Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 Íslensk hönnun Sýnishorn af töskum sem Unnur hefur hannað og framleitt. Unnur Friðriksdóttir, fata- og búningahönnuður, hefur búið og starfað í Los Angeles í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið þar sem hún selur fylgihluti úr sjávarleðri, lamba- og nautsskinni. Vörurnar selur hún á Bandaríkjamarkaði en einnig í Arabaríkjunum, en Unni finnst mikilvægt í hönnun sinni og efnisvali að halda í ræturnar heim til Íslands. Upphaf: „Þrátt fyrir að bakgrunnur minn sé í fatahönnun hef ég alla tíð hannað fylgihluti meðfram því sem ég hef verið að gera. Hugmyndin að töskun- um kom sem hluti af lokaverkefninu mínu úr náminu, sem ég hélt áfram að þróa meðfram því sem ég fékkst við fatnað. Töskurnar skutust hinsvegar fram úr fatnaðinum og þess vegna einblíndi ég á þær. Mér finnst allar listgreinar og hönnun tengjast beint eða óbeint. Mér líður best þegar ég stekk úr einu í annað og hef marga bolta á lofti. Keðjuhugmynd á tösku getur þess vegna orðið að samstarfi við skartgripahönnuð, málverk getur orðið að hugmynd að vefsíðu, boðs- kort í barnaafmæli veitt innblástur í hluta merkimiða á fatnað. Ferlið er voða svipað. Jafnvel fyrir tónlistina á síðuna mína, unnur.com, það var hönnunarverkefni þar sem hug- myndin þróaðist áfram líkt og gerist í annarri hönnun. Ég held að fólk átti sig oft ekki á hvað það þýðir að reka lítið fyrirtæki fyrir þá sem eru í listgreinum. Það er ekki bara varan sem er hönnuð, heldur allt letur, miðar, lógó, umbúðir, auglýsingamyndir, vefsíða og svo framvegis. Þetta er allt hluti af upprunalegu hugmyndinni. Þetta eru allt mínar hugmyndir sem ég annaðhvort þróa ein eða í samstarfi við aðra.“ Efniviður: „Ég hef mest notast við sjávarleður, lamba- og nautsskinn, þetta er svona til sjávar og sveita hjá mér! Mig hefur ekki langað að vinna með dýr í útrýmingarhættu og legg alltaf áherslu á að halda í ræturnar heim til Íslands.“ Innblástur: „Allt og ekkert. Fólk, menning, náttúra, listir. Innblásturinn kemur alls staðar frá, getur til dæmis komið úr abstraktteikningu frá lítilli frænku eða úr ljóði.“ Framundan: „Það eru ótrúlega mörg spennandi verkefni framundan. Vörulínan mín stendur í miklum breytingum, nýjar vörur sem koma inn og nýjar línur. Samstarf við aðra hönnuði hefur líka verið í þróun undanfarið ár. Þetta eru hugmyndir sem ég er búin að ganga með í maganum lengi, sem loks verða að veruleika í ár að hluta og í byrjun næsta árs.“ Unnur Friðriksdóttir, fata- og búningahönnuður, gerir það gott á Ameríkumarkaði og í Arabaríkjunum með sölu á Til sjávar og sveita

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.