Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 15
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 15
en orgelið sem ég fékk var fjögurra
ára gamalt. Þetta eru verstu kaupin
mín um dagana, ég hef ekki notað
orgelið mikið og eiginlega alltaf
haft ímugust á þessu hljóðfæri,“
segir Sveinbjörn og lýsir hrakförum
sínum frekar:
„Einu sinni fékk maður hjá mér
14 hross en ég fékk aldrei krónu
fyrir heldur eingöngu verðlausa
víxla. Sami aðili fékk eitt sinn
lánaðan hjá mér hest fyrir konuna
sína og þegar mig fór að lengja eftir
að hann skilaði hestinum sagðist
hann eiga hann, og búið var að
frostmerkja hann konunni hans. Svo
þetta er líka til í þessum bransa, en í
99% tilfella er fólk mjög heiðvirt.“
Þarf að losa sig við flestallt
Sveinbjörn hyggur senn á flutninga
og ljóst er að það verður honum
ærið verk að koma öllum hlutunum
sínum haganlega niður í kassa
því af nógu er að taka, enda
Sveinbjörn safnari af Guðs náð og
ýmsir áhugaverðir hlutir leynast í
húsakynnum hans.
„Stundum hefur hvarflað að mér
að opna fornsölu hérna inni hjá mér
en ég veit nú ekkert hvað verður úr
þeirri hugdettu. Það er algjört mottó
hjá mér að losa mig við hlutina áður
en þeir verða ónýtir, annars fer þetta
út í tóma vitleysu. Það er allavega
alveg ljóst að ég verð að losa mig
við þetta allt saman áður en ég fer
á elliheimilið.
Ég hef gert marga hluti um
dagana eins og gengur og gerist
og sumt er umdeilt. Svo það má
kannski segja að ég sé hálfgerð
þjóðsagnapersóna,“ segir
Sveinbjörn og brosir breitt.
/ehg
Saumaborðið sem Sveinbjörn keypti
sér aðeins 15 ára gamall á fornsölu
á Grettisgötunni í Reykjavík.
Sveinbjörn við kirkjuna á Krossi þar
sem hann stundaði búskap til margra
ára, en yngsti sonur hans, Sigurður
Óli Sveinbjörnsson, tók við og rekur
þar myndarlegt bú í dag.
Styrkir til
jarðræktar 2012
Með sambærilegum hætti og undanfarin ár verða
á þessu ári greiddir styrkir vegna korn-, gras- og
grænfóðurræktar. Styrkurinn kemur úr sameiginlegum
sjóði búnaðarlaga-, mjólkur- og sauðfjársamnings, en
endanleg upphæð sem verður til úthlutunar liggur ekki
fyrir. Reglur og nánari útfærsla verður auglýst síðar.
Bændasamtök Íslands
Bændahöllinni við Hagatorg
107 Reykjavík
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
Við fjármögnum bíla-
og tækjakaupin þín