Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 20122 Fréttir Naut sem slátrað var hjá Norðlenska á Akureyri í lið- inni viku vó hvorki meira né minna en 505,8 kg. Bolinn, sem kom frá Guðmundi Gylfa Halldórssyni bónda á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, var að hálfu franskur Limousine og hálfur Íslendingur. Þetta er með allra þyngstu nautum sem slátrað hefur verið hér á landi. Þess má geta að þarna er um fall- þunga að ræða en lifandi á fæti vó nautið um það bil eitt tonn. Fá vel að éta Guðmundur Gylfi segir skýringuna á þyngdinni hljóta að vera þá að nautin fái svo vel að éta, en á Breiðabóli er ræktað korn og það gefið kálfum allan uppeldistímann. „Við gefum þeim sérstaklega vel að éta síðustu mánuðina fyrir slátrun,“ segir Guðmundur Gylfi. Það hafi í för með sér að jöfn og góð þyngd náist. Á liðnu ári var slátrað 33 nautkálfum frá Breiðabóli, allt 100% íslenskum. Þar af lentu 30 í UNI a*-flokki með meðalþyngdina 351 kíló, þrír lentu í UNI a-flokki og var meðalþyngd þeirra 281 kíló. „Þetta hefur líklega verið besta árið okkar hvað flokkun varðar,“ segir Guðmundur Gylfi. Telur hann ástæðu þess einkum vera að árið 2010 var mjög gott kornræktarár, uppskeran bæði mikil og góð og búa Breiðabólsbændur enn að henni. Það hefur komið sér vel, því ekki tókst eins vel til með kornræktina á liðnu sumri. „Við áttum mikið eftir af uppskerunni frá 2010 og höfum gefið það korn til helminga á móti uppskerunni í fyrra. Það er gott að geta þannig jafnað út sveiflurnar sem verða í kornrækt- inni,“ segir Guðmundur Gylfi. Tvöföld meðalþyngd Naut sem koma til slátrunar hjá Norðlenska eru að meðaltali 230-240 kg að þyngd, þannig að þyngd kálfs- ins sem slátrað var í vikunni var rúm- lega tvöföld meðalþyngd. Hann var 28 mánaða og tveggja vikna gamall. Móðirin er íslensk mjólkurkýr, sædd með sæði úr frönsku Limousin-nauti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stór gripur kemur frá Breiðabóli til slátrunar hjá Norðlenska. Í mars 2009 var þar slátrað grip sem vóg 512,2 kg og um sumarið öðrum sem var 505,4 kg. Sá fyrri var af Limousine-kyni og sá síðari Angus, en mæðurnar íslenskar. Ekki er loku fyrir það skotið að þrír stórir gripir til viðbótar komi frá Breiðabóli innan skamms. Þrír hálfbræður þess sem slátrað var á dögunum eru þegar orðnir ansi myndarlegir og gerir Guðmundur Gylfi ráð fyrir að þeir verði álíka þungir og umrætt naut. Þeir koma að líkindum til slátrunar í ágúst og um mánaðamótin september-október. /MÞÞ Naut frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd með ríflega hálfs tonns fallþunga - Góður árangur rakinn til eigin ræktunar á korni og að kálfum sé gefið korn allan uppeldistímann Í lok síðasta árs fóru forsvarsmenn Bændasamtakanna hringferð um landið og héldu bændafundi á alls nítján stöðum. Því miður varð að fresta fundi á Vopnafirði vegna veðurs en nú verður bætt þar úr. Áætlað er að halda bændafund í Kaupvangi þriðjudaginn 3. apríl nk. kl. 13:00. Frummælendur eru þau Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir stjórnarmaður í samtökunum. Bændur á svæðinu eru hvattir til að mæta, m.a. til að ræða fyrirhug- aðar breytingar á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði og um stöðu atvinnu- greinarinnar Bændafundur á Vopnafirði Naut sem slátrað var hjá Norðlenska á Akureyri í liðinni viku vó hvorki meira né minna en 505,8 kg. Bolinn, sem kom frá Guðmundi Gylfa Hall- dórssyni bónda á Breiðabóli á Sval- barðsströnd, var að hálfu franskur Limousin og hálfur Íslendingur. Ríkisendurskoðun gerir alvar- legar athugasemdir við rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í nýrri skýrslu um fjár- málastjórn skólans. Frá stofnun skólans 2005, með samein- ingu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins, hafa heildarskuldir skólans fimmfaldast og eru nú 739 milljónir. Bent er á að forstöðumaður fari með ábyrgð á rekstri skólans og mennta- og menningarmálaráðu- neytisins sé að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur og aga í fjármálum. Þá þurfi ráðuneytið að ákveða hvernig farið verði með uppsafnaðan halla, í samstarfi við stjórnendur skólans og fjármálaráðuneytið. Uppsafnaður halli 307 milljónir Í skýrslunni kemur fram að uppsafn- aður halli skólans nemi, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2011, 307 milljónum króna. Heildarskuldir nema eins og áður segir 739 millj- ónum króna og eru að langmestu leyti skuld við ríkissjóð. Þá eru gerðar athugasemdir við ráðstöfun eigna skólans á árinu 2009. Meðal annars eru gerðar athugasemdir við sölu skólans á hlut sínum í Orf líftækni fyrir 134 milljónir en kaup- verðið hefur ekki fengist greitt og segir í skýrslunni að óvissu gæti um að svo verði vegna erfiðrar fjárhags- stöðu kaupenda. Skólinn hafi einnig selt búrekstur á Möðruvöllum fyrir 19 milljónir króna en aðeins hluti þess hafi nú skilað sér. Stofnun einkahluta- félagsins Grímshaga um búrekstur skólans er þá gagnrýnd og ráðuneytið hvatt til að kanna lögmæti þess 115 milljóna halli í vöggugjöf Forsvarsmenn LbhÍ fengu tækifæri til að birta viðbrögð sín og svör í skýrslunni og hafa jafnframt birt þau viðbrögð á heimasíðu skólans. Þar er bent á að skólinn hafi við stofn- un fengið í vöggugjöf 115 milljóna króna halla frá þeim s t o f n u n u m sem þá runnu saman. Þá hafi verið gríðarleg þörf á viðhaldi eigna skólans og gerður hafi verið samn- ingur, fyrir hvatningu ríkisvaldsins, við Fasteignir ríkissjóðs. Með því hafi tekist að snúa við þeirri þróun sem blasti við en ljóst sé að vaxandi hluti af heildarfjárveitingum skólans renni til þessara verkefna. Framlög ekki fylgt hækkunum Þá er bent á að ef framlög til skól- ans hefðu fylgt meðaltalshækkun til íslenskra háskóla á árabilinu 2005 til 2011 myndi LbhÍ ekki glíma við neinn rekstrarvanda. Ekki hafi tekist að fá viðurkenningu á innri halla skólans fyrr en árið 2009 en þá var aukið við fjárheimildir til skólans um 70 milljónir. Hins vegar hafi sú hækkun öll gengið til baka og gott betur, því skorið hafi verið niður í rekstri skólans um 130 milljónir á árunum 2010 og 2011. Nauðsynlegt sé að setja skýrt fram hvernig eigi að losna við uppsafnaðan halla. Verði ekki hægt að losna við hann að fullu með aukafjárveitingu, líkt og gert hafi verið við aðra háskóla árið 2009, að því er segir í svörum skólans, er varpað fram þeirri hugmynd að hægt sé að greiða hallann niður að hluta, t.a.m. um 100 milljónir á 5 árum. Takist það ekki verði að leggja niður starfsstöðvar, hætta að taka inn nem- endur og segja upp fólki. Í svörum skólans er bent á að dreg- in sé upp dekkri mynd en efni standi til, því ofmat á eignum skólans kunni að vera allt að 200 milljónir. Gert er ráð fyrir að þar sé átt við efasemdir um innheimtu skuldabréfa vegna sölu Orf líftækni, en skólinn sjái ekki annað en að þau séu fullgild og verði greidd á yfirstandandi ári. Vonast til að hægt verði að fella niður skuldir Mennta- og menningarmálaráðu- neytið telur í svörum sínum að fjár- hagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að fjárframlög hafi ekki fylgt þróun nemendafjölda og auknu námsframboði. Þá hafi fjár- hagsstaða skólans verið umtalsvert verri árið 2008, þegar skólinn var færður undir ráðuneytið, en gögn bentu til. Árin 2009 og 2010 hafi náðst jafnvægi í rekstri en 2011 orðið hallarekstur á ný. Ráðuneytið hafi ítrekað sótt um heimild til að hækka framlög til skólans en aðeins tekist það árið 2010 með 70 milljóna króna aukafjárframlagi. Ráðuneytið telur óraunhæft að gera kröfu um endurgreiðslu skuldar við ríkissjóð meðan á hagræðingarað- gerðum innan hans stendur. Vonast ráðuneytið eftir heimildum til að fella niður eldri skuldir. /fr Alvarlegar athugasemdir við fjármálastjórn Landbúnaðarháskólans: Framlög ekki fylgt meðaltalshækkun íslenskra háskóla Þau eru engin smásmíði, nautin á Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Þessir bolar koma til slátrunar þegar líður á sumarið og fram á haustið og ekki ólíklegt að þeir verði álíka þungir og nautkálfurinn sem slátrað var hjá Norðlenska á dögunum. Starfsstöðvum Landbúnaðar- háskólans (LbhÍ) á Reykjum í Ölfusi og í Keldnaholti í Reykjavík verður mögulega lokað vegna erf- iðrar fjárhagsstöðu skólans. Fáist ekki viðunandi lausn í samvinnu við ríkisvaldið hvað varðar fjár- framlög til skólans og uppgjör á uppsöfnuðum innri halla hans blasir ekkert annað við en að loka starfsstöðvum, draga þar með úr innritun nemenda og segja upp enn fleira starfsfólki, segir Ágúst Sigurðsson, rektor skólans. Ágúst segir að mikilvægt sé að gera betri grein fyrir ýmsum atriðum sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhags- mál skólans. „Þessi uppsafnaði halli er fyrst og fremst frá fyrstu árum skólans. Okkur var alltaf gefið til kynna að það ætti laga þessi mál eins og gert var hjá öðrum skólum. Þessi skuld sem talað er um gagn- vart ríkissjóði er að stórum hluta eignir. Ríkisreikningur er gerður þannig upp að séu eignir bókfærðar hjá okkur koma þær út eins og skuld við ríkissjóð, sökum þess að við erum ríkisstofnun. Það er alveg rétt að uppsafnaður halli er í kringum 300 milljónir króna og það er auðvi- tað skuld við ríkissjóð. Annað sem er tiltekið sem skuldir, þegar talað er um þessar 739 milljónir, eru til dæmis útistandandi kröfur skólans. Því er reginmunur á þessu, annars vegar uppsöfnuðum halla og hins vegar skuld við ríkissjóð.“ Gripið til róttækra aðgerða Ágúst segir skólann hafa gripið til gríðarlegra sparnaðaraðgerða árið 2009. „Við sögðum upp fólki, gjörbreyttum rekstri tilrauna- og kennslubús og settum í sérstakt félag. Við gengum því eins langt á þessum tímapunkti og okkur fannst unnt án þess að hreinlega leggja niður eina eða fleiri af starfs- stöðvum okkar. Við störfum eftir lögum um búnaðarfræðslu og þar er kveðið á um hvaða skyldur við þurfum að uppfylla. Ef við ætlum að leggja niður og hætta starfsemi á einhverri þessara starfsstöðva þá þurfum við að gera það í samráði við stjórnvöld. Við teljum ekki hægt lengur að skera flatt niður. Nú stöndum við frammi fyrir því að hreinlega hætta starfsemi og velja á milli þess sem við ætlum að gera.“ /fr Rætt um lokun á Reykjum og í Keldnaholti Garðyrkjubændur og sveitar- stjórnarmenn á Suðurlandi funduðu með þingmönnum Suðurkjördæmis í garð- yrkjustöðinni Friðheimum í Bláskógabyggð á dögunum. Á fundinum voru þingmönnunum kynntar áætlanir um að reist verði dreifiveita rafmagns fyrir garð- yrkjubændur í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Var fundurinn haldinn í fram- haldi af undirritun viljayfirlýsingar sveitarstjórna sveitarfélaganna, Sambands garðyrkjubænda og Sölufélags garðyrkjumanna um könnun á slíkum möguleika. Tæp 80 prósent allrar ylræktar- framleiðslu grænmetis fara fram innan marka sveitarfélaganna. Áætlun um eigin dreifiveitu raf- magns til garðyrkjunnar gerir ráð fyrir fjárfestingu fyrir um 460 millj- ónir króna, sem mun borga sig upp á aðeins fimm árum og er því afar hagkvæm. Hún yrði reist nálægt Flúðum og gæti dreift rafmagni til Laugaráss, Reykholts og Flúða. Garðyrkjan í heild sinni notar um 70 GWst á ári og er því um að ræða orkusækna græna starfsemi. Garðyrkjubændur: Kynna áætlanir um dreifiveitu Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra segir að það sé sinn vilji að koma til móts við LBHÍ og verja námið. Þó sé ljóst að það verði að endurskoða rekstur skólans. Katrín segir að hún hafi lagt á það áherslu að það sé sameiginlegt verkefni framkvæmdavalds, löggjafarvalds og skólans að fara yfir hallareksturinn. „Það er mjög erfitt að ætlast til þess að svona lítil eining, sem líka er að mæta um 20 prósenta niðurskurði, vinni á sama tíma á þessum halla. Hins vegar er áhyggjuefni að þrátt fyrir að rekstur skólans hafi verið kominn innan heim- ilda árin 2009 og 2010 þá eru blikur á lofti með rekstur síðasta árs. Það er því alveg ljóst að það þarf að skoða rekstrarþáttinn hjá skólanum gaum- gæfilega.“ Katrín segir jafnframt að í landinu gildi lög sem gera ráð fyrir að opinberar stofnanir greiði upp sinn hallarekstur. „Ef við ætluðumst til þess af skólanum á stuttum tíma þýddi það mjög róttækar aðgerðir. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að þetta mál verði tekið til umræðu á vettvangi Alþingis og fundin lausn þannig að skólinn geti haldið áfram að veita nám í hefðbundnu landbún- aðargreinunum og í garðyrkjunni. Það er bara ekki í boði að loka. Fyrir utan þetta er rannsóknarstarfsemin sem aflar skólanum sértekna, sem eru næstum því helmingurinn af tekjum hans. Það verður að gá að því að aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, dragi ekki úr tekjum skólans.“ /fr. Menntamálaráðherra vill koma til móts við LbhÍ Ágúst Sigurðsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.