Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Landbúnaðarháskóli Íslands LEIÐARINN Hver erlenda könnunin af annarri sýnir að Ísland er besti áfanga- staðurinn fyrir ferðamenn í heim- inum. Það er ekki mat einhverra örfárra í afmörkuðum afkimum ferðaþjónustunnar, heldur virtra fjölmiðla víða um heim. Þar má nefna Sunday Times, Lonely Planet, National Geographic Traveler, Newsweek og fleiri og fleiri. Það er náttúra Íslands og vingjarn- legt viðmót Íslendinga sem oftast ber á góma auk þess sem vaxandi eftir- spurn er eftir staðbundnum sérkenn- um eins og í mat og öðru. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands komu samtals 881.915 farþegar til landsins á síðasta ári, þar af 540.084 útlendingar, vel yfir 100 þúsund á mánuði í júní, júlí og ágúst og erlendum ferðamönnum yfir vetrartímann fer einnig ört fjölg- andi. Eins og erlendar kannanir benda til þá kemur þetta fólk fyrst og fremst til að skoða náttúruna og til að upplifa íslenska menningu í sjávarþorpum og sveitum landsins. Þetta þýðir auðvitað stóraukið álag á þekktum ferðamannastöðum. Við því þarf að bregðast með bættri aðstöðu en ekki boðum, bönnum og lokun svæða. Þar skortir mikið á að stjórnvöld standi sig. Bændur landsins hafa aftur á móti fylgt þessari þróun vel eftir og mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferða- þjónustu í sveitum landsins. Það er þó ekki bara uppbygging á gistiaðstöðu sem þar hefur verið áberandi heldur eru bændur smám saman að gera sér grein fyrir því að upplifun ferða- mannsins af því að kynnast sveita- störfunum skiptir ekki minna máli. Fólk vill skoða lifnaðarhætti í íslenskum sveitum, fjós, fjárhús og ekki síst hvernig afurðirnar verða til. Bændur hafa því í ört vaxandi mæli farið út í margs konar framleiðslu á nýstárlegum vörum heima fyrir, eins og skyrkonfekti, ís og ostum og margháttaða verkun á kjöti og ýmsu öðru. Þetta er greinilega að skila sér í sívaxandi vinsældum sveitanna, bæði meðal útlendinga og Íslendinga. Uppbyggingin í sveitunum fer hinsvegar afskaplega illa saman við þann gengdarlausa áróður sem rekinn er gegn íslenskum landbún- aði af ákveðnum öflum í landinu. Engu er líkara en aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu sé háður því skilyrði að íslenskur landbúnaður verði lagður í rúst. Ætli menn hafi þá hugsað það til enda hvað verði þá um ferðaþjónustuna í sveitum landsins og það mikla aðdráttarafl sem sveitirnar eru fyrir vaxandi fjölda ferðamanna? /HKr. Við sameiningu Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri, Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskólans á Reykjum var stofnaður Landbúnaðarháskóli Íslands fræðslu- og rannsóknastofnun land- búnaðarins. Fræðslustarf á sviði land- búnaðar byggir á yfir 120 ára sögu forvera LbhÍ, sem var einn af horn- steinum þeirrar miklu þróunar og breytinga sem urðu á atvinnuháttum Íslendinga. Auðvitað hafa þessar stofn- anir orðið til við mismunandi aðstæður hjá þjóðinni. Önnur stór varða í seinni tíma sögu þessarar stofnunar er flutningur hennar frá fagr- áðuneyti landbúnaðar til menntamálaráðuneytis. Við stjórnarmyndun eftir kosningar árið 2007 varð Landbúnaðarháskólinn að skiptimynt í verka- skiptum nýrra stjórnarflokka. Nú skal það rifjað upp hér að um þetta atriði hafði um langan tíma staðið nokkur umræða, hvort vista ætti yfirstjórn skólans hjá landbúnaðarráðuneytinu eða ráðuneyti menntamála. Það voru og eru sterk rök fyrir hvoru tveggja. Afstaða BÍ á þeim tíma var að leggjast ekki gegn flutningi til menntamálaráðuneytisins en leggja þess í stað áherslu á mikilvægi rann- sóknahlutverks LbhÍ fyrir íslenskan landbúnað. Eru verstu spár að rætast? Nú má vel deila um afstöðu Bændasamtakanna á þeim tíma. En kannski eru verstu spár þeirra sem ekki vildu færa stofnunina frá landbúnaðaráðu- neytinu nú að rætast. Að skólinn myndi búa við fálæti og viki fyrir öðrum hagsmunum í hinu stóra menntamálaráðuneyti. Alvarleg fjárhagsstaða LbhÍ verður ekki síst að skoðast í því ljósi að skólinn hefur ekki fengið að njóta sannmælis yfirvalda. Hann hefur ekki fengið að öllu leyti sambærilega meðhöndlun og aðrar menntastofnanir hér á landi. Fyrir það fyrsta var gamall skuldahali ekki skorinn af líkt og hjá mörgum öðrum háskólum strax við sam- eininguna, hvorki í tíð landbúnaðarráðuneytis sem vistaði skólann í frumbernsku hans né mennta- málaráðuneytis. En gleymum ekki að bæði núver- andi sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneyti hefur staðið á bak við fjárveitingu til rannsóknastarfs fyrir landbúnað sem grundvölluð var við flutning á milli ráðuneyta. Fjárveiting sú hefur þurft að sæta niðurskurði eins og margt í okkar starfsemi undanfarin ár. Menntamálaráðuneytið leiðrétti grunnframlag til skólans að ákveðnu marki árið 2009. Sú fjárveiting hefur nagast niður í samdrætti undanfarinna ára. Þeir sem börðust gegn flutningi stofnunarinnar á milli ráðuneyta lögðu ekki síst áherslu á að tengsl við atvinnugreinina væru lífæð skólans og að við flutning til menntamálaráðuneytis væri skorið á þá líflínu. Það skal fullyrt hér að ekki hefur mikilvægi skólans minnkað fyrir atvinnuveginn og ekki heldur áhugi bænda á að standa á bak við skólann sinn. En kannski hefur á stundum læðst að sá grunur að skólanum sjálfum hafi ekki þótt jafnmikilvægt að rækta tengsl við landbúnaðinn. Landbúnaðurinn kallar eftir liðsinni skólans Landbúnaðarháskólinn hefur að sjálfsögðu þróast, vaxið og dafnað. Hann er ekki sama rannsókna- stofnun og áður var og ekki sami bænda- skólinn eða garðyrkjuskólinn. Bændur þurfa ekki síður á rannsóknum að halda nú en áður í búfjárrækt, jarðrækt, bútækni og mörgu fleiru. Atvinnuvegurinn þarfn- ast grundvallarrannsókna því þær hafa bein áhrif á hagkvæmni landbúnaðarins. Kennslu- og fræðslustofnun sem vinnur að endurmenntun, opnar möguleika á fjar- námi þeirra sem vilja stunda slíkt nám úr sinni heimabyggð eða býður upp á staðnám er landbúnaðinum nauðsynleg. Þessum kjarna sínum verður skólinn að muna eftir þegar hann nú endurmetur stöðu sína og tilgang. Og hann má ekki gleyma því að landbúnaðurinn kallar eftir liðsinni vegna nýrra viðfangsefna og tækifæra sem felast í nýtingu landsins gæða. Margfaldur nemendafjöldi en minna fé LbhÍ hefur á undanförnum árum margfaldað nem- endafjölda sinn. Á sama tíma hefur starfsfólki fækkað og starfsemin verið rekin fyrir stöðugt minna fé. Ekki hefur verið offramboð á ráðum handa stjórnendum skólans um hvað ætti frekar en annað að skera niður. Framlög rýrna og rýrna, en á sama tíma eykst aðsókn að námi skólans. Það segir okkur að áherslur skólans hafa vakið athygli fólks, að starfsmenn skólans njóta trausts og ungt fólk sækir í skólann eftir menntun. Skorað á menntamálaráðherra að vinna að góðri lausn Hér er skorað á menntamálaráðherra að vinna að góðri lausn fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands með stjórnendum skólans og BÍ. Það getur haft alvarlegar afleiðingar að skera niður og loka starfs- stöðvum og veikja starfsemi. Við getum fundið farsæla lausn, enda stofnar landbúnaðarháskólans sterkir og byggja á grunni mikillar sögu – í rúm 120 ár. /HB Sveitirnar skipta máli Þessa dagana standa yfir framkvæmdir á skrif- stofum Bændasamtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Verið er að breyta hluta skrifstofurýmis, endurnýja gólf- og loftaefni, raf- lagnir og opna vinnurými. Í kjölfarið á framkvæmdunum verður tölvudeild Bændasamtakanna, sem hefur haft aðstöðu á 2. hæð, flutt upp á 3. hæðina þar sem hún mun hafa aðsetur í suðurenda. Með breytingunum fæst töluvert betri nýting á húsnæði BÍ en markmiðið er ekki síst að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna. Hluti þess húsnæðis sem nú er verið að endurnýja hefur verið nær óbreyttur í áratuga sögu hússins. Starfsmenn BÍ hafa flutt sig til meðan á framkvæmdum stendur og er m.a. starfsfólk Bændablaðsins á jarðhæð og ráðunautar með aðstöðu á 2. hæð. Áætlað er að framkvæmd- um ljúki með vorinu. Breytingar í Bændahöll Magnús Sigsteinsson hefur umsjón með framkvæmdunum fyrir hönd BÍ en hér er hann ásamt Haraldi Benediktssyni formanni. Borgar Páll Bragason jarðræktarráðunautur virðir fyrir sér framtíðarvinnuaðstöðu starfsmanna. Starfsmenn frá verktakafyrirtækinu Berserkjum hafa unnið að niðurrifi á 3. hæð Bændahallarinnar síðustu daga. Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar BÍ, við áratugagamla símagrind sem víkur fyrir nútíma- legri fjarskiptabúnaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.