Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 Vélabásinn Glænýr Honda Civic með 150 hestafla díselvél: Einhver skemmtilegasti bíllinn í sínum flokki Laugardaginn 17. mars frumsýndi Bernhard Vatnagörðum nýjan Honda Civic með 150 hestafla díselvél. Honda setti Civic fyrst á markað 1972 og í hvert sinn sem ný hönnun á Civic hefur verið frumsýnd hefur bíllinn vakið athygli og umtal. Civic hefur lítið breyst síðustu ár, en nú var komið að breytingum og það all nokkrum. Undirritaður fékk að prófa bílinn í sólarhring eftir lokun á sunnudeg- inum 18. mars. Ég var varla sestur inn í bílinn þegar gerði leiðinda- veður með snjókomu og skafrenn- ingi. Í slíku veðurfari er ekki gaman að prufukeyra svona kraftmikinn bíl og eftir að skriðvörnin hafði ítrekað komið á nennti ég ekki að keyra í þessu færi og hætti í von um betra veður daginn eftir. Það jákvæða við svona færð er þó að maður fær að kynnast skriðvörninni í bílnum vel og eitt er víst að skriðvörnin í Honda Civic er einhver besta skriðvörn í bíl sem ég hef prófað. Daginn eftir var ausandi rigning og lítið betra grip sökum vatnselgs á götum borgarinnar. Honda Civic er svo kraftmikill með þessari díselvél að hann spólaði á blautu malbikinu ef honum var gefið vel inn. Með bakkmyndavél og Idle Stop -tækni Eins og síðustu þrír bílar sem ég hef skrifað um hér í blaðinu er Civic með góða bakkmyndavél í lit (i-MID -upplýsingaskjár). Þá drep- ur bíllinn sjálfkrafa á vélinni þegar stoppað er í umferðinni, stigið á bremsu og sett í frígír (stopp/start -sparbúnaður - Idle Stop -tækni). Þegar aftur er stigið á kúplinguna og sett í gír fer hann í gang. Öll stjórn- tæki eru á þægilegum stöðum og gott að ná til þeirra, en inni í bílnum er hreint ótrúlega mikið gólfpláss og farþegamegin sérlega mikið pláss fyrir fæturna. Einstaklega vel einangraður Honda hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér hvað varðar hljóðeinangrun inni í bílunum og lítil hljóð utan frá. Þessi bíll er einstaklega vel hljóðein- angraður og fyrir vikið nýtur útvarp- ið sín vel með góðum hljómi, en við útvarpið er hægt að tengja USB-lykil með sinni uppáhalds músík. Speglar eru ágætir, en það hefur alltaf truflað mig ef afturrúðan er tvískipt og sést þannig í baksýnis- speglinum (Civic er með þannig afturhlera að afturglugginn er tví- skiptur). Það reyndi lítið á fjöðrunina í þessum prufuakstri mínum fyrir utan nokkrar hraðahindranir og holur sem eru í malbiki bæjarins eftir skemmdir vetrarins, en bæði hraðahindranirnar og hvassar hol- urnar í malbikinu fannst mér vera ótrúlega mjúkar fyrir fjöðrunina (margir bílar höggva svo leiðinlega í svona malbiksskemmdum, en ekki Honda Civic). „Hættulega spræk“ vél Bíllinn er með 2,2 lítra, 150 hestafla i–DTEC díselvél sem er virkilega spræk, nánast hættulega spræk. Sérstaklega í þeim hlutum bæjarins þar sem hámarkshraðinn er einungis 30 km. Samkvæmt bæklingi um bíl- inn er hann ekki nema 8,5 sekúndur að ná 100 km hraða og uppgefinn hámarkshraði er 217 km. 4,4, lítrar í blönduðum akstri Samkvæmt bæklingi á þessi bíll sem ég ók að eyða við bestu aðstæður 5,2 lítrum á hundraðið innanbæjar, utanbæjar 3,9 og í blönduðum akstri 4,4, en eftir rúmra 60 km innanbæjarakstur var ég að eyða 7,0 lítrum (nokkuð sátt- ur miðað við færð, akstursskilyrði og minn þunga hægri fót). Honda Civic er ótvírætt einhver skemmti- legasti fólksbíll sem ég hef keyrt og af þeim bílum sem ég hef prófað og eru í sama flokki og Honda Civic mundi ég halda að þessi bíll væri í efsta sæti. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: 2,2 dísel er á 4.390.000 kr (ódýr- asti 1,4 bensínbíllinn á 3.490.000) kr. Lengd: 4.300 mm Breidd (án spegla): 1.770 mm Hæð 1.440 mm Vél: 4 strokka dísel, 1.968 cc Hestöfl: 150 Þyngd 1.367 kg Gott bil er í hindrunina þegar stopp- að er samkvæmt bakkmyndavélinni. Bakkmyndavélin sýnir vel afstöðu til blómakers fyrir aftan bílinn. Allar nauðsynlegar upplýsingar eru skilmerkilega sýndar á skjá í mæla- borði. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954. Dynjandi örugglega fyrir þig! ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! HEYRNARHLÍ FAR VIÐ VINNUN A! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Dynjandi hefur úrval af heyrnahlífum frá 3M. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! BÆNDUR OG BÚALIÐ – kjósa KVERNELAND Fr u m Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri VERKIN TALA plógar Taarup sláttuvélar með og án knosara Accord áburðardreifarar jarðtætarar og herfi Sjá einnig: http://www.youtube.com/KvernelandGroup Er dýrt að hita upp húsið? Eru líkur á jarðhita í nágrenninu? Tek að mér ráðgjöf og leit að heitu og köldu vatni fyrir einstaklinga og sveitarfélög. Sé um undirbúning borana og eftirlit með þeim. Ódýr og góð þjónusta. Geri föst verðtilboð. Leitið upplýsinga í síma 862-8426 eða sendið skilaboð á tölvupóstfang: hjohannesson@simnet.is. Jarðfræðiþjónusta Hauks Jóhannessonar ehf. Barðavogi 44, 104 Reykjavík Helstu mál og verð:

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.