Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 1
34 6. tölublað 2012 Fimmtudagur 29. mars Blað nr. 367 18. árg. Upplag 24.000 Aðalfundur Landssambands kúa- bænda (LK) samþykkti um síðustu helgi ályktun um eflingu ræktunar íslenska kúastofnsins. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að auka þurfi gerð sæðingaáætlana, að flýta hönnun á pörunarforriti og auka áhuga bænda á rækt- unarstarfi auk annars. Það sem vekur hins vegar ekki síst athygli í ályktuninni er að þar er samþykkt að unnin verði áætlun um innskot annars erfðaefnis í íslenska kúa- stofninn til að hraða framförum í þeim erfðaþáttum sem litlar fram- farir hafi náðst í. Með þessu er verið að vísa til þess að hugsanlega verði erfðaefni úr öðrum kúastofni blandað í íslenska kúastofninn. Að sögn Sigurðar Loftssonar formanns LK liggur ekkert fyrir hvaða stofn væri heppilegur til blöndunar við íslenska stofninn. „Það liggur í sjálfu sér ekkert fyrir um það umfram það sem hefur verið metið á undanförnum árum um stofna, annað hvort til blöndunar eða sem annan kúastofn. Við eigum bara eftir að meta þetta í samstarfi við þá aðila sem bera ábyrgð á hinu faglega kynbóta- starfi. Við erum fyrst og fremst að velta fyrir okkur hvernig við getum náð sem allra mestum árangri í þeim þáttum sem okkur miðar hvað hægast með. Það eru þættir eins og júgurgerð, spenalag, mjaltahraði, júgurheil- brigði og ýmsir þættir sem snúa að mjöltum. Hugsunin er sú að geta flýtt fyrir þessum atriðum en ekki síður að geta haldið í sérstöðuna. Að tapa ekki litafjölbreytninni og svo fram- vegis. Þessi hugmyndafræði byggir á að nota íslenska stofninn og halda hans sérstöðu.“ Samkvæmt skuldbindingum Íslands með aðild að Ríó-sáttmálanum um líffræðilega fjölbreytni er skylt að varðveita stofn íslenska kúakyns- ins. Spurður hvort það þýði ekki að ógerlegt væri að nota umrædda leið á allan kúastofninn segir Sigurður það vera matskennt. „Ég er ekki alveg tilbúinn til að fullyrða að það sé rétt. Við þurfum auðvitað að fara varlega í þessum efnum. Nú er ég ekki búfjár- fræðingur en ég held að það sé ekki útilokað að með skipulegum hætti sé einu sinni hægt að setja inn inn- skot erfðaefnis og ýta þar með undir ákveðna eiginleika. Ég held að það eigi ekki að þurfa að spilla verndar- gildi stofnsins að öðru leyti.“ Sigurður segir málið snúast um árangur í ræktun. „Í mínum huga snýst þessi ályktun um að finna sem allra bestar leiðir til að framrækta þann stofn sem við erum með, bæði til að viðhalda því sem okkur þykir til um í stofninum en líka til að gera bændunum sem búa með kýrnar kleift að hafa af því bærilega afkomu. Þetta er í sjálfu sér kjaramál.“ Íslenski kúastofninn yrði ekki lengur hreinn Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segir ljóst að verði erfðaefni úr öðrum kúastofni blandað við íslenska kúa- stofninn þá breyti það erfðamengi stofnsins. „Þá er íslenski kústofninn ekki lengur hreinn. Þar með þarf að gera ráðstafanir til að viðhalda honum samhliða þeim stofni sem verður blandaður. Þetta er skýrt ef horft er til laga um innflutning dýra.“ Halldór segir að ef sótt verði um leyfi til innflutnings á erfðaefni verði umsóknaraðili að sækja um það til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins. „Ráðuneytið mun þá biðja MAST um umsögn. Þá þarf að hefja viðræður við innflutningsaðilann um hvernig hann ætli að uppfylla skilyrði laga um sóttkví, heilbrigðiskröfur og önnur þau skilyrði sem koma fram í lögunum. Síðan yrðu settar fram kröfur um hvernig haldið yrði á þeim. Ef mælt yrði með innflutningi með skilyrðum getur ráðherra neitað innflutningi ef svo ber undir. Leggist embætti yfirdýralæknis hins vegar gegn innflutningi getur ráðherra ekki heimilað hann. Í það minnsta er það hinn hefðbundni skilningur.“ /fr LK vill blanda nýju erfðaefni í íslenska kúastofninn Mjólkurframleiðslu hætt á Möðruvöllum Ákveðið var á fundi stjórnenda Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Möðruvalla ehf., sem rekur kúabúið á Möðruvöllum, að hætta þar mjólkurframleiðslu frá og með 1. september 2012. Engar breytingar verða á starf- semi LbhÍ á Möðruvöllum þar sem áfram verður rekin starfsstöð með aðaláherslu á jarðræktarrannsóknir. Með því að leggja kúabúið niður verða óumflýjanlegar breytingar á rekstri jarðarinnar. Ræktunar- og beitilönd sem og fasteignir verða leigð út til aðila sem eru tilbúnir að nýta margbreytilega kosti jarðarinnar til atvinnusköpunnar í samvinnu við staðarhaldara, sem eru LbhÍ, Amtmannssetrið og sóknarprestur. Staðarhaldarar starfa eftir sameigin- legri stefnu sem hefur það markmið að halda uppi reisn Möðruvalla sem höfuðbóls. /MÞÞ Skyrkonfektið kosið vara ársins: Um 20 þúsund molar seldir Nýverið útnefndi tímaritið Reykjavík Grapevine skyrkonfekt- ið frá Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dölum vöru ársins. Að sögn Þorgríms Einars Guðbjartssonar, mjólkurfræðings og bónda að Erpsstöðum, er viðurkenningin ánægjuleg og segir hann það hafa komið mest á óvart í ferlinu hversu hrifnir erlendir ferðamenn eru af konfektspenanum. „Við erum ákaflega ánægð með þessa útnefningu Grapevine og erum mjög þakklát fyrir verkefnið í heild sinni, þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Viðtökurnar hafa komið okkur mjög á óvart og það er ánægju- legt hversu útlendingar eru spenntir fyrir þessu, en þeir eru langstærsti við- skiptavinahópurinn í Reykjavík. Nú erum við að nálgast sölu á tuttugu þús- und molum og það er langt umfram þær væntingar sem við lögðum af stað með í upphafi. Molinn er aðeins stærri en hefðbundinn konfektmoli og hentar í raun mjög vel sem eftirréttur með góðum kaffibolla, enda saðsamur,“ segir Þorgrímur en varan varð til eftir samstarf við vöruhönnunarnema við Listaháskóla Íslands. /ehg Bærinn okkar Torfur Það er óhætt að segja að Sveinbjörn Benediktsson á Brúnavöllum í Austur- Landeyjum sé orðinn þjóðsagnapersóna fyrir afar athyglisverðar smáauglýs- ingar sínar í Bændablaðinu. Varla kemur út nýtt tölublað nema að þar birtist smáauglýsing frá Sveinbirni, sem hefur allt milli himins og jarðar til sölu. Hann segist þó taka í umboðssölu fyrir vini og vandamenn og fullyrðir að Bændablaðið sé besti auglýsingamiðill landsins. Hér er Sveinbjörn í stofunni heima hjá sér á Brúnavöllum við hluta úr matarstelli sem Thor Jensen átti og hefur fylgt fjölskyldu Sveinbjörns frá því hann var kornungur. - Sjá viðtal við kappann á bls. 14 og 15 Mynd /ehg Skyrkonfektið frá Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dölum hefur heldur betur slegið í gegn en það varð til eftir samvinnu bænda við hönnun- arnema úr Listaháskóla Íslands. MYND / Baldur Kristjáns. Vorverkin hafin í Eyjafjarðarsveit Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, plægir hér akurinn á Tjarnagerði sem er nýbýlisjörð út úr bænum Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Þar er jörð nú klakalaus. Mynd Benjamín Baldursson. „Ríkjandi sunnanáttir hafa verið hér Norðanlands undanfarinn mánuð og mild veðrátta,“ segir Benjamín Baldursson bóndi á Ytri Tjörnum í Eyjafirði. „Jörð er klakalaus með öllu og því ekki eftir neinu að bíða með að hefja vorverkin. Þetta er um mánuði fyrr en undan- farin ár og mjög sjaldgæft að jörð sé orðin þíð svo snemma vors. Þetta er að sjálfsögðu afar mikilvægt fyrir alla ræktun og þá sérstaklega korn- ræktina. Moldin er orðin ótrúlega þurr og er því allt útlit fyrir að sáning geti farið fram með allra fyrsta móti í ár, þótt eflaust eigi eftir að koma einhver hret. Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig, svo sem álftir, grágæsir og skóg- arþrestir. Þá hefur gráhegri einnig sést hér af og til síðustu daga en þeir eru frekar sjaldgæfir flækingar hér um slóðir,“ segir Benjamín. 18 Mikil breidd í íslenskri þráðlist Hafa náð að bræða hjörtu gestanna með ríkri þjónustulund 16

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.