Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 201210 Fréttir Nú er formlega lokið fjögurra ára samstarfsverkefni hönnuða og bænda sem miðaði að því að hanna nýjar matvörur úr land- búnaðarafurðum. Verkefnið hófst árið 2007 en meðal þess sem komið hefur út úr samstarfinu er hið vinsæla skyrkonfekt frá Erpsstöðum, nýjar vörur fyrir veitingastaðinn í Þórbergssetrinu á Hala í Suðursveit og rabar- barakaramellan frá Löngumýri á Skeiðum. Á Hönnunarmars, sem er fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík seinni hluta mars, var endapunktur- inn settur á verkefnið með opnun sýningar á vörum sem hafa fæðst í samstarfinu auk opnunar heima- síðunnar designersandfarmers.com. Fjöldi bænda hefur notið leiðsagnar reyndra hönnuða úr Listaháskóla Íslands og vísindamanna í mat- vælaiðnaði frá Matís síðan verkefnið var sett á laggirnar. M.a. hafa verið gerðar rannsóknir á sögu og markaði á hverjum stað fyrir sig og ótal til- raunir með vörurnar sjálfar. Upplýsingar um stefnumót hönn- uða og bænda er að finna á vefnum www.designersandfarmers.com en þar má finna margs konar efni sem getur gagnast framtíðarvöruhönnuð- um og þeim sem hyggja á framleiðslu og markaðssetningu á nýjum mat- vörum. Sýningin verður opin fram á vor en hún er til húsa á Klapparstíg 33 í Reykjavík í gallerýinu Spark Design Space. /TB Stefnumót hönnuða og bænda: Nýjar búvörur sem eiga framtíðina fyrir sér Um síðastliðna helgi var Mysuklakinn Íslandus val- inn vistvænasta og vænlegasta nýsköpunarhugmynd Íslands á matvælasviði í nemenda- keppni í kjölfar námskeiðs sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís, háskólarnir á Akureyri, Hólum, Hvanneyri, Listaháskólinn og Háskóli Íslands efndu til sam- starfs um. Elín Agla Briem og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, nem- endur í umhverfis- og auðlinda- fræði við Háskóla Íslands, hönn- uðu vistvænustu hugmyndina sem er 100% náttúrulegur og lífrænn mysuklaki. „Þetta hefur verið í vinnslu í allan vetur og var aðaláherslan á vistvæna nýsköpun matvæla. Okkur var skipt í hópa og hver hópur þróaði sína mat- vöru. Við komum inn á alla hluti í ferlinu svo sem umhverfisáhrif, markaðsfræði, umbúðir og að koma vörunni á markað, svo eitthvað sé nefnt, en Kjartan Þór Trauner, nem- andi við Listaháskóla Íslands, sá um vöruhönnunina,“ segir Sigríður Anna og bætir við: „Við ákváðum að nota mysuna af því að svo miklu af henni er hent og það getur verið mengandi, því þetta er næringarrík afurð og mikil lífræn efni í henni. Við ákváðum að nota lífræna mysu frá Biobúi ásamt íslenskum jurtum, berjum, fjalla- og fjörugrösum í vöruna. Það skemmtilega er að með þessu erum við að breyta til, fara út fyrir þetta hefðbundna. Þetta er h u g s a ð sem bæði holl vara og falleg. Við hugsuðum hana á heilsu- og lífræna markaðinn og eins fyrir ferðamenn. Við fengum mjög góð viðbrögð á sýningunni um nýliðna helgi og það var skemmtilegt að sjá hvað krökkum líkaði þetta vel, enda er klakinn góður og svalandi. Nú er mikið ferli eftir til að koma klakan- um á markað en næst á dagskrá er að fara með Íslandus í Evrópukeppnina EcoTrophelia 2012 í París, þar sem vistvænar hugmyndir frá ýmsum löndum í Evrópu munu keppa sín á milli.“ /ehg Mysuklakinn Íslandus: Náttúrulegur og lífrænn Nýir eigendur ferðaþjónustu á Hjarðarbóli í Ölfusi Sagnakvöld til heiðurs Gunnari Bjarnasyni verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri í kvöld, 29. mars og hefst kl. 20:00. Fram koma þjóðþekktir sagna- þulir og spaugarar sem flestir þekktu Gunnar af eigin raun sem nemendur hans frá Hvanneyri. Má þar nefna snillinga eins og Guðna Ágústsson, Sigga Sæm, Einar á Skörðugili, Halldór Gunnarsson í Holti, Sigurborgu á Báreksstöðum og Valda Roy. Einnig láta ljós sitt skína menningarvitar eins og Gísli Einarsson og Bjarni safnstjóri á Hvanneyri auk þess sem karlakór- inn Söngbræður og kórinn Hásir hálsar koma fram. Léttar veitingar í boði og léttur aðgangseyrir sem allur rennur í sjóð til að reisa minnisvarða á vori komanda til heiðurs hinum mikla meistara. Þetta verður ekki leiðinlegt Gunnar Bjarnason þekkja allir hestamenn. Hann var fremstur meðal jafningja í að skapa hið stórkostlega ævintýri um Íslenska hestinn. Hann kynnti hestinn um lönd og álfur, beitti sér fyrir stofnun Landssambands hestamanna og skipulagði fyrsta Landsmótið á Þingvöllum 1950 auk þess að stofna FEIF, alþjóða- samtök um íslenska hestinn, ásamt félögum sínum í Evrópu. Hann var hrossaræktarráðunautur og kennari á Hvanneyri um árabil. Nemendur hans minnast hans sem hugmyndaríks og drífandi kennara sem átti það til að tala af slíkum eldmóði að nærstaddir tókust á loft. Í tímum var yfirleitt ekkert talað um það sem stóð í kennslu- heftinu en menn lærðu samt. Hann var sagnaþulur af guðs náð. Takið kvöldið frá – þessu má bara enginn missa af! Velkomin að Hvanneyri Hollvinir Á Hjarðarbóli í Ölfusi hefur um árabil verið rekin ferðaþjónusta enda bærinn vel í sveit settur við þjóðveg númer eitt. Nýir eigendur tóku við rekstrinum í febrúar og hafa undanfarna daga endurnýjað allan húsbúnað. Stál og gler eiga ekki upp á pall- borðið en frekar antik og ull og er hlýleiki hafður að leiðarljósi. Á Hjarðarbóli eru 24 herbergi af öllum stærðum og gerðum. Flest eru her- bergin með sérsnyrtingu en annars með handlaugum og sameiginlegri snyrtingu. Sum eru svo stór að fjöl- skyldur geta látð fara vel um sig í einu herbergi. Í húsnæði sem áður hýsti súra töðu eru nú eldhús og snyrtingar en kálfahúsið og fjósið eru huggulegir matsalir. Í fjárhúsinu eru svo stór fjölskylduherbergi með sérinngangi. Jörðin er skógi vaxin en fyrri ábúendur voru iðnir við gróður- setningar hér á árum áður. Salirnir henta vel fyrir minni veislur eins og til dæmis fermingarveislur og munu verða leigðir út, með eða án veitinga og þjónustu. Bústýra og aðaleigandi Hjarðarbóls er Sigríður Helga Sveinsdóttir sem ættir á að rekja til Bjarnastaða í Ölfusi, hennar maður er Guðbrandur Sigurðsson sem fæddur er í Akurgerði í Ölfusi. Aðrir eigendur eiga rætur sínar að rekja í sveitina og er mikill hugur í hópnum. „Lögð verður mikil áhersla á notalegheit og góða þjónustu,“ sagði Sigríður Helga í samtali við blaðið. „Hugmyndafræðin „beint frá bónda“ verður í heiðri höfð með heimaræktun á grænmeti, ostagerð og hænum vappandi í hlaðvarpanum. Leitast verður við eftir fremsta megni að hafa reksturinn umhverfisvænan, en liður í því er til dæmis að flokka sorp og lágmarka notkun á hreinsi- efnum. Það er von okkar húsráðenda á Hjarðarbóli að sveitungar og nær- sveitungar hugsi hlýtt til okkar og muni eftir okkur þegar gesti ber að garði og hýsa þarf mannskapinn.“ /MHH Nýju skilti komið fyrir við Hjarðarból í Ölfusi. Gunnar Bjarnason. Gunnarsvaka í Ásgarði Það voru þær Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir sem báru hitann og þungann af skipulagningu og framkvæmd stefnumóts hönnuða og bænda. Þær standa hér við gnægtarborð ís- lenskra búvara ásamt Kristjáni Birni Þórðarsyni velgjörðarmanni Listaháskóla Íslands. Myndir / TB. Rúgbrauðsrúlluterta sem er í boði í Þórbergssetrinu í Suðursveit. Sláturtertan frá Möðrudal. Rabarbarakaramellurnar eru til í nokkrum gerðum af umbúðum. Sigríður Anna Ásgeirsdóttir og Elín Agla Briem unnu verðlaun fyrir mysuklakann Íslandus sem vistvæn- ustu og vænlegustu nýsköpunarhug- myndina á matvælasviði í nemenda- keppni um síðastliðna helgi. Íslandus inniheldur mysu, ber, jurtir og fjalla- og fjörugrös.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.