Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 tvær hlöður á Rauðafelli þar í sveit. Hlöður fuku á Háeyri og í Votmúla í Flóa. Skaðar urðu á húsum í Borgarfirði og fé fennti í Fornahvammi.Vélbátur brotn- aði í Grundarfirði. Skaðar urðu á jörðum í Lóni af sandfoki og grjótflugi. 1918. Páskadagur 31. mars. Mikið hret hófst á þriðjudag í dymbilviku (páskar 31. mars), en var ekki slæmt um land allt. 1919. Páskadagur 20. apríl. Skyndileg hláka um páskana (páskadagur 20. apríl) ofan í mik- inn snjó olli miklum krapahlaup- um. Snjóflóð féll við Leikskála í Haukadal í Dalasýslu og braut fjárhús, 120 fjár fórust. Snjóflóð féllu einnig við bæina Hornstaði og Gröf (í Laxárdal í Dölum), skemmdi túnið á fyrrnefnda staðnum, en skemmdir urðu litlar í Gröf þótt flóðið félli að húsum. Stórkostleg krapahlaup í Eyjafirði eyðilögðu fjárhús á nokkrum bæjum, einnig í Svarfaðardal og á Látraströnd. Krapahlaup féll á baðstofu í Geirhildargörðum í Öxnadal, mannbjörg varð. Helgina áður fórust 18 manns í stórkostlegum snjóflóðum í Siglufirði og nágrenni. 1920. Páskadagur 4. apríl. Mikið norðankast hófst á páska- dag og stóð í rúma viku. 1921. Páskadagur 16. apríl. Á annan páskadag (17. apríl) fórst vélbátur í miklu brimi á Stokkseyrarsundi. Daginn eftir fórst vélbátur frá Hafnarfirði í útsynningsillviðri á Faxaflóa, fleiri bátar lentu í hrakningum. 1926. Páskadagur 4. apríl. Hret á pálmasunnudag (28. mars) stóð fram eftir dymbilvikunni. Þak fauk af íbúðarhúsi og stór geymsluskúr fauk í Leirvogstungu í Mosfellssveit (30.), bát rak á land við Elliðaárósa (29.). Bátur með fjórum mönnum fórst nærri Viðey. 1930. Páskadag 20. apríl. Á laugardegi fyrir páska, páska- dag og annan í páskum var mikil blíða. Síðan gerði allmikið hret með stórhríð norðanlands. Þar urðu símabilanir og fé fórst. 1932. Páskadagur 27. mars. Mikið hret miðvikudag eftir páska (páskadagur 27. mars). Miklar símabilanir á Norðurlandi og 40 staurar brotnuðu í Bitru. 1933. Páskadagur 16. apríl. Allmikið illviðri í dymbilvikunni, verst á mánudeginum (10.), en ekki mjög kalt. Togarinn Skúli fógeti strandaði við Grindavík, 13 drukknuðu, en 24 var bjargað í land á línu. Bát rak á land í Ólafsfirði og braut í spón. Margt fé fennti í Vestur-Skaftafellssýslu. 1942. Páskadagur 5. apríl. Talsvert hret um páska, frá föstu- deginum langa og fram í miðja næstu viku. 1943. Páskadagur 25. apríl. Allmikið hret í dymbilvikunni, verst á mánudegi og þriðjudegi. Mikil ófærð á Hellisheiði syðra, snjódýpt 10 cm í Reykjavík og 28 cm í Grindavík. 1949. Páskadagur 17. apríl. Miðvikudaginn eftir páska (20. apríl) gerði óvenjumikinn hríð- arbyl suðvestanlands. Tvö til þrjú hundruð manns hröktust á Hellisheiði er bifreiðar sátu fastar í blindhríð. 1951. Páskadagur 25. mars. Mikil vetrartíð bæði í dymbil- og páskavikum. Mikil snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi. 1953. Páskadagur 5. apríl. Mjög erfitt tíðarfar í dymbil- vikunni, framhald á illviðri vikuna á undan þegar mikil snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Á mánudag fauk flugvél út af flug- braut í Vestmannaeyjum, vélin skemmdist en fólk meiddist ekki. Á skírdag féll snjóflóð á kirkjugarðinn á Flateyri og olli spjöllum, sama dag braut brim skarð i skjólvegg hafnargarðs í Ólafsfirði. Tveir fórust þegar snjóflóð féll á bæinn Auðnir í Svarfaðardal á föstudaginn langa. Sjö kýr drápust og allt sauðfé. Fleiri snjóflóð ollu sköðum í Eyjafirði. Á annan páskadag eða daginn eftir féll snjóflóð á útihús á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði. 1957. Páskadagur 21. apríl. Þriðjudag í dymbilviku (16.) varð mikið sjávarflóð á Álftanesi, veg- inn tók af og bæir voru umflotnir sjó. 1961. Páskadagur 2. apríl. Kuldatíð í dymbilviku og um páska. 1963. Páskadagur 14. apríl. Frægasta páskahretið. Veðrið skall skyndilega á eftir miðjan dag á þriðjudegi, 9. apríl, með hörkufrosti og stormi eftir óvenjumilda tíð. Miklir mann- skaðar urðu í hretinu, 18 menn fórust á sjó og fádæma skemmdir urðu á gróðri. Fimm menn fórust af tveimur bátum frá Dalvík, 2 menn af báti frá Þórshöfn, 2 af báti frá Siglufirði. Allir þessir bátar voru norðan við land, skip fórst einnig við Reykjanes, þar fórust fimm, en sex björguðust naumlega. Tvo menn tók út af þýskum togara. Fjárskaðar urðu vestan- og norðanlands. Bátur sökk í Vopnafjarðarhöfn, mikið brim var á þeim slóðum. Rúður brotnuðu í húsum á Hvallátrum, þak tók af fjárhúsum í Breiðuvík og hús í Hænuvík löskuðust nokk- uð. Miklir skaðar urðu á sunn- anverðu Snæfellsnesi, þök tók af útihúsum á Bláfeldi, Lýsuhóli, Kálfavöllum, Hraunsmúla, Hofgörðum og Hólakoti og af íbúðarhúsi á Hóli. Bíll fauk út af veginum við Bláfeld. Steinsteypt sæluhús fauk í Hafursey á Mýrdalssandi. Á páskadaginn tók þak af hálfum fjárhúsum á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi. 1965. Páskadagur 18. apríl. Hret viðloðandi alla dymbilvik- una og fram á annan páskadag. 1967. Páskadagur 26. mars. Miklar samgöngutruflanir í miklu hríðarveðri sem hófst á föstudaginn langa og stóð yfir páskana. Grjótflug skemmdi bíla og þeir fuku af vegum. Fólk lenti víða í hrakningum. Bátar í Njarðvíkurhöfn voru hætt komnir vegna ísingar. Stórt gróður- hús í Mosfellssveit eyðilagðist. Áætlunarbíll fauk út af vegi í Kollafirði og valt. Snjóflóð féll úr Bjólfinum á Seyðisfirði og á mjölskemmu. Lagðist skemman saman, fleiri snjóflóð féllu í firð- inum. 1970. Páskadagur 29. mars. Mikið illviðri gerði í dymbilvik- unni og varð verst frá þriðjudegi fram á skírdag. Járnplötur fuku og rúður brotnuðu í Flatey. Þakplötur fuku af allmörgum húsum á Seyðisfirði og rúður brotnuðu, maður fékk glerbrot í auga. Bíll fauk á hliðina. Mikið tjón varð á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, þar fauk allt hlöðuþakið og hluti af áföstu fjósþaki, rúður brotnuðu í íbúðarhúsinu og járn tók af fleiri húsum. Mikið járn fauk af gamalli fiskimjölsverksmiðju og mjólkurstöð á Djúpavogi (á skírdag, 26.). Rúður brotnuðu í Neskaupstað. Þak fauk af hlöðu í Tungu í Höfðadal, margir lentu í hrakningum á heiðum. Víða urðu skemmdir og fólk á ferðalögum í tilefni af páskunum lenti í hrakn- ingum. 1975. Páskadagur 30. mars. Norðanskot sem stóð mjög stutt. Maður varð úti í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi. Gámur fauk á bifreið í Vestmannaeyjum og skemmdi hana mikið. Skemmdir urðu einnig á rúðum og lakki bíla. Jeppi fauk út af vegi við Seljaland undir Eyjafjöllum. Farþegar slösuðust. 1976. Páskadagur 18. apríl. Á skírdag, 15. apríl, lentu tæplega hundrað bílar í miklum hrakning- um á Holtavörðuheiði. 1979. Páskadagur 15. apríl. Á skírdag fauk kyrrstæð fólksbif- reið á Skeiðarársandi og varð að járnahrúgu, þar var mikið grjót- flug og brotnuðu rúður í allmörg- um bílum og lakk eyðilagðist. 1983. Páskadagur 3. apríl. Samgöngutruflanir urðu páska- dagana vegna hríðarveðurs. 1994. Páskadagur 3. apríl. Aðfaranótt þriðjudags eftir páska fórst maður og mikið eignatjón varð er stórt snjóflóð féll á skíða- og sumarbústaðahverfi við Ísafjörð. Víðar varð þá tjón af snjóflóðum. 1996. Páskadagur 7. apríl. Á skírdag var mikil ófærð suð- vestanlands í miklu hríðarveðri, samgöngur lömuðust. Talsvert tjón varð í fjöldaárekstrum og nokkur meiðsli urðu á fólki. Síðan hafa ekki orðið teljandi páskahret. F j á r h ú s - f j ó s - h e s t h ú s ? Við erum bæði með hugmyndir og lausnir HÝSI-MERKÚR ehf. - Völuteigur 7, Mosfellsbæ - Sími 5346050 hysi@hysi.is / www.hysi.is    Eigum á lager færanleg bogahýsi. Heitgalvaniseruð grind. Verð með framgafli kr. 649.000 Verð án framgafls kr. 552.000 Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla, diesel lyftara og jarðtætara af öllum stærðum. Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.