Bændablaðið - 09.08.2012, Síða 16

Bændablaðið - 09.08.2012, Síða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 201216 Snorri Sigurðsson segir frá belgískri landbúnaðarsýningu Margt að sjá, skoða og smakka á Libramont 2012 Belgíska landbúnaðarsýningin Libramont var haldin dagana 27.- 30. júlí síðastliðinn en Libramont er lítill bær syðst í Belgíu og því hentar sýningin afar vel fyrir bændur í Frakklandi, Lúxemborg og Þýskalandi auk að sjálfsögðu heimamanna. Sýningin er hefð- bundin sumarsýning þar sem saman koma bæði sýnendur á landbúnaðartækjum og –tólum, söluaðilar á ýmsum smávörum og mat en einnig bændur sem sína búfénað. Alls sóttu sýninguna í ár um 200 þúsund gestir en rétt um 650 aðilar kynntu starfsemi sýna. Mun fleiri tóku þátt í starfsemi sýningarinnar enda er stór hluti hennar kynbóta- sýningar gripa og keppni á hestum. Samtals voru 3.500 gripir skráðir til keppni þessa fjóra daga, allt frá nautgripum, hrossum og sauðfé og til asna, svína og alifugla. Sýninguna í ár sótti hópur Íslendinga í tengslum við fagferð í landbúnaði um Frakkland og Belgíu en nánar verður greint frá ferðinni síðar hér í Bændablaðinu. Mikil áhersla á hesta og hestaíþróttir Athygli vakti á sýningunni hve mikil áhersla var lögð á hestaíþróttir og margskonar vörur. Þannig var alltaf eitthvað um að vera á keppnis- svæðinu en hindrunarstökk fyllti vel út í dagskrána enda tilkomumikið að fylgjast með hestum og knöpum taka þátt í þeirri íþrótt. Þá var mikill fjöldi af sölubásum fyrir áhugafólk á þessu sviði þar sem hægt var að kaupa á staðnum allt frá fatnaði, hnökkum og reiðtygjum upp í heilu hesthúsin og allt þar á milli. Margir voru jafnframt að kynna fóður og fæðubótarefni fyrir hross og var mikil fjölbreytni þar á boðstólum. Síðast en ekki síst ber að nefna kynbótasýningu ólíkra hestakynja þar sem mjög gaman var að fylgjast með því fyrirkomulagi sem notað var við kynningu á stærri hestakynj- unum, en tveir sýna slík hross þar sem annar teymir en hinn hleypur á eftir og „rekur“ hestinn áfram! Kepptu í fegurð asna Auk kynbótasýningar á hestum var stórsýning á nautgripum af ýmsum kynjum, auk þess sem nokkrir asnar voru leiddir um og verðlaunaðir. Ekki var keppt í fleiri gripaflokkum en þó voru fleiri gripir til sýnis fyrir gesti og gangandi. Afar vel var búið að skipulagsmálum fyrir þá sem komu með gripi á sýninguna, bæði varðandi smitvarnarmál en einnig aðbúnað. Þannig var sérstakt tjald sett upp þar sem þvottur fór fram, með góðri þurrk- og blástursað- stöðu en á sýningum sem þessum skiptir útlitið afar miklu máli og ekki óalgengt að sjá hárlakksbrúsa á lofti, gel og hárþurrkur! Alltaf sýningar í gangi Á miðju sýningarsvæði Libramont er grasilagt sýningarsvæði með stúkum svo auðveldara sé að fylgjast með. Á þessu svæði var skipulögð dagskrá alla dagana þar sem kynntir voru bæði gripir og vélar en einnig voru margskonar skemmtilegar uppákomur, s.s. sýn- ing á veðhlaupahundum þar sem þeir geystust um endilangt svæðið á hreint ótrúlegum hraða. Þá komu fram ýmsir hópar sýnenda ólíkra hestakynja og settu upp mikilfeng- legar sýningar. Í næsta nágrenni var svo annað sýningarsvæði þar sem áhugamenn og –konur um gröfur og sturtuvagna af ýmsum gerðum gátu svalað forvitni sinni. Bæði var tækj- unum ekið í hringi, í torfærur og svo var að sjálfsögðu bæði mokað upp á vagn og ofan í holur. Á þriðja sýningarsvæðinu var svo boðið upp á torfæruakstur í nokkrum jeppum undir öruggri stjórn ökumanna frá viðkomandi bílaumboðum. Mikil ásókn var hjá gestum í þessa skemmtilegu afþreyingu. /Texti og myndir (þar sem annað er ekki tekið fram): Snorri Sigurðsson Hægt var að kaupa margar ólíkar gerðir og tegundir af dráttarkerrum fyrir hesta. Sýnendur lögðu margir hverjir sig fram um að gera hesta sína afar skraut lega. þarfaþing sagði sölumaður í einum að lit en svartar og hvítar. Þessi asni vann til verðlauna en var þó ekki alveg sáttur við að láta teyma sig og á endanum þurfti þrjá menn í það verk. Mynd /Sindri Fannar Sigurbjörnsson smávinnslum af ýmsum toga. Þar mátti sjá heimagerða osta, sælgæti og svo ótrúlegt úrval af unnum kjötvörum, auk tækja og tóla til heimavinnslu. en einnig saltaðar og þurrkaðar, sem rík hefð er fyrir í suðurhluta Evrópu. Þessi skemmtilega útfærsla fyrir meðhöndlun á felldum trjám var gerð fyrir dráttarvél og tengd við þrítengið. Allir helstu framleiðendur dráttarvéla voru með vélar sínar á sýningunni í nánast öllum hugsanlegum stærðum. Athygli vakti þó að þarna mátti einn- ig sjá dráttarvélategundir sem eru ekki algengar hér á landi eins og þessi austurríski Lindner. konur og karlar tókust á við skeifusmíði og í járningum. Mörg falleg tilþrif voru sýnd í íþróttakeppninni á hindrunarstökkvellinum. Á sýningunni var mikil áhersla upp á lausnir varðandi hauggas- vinnslu, raforkuframleiðslu með sólarvarma eða jarðvarma og svo auðvitað vindmyllur. Þessi óvenjule- ga útfærsla af vindmyllu var einnig kynnt þarna sem nýjung.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.