Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 20
16 Bændablaðið | fimmtudagur 27. ágúst 2009 Utan úr heimi Ýmislegt er nú í gangi í samning- um um alþjóðaviðskipti á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Fyrir liggur að haldinn verður ráðherrafundur aðildar- ríkjanna í Genf 30. nóvember til 2. desember nk. Það er sjöundi ráðherrafundur samtakanna og hinn fyrsti eftir fundinn í Hong Kong árið 2005. Þó að lögð sé áhersla á að hér sé fyrst og fremst um reglubundinn fund að ræða, en ráðherrafundi á að halda annað hvert ár, þá verður án efa reynt að ljúka þar samningalot- unni sem hófst í Doha árið 2001. Það er því full ástæða til að fylgjast vel með gangi mála þó að fátt bendi til að samkomulag sé í fæðingu um helstu ágreiningsefnin, sem aftur og aftur hafa leitt til þess að upp úr samningum hefur slitnað. Nær samkomulagi Yfirlýsingar frá alþjóðlegum fundum og þjóðarleiðtogum að undanförnu sýna ljóslega vonir og óskir um „fljóta og farsæla lausn“ á WTO-samningunum. Ný rík- isstjórn Bandaríkjanna hefur einn- ig lýst yfir eindregnari vilja til að ljúka samningagerðinni heldur en margir andstæðingar fríverslunar höfðu búist við. Innan WTO er samtímis í gangi vinna við marga fleiri samninga en um viðskipti með búvörur. Þar má m.a. nefna GATS-samningana um þjónustuviðskipti. Innan hvers samnings er síðan fjöldi mála þar sem eru mjög öndverðar skoðanir á ferð sem valda mikilli togsteitu en fella þarf undir einn samning. Þar á meðal eru: | Réttur þróunarlanda til að beita tollvernd til að verja mikilvæg- ar framleiðsluvörur sínar fyrir innflutningi. Þar er um að ræða vöruflokka sem eru þessum löndum mikilvægir, hvað varðar fæðuöryggi, lífskjör og búsetu. | Sérstakar öryggisráðstafanir sem þróunarlönd geta gripið til ef það kemur til stóraukins innflutnings á búvörum á kostnað innlendr- ar búvöruframleiðslu. Það var á þessu atriði sem braut og leiddi til samningsslita sumarið 2008. | Hversu mikið verða ríku löndin að skera niður innflutningstolla sína og hvert verður fyrirkomu- lag á þeim niðurskurði? Í því sambandi kemur til álita niður- greiðsla Bandaríkjanna á baðm- ullarútflutningi sínum, sem hefur bitnað illilega á fátækum baðmullarbændum í Afríku. | Aðgangur fátækra þróunarlanda að matvælamörkuðum ríkra landa. | Réttur iðnríkja til að vernda ákveðnar „viðkvæmar afurðir“ sínar, sem stæðu illa að vígi við lækkun innflutningstolla á þeim. | Krafa iðnríkja um að fá aðgang að þjónustugreinum þróunarlanda. | Gagnkrafa Bólivíu um að hvert land hafi rétt til að sjá sjálft um undirstöðu þjónustugrein- ar sínar, svo sem vatnsveitur, orkuveitur, heilbrigðisþjónustu og menntamál. Endurtekin slit á samningaviðræðum Samningaviðræður WTO strönduðu fyrst í Seattle árið 1999. Þær hóf- ust aftur í Doha árið 2001 en þá var beitt miklum þrýstingi til að knýja þjóðir til að láta undan kröfum voldugustu ríkjanna eftir hryðju- verkin í New York 11. september það ár. Samningaviðræðunum, sem hófust í Doha, átti að ljúka tveimur árum síðar í Cancun í Mexíkó en þær slitnuðu áður. Frá þeim tíma hafa verið tekin nokkur skref fram og aftur en án niðurstöðu, hið síð- asta í júlí á sl. ári (2008). Samningsslitin stafa ekki af léleg- um samningamönnum, heldur því að samningarnir byggjast fyrst og fremst á því að þóknast þeim sem eru sterkastir fyrir. Þá er samningarnir sífellt meira á skjön við umhverfis- og orkumál í heiminum. Óhugsandi væri að þeir samningar, sem gerð- ir voru á vegum WTO á árabilinu 1986-1994, næðust nú fram. Kreppur og samningar Yfirstandandi fjármála- og mat- væla kreppa í heiminum hafa beint augum margra ríkisstjórna að því að þær þurfa að vernda betur og styrkja eigið efnahagslíf. Margar ákvarðanir, sem teknar hafa verið í þeim efnum, hafa alveg brotið í bága við þá stefnu viðskiptafrels- is sem WTO berst fyrir. Jafnframt hafa einstök lönd gagnrýnt harðlega þá ákvörðun nokkurra landa, sem þau tóku í maí 2008, að þrengja að útflutningi matvæla. Sú ákvörðun varðar ekki samningsgerð Doha- viðræðnanna, en hefur verið rædd þar. Það getur bent til þess að sjón- armið aðilanna séu ekki að nálgast. Það er góðs viti vegna þess að útlit er fyrir að yfirstandandi samn- ingsgerð leiði til enn verri stöðu hinna fátæku, fyrir umhverfið, fyrir lágmarks velferð fólks og fyrir sjálfbæra þróun, bæði í fátækum og ríkum löndum. Því miður eru engin teikn á lofti um að vænta megi rót- tækra breytinga á alþjóðlegum við- skiptaháttum, sem brýnt er að nú eigi sér stað. Samningagerð eftir tveimur farvegum Mörg lönd reyna nú að leysa ágreining milli landa innan WTO í tveimur farvegum samtímis til að komast fram hjá þeim vandamálum sem hafa aftur og aftur siglt samn- ingaviðræðum í strand. Kanada hefur tekið forystu um að lönd taki á sig skyldur um að lækka tolla áður en eining næst um lokasamn- inginn. Framkvæmdastjóri WTO, Pascal Lamy, hefur nýlega hvatt Bandaríkin og Indland til að leysa ágreining landanna, þannig að þau geti staðið saman um einstaka málaflokka. Tillögur um tvíhliða viðskiptasamninga innan WTO og að lönd taki á sig skuldbindingar, áður en heildarsamningur ligg- ur fyrir, mæta hins vegar mikilli mótstöðu og tortryggni, einkum af hálfu þróunarlandanna. Brýnt að fylgjast vel með gangi mála Því minni umræða sem fram fer um samningaviðræðurnar innan WTO og því minna sem samtök launþega, bænda og önnur frjáls félagasamtök vara við hinum frjálsu markaðs- öflum, því meiri líkur eru á að nýr samningur verði óhagstæður öllum almenningi, bæði í iðnríkjunum og í þróunarlöndunum. Mikilvægt er að leggja fram nýjar hugmyndir við samningaborðið. Hin alþjóðlega efnahagskreppa, veðurfarsógnin og hungur í heiminum, sem og brýn nauðsyn þess að draga úr notkun á orkugjöfum úr jörðu, ætti að vera nægilegt tilefni til að endurskoða stefnu WTO. Fyrrverandi formaður Mið- flokksins (Senterpartiet) í Noregi, Åslaug Haga, skrifaði nýlega (4. júní) grein í Dagsavisen sem gefur vonir um breytta stefnu í alþjóða- málum af hálfu Noregs. Hún skrifar m.a.: Skynsamleg hnattræn stefna um matvælaöflun leiðir til kúvend- ingar á stefnu WTO í málaflokkn- um. Forsenda nýrrar stefnu hlýtur að vera sú að öll lönd hafi bæði rétt og skyldu til að brauðfæða þjóðir sínar. Til að tryggja það verður að setja reglur um alþjóðaviðskipti sem greini á milli matvælafram- leiðslu landa til útflutnings og til eigin þarfa. Fyrsta skrefið að nýjum viðskiptasamningi innan WTO með þetta að markmiði er að ná saman löndum sem styðja þessa hugmynd til að ræða framgang hennar. Bonde og Småbruker/Aksel Nærstad, ráðgjafi Utviklingsfondet, stytt Hvað gerist hjá Alþjóða viðskiptastofnuninni, WTO? Jarðarbúum, sem fá ekki fylli sína, mun fjölga á komandi árum. Jafnframt minnkar rækt- unarland á mann. Efnuð fyr- irtæki og ríki fjárfesta í rækt- unarlandi og aðgangi að vatni. En hvað gerist þegar sveltandi fólki fjölgar? Árið 1960 var ræktanlegt land að meðaltali 1,1 hektari á jarð- arbúa. Árið 2000 var það komið niður í 0,6 ha og SÞ spá því að það verði komið niður í 0,5 ha árið 2030. Fólksfjöldi á jörðinni er áætlaður 9 milljarðar árið 2050, en er nú 6,7 milljarðar og af þeim fær um einn milljarður manna ekki fylli sína. Að auki skortir víða vatn, sem einnig dregur úr fæðu- framboði. Þrír milljarðar manna hafa aðeins um andvirði 2,5 doll- ara til að lifa af á dag. Tilvera þeirra ógnar bæði lýðræði og friði. Joachim von Braun, fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegu mat- vælaáætlunarinnar, telur að tvö- falda þurfi matvælaframleiðslu á jörðinni fram til 2050 til að full- nægja þörfinni. Takmarkað land- rými og aðgangur að vatni veldur þar vandamálum. Meiri íburður í mataræði Kínverja og Indverja, m.a. með meiri kjötneyslu, eykur á vandann. Þá veldur vaxandi fram- leiðsla á lífeldsneyti aukinni sam- keppni um uppskeru jarðargróðurs. Verðhækkun á matvælum á árunum 2005-8 leiddi til þess að verð á hveiti þrefaldaðist og fimm- faldaðist á hrísgrjónum. Við það fjölgaði fátæklingum um 75 millj- ónir. Joachim von Braun hefur vakið athygli á að matvælafram- leiðsla hafi aðeins aukist um 1% á ári undanfarin ár. Breytingar með hlýnandi veðurfari og auknum vatnsskorti munu draga úr upp- skeru víða um heim. Þegar alþjóða fjármálakreppan skall á árið 2007 og efnahagshrun- ið varð árið 2008 birtist það m.a. í verðhækkun á matvælum, sem nam 78% (Economist index). Hækkun á matvælaverði varð vatn á myllu fjármálaspekúlanta. Áður var bíla- sala mest spennandi en við tók spá- kaupmennska með matvæli. Olíuríkin við Persaflóa leggja nú mikið fé í kaup á ræktunar- landi í þróunarlöndunum, þar sem fátækt er mikil en ræktunar- skilyrði góð. Kína og Indland eru einnig á höttunum eftir rækt- unarlandi í öðrum löndum. Kína hefur keypt 2,8 milljónir hektara lands í Kongó með framleiðslu á lífeldsneyti í huga. Bifreiðum í Kína fjölgar um 200 þúsund á mánuði og jafnframt vilja margir Kínverjar skipta yfir í lífeldsneyti m.t.t. hlýnunar veðurfarsins. Þá vilja þeir tryggja sér ræktunarland í Sambíu með eggjaframleiðslu í huga. Nú þegar er ein milljón kín- verskra bænda í Afríku. Frá árinu 2006 hafa Kínverjar keypt upp 20 milljónir hektara ræktunarlands í þróunarlöndum sem svarar til alls ræktunarlands í Frakklandi. Verðið er sem svarar 130-200 milljörðum n. kr. (2.600-4.000 milljarðar ísl. kr.), eða fimmtánfalt árlegt fram- lag Bandaríkjanna til stuðnings við matvælaöryggi í heiminum. Sífellt fleiri ríki leita eftir rækt- unarlandi í fátækum löndum en þar er spilling jafnframt vanda- mál. Suður-Kórea hefur haslað sér völl í Súdan þar sem landið hefur undirritað samning um kaup á 600 þúsund hektörum lands. Talsmaður stjórnvalda í landinu hefur upplýst að 20% af ræktuðu landi í Súdan hafi verið selt arab- ískum ríkisstjórnum. Líbýa leigir 100 þúsund hektara af hrísgrjóna- ökrum í Malí. Þegar Sovétríkin liðu undir lok árið 1991 komu erlendir fjárfestar fljótt til skjalanna til að tryggja sér sovésk samyrkjubú. Í seinni tíð hafa einkaaðilar haft sig mjög í frammi um að afla sér réttinda til að stunda búskap í Rússlandi. Sænska fyrirtækið Alpcat Agro hefur þegar fest þar kaup á 128 þúsundum hektara lands. Bílaverksmiðjan Hyundai sækir á í Síberíu. Rússneska kornfyrirtæk- ið Pava er reiðubúið að selja 40% af ræktunarlandi sínu til efnaðra Arabalanda. Úkraína, sem glímir við erfið efnahagsvandamál, var áður eitt af kornforðabúrum heimsins. Þegar efnahagur þess hrundi gerði land- ið þau mistök að selja 40 þúsund hektara lands til bankans Morgan Stanley. Hið ríkasta allra olíuríkja, Saudi-Arabía, hefur verið á hött- un um eftir ræktunarlandi í fjölda landa, svo sem í Ástralíu, Brasilíu, Egyptalandi, Kasakstan, Filipps- eyjum, Suður-Afríku, Súdan, Tyrk- landi, Úkraínu og Vietnam. Hið nýja í því sambandi er að umrædd ríki vilja frekar eiga við- skipti við opinber stjórnvöld en einkafyrirtæki, m.ö.o. kjósa þau að vera í eins konar nýlendusambandi við ríku löndin. Það gefur olíuríkj- unum forskot vegna þess að matur er að verða sífellt meira átakamál um allan heim. Baráttan um korn- ið getur endað með stríði þegar skorturinn kemur í ljós. Kína hefur gert sér grein fyrir því að nokkur hundruð millj- ónir fátækra og sveltandi borgara geta ógnað öryggi ríkisins. Þeir hafa því samið öryggisáætlun með fjárhagsramma upp á 4.000 milljarða n. kr. (eða 80.000 millj- arða ísl. kr.). Innviðir dreifbýlis- ins í Kína eru einnig mikilvægt verkefni og þar beinist athyglin að nýjum möguleikum á nýtingu ræktunarlands og uppbyggingu nýrra byggðarlaga. Þess má vænta að mótleikur Evrópu við því verði aukin ríkisvæðing í landbúnaði. Vatnsskortur er samt stærra vandamál en ræktunarlandið. Að baki margra kaupsamninga um land liggur einnig aðgangur að vatni. Viðskiptin varða ekki fyrst og fremst land, heldur vatn, sagði stjórnarformaður viðskipta- risans Nestlé, Peter Brabeck- Letmathe, við The Economist 23/2 2009, vegna þess að með landinu fylgja einnig vatnsréttindin og þau eru mikilvægasti hluti samnings- ins. Landbúnaður var ekki fram- sækinn í Afríku á árunum 1980- 2004 og tekjur bænda í álfunni jukust aðeins um eitt prósent á ári á tímabilinu en um þrjú prósent á sama tíma í Austur-Asíu og Mið- Austurlöndum. Á tímabilinu 2007- 2010 munu fjárfestingar tífaldast í Súdan vegna fjárstreymis frá arab- ískum ríkjum, eða úr 700 millj- ónum dollara í 7,5 milljarða doll- ara á ári. Kína hefur komið á fót 11 rann- sóknarstofnunum í löndum Afríku á þessu tímabili. Jacques Diouf, framkvæmdastjóri FAO, nefnir þessa þróun hina nýju nýlendu- stefnu. Kína hefur frá árinu 2007 und- irritað 30 kaup- og leigusamninga erlendis sem varða tvær milljónir hektara af ræktunarlandi. Ýmiss konar spenna og óvissa tengist slíkum samningum. Verða báðir samningsaðilar ánægðir? Hvað gerist ef alvarlegur matarskortur kemur upp í þessum nýju nýlend- um á sama tíma og fjárfestarnir hirða uppskeruna. Spennan vex í heimi þar sem fólki finnst tilveru sinni ógnað. Allir hafa þörf fyrir mat, vatn, klæði og þak yfir höfuðið. Bondebladet/John Gustavsen, stytt Hörð barátta um ræktunarlandið Bóndinn eða versl- anakeðjurnar? Í júnímánuði sl. efndu franskir bændur til mótmæla gegn milli- liðum í viðskiptum með búvörur. Að nafninu til eru fyrirtæki, sem þar koma við sögu, í samkeppni. Í raun eiga hins vegar innflutn- ingsfyrirtæki, heildsölur, smásöl- ur og flutningafyrirtæki í nánu samstarfi þannig að ógerlegt er fyrir almenning að fylgjast með því sem þar fer fram, né hver stjórnar þeim. Sölu- og dreifing- arkerfið er byggt upp af skraut- legri flóru fyrirtækja sem bera undarleg nöfn og eru hvert í eigu annars. Út á við stunda þau frjálsa samkeppni, en ... Nú er svo komið að rekstr- argrundvöllur í almennum búskap er ekki lengur fyrir hendi í Frakklandi, að sögn blaðsins L'Heraull du Jour, hinn 12. júní sl. Blaðið vitnar þar í formann sam- taka ungra bænda í Frakklandi. Hann telur að vísu að það sé of mikil einföldun að halda því fram að matvælakeðjurnar misnoti vald sitt, nær væri að segja að þær nýti sér viðskiptareglur heimsins. Í sama blaði var einnig frétt um það að Sarkozy, forseti Frakklands, sem er hægrimaður, og forseti Brasilíu, Lula da Silva, sem er vinstri sósíalisti, hafi snúið bökum saman til að koma á alþjóðlegu eftirlit með fjármálastarfsemi sem hafi losnað úr böndunum. Þessar fregnir ríma við það að ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis Frakklands hefur lýst því yfir að Frakkland þurfi á sterkari sam- tökum bænda að halda, sem í raun merkir sterkari samvinnufélögum þeirra til að halda milliliðunum í skefjum. Hann upplýsir jafnframt að í þessum efnum njóti hann stuðnings stærstu samtaka franskra neytenda. Það er athyglisvert að í hinni þröngu stöðu franskra bænda um þessar mundir njóta þeir verulegs pólitísks stuðnings þéttbýlisbúa, einkum þeirra sem eiga sér frí- stundabústaði í dreifbýli. Þetta fólk sér með eigin augum að bændur eru í verulegum mæli að bregða búi og búsetan og hið félagslega umhverfi, sem aðkomufólkið hefur heillast af, er að rakna. Jafnframt blasir það við aðkomufólkinu að sífellt lægra framleiðendaverð skilar sér ekki í lægra verði í verslunum. Þeirri staðreynd er auðveldara fyrir það að koma á framfæri við þétt- býlisbúa en bændurnir sjálfir geta. Bændur í Evrópu eru orðnir það fáir að þeir þurfa sannarlega á samherjum að halda. Franska dagblaðið Midi-Libre greindi frá því 14. júní sl. að franskir bændur hefðu fengið lof- orð frá ríkinu um að stjórnvöld myndu veita upplýsingar um hagn- að matvælakeðjanna. Bændur hafa tekið þessum loforðum jákvætt en með varúð. Standi stjórnvöld ekki við loforðin eru þeir viðbúnir því að láta til sín taka með eftirminni- legum hætti. Bondevennen/Röyne Kyllingstad, stytt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.