Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 7 Á fimmta áratug síðustu aldar komu amerísku jepparnir í sveitir landsins, í öndverðu smíðaðir til þess að þjóna hernaðarlegum til- gangi. Hvort heldur í hlut áttu framsæknir bændur, æskuhrifnir bændasynir eða kaupakonur með ævintýraþrá var jeppinn brátt sem Gullvagninn sjálfur í augum flestra, tækið til þess að rjúfa einangrun og létta mörg bústörf. Varð enda til hugtakið landbún- aðarjeppi. Jepparnir komu í hundraðavís. Lengi vel með Willys í broddi fylk- ingar. Herjepparnir, sem svo voru nefndir, skreyttu fylkinguna líka og innan fárra ára kom Land Rover, sem um sumt boðaði enn nýrri tíð í sveitum landsins. Fimmti áratugur síðustu aldar reyndist tími mikilla breytinga hvað vélvæðingu sveitanna snerti. Jafnvel voru áhöld um það hvort mundi hafa betur, heimilisdráttarvélin eða land- búnaðarjeppinn sem meginaflgjafi til almennra búverka – svo sem heyskapar og flutninga. Með þessum pistli er leitað eftir því hvort einhverjir lesenda kunni að eiga góðar ljósmyndir af jeppum við bústörf frá miðbiki síðustu aldar, eða vita um slíkar ljósmyndir? Ég hef heyskapinn einkum í huga og þá sérstaklega sláttinn. Ýmist voru hestasláttuvélar hengdar aftan í jeppana eða þá hitt að keyptar voru sérstakar jeppasláttu- vélar: tengdar undir búk jeppans, á milli hjóla, þannig að sláttugreiðan gekk út vinstra megin. Myndir af jeppa með slíka sláttuvél eða að slætti með henni væru sérlega vel þegnar. Mér þætti afar vænt um að geta komist í samband við þá sem kynnu að eiga eða vita af þessu myndefni, eða öðrum fróðleik hvers konar um viðfangsefnið sem gagnlegur væri. Hægt er að ná í mig í síma Landbúnaðarsafns, 844 7740, eða með tölvupósti á bjarnig@lbhi.is. Með góðum þökkum fyrir aðstoðina. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri. ú verður seilst í gaml- ar vísur. Sennilega ortar um 1969.“ Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri kom í heimsókn að orlofsheimilunum að Illugastöðum í Fnjóskadal, og hitti þar umsjón- armanninn Rósberg G. Snædal: Vist er góð í værum rann, vel þar geymast börn og konur, þar sem ríkjum ræður hann Rósberg Snædal Guðnasonur. Rósberg svarar: Gísli tæmir glaður horn, Gísli vísur semur. Gísli er eins og Gylfi Þ. Gísli fer og kemur. Og svo endar ljóðaleikurinn á þessari vísu Gísla: Gísli fer og Gylfi svífur guma víðförlastur, en Rósberg er og Rósberg blívur og Rósberg situr fastur. Næstu tvær vísur eru eftir Bjarna frá Gröf, en efnistökin ærið ólík: „Best er að hætta hverjum leik, er hæst ‘ann stendur“. Ég held ég vildi heldur deyja en heyra konu þetta segja. Það verður ekki þungt á Bleik, þýtur ‘ann létt úr hlaði, þegar ég frá lífsins leik lendi á Breiðavaði. Næstu fjórar vísur eru eftir Eggert Jónsson Vestur Skaftfelling. Eggert var við heyskap á Bergþórshvoli. Slógu þar 3 menn á teig, en allt kvenkyns var heima við bústörf og bakstur: Á Bergþórshvoli er bruggað deig, ber það marga keima, þegar standa þrír á teig en þrettán eru heima. Eggert gerir að því sköll úti hér með sveinum. Betur færi, að brauðin öll brynnu á eldi hreinum. Svo er Eggert á heimleið frá einskonar þjóðhátíð úr Vestur- Landeyjum: Þreyttan mann og móðan hest myrkrið skal þá hugga. Hér á bæjum hvergi sést happaljós í glugga. Líst mér besta ljóðaform að laga um hestinn brúna. Ég er sestur upp á Gorm allvel hresstur núna. Næsta vísa er eignuð Benedikt Sveinssyni yngri, er hann við fleiri fer ríðandi hjá Lurkasteini, en þar segir sagan, að Sörli sterki hafi fallið fyrir Þórði hreðu: Lurkasteini ef liggur hjá leið vor einu sinni, drekkum, sveinar, saman þá Sörla beina minni. Nú eru skattframtölin í algleym- ingi. Þessi gamla, og því miður ófeðraða vísa , stendur fyrir eigna- hlið framtalsins : Kötturinn grár og kýrnar þrjár, krakkana tel ég fjóra. Gráan klár í átján ár ég hef látið tóra. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM N Deildarfundum Auðhumlu með kúabændum lauk í febrúar en á fundinum, sem meðfylgjandi myndir eru frá, var meðal annars farið yfir gæðamál mjólkurfram- leiðenda. Veitt eru verðlaun þeim framleið- endum sem hafa framleitt mjólk í 1. flokk A allt árið 2011. Meðfylgjandi myndir voru teknar af verðlaunahöf- unum á fundinum. Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 700 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félags- mönnum sínum og umbreyta í mjólk- urafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf. /MHH Sunnlenskir kúabændur verðlaunaðir á deildarfundum Auðhumlu Áttu ljósmynd af jeppa að slætti eða...? Verðlaunahafar í Flóa og Ölfusdeild. fv. Ketill Ágústsson Brúnastöðum, Brynjólfur Jóhannsson Kosholtshelli, Geir Ágústsson og Stefán Geirsson Gerðum, Kolbrún Jóhanna Júlíusdóttir og Aðalsteinn Sveinson Kolsholti, Kristín Stefánsdóttir og Ólafur Einarsson Hurðarbaki, Guðbjörn Már Ólafsson Eyði-Sand- vík, Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri. Myndir / MHH. Verðlaunahafar í Uppsveitadeild. fv. Jón Vigfússon Efri Brúna- völlum, Gunnar Kr. Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir Túnsbergi, Þórunn Andrésdóttir og Samúel U. Eyjólfsson Bryðjuholti, Sig- ríður Jónsdóttir Fossi, Guðfinnur Jakobsson Skaftholti, Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri. Verðlaunahafar Landeyjadeild, Holta-, Landm.-, Ása- og Djúpárdeild. Axel Sveinbjörnsson Hólmum, Höskuldur H. Kjartansson og Guðrún Kjartansdóttir Stúfholti, Kristinn Guðnason Þverlæk, Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri. Ólafur Helgason Hraunkoti Skaftárdeild var með hæstu meðalnyt árskúa 8.340 kg sem er glæsilegt Íslandsmet. Einnig var afurðahæsta kýrin í Hraunkoti, Týra en hún mjólkaði 12.144 á árinu 2011. Hér er Ólafur með Guðmundi Geir, mjólkurbússtjóra.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.