Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
Foreldrar Níelsar, Sigríður og
Helgi, keyptu jörðina Torfur 1964
og Niels og Sveinbjörg kona hans
komu inn í búskapinn 1972 og
tóku svo alfarið við 1977 þegar
þau eldri fluttu til Akureyrar. Í
byrjun voru þau með um 20 kýr
og 120 kindur en kúnum hefur
fjölgað jafnt og þétt, en kindurnar
eru nú aðeins um 20 talsins. Byggt
var við gamla fjósið 1992 og nýtt
lausgöngufjós var svo byggt 2007.
Þórir og Sara hafa tekið þátt í
búskapnum í nokkur ár og stefna
á að taka við í náinni framtíð.
Býli? Torfur.
Staðsett í sveit? Í svokölluðu
Grundarplássi í Eyjafjarðarsveit.
Ábúendur? Hjónin Níels
Helgason og Sveinbjörg
Helgadóttir ásamt Þóri Níelssyni
og Söru Maríu Davíðsdóttur.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Níels og Sveinbjörg eiga fimm
uppkomin börn sem flest búa á
Akureyri og væntanlega öll innan
tíðar. Svo eru það bara Þórir, Sara,
geldi högninn Trölli, gelda læðan
Fantasía og hundurinn Blossi.
Stærð jarðar? Um 225 ha, þar af
ræktað land tæplega 60 ha.
Tegund býlis?
Mjólkurframleiðsla.
Fjöldi búfjár og tegundir? 50 kýr
sem stendur, um 60 gripir í uppeldi
– þar af 7 naut. Og svo 21 kind.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Byrjar á mjöltum og hefðbundnum
fjósverkum. Á veturna er það bara
fóðrun og hirðing en hinar árstíð-
irnar eru það þessi árstíðabundnu
verk eins og flagvinnan á vorin og
heyskapurinn á sumrin og korn-
vertíðin á haustin. Flestir dagar
enda svo á mjöltum á kvöldin
nema kannski á vorin og sumrin
þegar maður vildi helst vinna allan
sólarhringinn.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Níels: Vorverk eins og sauðburður
eru skemmtileg en leiðinlegt að
gera við lélegar girðingar.
Sveinbjörg: Ýmis vorverk eru
skemmtileg og að tína grjót úr
flögum er leiðinlegt
Þórir: Að mjólka góða kvígu í
fyrsta skipti er gaman sérstaklega
ef hún hefur borið vel ættaðri
kvígu. Leiðinlegast er þegar kýr
verður fyrir einhverju áfalli.
Sara: Að stússast í kringum kýrnar
er skemmtilegt og eins að vinna
úti í góðu veðri en leiðinlegt þegar
eitthvað bilar og þarf að gera við.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5
ár? Þróast bara hægt og bítandi.
Vonandi breyttar heyskaparaðferð-
ir úr rúllum í stæðugerð og heil-
fóður heillar. Eins þarf að koma
uppeldinu á legubása.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Þau eru flott hér
í sveit, enda stutt á milli bænda
og öflugt búnaðarfélag sem er
duglegt að halda rabbfundi með
bændum. Á landsvísu er þetta í
ágætum farvegi.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Landbúnaðurinn á ágæta mögu-
leika á að styrkjast ef bændur
sjálfir og þeir sem fara með mál-
efni bænda ákveða að svo verði.
Sókn er besta vörnin og við ættum
að sækja fram nú sem aldrei fyrr.
Við höfum fólkið, þekkinguna og
jarðnæðið ólíkt mörgum öðrum
löndum. Við eigum ekki að láta
okkar eftir liggja í að fram-
leiða matvæli þegar mannfólkið
kallar eftir því og við höfum þessa
möguleika. Þeir sem vilja flytja
inn flestar landbúnaðarvörur ættu
að athuga þetta.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Í flestum okkar land-
búnaðarvörum, þær eru full-
komlega samkeppnishæfar að
gæðum. Skyrið og Hleðslan ættu
að geta haldið áfram að sækja
fram. Lambakjötið á líka að eiga
möguleika á meiri útflutningi.
Þetta snýst bara um að halda
ótrauð áfram að berja að dyrum á
mörkuðum heimsins og vera dugleg
að finna nýja og hentuga markaði.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk úr tanknum, Súrmjólk og
AB-mjólk, ostur, Lýsi og heima-
gerðar sultur og marmelaði.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambalæri svona eins
og Villi-Naglbítur lýsir því svo
skilmerkilega.
Eftirminnilegasta atvikið
við bústörfin? Öll tæknileg
framþróun sem létt hefur bústörfin
er eftirminnileg eins og að fá
heyhleðsluvagn í fyrsta skipti,
heydreifikerfi, rörmjaltakerfi og
svo tankvæðingin þegar þurfti ekki
lengur að keyra brúsana upp á veg.
Stærsti þátturinn fyrir menn og
skepnur er þó nýja fjósið sem var
tekið í notkun í júní 2007. Reyndar
er allur byggingartíminn eftirminni-
legur.
Svo er eftirminnilegt þegar
flóðið mikla kom í des 2006 úr
Djúpadalsárvirkjun og hreif með sér
þær fáu kindur sem við áttum, en það
er reyndar ekki skemmtileg minning.
Páskahátíðin er á næsta leiti og þá
er við hæfi að snæða lambakjöt
svona rétt til að hvíla sig á súkkul-
aðieggjaáti. Að þessu sinni leitum
við í brunn íslenska kokkalands-
liðsins og fáum þar einfaldar og
góðar uppskriftir að lambasteik
og eftirrétti með skyrívafi.
Lambaframhryggur
4 lambaprime (framhryggjafile)
2 hvítlauksrif
2 greinar ferskt rósmarín
1 msk. púðursykur
1 sítróna (safi og börkur)
salt
pipar
Aðferð:
Blandið saman hvítlauk, sítrónu-
safa og -berki, salti og pipar. Veltið
kjötinu upp úr leginum. Steikið á
steikarpönnu eða grilli í 3-4 mínútur
á hvorri hlið uns kjötið verður bleikt
og fallegt. Síðan er púðursykri og
rósmaríni nuddað vel utan á kjötið
með skeið, svo grillað eftir smekk
og saltað í lokin. Munið að láta
kjötið hvíla í 7-10 mínútur áður en
það er skorið niður.
Mysuosts- og skyrfroða
350 g skyr
150 g mysuostur
300 ml rjómi
30 ml sítrónusafi
20 g flórsykur
Aðferð:
Skyr, mysuostur, sítrónusafi og flór-
sykur er þeytt saman með örlitlu vatni.
Þegar blandan hefur samlagast og er
orðin mjúk er rjómanum blandað
saman við. Blandan er því næst sett
í kolsýrurjómasprautu og sprautað á
diska.
(Uppskriftir úr bókinni Eldum
íslenskt með kokkalandsliðinu).
/ehg
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Lambaframhryggurinn með hvítlaukskeim og fersku rósmaríni sómir sér vel á páskaborðinu.
Páskalambið og gómsæt skyrfroða
MATARKRÓKURINN
Torfur
Þórir Níelsson og Sara María Davíðsdóttir.