Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 201212 Fréttir Góð þátttaka í Nautgriparæktarskóla Búgarðs: Þátttakendur eiga að geta heimfært það sem þeir nema á sitt bú Nautgriparæktarskóli Búgarðs hóf göngu sína um miðjan síðasta mánuð og var sjónum í fyrstu beint að frjósemi mjólkurkúa. Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir hjá MAST og Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur á Búgarði sáu um kennsluna. Alls voru mættir 33 fulltrúar frá 28 kúabúum í Eyjafirði og degi síðar var sams konar námskeið haldið á Húsavík þar sem mættu 15 fulltrúar frá 12 kúabúum. Óhætt er að segja að heimtur hafi verið góðar því fulltrúar frá rúmum fjórðungi kúabúa á Búgarðssvæðinu eru þátttakendur í skólanum. Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur hjá Búgarði, hefur umsjón með Nautgriparæktarskólanum. Segir hún að áður hafi verið boðið upp á sauðfjárræktarskóla, sem hafi sýnt sig og sannað og bændur tekið góðan þátt í honum. Því hafi menn ákveðið að prófa að setja á stofn Nautgriparæktarskóla líka. Um er að ræða röð 8 námskeiða sem ná yfir eitt ár. Efnistökin eru að sögn Sigríðar afmörkuð í hvert skipti og snúa beint að því sem bændurnir eru að fást við í sínu daglega starfi. „Auk þess er reynt að flétta það inn í umfjöllun hverju sinni með hvaða hætti bænd- urnir geti nýtt sér þær upplýsingar sem fyrir liggja um bú þeirra – og sem þeir eru að skrá og skila hvort sem er – til að meta stöðu sína. Þeir vita best sjálfir hvað liggur bak við þær upplýsingar og geta þá endur- metið stöðuna með tilliti til þess og hugsanlegrar nýrrar vitneskju eða upprifjunar á eldri vitneskju,“ segir Sigríður. Pakki sem nær yfir víðfeðmt svið Sigríður segir að af og til í gegnum árin hafi verið boðið upp á nám- skeið og fyrirlestra af ýmsu tagi fyrir bændur, sem að sjálfsögðu sé af hinu góða, en nautgriparæktarskólinn sem slíkur og uppsetning hans sé ný af nálinni. „Í nautgriparæktarskólanum erum við að útbúa eins konar pakka sem nær yfir víðfeðmt svið nautripa- ræktarinnar og er, þar sem við á, í samhengi við ákveðinn tíma ársins,“ segir Sigríður en á námskeiði sem haldið verður um miðjan næsta mánuð verður farið yfir beit og fóðuröflun mjólkurkúa. „Við bjóðum auk þess fleiri en einum aðila innan bús að mæta hverju sinni en jafnframt verður bú sem er skráð til þátttöku að taka þátt í öllum námskeiðunum. Þannig tryggjum við þátttöku í öll skiptin en komum til móts við búin með þeim hætti að hver og einn innan bús mætir þá eftir áhuga á efninu sem tekið er fyrir,“ segir hún. Fjölbreyttur hópur Allir sem áhuga hafa á að kynna sér efnið, sem í boði er, eru velkomnir og segir Sigríður að hópurinn sem sækir skólann sé fjölbreyttur, bæði ungir bændur, eldri hjón og samrekstrarað- ilar. „Það er sérstaklega gaman að fá unga fólkið til okkar, þá sem eru að hugsa um að fara út í búskap og mæta með foreldrum sínum.“ Sigríður segir að á Búgarðs- svæðinu séu tæplega 160 kúabú í rekstri og fjórðungur þeirra eigi full- trúa í skólanum. „Við renndum alveg blint í sjóinn með þátttöku en ég get ekki sagt annað en hún sé mjög góð,“ segir hún. Þátttakendurnir koma af öllu svæðinu, úr öllum búnaðarfélög- um Eyjafjarðar og flestum búnaðar- félögunum í Suður-Þingeyjarsýslu. Sigríður segir að kostnaði sé haldið í skefjum, húsnæði sem fyrir er sé nýtt til námskeiðahalds og eins það fagfólk sem er innan seilingar. Þá fái skólinn til liðs við sig utanað- komandi sérfræðinga á viðkomandi fagsviði, sé þörf fyrir og tök á. Gott að sjá hlutina í öðru ljósi Um ávinning þess fyrir bóndann að sækja námskeiðið segir Sigríður að þátttakendur eigi að geta heimfært það sem þeir nema á sitt bú og unnið úr efninu. Vissulega sé ýmislegt af því sem farið er yfir þekkt, hafi verið kennt áður og kynnt, en góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Með umfjöllun og upprifjun komi ýmis atriði upp í hugann þegar bústörfum sé sinnt. „Bara það að sjá hlutina með öðrum hætti getur verið gott – þó ekki sé nema til staðfestingar á því að ástandið sé gott, eða þá að það ýtir fólki út í breytingar til hins betra.“ /MÞÞ Kappsláttur– síðasta keppnin hérlendis? Vorið 1918 vakti sá merki fræði- maður Guðmundur Finnbogason athygli á því með grein í Búnaðarritinu að með breyttum vinnubrögðum og verkfærum mætti bæta hið aldagamla starf – að slá með orfi og ljá. Hann sýndi fram á það að auka mætti afköst sláttu- manna án þess að meiri orku væri varið til verksins. Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu í Borgarfirði hafði nokkrum árum fyrr vakið máls á mikilvægi sláttukennslu fyrir ungmenni. Til þess að gera langa sögu stutta höfðaði Guðmundur til ungmennafélaganna um að taka málefnið upp. Hann kynnti hugmyndir sínar um framkvæmd, m.a. reglur fyrir kappslátt. Ungmennasamband Borgarfjarðar, sem Jón bóndi í Deildartungu átti þá stjórnaraðild að, efndi til kappsláttar á Hvítárbakka í byrjun ágúst 1918, þess fyrsta á landinu að talið er. Guðmundur gerði rannsóknir á sláttumönnunum, sem þátt tóku, svo og sláttuháttum þeirra. Myndarleg verðlaun voru í boði. Seinna um sumarið voru sams konar kappsláttarmót haldin að Torfastöðum í Biskupstungum og í Odda á Rangárvöllum, og þar rann- sakaði Guðmundur einnig þátttakendur og aðstæður. Næstu árin var efnt til kappsláttar all víða um land, að því er heimildir sýna. Þótti hann áhuga verður þáttur héraðs hátíða og íþrótta móta. Ég er að draga saman efni í íslenska sláttusögu. Í henni á m.a. að gera kappslætti dálítil skil. Nokkrar skrif- legar heimildir um hann hefur rekið á fjörur mínar en sárafáar ljósmyndir, t.d. af kappsláttumönnum. Ég hef að svo komnu stöðvast við það að síðasti kappsláttur á vegum ungmennafélaga muni hafa verið háður á Héraðsmóti HVÍ að Núpi í Dýrafirði sumarið 1962. Grun hef ég samt um að það hafi ekki verið síðasta sláttukeppnin hérlendis. Með þessum greinarstúfi langar mig að komast í samband við heim- ildarmenn, sem gætu miðlað frekari fróðleik, munnlegum eða skriflegum, myndefni og öðru er varðar þessa athyglisverðu keppnisgrein. Hvað eina skiptir máli þótt smátt kunni að þykja; líka ábendingar um aðra heimildar- menn. Vinsamlegast hafið þá samband við mig í síma Landbúnaðarsafns, 844 7740, eða með tölvupósti á bjarnig@ lbhi.is. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri. Nautgriparæktarskóli Búgarðs hóf göngu sína í liðnum mánuði og er átta skiptum dreift yfir árið. Hér fylgjast fróð- leiksfúsir þingeyskir kúabændur með erindi um frjósemi mjólkurkúa. Mynd / MÞÞ LbhÍ og MB taka höndum saman: Nýrri námsbraut hleypt af stokkunum í haust Nýrri námsbraut í samstarfi Starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar verð- ur hleypt af stokkunum haustið 2012. Ber námsbrautin nafnið Náttúrufræðibraut - búfræðisvið. Henni er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og mun hún taka að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raunvís- inda. Tvö seinni árin taka nemendur við búfræðibrautina á Hvanneyri. Nemendur brautskrást bæði með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Með þessari námsbraut gefst nemendum með áhuga á lífinu og landinu sérstakt tækifæri til að afla sér stúdentsprófs sem veitir góðan grunn í hagnýtri náttúrufræði, þar sem tvinnað er saman ýmsum grunn- greinum náttúruvísinda og hagnýtrar náttúrufræði, tækni- og hagfræði- greina sem tengjast landbúnaði og smárekstri. Fáar námsbrautir gefa nemendum jafn hagnýtan undir- búning fyrir lífið, óháð því hvað þeir munu taka sér fyrir hendur, en með náminu verða þeir þó sérstak- lega vel í stakk búnir til að takast á við háskólanám á þeim sviðum sem Landbúnaðarháskóli Íslands býður (búvísindi, náttúrufræði o.fl.) auk annars náms á skyldum sviðum við aðra háskóla,“ sagði Björn Þorsteinsson, prófessor og aðstoðar- rektor kennslumála. Hvanneyri. Mynd / Theodór Kristinn Þórðarson. Bændafundur á Vopnafirði Almennur bændafundur verður haldinn þriðjudaginn 3. apríl nk. í Kaupvangi á Vopnafirði. Fundurinn hefst kl. 13:00. Umræðuefnið er m.a. fyrirhugaðar breytingar á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði, staða landbúnaðarins og viðfangsefni bænda á komandi misserum. Frummælendur eru Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir stjórn- armaður í BÍ. Landbúnaðarfyrirtæki undir hatt Siðvistar Á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrr í mánuðinum voru nokkur fyrirtæki, sem falla undir þá skilgreiningu að þau grænki íslenskt atvinnulíf, heiðruð sér- staklega. Með því er átt við fyrir- tæki sem hafa að leiðarljósi að sporna við neikvæðum umhverf- isáhrifum og takmarka um leið kolefnisfótspor íslensks atvinnu- lífs. Meðal þeirra fyrirtækja sem heyra þarna undir eru Biobú og Móðir jörð. Nýsköpunarmiðstöðin hefur búið til hugtakið Siðvist fyrir þetta verk- efni, þar sem sjálfbærni og siðferði eru höfð að leiðarljósi. Miðstöðin mun veita verkefnum á þessu sviði stuðning í formi rannsókna og þró- unar og hjálpa frumkvöðlum og stjórnendum fyrirtækja með hand- leiðslu. /ehg Eymundur Magnússon í Vallanesi þakkar þann áhuga, sem Nýsköpunarmið- stöð Íslands hefur sýnt fyrirtæki hans, við svokallað grænt borð á ársfundi miðstöðvarinnar fyrr í mánuðinum. Mynd / ehg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.