Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 Sorpmál eru enn til vandræða hér á landi og virðist engin stefna vera uppi um hvernig eigi að leysa málin til frambúðar. Verið er að herða reglur um sorpeyðingarstöðvar en engar lausnir lagðar á borðið. Samt eru til, og hafa verið um lang- an aldur, lausnir sem gætu leyst að stærstum hluta sorpeyðingarmál Íslendinga jafnframt því að skapa úr sorpinu verðmæti í formi elds- neytis í stórum stíl. Það er í raun sama tæknilausn og Þorbjörn A. Friðriksson efnafræðingur hefur viðrað í Bændablaðinu, varðandi eldsneytisframleiðslu úr lífmassa í sveitum landsins. Þá eru fyrirtæki víða um heim farin að líta á sorp sem dýrmætt hráefni til eldsneytis- vinnslu. Kröfur en engar lausnir Díoxínmálið sem upp kom vegna brennslu á sorpi í Funa á Ísafirði 2010 setti allt stjórnkerfi umhverf- ismála á Íslandi í uppnám þegar uppvíst varð um andvaraleysi hjá stjórnkerfinu og eftirlitsstofnunum í málinu. Gripið var til þess ráðs að loka alfarið sorpbrennslu Funa á Ísafirði og flytja allt sorp af svæðinu til urðunar á sorphaugum höfuðborg- arsvæðisins í Álfsnesi. Eftir tveggja ára vangaveltur um sorpeyðingar- stöðvarnar tilkynnti umhverfisráðu- neytið þann 20. mars sl. að afnema ætti undanþágur sem verið hafa í gildi fyrir sorpbrennslustöðvarnar á Klaustri og í Eyjum. Þessar undan- þágur lúta að mengunarmælingum og útheimta tækjakaup fyrir þessar stöðvar. Undanþágurnar falla úr gildi um næstu áramót og sveitarstjórnir á þessum stöðum þurfa að tilkynna yfirvöldum hvort þær ætli að halda áfram rekstrinum. Lítið er hinsvegar rætt um lausnir á málinu. Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri á Klaustri, hefur bent á að fjárhagsleg staða Skaftárhrepps geri hreppnum erfitt að takast á við hertar kröfur um sorpbrennslu og fá önnur úrræði í sjónmáli. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýndi umhverfisyfirvöld harðlega í frétt á RÚV og sagði þau vinna leynt og ljóst að því að útrýma sorpbrennslu hér á landi: „Það er gríðarlega mikil- vægt að umhverfismál verði losuð úr viðjum hreintrúarstefnu. Það þarf að nálgast þetta með heildarhagsmuni umhverfisins í huga.“ Sagði Elliði að þar á bæ væru menn nú í fullri alvöru að skoða að flytja sorp til Svíþjóðar, þar sem það yrði notað til að framleiða rafmagn. Greint var frá því í síðasta Bændablaði að sorpeyðingarstöð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. á Húsavík muni hætta að taka við dýrahræjum til förgunar þann 1. september nk. Samlagið er í eigu Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps. Stöðin var gangsett haustið 2006 og að fullu fjármögnuð með lánsfé frá Lánasjóði sveitarfélaga. Nú þarf að ráðast í miklar endurbætur á stöðinni og ljóst að ekki er hægt að útvega fjármagn til þess við óbreyttar aðstæður. Miðað við nýjar kröfur umhverfisráðauneytisins virðist borðleggjandi að þeirri stöð verði lokað líkt og í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Engar varan- legar lausnir eru á borðinu og mikið ráðleysi virðist ríkja varðandi sorp- förgun í landinu. Framleiðum olíu úr sorpinu Þorbjörn A. Friðriksson sagði í sam- tali við Bændablaðið að kjörið væri að beita sömu aðferð við förgun á sorpi hérlendis og þekkt er víða um heim. Það myndi styðja vel við bakið á framleiðslu á olíu úr lífmassa sem fá mætti með ræktun á landi sem ekki er nýtt til annars. Við það ynn- ist tvennt. Annarsvegar væri hægt að umbreyta langstærstum hluta þess sorps sem til fellur í kolefni með því að kola hráefnið við mikinn hita. Í öðru lagi yrði afgasið fangað og breytt með efnahvörfum í lokuðu kerfi í gas, dísilolíu, bensín og önnur verðmæt efni. Þannig yrðu búin til mikil verðmæti úr ruslinu sem nú er ýmist urðað eða blásið sem mengandi lofttegundum út í andrúmsloftið með brennslu í sorpeyðingarstöðvum. Gríðarlegur ávinningur Að sögn Þorbjörns er öll tækni til slíkrar vinnslu á sorpi vel þekkt og notuð víða um heim. Segir hann Hugmyndir efnafræðings og bænda um olíuvinnslu úr lífmassa gætu nýst til að leysa sorpeyðingarmál landsmanna: Gullöld sorpsins að renna upp – Öll tækni þekkt til að umbreyta sorpi í olíu og víða um heim eru menn nú farnir að líta á sorp sem dýrmætt hráefni Fréttaskýring Sérákvæði um starfandi sorp- brennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi með breytingu á reglugerð um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslu- stöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambæri- legrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. Með breytingunni er sorp- brennslustöðvum gert að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar eigi síðar en 1. janúar 2013. Skulu rekstraraðilar þeirra tilkynna Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. maí næstkomandi um hvort áfram- haldandi rekstur stöðvanna sé fyrir- hugaður. Áformi rekstraraðili að halda áfram rekstri skal hann jafn- framt senda Umhverfisstofnun áætlun um hvernig stöðvar muni uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Í því tilviki skal umsókn um nýtt starfsleyfi berast Umhverfisstofnun fyrir 1. maí næstkomandi. Með breytingunni er gerð krafa um reglulegar mælingar á díoxíni tvisvar á ári hjá þeim brennslu- stöðvum sem halda áfram rekstri eftir 1. janúar 2013. Þá er gerð krafa um samfelldar mælingar á tilgreindum efnum, s.s. kolsýru og ryki. Þurfa sorpbrennslustöðv- arnar því að hafa búnað til að sinna þessum mælingum. Breytingarnar eru liður í við- brögðum stjórnvalda í ljósi þess að mælingar á díoxíni frá sorpbrennslustöðvum á Ísafirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri gáfu tilefni til að endurskoða reglugerð um brennslu úrgangs. Mikil umræða var um díoxínmengun frá þessum stöðvum sem og sorpbrennslustöð- inni í Svínafelli. Þegar hefur sorp- brennslustöðvunum í Svínafelli og á Ísafirði verið lokað að frumkvæði sveitarfélaganna, og snertir reglu- gerðarbreytingin nú því eingöngu stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Mikill árangur hefur náðst á sl. 20 árum hér á landi við að draga úr losun díoxíns með margs háttar aðgerðum stjórnvalda og mun þessi breyting á umræddri reglugerð bæta þann árangur enn frekar. Sérákvæði fyrir eldri sorpbrennslu- stöðvar felld úr gildi - engar lausnir Díoxínmengun frá sorpbrennslu Mynd / HKr. - Mynd / HKr. -

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.