Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 „Við erum afskaplega ánægð með að hafa tekið þetta skref og sjáum langt í frá eftir því,“ segja þau Bryndís Óskarsdóttir og Ólafur Aðalgeirsson, sem reka ferðaþjónustu í Skjaldarvík. Þar búa þau ásamt þremur dætrum sínum, Klöru 17 ára, Katrínu 12 ára og Sunnevu 10 ára, sem þrátt fyrir ungan aldur eru liðtækar í rekstrinum. Starfsemi á vegum Bryndísar og Ólafs hófst vorið 2010 og er þriðja sumarið í rekstri nú handan við hornið. Áður var rekið dvalarheimili fyrir aldraða í Skjaldarvík, en þau Bryndís og Ólafur starfrækja þar nú gisti- heimili, matsölu og hestaleigu. Herbergin eru 27 talsins og hægt að taka á móti 50 til 60 manns í einu. Þau Dísa og Óli eins og þau eru gjarnan kölluð bjuggu á Akureyri og voru þar bæði í vinnu sem þeim lík- aði, hún starfaði sem grafískur hönn- uður hjá Ásprent Stíl og hann sem rekstrarstjóri hjá Ferðamálastofu, en hafði áður gegnt starfi framkvæmda- stjóra Leikfélags Akureyrar. „Við vorum bæði önnum kafin við okkar störf og líkaði vel enda vorum við að vinna við það sem við höfðum menntað okkur til,“ segir Dísa, en þau nefna að lengi vel hafi blundað í þeim sá draumur að hefja eigin rekstur á sviði ferðaþjónustu. Löngunin ágerðist fremur en hitt eftir því sem árin liðu og þau voru sí og æ að skima eftir tækifæri á þessum vett- vangi. Margoft var ekið um sveitir í nágrenni Akureyrar, málin rædd og horft eftir hugsanlegum tækifærum. Vinir og ættingjar réttu hjálparhönd Eftir að Akureyrarbær lagði niður starfsemi dvalarheimilis í Skjaldarvík stóð húsið autt um tíma, en Óli rakst á það fyrir tilviljun, bauð Dísu í óvissubíltúr eitt hádegið og þegar ekið var niður afleggjarann og húsið blasti við vissu þau bæði að þarna væri komið tækifærið sem þau höfðu svo lengi leitað að. Þetta var í desember árið 2009, en húsið fengu þau afhent í byrjun febrúar árið eftir. Strax var hafist handa við lagfæringar og breytingar en verkin voru mörg sem inna þurfti af hendi áður en hægt var að opna gistiheimilið. Bæði voru þau föst í sinni vinnu en nýttu kvöldin, nætur og helgar til að gera allt sem best úr garði. Ættingjar og vinir réttu þeim hjálparhönd og eins fengu þau mikið af alls kyns dóti fyrir lítið eða gefins frá vinum og kunningjum, en það er yfirlýst stefna þeirra í uppbygging- unni að Skjaldarvík að endurvinna og endurnýta allt það sem að gagni getur komið. Fyrstu gestirnir komu áður en opnað var! Fyrstu gestirnir komu um páska árið 2010, en formleg opnun var um miðjan maí. „Við vildum aðeins kanna hvernig viðtökur yrðu og sjá hvað við þyrft- um að laga fyrir sumarið, þannig að við buðum upp á gistingu þó ekki væri allt orðið klárt,“ segir Óli, en skemmst er frá að segja að öll her- bergin sem komin voru í gagnið voru leigð út og gestir hinir ánægðustu. Um vorið hófst gos í Eyjafjallajökli svo sem menn rekur minni til og setti ugg að ferðaþjónustufólki, enda varð í kjölfarið nokkuð um afbókanir erlendra ferðamanna. Skjaldarvík fylltist hins vegar af gestum um leið og fór að gjósa. Flugi var beint norður til Akureyrar og starfsfólk á vegum Icelandair fékk þar inni. Geta tekið á móti allt að 60 manns Fyrsta sumarið voru 19 herbergi í boði í Skjaldarvík, sem er innan vébanda Ferðaþjónustu bænda og fá þau töluvert af bókunum þar í gegn en eru að auki í tengslum við aðrar ferðaskrifstofur og þá er hægt að bóka beint á netinu. Yfir sumarið eru útlendingar fjölmennastir meðal gesta hótelsins, en Íslendingar yfir veturinn. Hægt er að taka á móti allt að 60 gestum í einu og er töluvert um að hópar fólks sem á sameiginleg áhugamál af ýmsu tagi; fuglaskoðun, köfun eða prjónaskap svo dæmi séu tekin, komi saman og eigi góða stund yfir áhugamáli sínu í Skjaldarvík. Bryndís Óskarsdóttir og Ólafur Aðalgeirsson reka ferðaþjónustu að Skjaldarvík: Hafa náð að bræða hjörtu gestanna með ríkri þjónustulund Hestaleiga er í Skjaldarvík, boðið er upp á þrjár ferðir daglega og er farið með leiðsögn um nágrennið. Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir. Bryndís Óskarsdóttir og Ólafur Aðalgeirsson reka ferðaþjónustu í Skjaldarvík. Þar búa þau ásamt þremur dætrum sínum, Klöru 17 ára, Katrínu 12 ára og Sunnevu 10 ára, en þær taka virkan þátt í starfseminni með foreldrum sínum. Mynd / Heiða Guðmundsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.