Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 35
31 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júlí 2009 Í Stóragerði í Ölfusi býr þúsund- þjalasmiðurinn Óskar Þór Ósk- ars son með konu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur, en eftir að þau voru fyrir á deiliskipulagi í Reykjavík tóku þau sig upp árið 2005 með hús sitt af Lindar göt- unni í miðbænum og settust að í Ölfusinu. Þar hefur Óskar komið sér upp góðri vinnuaðstöðu og smíð ar meðal annars flugnanet í glugga, garðbekki, líkön af húsum og grænmetiskassa í ýms- um stærðum. „Þetta eru mun betri viðbrögð en ég bjóst við. Ég reiknaði með að framleiða um 300 grænmetiskassa í sumar sem taka 500 kíló en mér sýn- ist þetta fara yfir þúsund stykki af þeirri stærð. Síðan er ég með 25 og 35 kílóa kassa á lager. Kartöflu- og rófu- bændur hafa sýnt kössunum mikinn áhuga, enda hagur fyrir þá; geymslu- plássið nýtist mun betur og varan geymist betur í kössunum þannig að ekki verður jafn mikil rýrnun, sem veitir ekki af á þessum tímum,“ segir Óskar um nýjustu framleiðslu sína, grænmetiskassa sem hann framleiðir í nokkrum stærðum. Ögrandi verkefni áhugaverðust Á árum áður stundaði Óskar sjóinn en hefur fengist við smíðarnar í 25 ár og komið að ýmsu í sínum störf- um. Nú einbeitir hann sér að því að smíða grænmetiskassana, flugna- netin og garðbekki sem hann kallar Loveseat. Einnig smíðar hann flug- kistur og innirekka og þjónustar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í þeim efnum. „Ég hef fengist við ýmislegt, eins og að byggja listagallerí uppi í Mosfellsbæ og verið í samstarfi við fyrirtækið Exton við að sérsmíða flugkistur, sem er mikil fjölbreytni í, en í þeim hefur verið flutt út allt frá geisladiskum og upp í kafbát. Eftir að við komum hingað hef ég verið í ýmsum viðhaldsverkefn- um. Síðan hefur verið ærin vinna að byggja við húsið okkar hér og koma þessu í sæmilegt horf. Við ákváðum að halda sama stílnum á öllu, íbúðarhúsinu, verkstæðinu og jafnvel hænsnakofanum en þetta er svokallaður Mansard-stíll, sem er franskur stíll frá 1700 og einkenn- ist af sérstakri þakgerð er nefn- ist Mansard. Mér finnast ögrandi verkefni skemmtilegust og er, að ég tel, nokkuð óhefðbundinn smiður,“ útskýrir Óskar. Hugmynd Óskars um grænmet- iskassana er nú komin á fullt í framleiðslu og er nú svo að hann skapar þrjú sumarstörf við smíði þeirra. „Þessi hugmynd kviknaði á köldu vetrarkvöldi og þróaðist út í þetta eftir samtöl við kartöflu- og rófubændur á Suðurlandi. Ég nota í þetta hitameðhöndlað timbur frá Eystrasaltslöndunum sem er sér- staklega ætlað undir matvæli. Þetta hefur farið vel af stað og ég er ákaf- lega ánægður með undirtektirnar en þó að þetta sé að vissu leyti nýsköp- un, sem ég tel vera, var eini styrk- urinn í boði fyrir mig 25 þúsund krónur frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, sem mér finnst held- ur rýrt. Það hefur enginn fram að þessu haft vilja eða þor til að fara út í slíka framleiðslu, en þar sem ég er ekki í sultu- eða saftgerð er engin leið fyrir mig til að fá meiri stuðn- ing,“ segir Óskar. Flugnanet og fugladrit Flugnanetið sem Óskar framleið- ir er afar góð lausn fyrir þá sem vilja fá frið fyrir flugum og öðrum smádýrum sem vilja komast inn um glugga og hurðir hjá fólki. Þessi framleiðsla er komin á fulla ferð og einnig framleiðsla og sala á bún- aði sem kemur í veg fyrir að fuglar setjist á hús og önnur mannvirki. „Ég vil hvetja fólk til að hætta að eitra hús sín, því maður spyr sig; eru slík efni skaðlaus? Því held ég að lausnin með flugnanetið sé mun sniðugri. Síðan er ég búinn að fá leyfi fyrir þessum búnaði, sem leiðir til minni þrifa af völdum fugladrits á byggingar, minni tær- ingar af völdum þess og því lækk- aðs viðhaldskostnaðar á húsum. Þetta sýnir að það eru mörg tæki- færi til staðar þó svo að ástandið sé svona hér á landi. Ég neita því að láta þessa svokölluðu víkinga eyði- leggja okkar fallega og góða land, sem er ætlað komandi kynslóðum,“ segir Óskar alvarlegur á svip. Löng leið Þau hjónin fluttu sem áður sagði í Ölfusið fyrir fjórum árum og hafa komið sér vel fyrir þar. Sigrún starfar á þvottahúsi dvalarheimilis- ins Áss í Hveragerði en Óskar sinn- ir smíðastörfum sínum jafnt heima og í næsta nágrenni. „Við fengum bréf frá skipulags- yfirvöldum í Reykjavík um að við værum fyrir á deiliskipulagi, því það átti að rífa alla Lindargötuna hægri vinstri og byggja þar 6-18 hæða blokkir. Okkur var gefinn sá kostur annað hvort að fjarlægja húsið eða rífa það. Með flutningi á húsinu úr Reykjavík fór hluti af sögu borgarinnar líka. Við sjáum hvað þessi hugmynd um framtíð borgarinnar var arfavitlaus á þess- um tíma. Í dag er borgin, það er 101 Reykjavík, eitt stórt flakandi sár eftir verktaka sem höfðu stóra drauma og borgin dansaði með sem aldrei fyrr. Ég er ættaður frá Króki í Ölfusi, en föðurfólk mitt kom þangað fyrir árið 1800 svo það lá beinast við að reyna að finna lóð hér undir húsið okkar. Í upphafi áttum við tíu hektara en höfum selt úr því og búum nú á rúmum fimm hektörum,“ útskýrir Óskar og bætir jafnframt við: „Ég vil koma á framfæri þakk- læti til byggingarfulltrúa í Ölfusinu fyrir að gefa grænt ljós á að taka við þessum öldungi úr Reykjavík, það er húsinu okkar, sem var reist árið 1896 og byggt með svokölluð- um bindingum. Þetta er eitt af síð- ustu húsunum sem voru reist hér á landi með þessari aðferð. Húsið var í niðurníðslu á Lindargötunni þegar við keyptum það á sínum tíma en áður en við fluttum inn í það árið 1994 voru þrjú þúsund vinnustund- ir að baki. Það er mikil bjartsýni að byggja upp svona bæ eins og við höfum gert hér í sveitinni og ekki fyrir hvern sem er. Það þarf mikinn kjark og mikla bjartsýni til að fara út í slíka vinnu en við höfum gert þetta mestmegnis ein. Leiðin hefur verið afskaplega löng í þessu ferli, en hún borgar sig svo sannarlega á endanum og hér líður okkur ágæt- lega.“ ehg Þjónustuauglýsingar „ Þjónustuauglýsingar „ Þjónustuauglýsingar „ Þjónustuauglýsingar „ Þjónustuauglýsingar Hinir vönduðu vinnugallar frá 66° Norður með merki íslensks landbúnaðar fást hjá Bænda- samtökunum. Verð kr. 5.700 m. vsk. + sendingarkostnaður. Bændur og búalið Pantanir í síma 563-0300 eða á netfangið jl@bondi.is ROTÞRÆR – SITURLAGNIR Heildarlausnir – réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. VATNSGEYMAR 100 – 50,000 ltr. LINDABRUNNAR - margar gerðir – leiðbeiningar á staðnum. Dalvegi 6-8 // Kópavogi // S: 535 3500 Rafstöðvar 1kva - 3000 Eigum á lager ýmsar gerðir af rafstöðvum á frábæru verði fyrir alla sem www.gottimatinn.is toppa allt! – Þessi ostur er rifinn á tæknilegan hátt, í vél. Hagleikssmiður sem fer óhefðbundnar leiðir Óskar við hluta af framleiðslu sinni. Íbúðarhúsið í Mansard-stíl í baksýn. Óskar með konu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur við eldhúsborðið í Stóragerði en gaman er að sjá hvernig þau hafa haldið í gamla stílinn í húsinu, sem eitt sinn stóð við Lindargötuna í Reykjavík. Við smíði grænmetiskassanna hefur Óskar skapað þremur ung- lingum störf í sumar. Frá vinstri; Ómar Andri úr Hveragerði, Matt hías Leó og Magdalena Rós, en þau tvö síð ar nefndu eru barnabörn Óskars og koma daglega frá Reykjavík til að stunda vinnu sína. Stóðhesturinn Vals frá Efra - Seli Uppl. hjá Áslaugu í s: 847-3443 og Þóri í s: 848-3172 efrasel@efrasel.com www.efrasel.com Stóðhestar - Tamning og Þjálfun - Sala Verður til afnota í sumar í heimahögum, kostar tollurinn og girðingargjald 25.000.- + vsk. F: Álfur frá Selfossi ( 1.v. ) M: Villirós frá Feti ( 1.v. )

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.