mikilvægt hún teldi nor-
rænt samstarf bænda.
„Það er mjög mikilvægt að
bændur vinni saman um heim allan
en svo má líka segja að það er
ýmislegt sem tengir norræna bænd-
ur sérstaklega. Við getum áorkað
svo miklu meira ef við vinnum
saman, til að mynda varðandi lofts-
lagmálin.“
– Hver eru hlestu áherslumálin í
sænskum landbúnaði?
„Það er ljóst að til þess að sænsk-
ur landbúnaður geti vaxið þarf að
auka tekjur bænda og það verður
ekki gert öðru vísi en með því að
auka hagkvæmni og fjárfestingu í
landbúnaði. Framleiðsla í sænskum
landbúnaði hefur minnkað undan-
farin ár og það er þróun sem við
viljum snúa við. Sömuleiðis hafa
umhverfismál, einkum loftslag-
mál verið afar mikilvæg og verða
áfram.“
– Hvaða áhrif hafði ESB- aðild á
sænskan landbúnað?
„Það má segja að sænskur land-
búnaður hafi verið í nokkuð ann arri
stöðu en t.a.m. finnskur og norsk-
ur. Á tíunda áratugnum var dregið
verulega úr stuðningi við sænskan
landbúnað. Afleiðingin var mjög
mikið högg fyrir sænskan landbún-
að. Aðild að ESB veitti sænskum
bændum bæði stöðugleika varð-
andi sitt rekstrarumhverfi og einnig
aðgang að styrkjum, í stað þeirra
sem við höfðum misst.“
– Hver er þín skoðun á mögu-
legri ESB-aðild Íslands?
„Ég á erfitt með að tjá mig sér-
staklega um það en ég skil þó vel
að íslenskir bændur séu mótfalln-
ir aðild. Ef til aðildar kæmi þyrfti
að leggja mikla áherslu á að verja
stöðu íslensks landbúnaðar. Ég tel
hins vegar að það myndi styrkja
stöðu norræns landbúnaðar innan
ESB ef Noregur og Ísland gengju í
sambandið og ég myndi fagna því.“
– Það eru ekki margar konur
sem gegna ábyrgðarstöðum í
bændahreyfingunni. Þú ert varafor-
maður sænsku bændasamtakanna
(LRF) og sömuleiðis varaformaður
Alþjóðasamtaka búvöruframleið-
enda (IFAP). Hvað kom til að tókst
á hendur þessar ábyrgðarstöður?
„Það þróaðist þannig að ég var
meðvituð um þessa stöðu. Ég var
hluti af hópi kvenna sem vildi auka
aðkomu okkar í mjólkuriðnaðinum
og fyrst var ég kosin í stjórn eins af
dótturfélögum gamla Arla og síðar
í stjórn Arla. Árið 2004 var ég svo
kosin í stjórn LRF. Þetta þróaðist
sem sagt svona en það má vissulega
segja að það hafi verið meðvitað
að auka áhrif kvenna í landbún-
aðarpólitíkinni. Við í LRF höfum
síðan verið mjög virk í IFAP og það
var því ekki óeðlilegt að ég tæki
sæti sem varaformaður þar. Það er
afar mikilvægt að konur taki þátt í
félagsmálum bænda. Ef þær vilja
taka þátt er þeim tekið fagnandi
og ég vonast til að hlutur kvenna á
þessum vettvangi aukist á komandi
árum.“ fr
Vonast til að Ísland hafni
Evrópusambandsaðild
Þjóðir eiga að vera sjálfum sér nægar um matvæli,
segir Nils Bjørke formaður Norges Bondelag
Mikilvægt að konur taki
þátt í bændapólitík
Þátttaka er meðvituð ákvörðun til að styrkja
stöðu kvenna
Nils T. Björke formaður Norges bondelag er hér í góðum félagsskap Ólafs
Ragnars Grímssonar og Haraldar Benediktssonar í móttöku sem forsetinn
hélt á Bessastöðum í tengslum við fund NBC.
Sjá næstu síðu